Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 55 íslenska liðið sterkt en hefur sína veikleika Geir Hallsteinsson, Hilmar Björnsson og Ólafur Jónsson ræða um stöðu landsliðsins nú þegar4 vikur eru fram að heimsmeistarakeppninni í Sviss Þremenningarnir Geir, Hilmar og Ólafur eru öllum hnútum kunnugir í íslenskum handknatt- leik. Geir er einn okkar þekktasti leikmaöur og þjálfari, Hilmar þjálfaði m.a. landsliöið f 7 ár, og Ólafur var landsliðsfyrirliði um árabil og lák þá með flestum núverandi leikmönnum liðsins. Þeir settust niður eftir Flugleiða- mótið um helgina og rœddu fram og aftur um landslið okkar f handknattleik. Útdráttur úr spjalli þeirra fer hér á eftir: Um reynsluna Geir: Styrkleiki þessa liðs felst ekki síst í því að nú eigum við 7—10 ieikmenn sem gera ekki annað en að leika handknattleik. í öðru lagi erum við farnir að spiia 30 til 40 landsleiki á ári sem þarf til að vera í fremstu röð, og stór hluti liðsins er búinn að leika yfir 100 landsleiki. Hilmar: Og þessir leikmenn eru enn á besta aldri. Ólafur: Ég fullyrði að ekkert lið í heiminum hefur eins jafna og mikla leikreynslu og við. Það er einsdæmi að fyrstu 7 leikmenn landsliðs séu allir meö yfir 100 leiki. Hilmar: Gallinn er sá að þessi mikla reynsla er ef til vill að hluta til neikvæð, vegna þess að leik- mennirnir hafa reynslu af því að mistakast í stórmótum. Geir: Mér sýnist líka eftir mótiö nú um helgina að leikmennirnir séu í mjög misjafnlega góðri æfingu, eftir því með hvaða liðum þeir leika, og það veikir liðið ákaflega mikið þegar leiknir eru nokkrir leikir á stuttum tíma. Menn sem ekki eru í algjörri toppæfingu leika aldr- ei af fullri getu dag eftir dag. Mér sýnist t.d. að Bjarni, Siggi Gunn, Einar, Þorbjörn og Steinar ekki hafa nægilega snerpu. Þetta kem- ur fram t.d. hjá Sigga Gunn i því að hann missir svolítið jafnvægið undir lok leikja, og einbeitinguna. Um andlegu hliðina Ólafur: Ég er dálítið smeykur um að Bogdan ætli að keyra liðið of stíft áfram í æfingum nú á síð- ustu vikunum. Ef allt væri til fyrir- myndar ætti tíminn fram að móti að fara í uppbyggingu á sálinni fremur en líkamanum. Á stórmóti eins og því sem er framundan skiptir andlega hliðin tvímælalaust jafn miklu máli og sú líkamlega. Ég er þess vegna ánægöur með leik- inn á móti Pólverjum í Flugleiða- mótinu — mér fannst greinilegt að sigurviljinn var mikiil. Á mótinu í Sviss komum við til með að leika 30—40% undir getu, eins og önnur lið. Spennan er svo mikil. Spurn- ingin er hvernig við vinnum úr því. Hilmar: Þetta er lykilatriði. Reynslan hefur margsagt okkur að við eigum erfitt með að leika marga leiki á skömmum tíma, og sérstaklega ef við byrjum dapur- lega. Austantjaldslöndin líta á ís- lendinga sem hættulega keppi- nauta í upphafi svona móts, en undir lokin erum við orðnir mjög viðráðanlegir. Þá er sigurviljinn og grimmdin ekki sú sama og í upp- hafi. Raunveruleg geta liða kemur í Ijós á erfiðum alvörumótum á útivelli. Geir: Hvers vegna fáum við t.d. aftur og aftur flengingu á borð við þá sem Sovétmenn gáfu okkur á Baltic-mótinu um daginn? Hvers- vegna hafa Danir allt annað hugar- far gagnvart þessum risum en við? Þeir virðast oft vera með allt niðr- um sig fyrir svona mót, en þegar á hólminn er komið fara þeir eigin- lega aldrei niður fyrir 4. sæti, hvort sem um heimsmeistaramót eða Ólympíuleika er að ræða. Þetta er eitthvað sálrænt auðvitaö, og er flóknara en svo að það verði leyst með sálfræðingi á nokkrum vikum fyrir mót. Það hefur verið reynt og ekki gengið. Um leik liðsins Ólafur: Þrátt fyrir þetta er ástæða til bjartsýni. Þetta er jafnt, sterkt og samheldið liö. Óneitan- lega samt mun veikara ef Þorgils Óttar verður ekki með. Þorbjörn Gelr: Hversvegna fáum vlö fleng- ingu á borð við þá sem Sovét- menn gáfu okkur um daginn? og Geir eru ekki týpurnar til að leysa hann af. Hilmar: Ef Þorgils vantar miss- um við svona 7 marka mann að meðaltali í leik, í mörkum sem hann skorar og vítum sem hann fiskar. Sömuleiðis missir Kristján Ari nokkuð af sínum styrkleika, því hans ógnun felst svo mikið í línusendingum. Geir: Þetta sást vel í mótinu um helgina. Viö skoruðum sáralítið af hreinum Knumörkum. Mér sýnist þetta verði sérlega bagalegt á móti Kóreumönnum, litlum, léttum mönnum. Þá er nauðsynlegt að hafa skorandi línumann til að halda vörninni við línuna. Hilmar: Ég tel að nú þurfi Bogd- an að leita útfyrir hópinn og fá t.d. Hilmar Sigurgíslason eða Magnús Teitsson til að leysa Óttar af. Þeir vinna með hendurnar uppi, og eru sífellt að leita eftir sendingum á meðan t.d. Þorbjörn er meiri blok- keringamaöur og nýtist reyndar oft vel sem slíkur á móti stærri og þyngri vörnum. Geir: Það er reyndar einn af veikleikum þessa liðs hvað okkur gengur illa á móti 6—0 vörn, eins og t.d. Sovétmenn leika. Allir reyna að hoppa og skjóta yfir fingurgóm- ana á varnarmönnunum, fjöl- breytnina vantar. Einstakir leik- menn vilja týnast á móti svona vörnum, t.d. Kristján Ara, þó mikil- vægi hans fyrir liðið sé auðvitað óumræðilegt. Ólafur: Þetta er mjög mikilvægt atriði vegna þess að þegar út í alvöruna er komið og spennan í leiknum orðin þrúgandi, þá dregur úr vægi leikkerfanna og áherslan á einstaklingsframtakið eykst. Bæði vegna þess að liðin þekkja hvert annað og leikkerfin sem þau leika, og eins vegna þess að spennan er svo mikil í hverri ein- ustu sókn. Þetta verður spurning um að þora að gera eitthvað óvænt — og geta það. Mér sýnist þetta Ólafur: Það er einsdæmi að fyrstu 7 leikmenn landsliðs séu allir meðyfir 100 landsleiki að baki. reyndar vera að koma hjá þessu liöi, sérstaklega í hraðaupphlaup- unum, þar sem menn keyra áfram á miklum hraða og finna hvern annan með sendingum. Hilmar: Flest mörkin sem við skorum koma af miðsvæðinu. Ef því er lokað t.d. af mjög hávöxnum mönnum, þá höfum við lítið annað. Það er lítið um að vera í hornunum. Bjarni fer nánast aldrei innúr horn- inu með gabbhreyfingum, og Guðmundur ekki heldur — þ.e. ekki utanvert við varnarmanninn. Um vörn og markvörslu Geir: Ef við minnumst aðeins á varnarleikinn þá leikum við nú undantekningalaust 5—1 vörn. Ég tel hinsvegar að við eigum orðið mannskap til að leika 6—0, með Kristján, Þorbjörn, Pál, Atla og Steinar sem lykilmenn. Við erum líka með markmann til að standa á bak við svona vörn. Ég tek fram að ég er ekki ósáttur við varnarleik- inn núna. Við verðum bara að geta breytt um og beitt vörn eins og hentar best gegn hverjum mót- herja. Ólafur: Það hefur orðið mikil breyting, einmitt á markvörslunni að undanförnu. Nú eigum við orðið tvo góða markmenn, sem bakka hvorn annan vel upp. Það er orðið sjaldgæft að bæði Einar og Krist- ján eiga dapran dag. Geir: Já, en hvar stöndum við miðað við aðrar þjóðir í mark- vörslu? Ég held að við séum rétt í þokkalegu meðallagi miðað við t.d. 10 bestu þjóðir heims í dag. Einar er að ná því að vera alltaf mjög þokkalegur og oft frábær, en eins og á við um liðiö í heild þá verður að koma til stöðugleiki í marga leiki í röð til aö verulega góður árangur náist. Svíar eiga svona mann, Hellgren, og fleiri þjóðir, markmann sem þeir geta Hilmar: Austantjaldslöndin Irta é íslendinga sem hættulega keppi- nauta f upphafi stórmóta, en undir lokin erum við orðnir við- ráðanlegir. reitt sig á leik eftir leik, ár eftir ár. Hilmar: Þessir markmenn, og ég tel Einar kominn í þeirra hóp, verja 10—20 skot í leik og það skiptir að sjálfsögðu sköpum um úrslit. Um kröfurnar til liðsins Ólafur: Markmiðssetningin er geysilega mikilvæg. ytri markmiös- setningin, ef má kalla hana það — það sem handknattieiksmenn almennt telja raunhæfan árangur, skiptir kannski ekki svo miklu — en sú innri, sá árangur sem leik- menn og þjálfari stefna að, skiptir miklu. Mér finnst t.d. að spá þjálf- arans um 10. sætið sé dæmi um að nú þegar er byrjað aö verja hugsanleg áföll. Hilmar: Tölfræðin segir okkur að við eigum að lenda í 8.—12. sæti. Þetta er í raun einfalt. Við eigum að vinna Kóreu. Engin spurning. Annaö væri slys. Tékkar hafa hinsvegar vinninginn á móti okkur — ef miðað er við alvöruleiki á útivelli. Rúmenar eiga að vinna okkur. Og í milliriðlinum eiga Svíar hikstalaust að vinna okkur, þeir rúlluðu okkur upp t.d. á Ólympíu- leikunum. Danir eiga sömuleiðis að vinna okkur, þeir gera það nán- ast alltaf í alvöruleikjum. Þó eigum við möguleika á móti þeim. Ung- verjar eru okkur sterkari. Ef allt er lagt saman þá eigum við í mesta lagi að fá 3—4 stig. Og það þýðir 8.—12. sæti. Ef öðruvísi á að fara þurfa að koma til stórviöburðir — sigrar t.dv á Tékkum, Dönum og hugsanlega Svíum. Þá fyrst eigum við möguleika á sjötta sætinu. Það sem ég óttast er að ef t.d. við vinnum ekki Tékka að þá hrynji þetta. Geir: Þessi hópur á að þola meira álag og meiri kröfur en þau landsliö sem við höfum sent í svona keppnir hingað til. Þetta er agað lið, bæði sem heild og ein- stakir leikmenn. Bogdan er búinn að vera með þá í á þriöja ár, og hefur með sínum aöferðum, þó þær séu ekki alltaf skemmtilegar, náð að slípa þessa leikmenn vel til. Hann hefur náð árangri. Ólafur: Ég þekki Bogdan vel og stjórnunaraðferðir hans. Hann heldur mönnum sínum í járnklóm og keyrir áfram af mikilli hörku. Aðferð sem ég er ekki alltaf hrifinn af. Um áframhaldið Hilmar: Ég er sammála Geir í því að þessi hópur á tvímælalaust að fá þá athygli sem hann fær. Svona árgangur, margir góðir leik- menn á svipuðum aldri, koma ekki upp hér á fslandi nema með margra ára millibili. Við þurfum því að halda vel utan um þá þegar ■ þeir koma. Ólafur: Bogdan tekur að mörgu leyti við góðu búi frá félagsliðun- um. Vinnubrögð landsliðsmann- anna sjálfra hafa batnað mikið, og það er ekki síst félögunum að þakka. Gelr: Við megum ekki gleyma því að Valur, FH og Víkingur hafa verið í toppbaráttu í Evrópukeppn- um undanfarin ár, og reynslan úr slíkum leikjum er landsliösmönn- unum ómetanleg. Ólafur: Það verður hinsvegar ekki auðveit að halda áfram eftir keppnina í Sviss, ef útkoman verð- ur eins og flestir búast við. Ég held að landsliðsmenn sprengi sig á þessari keppni, verði búnir að fá sig fullsadda af þessu álagi. Þjálf- unaraðferöin krefst svo mikils að eftir verður ansi mikið tómarúm. Hafi veriö erfitt aö ná þessum hóp saman fyrir keppnina, verður það nánast ómögulegt eftir hana. Hilmar: Ég held nú að þessi kjarni eigi eftir 3—4 ár á toppnum, og að hann eigi eftir að mynda eitt af allra bestu landsliðum heims — ef vel gengur í Sviss!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.