Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Innstæðubinding innlánsstofnana verði lækkuð úr 18% í 10% — segir í frumvarpi til laga um breyt- ingu á lögum um Seðlabankann LAGT hefur verið fram á Alþingi eru Eyjólfur Konráð Jónsson (S) frumvarp tíl laga '™ breytingn og Valdimar Indriðason (S). á lögum nr. 10/1961, um Seðla- Frumvarpið gerir ráð fyrir að banka íslands. Flutningsmenn innstæðubinding innlánsstofn- Umræður á Alþingi NOKKUÐ snarpar umræður urðu í neðri deild Alþingis í gær er Stein- grímur Hermannsson mælti fyrir nýjum lögum um Stjómarráð ís- lands. Hjörleifur Guttormsson (Abl.) sagði að frumvarpið væri hvorki fugl né fiskur sérstaklega með tilliti til þess hve meðgöngutími þess hefði verið langur. Sagði hann að menn hefðu talað sig niður í ekki neitt með því að taka óskil- greint undir kröfuna um báknið burt. Eingöngu væri flallað um stjóm- arráðið á sama tíma og vel flestar ríkisstofnanir hefðu bólgnað út. Einnig sagði hann að 8. gr. frum- varpsins, er fjallar um ráðherrarit- ara sem leysa eiga af hólmi svo- nefnda aðstoðarmenn ráðherra, væri hreinn óskapnaður. í greininni kæmi fram að starfsmönnum hvers ráðuneytis væri skylt að hlíta fyrir- mælum ráðherraritara að ráðuneyt- isstjóra undanskyldum. Sagði Hjör- leifur greinilegt að gagnsókn emb- ættismannanna gegn breytingum á núverandi kerfi hefði borið árangur. Jón Baldvin Hannibalsson (A) sagði að frumvarpið gæfi ekki til- efni til mikilla umræðna. Sagði hann að ágæt nefnd hefði á sínum tíma unnið að þessum málum og nú væri forvitnilegt að vita hvað hefði orðið af tillögum þeirrar nefndar. Öllu hefði verið breytt og allt sem bitastætt var í þeim tillög- um væri horfið. Sagði Jón Baldvin, að frumvarpið væri rýr eftirtekja af öllu því starfi sem unnið hefði verið. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði, að nauðsynlegt væri að at- huga hvort ekki væri rétt að sam- eina utanríkisviðskipti þjóðarinnar undir eitt ráðuneyti í stað þss að láta þessi málefni dreifast á mörg ráðuneyti. Sagði hann að víða er- lendis t.d. í Noregi hefði það gefið góða raun að láta eitt ráðuneyti §alla um þessi mál. með færanlegum nmtiim HURÐIR HF Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 681655 ana hjá Seðlabankanum megi aldrei vera hærri en 10% af innstæðufé viðkomandi stofnun- ar. í greinargerð með frumvarpinu segir orðrétt: „Frumvarp þetta var flutt á síðasta þingi en féll þá á' jöfnum atkvæðum í efri deild. Síðan hefur það gerst að skaðvænlegar afleiðingar peningamagnskenning- arinnar svonefndu, sem sljómvöld hafa um langt skeið aðhyllst, koma æ skýrar í ljós. Mikilvægustu fyrir- tæki og fjöldi einstaklinga er að glata eignum sínum þar sem ríkis- valdið hefur brugðist þeirri frum- skyldu að sjá til þess að eðlilegt lánsfjármagn sé á markaðnum. Tveim gagnstæðum stefnum hefur verið fylgt, annars vegar hafa vextir verið fijálsir og peningar verðtryggðir en hins vegar hefur sparifé landsmanna verið fryst. Þannig hefur í senn skapast láns- ^árkreppa og okurvextir. Afleiðing- in hefur af augljósum ástæðum orðið sú að markaðsverð bæði fas- teigna og annarra fjármuna hefur farið stöðugt lækkandi og fyöldi manna misst eigur sínar þegar þær hafa ekki lengur verið veðhæfar. Fjármunimir hafa þannig sogast inn í ríkishítina, margháttaðan óarðbæran rekstur, brask og okurl- ánastarfsemi. Menn verða gjald- þrota þegar enginn getur eða vill kaupa eigur þeirra á eðlilegu verði." Einnig segir í greinargerðinni að hér sé um heimatilbúna kreppu að ræða sem frjálslynd öfl verði að bijóta niður. Síðan segir í greinar- gerðinni að í trausti þess að meiri- hluti þingmanna geri sér þetta ljóst sé frumvarpið nú flutt að nýju. í greinargerðinni segir síðan orðrétt: „Bundið fé í Seðlabankanum mun nú um áramótin hafa numið nálægt sjö milljörðum króna. Lækkun frystingar úr 18% í 10% mundi þannig losa liðlega þijá milljarða sem gengju til viðskiptabanka og sparisjóða og þaðan út í þjóðlífið. Sú ráðstöfun mundi þegar í stað létta á peningakreppunni, örva atvinnulíf og treysta fjárhag ljölda manna, jafnframt því að vextir leit- uðu jafnvægis og von yrði til að verðbólgu mætti kveða niður." Greinargerðinni fylgir nefndar- álit meirihluta ú'árhags- og við- skiptanefndar um fmmvarpið á síð- asta þingi. Þar kemur fram að staða viðskiptabankanna myndi batna verulega ef sparifjárbindingin færi niður í 10% eins og frumvarpið gerirráðfyrir. Heimsmynd kem- ur út í marz TÍMARITIÐ Heimsmynd undir stjóm Herdísar Þorgeirsdóttur mun hefja göngu sína innan skamms og er fyrsta tölublað þess væntanlegt í byijun marzmánaðar. Nafn tíma- ritsins var valið úr um 200 tillögum og á að lýsa innihaldi blaðsins og tilgangi útgáfunnar. Herdís var áður ritstjóri tímaritsins Mannlífs, en útgefandi Heimsmyndar er hlutafélagið Ófeigur. Fyrstu háskóla- tónleikarnir eftir áramót MIÐVIKUDAGINN 5. febrúar verða fyrstu háskólatónleikamir á þessum seinni hluta vetrar. Þeir verða í Norræna húsinu kl. 12.30 og standa u.þ.b. hálftíma. Kristinn Sigmundsson, bariton, og Jónas Ingimundarson, píanóleikari, munu flytja ítölsk lög, einkum frá 17. öld. Háskólatónleikar verða á hveij- um miðvikudegi, á sama stað og tíma fram í miðjan apríl, þó með hléi um páskana. Leiðrétting ÞAU mistök urðu í grein um bams- faðemismál í síðasta sunnudags- blaði Morgunblaðsins að mynda- brengl urðu. Birt var mynd af Gunnlaugi Bri.em fyrmrn ráðuneyt- isstjóra í stað Gunnlaugs Briem yfirsakadómara. Hér með er beðist afsökunar á þessum mistökum. Oráðlegt að kenna greinar^ sem þegar eru kenndar í HÍ — segir í ályktun háskólaráðs sem send var mennta- málaráðuneytinu um háskólakennslu á Akureyri Frá afhendingu áreynaluhjartalínuritstækis á Landakotsspítala. Á myndinni eru fulltrúar Iðnvoga: Birgir Friðriksson, Harald Hermanns, Hafsteinn Guðjónsson og Haraldur Haraldsson ásamt starfsfólki Landakotsspitala. Landakotsspítali fær gjöf frá Iðnvogum NÝLEGA barst lyflækningsdeild Landakotsspítala að gjöf áreynsluhjartalínuritstæki frá Iðnvogum. Iðnvogar, sem er hóp- ur fyrirtækja inni í Vogum, ákvað á aðalfundi í tilefiii tíu ára af- mælis síns, að færa Landakots- spítala þessi tæki að gjöf. Tækin em frá Siemens-Elena-fyrirtæk- inu. Fjórir hlutir mynda áreynslu- hjartalínuritstæki. Það er fyrst tæki sem skráir línurit. Þá er þrekhjól og hjartarafsjá og loks raftæki til að meðhöndla alvarleg- ar hjartsláttartmflanir. Öll þessi tæki em af fullkomnustu gerð. Þessi tæki bæta úr brýnni þörf þar sem þau hafa ekki áður verið til hér á Landakotsspítala. Tækin em notuð við greiningu sjúklinga sem granaðir em um kransæða- sjúkdóma. Einnig em þau notuð til eftirlits á sjúklingum með þekktan kransæðasjúkdóm og til mats á meðferð, bæði ljrfjameð- ferð og skurðmeðferð. (Fréttatilkynning) MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem gerð var á fundi háskólaráðs þann 16. janúar sl. og send menntamála- ráðuneytinu 21. janúar sl. Menntamálaráðuneytið hefur óskað umsagnar Háskóla íslands um álitsgerð nefndar sem skipuð var til þess að gera tillögur um hvemig vinna megi að þvi að efla Akureyri sem miðstöð mennta og vísinda utan höfuð- borgarinnar. Álitsgerðin var send deildum háskólans og var fjallað um hana á nokkrum fund- um háskólaráðs. Ályktunin er svohljóðandi:„Áætla- nagerð um háskólahald á Akureyri er enn skammt á veg komin og ekki hafa enn verið tilgreindar neinar námsgreinar, sem hag- kvæmt væri að taka upp nyrðra. Skoða þarf nákvæmlega, hvaða gögn og gæði em nauðsynleg til háskólakennslu og hvort þau em þar þegar til staðar eða hvemig mætti afla þeirra - og hvað þau mundu kosta. Því þykir óráðlegt að steftia að því aða taka upp kennslu á Akur- eyri á næstu árum í þeim greinum, sem nú em kenndar við Háskóla íslands. Háskólaráð telur, að ekki megi taka bindandi ákvörðun um að hefja háskólahald á Akureyri fyrr en allnákvæm svör liggja fyrir í þessum efiium öllum. Og þá sé tekið tillit til þess, að Háskóli ís- lands er nú illa búinn til að halda uppi starfsemi á einum stað, hvað þá til að reka háskólakennslu víðar á landinu". Týndi silfur- armbandi KONA týndi silfurarmbandi við Hótel Sögu eða í nágrenni hennar föstudaginn 13. desember síðastlið- inn. Konan, sem segir að armband þetta sé erfðagripur, biður skilvísan finnanda um að hafa samband í síma 687524, gegn fundarlaunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.