Morgunblaðið - 05.02.1986, Side 40

Morgunblaðið - 05.02.1986, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Prufu-hitamælar - 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630-21480 Þrýstimælar _A,|aLstærðir °9 9eröir ■' @öyiíflátui§)(U)(r <& ©@ Vesturgötu 16, sími 13289 HITAMÆLAR Vesturgötu 16, sími 13280. V^terkurog U hagkvæmur auglýsingamiöill! s JRfrrgnjtiMtutofr Gróska í bandarísku leik- húsi, en skortur á leikritum Rætt við Gísla Alfreðsson Þjóðleik- hússtjóra um leikhúslíf I Bandaríkj unum og á Norðurlöndum Margar byggingar Vale-háskólans eru sniðnar eftir evrópskum fyrirmyndum og byggðar fyrir eitt til tvð hundruð árum. Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri er þama fyrir framan leikhúsið hjá (Ljósm.: Jón Áageir) Stjórnendur leikhúsa á Norð- urlöndum stofnuðu á árunum 1947-48 með sér samtök í þvi skyni að endurvekja það nor- ræna menningarsamstarf sem rofnaði á stríðsárunum. Leik- húsráð Norðurlanda saman- stendur núna af um það bil 150 einstaklingum sem stjóma leik- húsum, ballettum og ópemm. Leikhúsráðið hefur þann tilgang að efla samstarf og greiða fyrir framgangi sameiginlegra list- rænna og efnahagslegra hags- muna. Leikhúsráðið hefur ár hvert haldið ráðstefnu í einhveiju hinna fimm aðildarlanda, þar sem menn bera saman bækur og kynna sér leiklistarlíf í því landi þar sem ráðstefnan er haldin. Frá 1982 hafa ráðstefnur þessar farið fram utan Norðurlanda og núna síðast í desemberbyijun í Bandaríkjun- um. Gísli Alfreðsson Þjóðleikhús- stjóri tók þátt í ráðstefnunni og hitti fréttaritari Morgunblaðsins hann að máli í New Haven, en þangað fóm leikhússtjóramir til að kynna sér leiklist á lands- byggðinni, þar á meðal leiklistar- skólann “The Yale School of Drama". Nú hafið þið kynnst viðhorf- um kolleganna í bandarísku leikhúsi og þeir lýst kostum þess og vandamálum. Hvemig stenst norrænt og þá sérstak- lega islenskt leikhús saman- burð við það bandar íska? Það er kannski fijótlegast að segja frá því sem við eigum sameiginlegt, en það er fyrst og fremst baráttan fyrir peningun- um. En rekstur leikhúsanna er ólíkur, uppbyggingin er öll gjöró- lík. Þegar spurt er um leikhús f Evrópu og á Norðurlöndunum, þá er talað um þá listamenn sem þar vinna - en hér em fáir sem engir listamenn í föstu starfi hjá leik- húsunum. Hjá bandarískum leik- húsum em aðeins skrifstofu- og tæknimenn fastráðnir, og auk þess fólk sem hefur það fyrir aðalstarf að afla peninga til rekstrar leikhúsanna. Kostimir em náttúmlega þeir að samkeppnin er gífurlega mikil og þarafleiðandi gerðar kröfur um mjög góða leikara. En á hinn bóg- inn má benda á að hér í Bandaríkj- unum er lítið samhengi í listrænu starfí flestra leikhúsa, þau byggja ekki á því sem áður var gert. Hvert verkefni er eiginlega eins og verið sé að byija upp á nýtt. Það virðist ekki byggt á listrænni reynslu, heldur er hennar aflað alveg upp á nýtt með nýjum leik- umm, leikmyndateiknumm og leikstjórum. Það hefur orðið ör vöxtur í bandarísku leikhúsi á landsbyggð- inni utan stórborganna og allir em sammála um að sú þróun muni halda áfram á næstu ámm, leikhúsmenningin færist semsagt frá stóm borgunum út á lands- byggðina. Sumir hafa talað um skort á góðum, nýjum leikritum og haldið því fram að sköpunar- gáfan sé i lægð i bandarísku leikhúsi. Sérðu sambærilega þróun á Norðurlöndum? Það er jú talað um sambærilega firóun á Norðurlöndum, en við slendingar eigum því láni að fagna að hafa að þessu leyti sér- stöðu. Á íslandi blómstrar leikrit- un og hefur gert á undanfömum ámm. Það sem hefur á síðustu tveim áratugum verið sérstakt, miðað við önnur Norðurlönd, er að íslensk leikrit laða til sín áhorf- endur. En svo virðist sem Ieikrit á hinum Norðurlöndunum, jafnvel þótt þau 8éu um margt talin leiklistarskóla Yale. markverð, veki ekki áhuga. Menn hafa þar ekki áhuga á sfnum eigin höfundum. í gamla daga var þetta lfka svona á íslandi, fslenskir höfundar áttu mjög erfitt upp- dráttar. Þetta breyttist - ja, að segja má frá þvf að við fómm að sjá leikrit eftir Jökul Jakobsson. Hann og ýmsir aðrir ollu straum- hvörfum. Það virðist ríkjandi skoðun að leiklistargagnrýni stórblaðs- ins New York Times ráði úrslit- um um velgengni leiksýninga. Eru leikhús á Norðurlöndum ekki eins háð gagnrýnendum? Nei, þau em náttúmlega háð gagnrýnendum. En vald New York Times virðist vera gífurlegt, það er eins og engin önnur blöð í New York skipti máli. Sú gagn- rýni sem þaðan kemur er höfð sem heilagur sannleikur f öllum flöl- miðlum og hjá allri þjóðinni. Mér hefur raunar verið sagt að aðal- gagnrýnandi New York Times sé ekki einu sinni leikhúsmaður held- ur fyrmrn fþróttafréttaritari! Við emm líka háð gagnrýni, heima og á Norðurlöndum, en mesta gagnrýnin er samt sem áður fólg- in í því sem fólk hefur sjálft að segja þegar það hefur séð sýn- ingu. Þeir gagnrýnendur hafa mest áhrif. Ef áhorfendur tala vel um sýn- ingamar, þá getur enginn gagn- rýnandi hjá blöðunum talið mönn- um trú um annað. Ef sýning spyrst vel út, jafnvel þótt hún hljóti afgerandi lélega dóma í blöðum, þá koma áhorfendur. Um þetta höfum við splunkunýtt dæmi. Gagnrýnandi Morgun- blaðsins hellti sér yfír gamanleik- ritið „Með vffið í lúkunum", en það er samt sem áður vel sótt og fólk skemmtir sér vel. Það er skellihlegið á sýningunum. Hvað viltu segja um efnahag leikhúss á Norðurlöndum og i Bandaríkjunum? Hversu sterkt samband er til dæmis á milli listrænnar þróunar og fjár- hagslegrar afkomu ? Listræn þróun er náttúrulega í beinu samhengi við það fjármagn sem lagt er til leikhússins, vegna þess að þetta er dýr listgrein. En aðstaðan er gjörólík þegar maður bér saman Bandaríkin og Norður- lönd og þar hefur ísland líka sér- stöðu. Við erum ekki á sama báti og hin Norðurlöndin, vegna þess að þar er ríkisstyrkurinn 85-90 prósent, en við höfum ekki nema um 55-60 prósent. Hér í Bandarfkjunum eru leik- húsin styrkt á þann veg, að hjá þeim starfar fyöldi manna sem vinna eingöngu við það að safna styrktarfé til rekstrarins. Leikhús sem er álíka stórt og Þjóðleikhúsið þarf að falast eftir styrkjum frá 20-30.000 fyrirtækjum, því að það eru yfirleitt ekki neinar stórar upphæðir sem hver leggur af mörkum. í þessi samskipti milli leikhús- anna og fyrirtækja eða einstakl- inga sem styrkja þau fer gífurlega mikil vinna og tilkostnaður. Bandarfkjamenn sem við höfum rætt við bauna því gjaman á Norðurlöndin að rikisstjómir hafi áhrif á rekstur leikhúsanna vegna styrkjanna. En það vill nú enginn okkar kannast við það. Ég kann- ast ekki við að ríkisvaldið heima hafi áhrif á rekstur Þjóðleikhúss- ins. Við höfum svarað í sömu mynt, að hérlend stórfyrirtæki sem láta fé rakna af hendí til leikhúsanna vilji hafa áhrif á rekstur þeirra. Bandaríkjamenn hafa ekki getað neitað því að sá möguleiki að hafa áhrif sé fyrir hendi, þótt það sé ekki praktíserað hér fremur en heima. Hvað viltu segja um saman- burð á kjörum leikara og ann- arra starfsmanna - í Bandaríkj- unum og á íslandi? Heima er fólk fastráðið. Hér er fólk á alveg geysilega mismun- andi kjörum. Oþekktir leikarar eru hér á lágum launum, meðalleikar- ar em á þokkalegum launum en svo þegar fólk er orðið frægt, þá em það svo stórar upphæðir að það væri hægt að halda úti heilum herskipaflota fyrir það sem þarf að borga einum leikara! Fólk sem ekki er búið „að slá f gegn“ býr auk þess við mikið óörygK*- Það getur verið atvinnu- laust, fær að vísu atvinnuleysis- bætur, samhengi í starfi er lítið - leikari sem ekki er búinn að slá í gegn á óskaplega bágt. í umræðu um Ieikhús i Bandaríkjunum lýsa menn gjaraan áhyggjum vegna áhrífa sjónvarps á þróun leik- listar, svo og vegna vaxandi ólæsis. Höfum við ástæðu til að gefa verulegan gaum að þess- um ogþviumlíkum hættum? Ég held að það fari ekki hjá þvf að það er þegar skollin á bylting f flölmiðlun, einkum að þvf er snertir sjónvarp, myndbönd og gervihnattafjarskipti. Þama em óskaplegir möguleikar fyrir hendi og flölgar þeim kostum sem fólk hefiir úr að velja. Menn vilja þá kannski sitja heima og sjá mynd sem kemur í gegnum gervi- hnött frá Ameríku, fremur en að fara í Þjóðleikhúsið og sjá íslands- klukkuna. En það er ekki bara leiklistin, sem þarf að bregðast við þessari þróun. Öll menning þjóðanna þarf að búa sig undir þessi átök. Ég er ekki andvígur tækninni sem slíkri, hún verður ekki umflúin. En við megum ekki láta þessa byltingu skella yfir okkur án þess að skynja hvað er að gerast og hvemig við viljum bregðast við: Viljum við halda sjálfstæðri menn- ingu f landinu? Hvernig getur leikhúsið búið sig undir þessa væntanlegu sjónvarps- og fjölmiðlabylt- ingu? Með því að gera sér grein fyrir því að þama er kominn nýr sam- keppnisaðili um tíma fólksins. Allt er þetta spuming um að koma fram með eitthvað sem fólk hefur áhuga á að sjá og vill eyða tíma sfnum f. Leikhúsið þarf að búa sig undir mun harðari samkeppni en það hefur nokkm sinni staðið frammi fyrir. Þess vegna þurfum við að koma með ennþá betri lista- menn, ennþá betri verkefni og betri kynningu. Það er margt virkilega eftirsóknarvert að ger- ast f leikhúsinu, en leggja þarf meiri áherslu á að koma þvf á framfæri við væntanlega áhorf- endur. Þama þarf áreiðanlega nýjar aðferðir. Þú álítur að leikhúsið muni halda velli tun ókomna framtfð? Já, það tel ég. Og ekki er annað að sjá en að heima sé áhugi fólks á leikhúsi að aukast. Héma í Bandaríkjunum hefur fólk um tugi sjónvarpsrása að vélja, en okkur hefur verið sagt að samt sem áður sé leikhúsaðsókn hér að aukast. Það eru gleðilegar fréttir - að þetta sé að gerast hér í Bandaríkjunum, þrátt fyrir alla þá Qölmiðlun sem úr er að velja f landinu. Texti: Jón Ásgeir Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.