Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 45 Kveðjuorð: Gunnsteinn Stefánsson fráEkru Það er 10. janúar, og ég er að koma inn frá gegningum þegar konan kemur á móti.mér út í dyr og segir mér þau tíðindi að Gunn- steinn Stefánsson sé ; dáinn, hafi orðið bráðkvaddur hér við næsta bæ þá um morguninn. Mér bregður, getur þetta verið satt, og ég minnist um leið hversu þétt og hlýtt handtak hans var þegar hann hress og giað- ur kvaddi mig í þessum sömu dyrum kvöldið áður. Það leita ýmsar spum- ingar á hugann við þessi tíðindi en við fæstum finnst svar. Gunnsteinn Stefánsson var að- eins 55 ára að aldri og fellur því frá langt um aldur fram. Ég mun ekki rekja hér ætt hans eða lifs- hlaup, það verður gert af öðrum. Hér er aðeins ætlunin að setja á blað fáein minningabrot vegna frá- falls góðs vinar. Mörg og löng voru kynni okkar Gunnsteins orðin og að öllu góð. Fyrst er við vorum saman á bændaskólanum að Hólum í Hjaltadal en síðar í heimahéraði á ýmsum mannamótum. En mest urðu samskipti okkar eftir 1970 þegar Gunnsteinn hafði tekið við störfum hjá orkustofnun við vatna- mælingar. Ég var oft aðstoðarmað- ur hans, sérstaklega á fyrstu árum eftir að komið var upp mælistöðvum við ár hér á hálendinu. Gunnsteinn átti þá margar ferðir á þessa staði og fór ég oft með honum. Þeirra ferða er gott að minnast, því varla er hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en Gunnsteinn var. Mér finnst þær allar hafa verið skemmtilegar en það kemur til af því hvað Gunnsteinn hafði gott skap og létta lund á hverju sem gekk í þessum ferðum sem gátu verið sín með hveiju sniði, allt frá áhyggju- lausum ferðum þegar sól skein í heiði, eða í snjó að hausti og aur- bleytu að vori, en ekki síst vetrar- ferðir á vélsleðum. Þá er ekki siðra að minnast langra skammdegis- kvölda f ijallakofum þegar nóttin var of löng til að sofa hana alla. Þessi kvöld Iiðu ótrúlega fljótt því öll mál gátu verið þar til um- ræðu. Svona' var það á hvaða sviði sem var að gott var að vera með Gunnsteini og hafði hann ávallt góð áhrif á þá sem með honum voru. Þá minnist ég þeirra möigu stunda sem við áttum við rennslis- mælingar þegar ég sat á bakkanum og skrifaði niður tölur sem hann kallaði til mfn þar sem hann stóð í árstraumnum með mælitæki og skeiðklukku. Hér er vinar að sakna og skarð fyrir skildi sem vandfyllt verður. Ég sendi eiginkonu hans og systrum hugheilar samúðar- kveðjur. Aðalsteinn Aðalsteinsson ^“Vuglýsinga- síminn er22480 ERVIÐ TONIC í LÍTRATALI HF. OLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.