Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 31
-h MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDAGUR 4. FEBRÚAR1986 31 Vertíðin fer víða hægt af stað Sandnes, nýjasta skip Nesskips, en það var keypt í janúar 1985. Nesskip hf.: 40% aukning flutninga 1985 Félagið flutti alls 706.000 lestir á síðasta ári SKIPAFÉLAGIÐ Nesskip flutti á síðasta ári alls um 706.000 lestir af varningi með skipum sínum á síðasta ári og nam aukningin frá árinu 1984 um 40%. Flutningar milli hafna erlendis námu um 57% af heildinni, en hér á landi er íslenzka Járnblendifélagið stærsti VETRARVERTÍÐ er nú hafin og bátar ýmist farnir til veiða eða að leggja síðustu hönd á undirbúninginn. Rætt var við nokkra fréttaritara Morgun- blaðsins og þeir spurðir frétta af vertiðinni. Slæmar gæftir „Heildarafli hér á Höfh frá byijun janúar er 368,5 tonn,“ sagði Haukur Sveinbjömsson fréttaritari á Höfn í Homafírði á fimmtudag. „Þórhallur Daníelsson hefur farið í einn róður í janúar og veiddi hann 101 tonn. Hér em gerðir út sex línubátar og hafa gæftir verið mjög slæmar hjá þeim. Eftir sam- tals 63 róðra em þeir með 252,6 tonn. Uppistaða aflans er þorskur og ýsa. Einn bátur er á trolli. Hann hefur farið í tvo róðra og fékk í þeim samtals 3,4 tonn. Einn bátur er byijaður á netaveiðum og hefur hann fengið 11,6 tonn í einum róðri. Meirihluti aflans er ufsi.“ Haukur sagði að átta bátar hefðu landað loðnu á Höfn í janúar, alls 5.500 tonnum, en gæftir hafa verið frekar slæmar. Hann sagði að nú væm fleiri bátar að undirbúa sig og fara þeir út í næstu viku. Afli sæmilegur i Ólafsvik „Róðrar hófust hér þegar vika var liðin af janúar," sagði Helgi Kristjánsson fréttaritari í Ólafsvík. „Gæftir vom allgóðar um miðjan mánuðinn en hafa verið stirðari núna síðustu dagana. Afli hefúr verið sæmilegur. Fáeinir bátar róa með línu og hafa þeir fengið reytingsafla, 4 til 8 lestir. Sjö bátar em á dragnót og hafa þeir verið með sæmilegan afla. Fáeinir bátar em á netum og hjá þeim hefur verið nokkuð tregt. Það kom neisti fyrir nokkmm dögum, en slaknaði aftur. Hér væri töluvert líf ef gæftir væm jafnari. Atvinna hefur verið bærileg og unnið er í flestum físk- vinnslustöðvum. Ég sé ekki annað en að menn stefni á vertíðina með góðri von um afla. Mér er ekki kunnugt um hvort menn em búnir að gera upp hug sinn um hvort þeir muni taka aflamark eða sóknarmark og sé ekki í dag hvemig þau mál skip- ast,“ sagði Helgi. Næg atvinna eftir mánaðamót Jón Sigurmundsson fréttaritari í Þorlákshöfn sagði að þar væm sex bátar byijaðir á netum, sex á línu, þrír á trolli og einn á dragnót. í janúar hafa komið 676,6 tonn á land í Þorlákshöfti, sem er um 200 tonnum minna en í fyrra. „Ástæð- umar em sennilega gæftaleysi og einnig vantar ufsann,“ sagði Jón. „Aflahæstu bátar em Höfrung- ur 3., sem er á netaveiðum, með 143,7 lestir eftir átta landanir. Af þeim sem em á línu er Fossborgin aflahæst með 26,2 tonn eftir 10 landanir. Guðfínna Steinsdóttir er aflahæst þeirra sem em á trolli. Afli skipsins eftir tvær landanir var samtals 48 tonn og var honum landað í gáma. Togaramir em ekki byijaðir ennþá. Þeir munu hefja veiðar um mánaðamótin. Meitillinn er að hefja starfsemi aftur eftir að hafa verið lokaður allan janúarmánuð. Á þeim tíma hefur fólkið gengið atvinnulaust um götumar. Margir virðast heldur hafa valið sóknarmarkið en afla- markið, fleiri en í fyrra. Eftir næstu mánaðamót má búast við að hér verði nægt atvinna þegar allir bátamir, þijátíu talsins, em byijaðir, en aðeins um það bil helmingur þeirra hefur hafíð veið- ar,“ sagði Jón Sigurmundsson í Þorlákshöfti. Rólegt í Eyjum í janúar „Vertfðin hefur farið ákaflega rólega af stað og er lítið um að vera hér í janúar, eins og oft áð- ur,“ sagði Hermann Jónsson fréttaritari í Vestmannaeyjum. Fjórir netabátar em byijaðir og þar af byijuðu þrír ekki fyrr en eftir 20. janúar. Nokkrir trollbátar hafa landað hér, en afli hefur verið frekar tregur. Mest hefur verið um ufsa hjá netabátunum. Það verður stígandi í þessu í febrúar og verða bátamir fljótir af stað ef þeir hafa einhveija veiðivon. Atvinna hefur því verið frekar stopul. Hér em gerðir út sjö togar- ar sem hafa haldið uppi atvinnulff- inu. Talsvert hefur verið um loðnu- landanir og horfa menn vonaraug- um fram til þess tíma er þeir geta farið að frysta loðnu og ætla margir sér stóra hluti. Stöðvamar hér em vel búnar tækjum til þess- arar vinnslu og em afkastamiklar. Upp úr miðjum febrúar verður loðnan hrognatæk og er vonandi að þeir geymi sér eitthvað af kvót- anum til þess tíma,“ sagði Her- mann Jónsson. viðskiptavinur Nesskips. Nesskip flutti alls 505.000 lestir af vamingi árið 1984 og jukust flutningar félagsins þá um 33% miili ára. Nú vom fluttar 706.000 lestir, um 300.000 til og frá landinu og 406.000 lestir milli hafna erlend- is. Aukning í þeim flutningum frá fyrra ári er 112%, en lftilsháttar samdráttur er f flutningunum til og frá landinu. Nesskip á 5 skip og vom flutningar hvers þeirra á árinu 1985 sem hér segir. Suðurland 42.000 lestir, Vesturland 31.000 lestir, Selnes 202.000 lestir, Sand- nes 226.000 lestir, Akranes 135.000 ogleiguskip 70.000 lestir. Guðmundur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Nesskips, sagði í samtali við Morgunblaðið, að rekst- ur skipanna hefði gengið vel á sfð- asta ári, þrátt fyrir að flutnings- gjöld í svokölluðum stórflutningum væm lág vegna offramboðs á flutn- ingsgetu og harðrar samkeppni. Heildarafkoman þyrfti því að vera talsvert betri, en væri viðunandi miðað við aðstæður í dag. Stærsti viðskiptavinur Nesskips væri Jámblendifélagið, en fyrirtæk- ið sæi um hráefnisflutninga fyrir það, einnig flytti Nesskip út salt- físk, síld, mjöl, vikur, gjall, brota- jám, kfsilmálm og fleira. Félagið hafi sérhæft sig í stórflutningurn til og frá landinu og auk þess hægt og sígandi aukið flutninga erlendis. Hjá félaginu ynnu nú um 100 manns, þar af 7 á skrifstofu þess á Seltjamamesi. „Flutningamarkaðurinn er og hefúr verið mjög erfíður mörg síð- astliðin ár og batamerki ekki sjáan- leg. Vegna þessa em gjaldþrot tíð í atvinnugreininni og afkoman óömgg. Því miður ætlar að taka langan tíma að ná jafnvægi í fram- boði skipa og erftirspum," sagði Guðmundur Ásgeirsson. Skakaðu skammdegi og kulda... toflur Magnamín. 24 nauðsynleg vítamín og steinefni sem íslendingar áöllumaldri þarfnast. * bœtiefna belgimir /Högnuð vítamín - /Vlögnuð fyrirbœri 100 perii LYSI Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.