Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Samningamenn fá ,jákvætt“ svar frá ríkissljórninni Þorleifur Thor- lacius látinn ÞORLEIFUR Thorlacius sendi- herra lést á mánudaginn í sjúkra- húsi. Hann átti við alvarleg veik- indi að striða um nokkuð skeið. Þorleifur Thorlacius fæddist 18. apríl 1923. Hann varð stúdent á Akureyri 1943 og aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu 1944—45. Settur fulltrúi í utanríkisráðuneyt- inu 1. október 1947 og skipaður fulltrúi árið eftir. Hann var skipaður sendiráðsritari í Osló 1. nóvember 1952, skipaður sendiráðunautur 1. september 1958 og skipaður deild- arstjóri í utanríkisráðuneytinu 1. október 1960. Hann gegndi starfi forsetaritara frá 1962—1968 og sat í orðunefnd þau ár. Þorleifur var skipaður sendiráðunautur í Bonn 1. apríl 1968 og jafnframt vara- fastafulltrúi hjá Evrópuráðinu frá 15. mars 1970. Fjórum árum síðar var hann skipaður sendifulltrúi í Kaupmannahöfn og prótókollsstjóri utanríkisráðuneytisins varð hann 1. ágúst 1983 og jafnframt fasta- fulltrúi hjá Evrópuráðinu öðru sinni frá 14. nóvember 1983. Þorleifur Thorlacius var skipaður sendiherra í utanríkisþjónustunni 15. nóvem- ber 1983. Hann var sæmdur ýmsum heiðursmerkjum fyrir embættis- störf. Eftiriifandi eiginkona hans er Guðrún Einarsdóttir, þau eignuðust ijögur böm. Samningamenn verkalýðs- hreyfingar og atvinnurekenda fá í dag „jákvætt svar“ frá ríkis- stjóminni við erindi sínu frá þvi fyrir helgi um aðgerðir af hálfu stjómarinnar til að greiða fyrir BJÖRN Þórhallsson verður sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins kosinn formaður stjóraar Þróunarfélagsins á föstudaginn, en þá á að halda fyrsta stjórnar- fundinn eftir að Davíð Scheving Thorsteinsson stjómarformaður og Hörður Sigurgestsson, sögðu af sér þegar meirihluti stjórnar- innar ákvað að ráða Gunnlaug Sigmundsson sem framkvæmda- stjóra félagsins. Núverandi varaformaður stjóm- ar Þróunarfélagsins, Þorsteinn Ól- afsson, framkvæmdastjóri hjá Sambandi íslenskra samvinnufé- laga, verður í sæti stjómarfor- manns í upphafi fundarins á föstu- dag en síðan kýs stjómin sér nýjan formann. Bjöm Þórhallsson er INNLENT gerð kjarasamninga, að þvi er Steingrimur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Rík- isstjórnin fól í gærmorgun hon- um og Þorsteini Pálssyni fjár- annar tveggja varamanna, sem gengu upp í stjómina eftir að þeir Davíð og Hörður sögðu af sér. Hinn er Gunnar Ragnars, forstjóri Slipp- stöðvarinnar á Akureyri. 78 TOGARAR af 106 hafa nú ákveðið að haga veiðum sínum eftir sóknarmarki á þessu ári eða meira en helmingi fleiri en á sið- asta ári. Alls hafa útgerðir 292 skipa ákveðið að hafa þennan háttinn á, en 135 gerðu svo í fyrra. Frestur til ákvarðanatöku er runninn út, en einhverjar til- kynningar em enn óafgreiddar. Sé farið eftir flokkum skipa samkvæmt veiðiheimildum lítur skiptingin milli aflamarks og sókn- armarks þannig út. Togarar alls 106, 78 á sóknarmark, í fyrra 29. Almennir bátar alls 199, á sóknar- mark 133, í fyrra 72. Sfldarbátar alls 100, 33 á sóknarmark, 15 í fyrra. Humarbátar alls 56, 35 á málaráðherra að ganga frá svari stjóraarinnar til samningamanna vinnumarkaðarins. „Ríkisstjómin ræddi þetta mál ítarlega og er alveg sammála um að sjálfsagt sé að vinna að lausn yfirstandandi deilna á þessum grundvelli enda náist um þá lausn breið samstaða — samningar takist á grundvelli þeirra tillagna, sem samningsaðilamir hafa sett frarn," sagði forsætisráðherra. Hann kvað brýnt að nýta það tækifæri, sem nú gæfist með batnandi viðskipta- kjörum og lækkandi olíuverði til að ganga til samninga og komast hjá átökum á vinnumarkaði. Steingrím- ur sagði að vel kæmi til greina að endurskoða verðlagsákvarðanir, sóknarmark, 11 í fyrra. Humar- og sfldarbátar alls 25, 13 á sóknar- mark, 8 í fyrra. Fjöldi skipanna eftir flokkum miðast við tölur síð- asta árs nema í togaraflokknum. Útgerðir rækjubáta og skelbáta þurfa ekki að ákveða sig strax, en rækjubátar em alls 91 og skelbátar 39. Loðnuskipin eru 48, en þau fá ekki leyfi til veiða eftir sóknar- marki, aðeins aflamarki, sem tak- markast um 0,5% loðnuafía þeirra, umreiknuðum í aðrar tegundir. 18 loðnuskip hafa tekið það mikinn afla, að þau fá ekki leyfí til botn- fískveiða. Hluti skýringarinnar á auknum áhuga á sóknarmarki er, að í afla- marki hafa allmörg skip fremur sem þegar hefðu verið teknar - enda hefðu þær verið teknar á grundvelli annarra forsenda en nú væru. Að loknum fundinum með full- trúum Alþýðusambandsins, Vinnu- veitendasambandsins og Vinnu- málasambands samvinnufélaganna í dag munu forsætis- og fjármála- ráðherra eiga fund með forystu- mönnum BSRB og kynna þar af- stöðu sína en eins og fram hefur komið eru kröfur BSRB í yfírstand- andi samningaviðræðum nánast samhljóða kröfum aðildarfélaga ASÍ. Næsti fundur samninganefnda VSÍ/VMSS og ASÍ verður haldinn á morgun. fyran þorskkvóta og geta aukið hann, í sumum tilfellum talsvert, í sóknarmarki. Við veiðar eftir sókn- armarki, er útgerðum annars vegar heimilt að bæta 20% ofan á áunnið þorskaflamark eða miða þorskafl- ann við ákveðið hámark eftir svæð- um og stærð skipa. í sóknarmarki eru ekki takmarkanir á hámarks afla annarra tegunda en þorsks. Sóknarmarksskipum er óheimilt að selja eða kaupa kvóta og verða að takmarka veiðar sínar við ákveðinn dagafjölda. Aflamarksskipum er hins vegar heimilt að selja og kaupa kvóta og stunda veiðar án annarra takmarkana en hámarksafla af hverri tegund. Björn Þórhallsson nýr for- maður Þróunarfélagsins 7 8 togarar á sóknarmark — helmingi fleiri á sóknarmark nú en í fyrra Jacquline Picasso og Ing- mar Bergmann heiðursgestir Listahátíð í Reykjavík 1986: MEÐAL listamanna sem væntanlega koma á Listahátíð í Reykja- vík verður bandaríska þjóðlagasöngkonan Joan Baez og jasspían- istinn frægi Herbie Hancock. Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi sem Framkvæmdanefnd Listhátíðar í Reykjavík hélt til að kynna bráðabirgðadagskrá hátíðarinnar sem mun standa frá 31. maí til 17. júní í sumar. Heiðursgestir hátíðarinnar verða frú Jacquline Picasso ekkja Pablos Picasso og sænski kvikmyndaleikstjórinn Ingmar Bergmann. Morgunblaðið/Júlíus Framkvæmdanefnd Listahátíðar í Reykjavík 1986. Frá vinstri: Kristin Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri, Birgir Sigurðsson rithöfundur, blaðafulltrúi Listahátíðar, Hrafn Gunnlaugsson full- trúi Reykjavíkurborgar í nefndinni og formaður hennar, Salvör Nordal framkvæmdastjóri Listahátíðar, Stefán Baldursson leik- hússtjóri og Kristinn Hallsson fulltrúi ríkisins i nefndinni. Þau Kristín, Birgir og Stefán era fulltrúar listamanna í nefndinni. Listahátíð hefst með opnun Pieasso-sýningar á Kjarvalsstöð- um. Þar verður Jacquline Picasso viðstödd. Þá mun Doris Lessing rithöfundur afhenda verðlaun í smásagnasamkeppni Listahátíð- ar. Fýrstu verðlaun eru 250.000 krónur, önnur verðlaun 100.000 krónur og þriðju verðlaun 50.000 krónur. Að lokum verður flutt verk Hafliða Hallgrímssonar sem hann hlaut tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs 1986 fyrir. Síðar sama dag verða fyrstu af þremur tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands. Einleikari á tónleikunum verður Cecile Licad. Hún stundaði nám hjá Rudolf Serkin í átta ár og er aðeins 25 ára gömui. Bassa- söngvarinn Paata Burchuladze syngur með Sinfóníuhljómsveit- inni föstudaginn 6. júní í Há- skólabíói. Burchuladze er frá Sovétrflq'unum. Þrátt fyrir að hann sé ungur að árum hefur hann hlotið mikið lof fyrir söng sinn. Kristinri Hallsson, sem er fulltrúi ríkisins í Framkvæmda- nefndinni, sagði að það væri mikill fengur að fá hann á Lista- hátíð nú þegar hann er að byija feril sinn. Á þriðju og síðustu tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar sem haldnir verða laugardaginn 14. júní í Háskólabfói syngur ítalska sópransöngkonan Katia Ricciarelli einsöng. Herbie Hancock einn af fræg- ustu jasspíanistum heims leikur í Broadway fímmtudaginn 5. júní. Fjórir bandarískir slagverksleik- arar frá The New Music Consort í New York halda tónleika á Kjarvalsstöðum laugardaginn 7. júní. Með þeim munu leika þeir Halldór Haraldsson og Gísii Magnússon píanóleikarar. Á efn- isskránni eru verk eftir innlend og erlend tónskáld, þar á meðal Áskel Másson og Guðmund Haf- steinsson. Ungur sænskur ljóða- söngvari Thomas Lander, bariton, syngur við undirleik Jan Eyron í Gamla bíói sunnudaginn 8. júní. Lander er aðeins 25 ára gamall en hefur fengið mjög góða dóma fyrir ijóðasöng. Hinn heimsfrægi píanóleikari Claudio Arrau heldur einleikstónleika í Háskólabíói 9. júní. Hann er nú kominn yfír átt- rætt, en er þrátt fyrir háan aldur einn af fremstu píanóleikurum heims í dag. í Dómkirkjunni verða tónleikar enska organistans Colin Andrews þriðjudaginn 10. júní. Á efnisskrá hans er meðal annars orgelsónata eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Guðni Franzson klari- nettuleikari flytur verk eftir 7 ung íslensk tónskáld í Norræna húsinu miðvikudaginn ll.júní. Bandaríska þjóðlagasöngkonan Joan Baez kemur á Listahátíð og mun hún halda tónleika í Broad- way 12. júní. Dave Brubeck kvart- ettinn, sem m.a. er frægur fyrir flutning sinn á laginu Take Five o.fl., spilar í Háskólabfói laugar- daginn 14. júnf. Daginn eftir, 15. júní, verða tónleikar Vínarkvart- ettsins í Gamla bíói. í þessum kvartett eru meðlimir úr Vínarfíl- harmóníusveitinni. Meðal verka sem hann flytur er Dauðinn og stúlkan eftir Schubert. Unglingamir fá líka eitthvað við sitt hæfí á Listahátíð því mánudaginn 16. júní og þriðju- daginn 17. júní verður popphátíð í Laugardalshöllinni. Þar munu koma fram bæði íslenskar og erlendar hljómsveitir. Hrafn Gunnlaugsson formaður fram- kvæmdanefndar Listahátíðar sagði að búið væri að fá Steinar Berg umboðsmann til liðs við nefndarmenn, en ekkert væri enn ákveðið um hvaða hljómsveitir kæmu. Hann sagði að endilega þyrfti að halda hressilega popp- hátíð. Sunnudaginn 1. júní verður dagskrá með Doris Lessing rit- höfundi. íslenskir leikarar lesa úr verkum hennar. í tilefni komu hennar til íslands mun Forlagið gefa út bók hennar Grasið syngur. Af öðrum listamönnum sem koma á Listahátfð má nefna Flamengo- hóp frá Spáni. Nola Rae og John Mowat, breskir látbragðsleikarar, flytja leiksýningu sem byggð er á Rómeó og Júlíu, en sýning þessi er styrkt af British Council, Síðast en ekki síst má nefna að á Listahátíð kemur gestaleikur frá Dramaten í Stokkhólmi og sýnir tvær sýningar á leikritinu „Fröken Júiía" eftir August Strindberg. Leikstjórinn Ingmar Bergmann verður viðstaddur á báðum sýningunum sem verða í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 7. júní og sunnudaginn 8. júní. Sýn- ing þessi er styrkt af Norræna gestaleikjasjóðnum. Fjórar listsýningar verða í tengslum við Listahátíð. í austur- sal Kjarvalsstaða verður sýningin á verkum Pablo F*icasso eins og áður er getið. Á sýningunni verða 55 verk úr einkasafni Jacquline Picasso. í vestursal verður sýning- in „Reykjavík í myndlist" sem haldin er í tilefni 200 ára afmælis Reylqavíkurborgar. í Listasafni íslands verður stór yfírlitssýning á verkum Karls Kvaran. Fyrir- hugað er að í Norræna húsinu verði sýning á olíumálverkum og grafíkmyndum eftir norska mál- arann Edward Munch, en ekki er enn víst hvort af henni geti orðið. Ef ekki verður reynt að fá í stað- inn sýningu á myndum eftir annan frægan norrænan listmálara. Hrafn Gunnlaugsson sagði að áætlaður heildarkostnaður við Listahátíðina í sumar væri 21.300.000 krónur, en markmiðið væri að Listahátíð stæði undir sér. Gert er ráð fyrir að tekjur, inn- gangseyrir og seldar auglýsingar í dagskrá o.fl., nemi 13.600.000 krónum og framlög frá ríki og borg auk erlendra aðiia nemi 7.700.000 krónum. Á Listahátíð í Reykjavík 1986 verða færri atriði en verið hafa áður á slíkum hátíðum, en að sögn Hrafns hefur verið reynt að vanda mjög til hennar. Einnig hefur verið séð til þess að dagskráratriði rekist ekki á og heyrir til undan- tekninga ef tvær sýningar eru á sama tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.