Morgunblaðið - 05.02.1986, Page 47

Morgunblaðið - 05.02.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1986 47 Séð yf ir í Hollywood. Morgunblaðið/Helgi J. Hauksson. Hollywood tekur stakkaskiptum Undanfamar vikur hefur veitingastað- urinn Hollywood tekið stakkaskiptum og auk þess að hafa nú fengið á sig nýtt ytra útlit, þá er starfsfólk staðarins einnig annað en áður. Að sögn framkvæmda- stjórans, Baldurs Brjáns- sonar, er stefnan að hækka aldur gesta staðarins og brydda upp á ýmsum nýj- ungum, og munu búningar á starfsfólkið vera á leið- inni erlendis frá. Nýir yfirmenn Hollywood. Framkvæmdastjóri Baldur Brjánsson, Guðrún Reynisdóttir yfirþjónn, Kristjana Geirsdóttir veitinga- og móttökustjóri og Pétur Snæbjörnsson veitingastjóri. Að veita engin viðtöl er besta auglýsingin! Robert De Niro er einn af þeim sem halda því fram að það að neita því að koma fram í fjöl- miðlum sé sú besta auglýsing sem hægt sé að huga sér! Ungir sem aldnir, feimnir eða framagjamir leikar- ar, hafa tekið þessari uppástungu fegins hendi og fetað í fótspor hans. Sean Penn segir: „Eftir fyrstu mjmdina sem ég lék í átti ég viðtöl á báða bóga, en fór svo að íhuga hvað væri svona merkilegt við það í hvaða skóla ég hefði farið og hvað ég gerði í tómstundum mínum. Af hveiju langar fólk að vita hvað ég borða á morgnana, hvað kemur það því við að ég fari ekki í sund. Þegar viðtölin við mig fóru að birtast í blöðum og tímaritum fór dijúgur tími í að útskýra fyrir fólki hvað ég hefði verið að meina... Tímasóun. Mikil prýði??? Að hafa gluggatjöld þannig að hægt sé að draga fyrir er eitt af því sem flestum þykir nauðsyn- legt. Það er hinsvegar dálftið óvenjulegt að sjá hús- veggi prýdda gluggatjöldum. Þessum húseiganda finnst það hinsvegar fallegt að skreyta útvegginn hjá sér með litskrúðugum tjöldum og geta dregið fyrir hann þegar húma tekur. COSPER © PIB GOSPER — Standið á fœtur svo konan getí sest Eigum fyrirliggjandi ★ BME-festingajárn í miklu úrvali ★ BULLDOG-festingajárn ★ KAMBSAUM ★ OREGON FURU, 1. fl. 21/2x5 og 3x6“. ★ DANSKT BEYKI kantsk., Ijóst og rauðl., ofnþurrkað. ★AMERÍSKA EIK, ofnþurrkaða 1 “ og 2“. ★ RAMIN 1“. ★ RASAÐAN OREGON PINE KROSSVIÐ 1/2“. ★ BAÐHERBERGISPLÖTUR OG LISTA. • PÁLL ÞORGEIRSSON &C0, Ármúla 27. Sími 686100. Samband veitinga- og gistihúsa mótmælir hækkun flugvallarskatts Samband veitinga- og gistihúsa mótmælir harð- lega þeirri ákvörðun stjórnvalda að hækka flug- vallarskatt úr kr. 250 í kr. 750 frá og með 1. mars 1986. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið á ís- landi síðustu árin. Hlutur ferðaþjónustu í gjaldeyr- istekjum hefur farið vaxandi og er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Mikið starf liggur að baki þessum árangri, en samkeppnin er óvíða harðari en um hylli ferðamannsins og má lítið út af bregða svo árangurspillist. í umræðum um vanda hinna hefðbundnu at- vinnugreina er einatt lögð áhersla á nýsköpun í atvinnulífi landsmanna og að hlúa beri að þeim framti'ðaratvinnuvegum sem íslenskt þjóðarbú muni æ meir byggja á. Ferðaþjónusta er þar ofarlega á blaði. Reyndin er sú aA á meðan síauknlr skattar eru lagðlr á ferAaþjónustuna er framlag tll landkynnlngar stórlega skert. Þessi mikla hækkun flugvallarskatts og sá stutti fyrirvari sem veittur er, er alvarleg atlaga að ferða- þjónustunni og hafa nú þegar heyrst óánægju- raddir erlendis frá. Hætta er því á að afleiðingar þessarar ákvörðunar verði aðrar en stjórnvöld hyggja. Samband veitinga- og gistihúsa skorar því á fjár- málaráðherra að endurskoða ákvörðun þessa. og Boxford rennibekkir. Eigum HARRISON M300 til afgreidsiu strax. Útvegum adra med stuttum fyrirvara. G.J. FOSSBERG vélaverzlun hf. Skúlagötu 63 Reykjavík. Símar 18560 og 13027

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.