Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 4= Af engisneyzlan minnkaði um 3% HVER íslendingur drakk að meðaltali 3,20 lítra af hreinu áfengi í fyrra og er það um 3,03% minna en árið 1984. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Afengisvamaráði sem unnin er samkvæmt heimildum frá Afengis- og tóbaksverslun ríkisins. í fréttatilkynningunni kemur ennfremur fram að að hver maður drakk að meðaltali 2,27 lítra af sterkum drykkjum, en 0,93 af létt- um vínum. Árið 1984 var skipting neyslunnar þannig að hver maður drakk að meðaltali 2,23 lítra af sterkum diykkjum og 1,07 lítra af léttumvínum. Hlutdeild veitingahúsa í sölu áfengisjókst um 11,6% frá árinu 1984. Arið 1984 var hún 15,5% af heildarsölu og 17,3% af heildar- sölu áfengis árið 1985. Sigurgeir Jónsson ráðuneytissljóri fjármálaráðuneytís Sigurgeir Jónsson aðstoðar- bankastjóri í Seðlabankannm var í gær skipaður ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu frá og með 1. april nk. Fjórir sóttu um stöð- una og voru umsækjendur auk Sigurgeirs þeir Indriði H. Þor- láksson skrifstofustjóri tekju- sviðs í fjármálaráðuneytinu og formaður samninganefndar rík- isins í launamálum, Magnús Pét- ursson hagsýslustjóri og Sigurð- ur Þórðarson skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins. Umsókn- arfrestur rann út 31. janúar sl. Eins og kunnugt er, þá er búið að veita núverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, Höskuldi Jónssyni, forstjórastöðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Sigurgeir er fæddur í Vík í Mýr- dal árið 1934, sonur hjónanna séra Jóns Þorvarðarsonar fyrrverandi prests í Vík og Laufeyjar Eiríks- dóttur, konu hans. Sigurgeir tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1954. Hann tók viðskiptafræðipróf frá Háskóla íslands árið 1957 og MA-próf í hagfræði frá Stanford University í Kalifomíu, Bandaríkj- unum árið 1960. Eftir námið hóf hann störf í hagfræðideild Seðla- banka íslands, en hafði í eitt ár, 1957-58, unnið _ í Framkvæmda- banka íslands. Árið 1963 gerðist Sigurgeir hagfræðingur Seðlabank- ans til ársins 1968, en þá hélt hann til Washington í Bandaríkjunum, þar sem hann var fulltrúi Norður- landa í stjóm Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, og var hann í því starfí í Sigurgeir Jónsson Qögur ár. Frá árinu 1972 hefur hann verið aðstoðarbankastjóri Seðlabankans og hefur haft með erlend viðskipti og lántökur fyrir hönd ríkissjóðs þar að gera. Eiginkona Sigurgeirs er Ingi- björg Gísladóttir og eiga þau þijú böm. • Einar Ólafsson skfðagöngumaður. Sænska meistaramótið: Einar í áttunda sætí EINAR Ólafsson __ skíða- göngnmaður frá ísafirði varð áttundi af 120 kepp- endum í 15 km skíðagöngu á sænska meistaramótinu I gær. Þetta er einn besti árangur sem íslenzkur skíðagöngumaður hefur náð á erlendri grund. Svíar eiga sem kunnugt er bestu skíða- göngumenn heims og skaut Einar mörgum landsliðsmanninum aftur fyrir sig í keppninni í gær. Sjá bls. 55: „Átti ekki von á þessum árangri.“ Alþingi: LeiganáTF- SÝN gagnrýnd JÓN Helgason, dómsmálaráð- herra, greindi frá því við umræð- ur utan dagskrár á alþingi í gær, að fyrirhugað væri að Landhelgisgæslan leigði Flug- leiðum Fokker-vél sína, TF-SÝN, í rúma þijá mánuði í sumar. Það var Skúli Alexandersson, þingmaður Alþýðubandalagsins á Vesturlandi, sem hóf umræðuna og gagnrýndi hann samninginn. Marg- ir þingmenn kvöddu sér hljóðs og tóku' allir i sama streng. í ræðu Áma Johnsen (S.-Sl.) kom fram, að ætlunin mun vera að nota TF-SÝN í áætlunarflug milli ís- lands, Færeyja og Skotlands. Benti þingmaðurinn á, að það þýddi að ekki væri unnt að nálgast vélina ef á þyrfti að halda, nema með miklum fyrirvara. Jón Helgason svaraði ekki fyrir- spumum þingmanna um leigugjald, en kvaðst taka til athugunar ábend- ingar um að falla frá samningnum. Sjá nánar á þingsíðu, bls. 32. Brunamálastj óri: Segir upp ÞÓRIR Hilmarsson brunamála- stjóri tilkynnti i gær að hann hefði sagt starfi sínu lausu frá og með 1. mars næstkomandi. Hann mun þvi væntanlega láta af starfi frá og með 1. júní í sumar. Orsök uppsagnarinnar er fyrst og fremst kjaralegs eðlis, að því er kemur fram í uppsagnarbréfí bmnamálastjóra. Hann er verk- fræðingur að mennt og sagði í samtali við Morgunblaðið að aðrir verkfræðingar fengju að jafnaði að minnsta kosti þriðjungi hærri laun en bmnamálastjóri — og þó gerðu lög um Brunamálastofnun ríkisins kröfu til að verkfræðingur gegndi starfínu. Viðræður BSRB og fjármálaráðuneytisins: Samningsréttur til félaga — með ákveðnum skilyrðum - spor marga áratugi aftur í tímann, segir formaður BSRB Lést í um- ferðarslysi PILTURINN, sem lést í umferð- arslysi á Langholtsvegi í Reykja- vik sl. laugardagskvöld, hét Þór Erlingsson. Hann hefði orðið 19 ára í þessum mánuði. Þór var til heimilis að Hverfisgötu 9 i Hafn- arfirði. SAMNINGANEFND fjánnála- ráðuneytisins i samningsréttar- viðræðum við BSRB hefur boðist til að fallast á kröfu bandalagsins um að samnings- og verkfalls- réttur verði framvegis í höndum einstakra aðildarfélaga BSRB — með ákveðnum skilyrðum þó. Þau skilyrði segir Kristján Thorlacius, formaður BSRB, að myndu afnema verkfallsrétt sumra félaga i bandalaginu og færa réttindabaráttu opinberra starfsmanna „marga áratugi Prófkjör sjálfstæðis- manna í Kópavogi 1. mars FRAMBOÐSFRESTUR fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er runninn út og hafa tólf frambjóðendur ákveðið að gefa kost á sér. Prófkjörið fer fram i Hamraborg 1, laugardag- inn 1. mars nk. Þegar hefur verið ákveðin röð frambjóðendanna á framboðslist- ann en þeir eru: Ásthildur Péturs- dóttir húsmóðir, Bima Friðriks- dóttir leiðsögumaður, Bragi Mika- elsson framkvæmdastjóri, Grétar Norðijörð varðstjóri, Guðmundur Magnús Thorarensen framreiðslu- maður, Guðni Stefánsson jám- smíðameistari, Haraldur Kristjáns- son verktaki, Jóhanna Thorsteins- son fóstra, Kristinn Kristinsson húsasmíðameistari, Richard Björg- vinsson viðskiptafræðingur, Stefán H. Stefánsson forstöðumaður og Amór L. Pálsson framkvæmda- stjóri. Allir núverandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfíokksins (Kópavogi em meðal frambjóðenda, en það eru þau Ásthildur, Bragi, Guðni, Richard og Amór. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum fíokksbundnum Sjálfstæðis- mönnum og stuðningsmönnum flokksins. aftur í tímann“. Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að þetta væri rangt mat hjá formanni BSRB, þvi hér væri um verulegt innlegg að ræða til að koma til móts við kröfuBSRB. Kristján Thorlacius sagði, að ekki væri verið að koma til móts við tillögur BSRB, „þvert á móti þrengja verkfallsréttinn hjá fjöl- mennum starfshópum að dómi við- ræðunefndar BSRB,“ sagði hann. Kristján bætti við, að reynslan af starfi verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin sýndi ótvírætt að verkalýðsfélögum væri fullkomlega treystandi fyrir verkfallsvopninu og að þau færu ekki út fyrir þann ramma, sem almennar umgengnis- og öryggisreglur í þjóðfélaginu mæltu fyrir um. Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði það rangt hjá formanni BSRB að verið væri að skerða verkfallsrétt opinberra starfsmanna svo stórlega. „Okkur þykir það verulegt innlegg að koma til móts við þessa kröfu BSRB um að færa samningsréttinn til ein- stakra aðildarfélaga en þá viljum við jafnframt gera ýmsar lagfær- ingar á gildandi lögum um samn- ings- og verkfallsrétt opinberra starfsmanna," sagði hann. Geir lagði áherslu á, að hér væri ekki um beint tilboð að ræða heldur hugmyndir. „Ráðuneytið lýsir sig reiðubúið að undirbúa breytingar á lögum sem varða samningsrétt opinberra starfsmanna, snúa agnúa af gildandi lögurn," eins og hann orðaði það. Tillaga ráðuneytisins um þetta efni er í sex liðum og hljóðar svo orðrétt: „1. Samningsréttur verði í hönd- um einstakra stéttarfélaga starfs- manna. 2. Verkfallsréttur verði í höndum félaganna en nái þó ekki til lög- gæslustarfsmanna (þ. á m. toll- gæslu), starfsfólks heilsugæslu, starfsmanna stjómarráðsins né þeirra annarra, sem úrskurðaðir hafa verið til vinnu skv. núgildandi lögum eða ekki hafa verkfallsrétt samkvæmt þeim. í lögunum verði tæmandi ákvæði um hverjum er óheimilt að fara í verkfall og kjara- deilunefnd lögð niður. 3. Til verkfallsákvörðunar þurfi samþykki í allsheijaratkvæða- greiðslu í viðkomandi félagi. At- kvæðisrétt hafi einungis þeir, sem heimilt er að fara í verkfall. 4. Ekki verði lögbundin skylda til að leggja fram sáttatillögu. 5. í stað verkfallsboðunar geti félögin valið þann kost að setja deiluna í gerðardóm. Gerðardómur Qalli einnig um mál þeirra, sem ekki verður heimilt að fara í verk- fall ef ekki semst við þá. 6. Verkfall nái til allra þeirra í vjðkomandi félagi, sem heimilt er að fara í verkfall. Athuga þarf sér- staklega það atriði þegar verkfall Iítils hluta starfsmanna raskar verulega starfsemi stofnunar, þar sem meirihluti starfsmanna á ekki í kjaradeilu og hefiir ekki boðað verkfall." Á sama tíma og undimefnd í viðræðunum fjallaði um þessar hugmyndir í gærmorgun áttu for- ystumenn BSRB fund með Stein- grími Hermannssjmi foreætisráð- herra og Þoreteini Pálssyni fiár- málaráðherra. Gerðu ráðherramir samningamönnum BSRB grein fyrir afstöðu ríkisstjómarinnar til yfiretandandi samningaviðræðna. Af hálfu fulltrúa BSRB var því lýst yfir á þessum fundi, að samtökin héldu fast við þá stefnu sem þau settu fram skriflega 8. janúar sl. í bréfi samninganefndar BSRB til fjármálaráðherra að trygging kaup- máttar, raunverulegar kjarabætur og minnkun verðbólgu væri gmnd- vallaratriði í samningaviðræðunum, að þvf er Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, sagði (gær. Næsti fundur í deilu BSRB og fiármálaráðuneytisins hefur verið boðaður á föstudaginn, 7. febrúar, en undimefndafundir verða vænt- anlega eftir hádegi á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.