Morgunblaðið - 05.02.1986, Page 51

Morgunblaðið - 05.02.1986, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1986 51 i; í fe f ! j $ | i b I a\ T*-f7 Jl VELVAKANDI SVARAR {SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þesslr hrlngdu . . Þakkir til heilsuhælisins Velvakandi. Viltu gjöra svo vel að koma á framfæri þakklæti til Jóns Gunn- ars læknis á Heilsuhælinu í Hveragerði og starfsfólks fyrir góða hjálp. Þar er mjög gott að vera. Erla Hafliðadóttir, Hveragerði Fleiri popptón- leika á skjáinn Rósa K. Stefánsdóttir hringdi og vildi gjaman fá að fylgjast með fleiri popptónleikum í sjón- varpinu. Sem dæmi nefndi hún Söndru og Madonnu. Best væri að sýna þá strax eftir fréttir á kvöldin. Reyndar sagði hún að poppdagskrá sjónvarpsins undan- fama daga hefði verið ágæt en ekki væri þó of mikið af því góða. Grunaðir um þjófnað Atli Guðmundsson hringdi og þótti hart að vera sífellt gmnaður um þjófnað þegar hann kæmi inn í verslanir, bara af því hann væri unglingur. „Þegar veðrið var sem verst um daginn fórum við kunningj- amir inn í Garðakaup til að hlýja okkur meðan við biðum eftir strætó. Þá kom kaupmaðurinn og henti okkur út því við værum að stela. Daginn eftir var ég svo inni í bókabúðinni Grímu að skoða blað og þá kom að mér einhver kona sem var að kaupa í versluninni og skipaði mér að snúa við öllum vösum mínum því ég hafí verið að stela. Ég sýndi henni það sem í vösunum var en hún fór ekki ofan af því að ég hefði hnuplað einhveiju, sem var alls ekki rétt. Síðan kom búðareigandinn og leitaði á mér en fann vitanlega ekkert. Á endanum var mér hent út fyrir þjófnað sem ég hafði ekki framið. Mér fínnst það mjög hart að allir krakkar sem voga sér inn í verslanir séu sífellt gmnaðir um þjófnað. Eins og það sé gefíð að þeir sem eru yngri en sextán steli öllu steini léttara." Reykvíkingar greiði niður ferðir fólks úr nágrannabyggðum? Reykvíkingur hringdi: „í kvöldfréttum 30. janúar sl. var fjallað um sameiningu félaga leigubílstjóra i Reykjavík, Hafnar- fírði og Mosfellssveit. í fréttinni kom fram að ætlunin væri að lækka gjald á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur um 70 krónur. En jafnframt því fara leigubfl- stjórar fram á hækkun á almenn- um leigubflatöxtum. Ég fæ ekki betur séð en að með þessum hækkunum séu Reykvíkingar að greiða niður leigubflaferðir fólks úr nágrannabyggðum til Reykja- víkur. Mér þætti gott að heyra svar forsvarsmanna leigubflstjóra við þessu atriði." Oánægja íbúa í Suðurhlíðahverfi Skipulagsmál borgarinnar eru oft á tíðum bitbein manna og er það ofur eðlilegt, þar sem skiptar skoð- anir eru á meðal fólks. En ég held að allir séu á sama máli um það að réttur fólks ætti að vera sá sami og best bæri að hafa samvinnu stjómenda og þeirra sem málin skipta, hveiju sinni. Ég vil með þessu bréfí vekja athygli á aðstöðu eins af nýju hverf- um borgarinnar, sem heitir Suður- hlíðar. Þetta hverfí virðist vera litið homauga af stjómvöldum og al- mennt séð vera vandamál þar sem fróðir menn um þessi málefni hafa ekki getað hannað næsta nágrenni á viðunandi hátt og hugsað málefn- in til enda, heldur skipulagt dag frá degi. Það sem er efst í huga mínum er hraðbraut sú sem liggur við hlið- ina á húsunum, gatnamót á mótum Bústaðavegar og Suðurhlíðar og breyting á strætisvagnaleið um hverfíð. Þrátt fyrir það að hrað- braut sé lögð við hliðina á húsum hverfísins sem að mínu mati hefði mátt vera lengra í burtu, þá er hugsað um gangandi vegfarendur yfír Bústaðaveginn með göngum þeim sem hafa verið í smíðum síð- ustu mánuðina. Þetta er algjör nauðsyn, þar sem bömin þurfa að sækja skóla yfír hraðbrautina. Þó er ijarstæða að vera að ijúfa hljóðmön þá sem á að einangra húsin frá umferðinni. Steyptir vegg- ir em ekki nein lausn. Það er svo komið í dag að á annatímum í umferðinni em íbúar hverfísins lokaðir inni og komast hvergi út úr hverfinu þar sem umferð er svo mikil í báiðar áttir eftir Bústaðavegi. Sjálf hef ég þurft að bíða frá 7-10 mínútur á þessum gatnamótum til að komast inn á götuna. Þessi gatnamót em eins og allir vita ekki fullunnin þar sem akgrein á eftir að koma nær hverf- inu, og þess vegna er mikil tregða um gatnamótin. Ég skora á yfírvöld að láta til skarar skriða og lagfæra gatnamótin svo að þau komi að gagni og nauðsynlegt er í framhaldi af því að reisa umferðarljós. Ekki þýðir fyrir yfírvöld að horfa framhjá því að það er fólk sem býr í þessu hverfí. Fólk þetta hefur jafnan rétt til þjónustu eins og aðrir borgarbúar. Én stefnan virðist sú að einangra þetta hverfí, hvað alla þjónustu snertir. Síðasta dæmið er að lokað var fyrir strætisvagnaþjón- ustu í hverfínu í háskammdeginu, rétt fyrir jól. Fyrirvaralaust var akstri strætisvagna beint eftir Bú- staðavegi með eina biðstöð efst í hverfínu. Svo rangt var að þessari breytingu staðið að hún var hvorki auglýst með fyrirvara, né fólkið sem búsett er í hverfínu látið vita og upplýst um málið. Nú er svo komið að þeir sem búa HEILRÆÐI Er reykskynjarinn í lagi? Hefur þú, lesandi góður, hugleitt það að reykskynjari er ein ömgg- asta líftrygging, sem þú og fjölskylda þín getur fengið. Það er undir þér komið að hann veiti það öiyggi, sem til er ætlast. Mundu, það er nauðsynlegt að prófa reykskynjarann mánaðarlega. Bilaður reykskynjari er „falskt" öryggi. Prófaðu því skynjara þinn strax. Á morgun getur það verið of seint. Hefur þú endumýjað rafhlöðuna nýlega? Rétt staðsetning á reykskynjara er mjög mikilvæg. Farið varlega með eld. neðst í þessu hverfí þurfa að ganga í ca. 10 mínútur á biðstöðina. Þar sem bömin, sem búa í neðri hiuta hverfsins eiga langt í skóla og hafa fengið skólamiða í strætisvagnana, hætta að geta nýtt sér þessa þjón- ustu, þá er spuming um skólabfl. Þetta er mál, sem krefst gaumgæfí- legrar endurskoðunar. Mig langar einnig að vekja at- hygli á því að gönguleið frá hverfínu er erfíð, þar sem ekki eru gangstíg- ar meðfram þessum stóru götum, þ.e. Bústaðavegi og eins Suðurhlíð í átt að miðbænum og í öðru lagi Kringlumýrarbraut. Erfítt er að komast fótgangandi í búðir eða aðra þjónustu og þar af leiðir að fólk þarf að vera háð bflum, þó að staðsetning hverfisins sé mjög góð. Nýbúið er að leggja gangstíg frá strætisvagnabiðstöð þeirri sem talað er um hér að framan og niður að undirgöngunum. í dag er þessi gangstígur lífshættulegur þar sem þetta er slétt brekka sem er ísilögð í frosti og snjó. Ég hef horft á gamalt fólk standa efst í brekkunni og treysta sér ekki niður hana. Þetta fólk er meðal annars á leið í kirkjugarðinn og þarf því að ganga dijúgan spotta til að komast þang- að% Ég vona að stjómendur þessarar borgar fari að hugsa um hina mannlegu hlið á borgarmálum og ég vil árétta það að samvinna um borgarmál er allt sem gildir. Guðrún Ragnars Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru óbendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástaeða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálk- unum. Utsala Utsala Mikll verðlækkun Elízubúðin, Skipholti 5 PHILCOWD8Q4. ÞVOTTAVEL, ÞURRKARIOG VAKTMAÐUR. Philco WD 804 er þvottavél. Hún tekur bæði inn á sig heitt og kalt vatn og lækkar þannig orkureikninga þína. Vinduhraðinn er 800 snúningar á mínútu, - þvotturinn verður þurrari orka og tími sparast í þurrkaranum. Philco WD 804 er þurrkari. Þurrkarinn hefur tímarofa fyrir allt að 2 klst., auk sérstakrar 8 mínútna kælingar í lok þurrkunar. Sérstakt þurrkkerfi er fyrir viðkvæman þvott. Philco WD 804 hefur sérstakan öryggisbúnað, - vaktmaðurinn. Öryggið sem hann skapar er ómetan- legt, endingin verður betri og viðhalds- kostnaður lækkar. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Verð aðeins kr. 29.990.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.