Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 Skeggrætt Umræðuþættir í beinni útsend- ingu virðast býsna vinsælir meðal þeirra er hlýða á útvarp og horfa á sjónvarp. Tveir slíkir skrýddu dagskrá ríkisfjölmiðlanna síðastliðinn þriðjudag. í sjónvarpinu mættu flokksformennimir Þor- steinn og Svavar til leiks hjá Páli Magnússyni er kvaddi til tvo blaða- menn að spyija þá félaga. Páll er hinn ágætasti spyrill og gefur stjómmálamönnunum sjaldnast færi á að eyða óþægilegum spum- ingum með málskrafi og almennum merkingarlausum yfirlýsingum og slagorðum. Ég hefði þó kosið að breyta nokkuð formi þessara þátta þannig að fleiri kæmust í stól spyr- ils. Hvemig væri til dæmis að bregða upp á skerm fólki útí bæ er kýs að leggja spumingar fyrir leiðtogana? Sjónvarpið auglýsti sér- stakan viðtalstíma í þessu skyni, í þann tíma gætu menn mætt með sínar spumingar og borið þær upp fyrir framan sjónvarpsvélamar. Myndbandið varðveitti síðan spyrill- inn þar til beina útsendingin hæfist. Fleiri slíka þœtti Ég er annars ekki allskostar ánægður með hversu lítið er í raun- inni rætt í sjónvarpinu um þau mál er brenna á þjóðarskinninu hveiju sinni. Ég minnist þess til dæmis ekki að sérstakur umræðuþáttur hafi spunnist á skerminum um mmálefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Væri ekki upplagt að leiða þá Sverri Hermannsson og Siguijón Valdimarsson saman? Nú, og hvað um kaffibaunamálið. Er ekki við hæfi að fulltrúar Sam- bandsins mæti í sjónvarpssal og ræði þessi mál til dæmis við fulltrúa Neytendasamtakanna er máski hafa grun um að afsláttur af fleiri vörum en kaffí hafí ekki skilað sér sem skyldi til hins almenna neyslu- þega hér heima á Fróni. í þessum hópi eiga náttúrulega heima fulltrú- ar innflutningsverslunar og verð- lagseftirlit. Svo ég haldi áfram að benda sjónvarpsmönnum á verðugt umræðuefni þá minnist ég þess ekki rætt hafí verið um einokunar- aðstöðu olíufélaganna í sjónvarps- sal. Er ekki mál til komið að einok- unarhelsinu sé létt af landsmönnum hvort sem það birtist í mynd ríkis- rekinna áfengissölubúða, slátur- lejrfishafa, sölusamtaka hvers kon- ar, verktaka eða olíufélaga? Þetta mál mætti ræða á víðu sviði og kveðja til leiks fulltrúa ríkisvaldsins, SÍS, SS, SH, íslenskra aðalverktaka og olíufélaganna. Er ekki svolítið hlálegt, kæru lesendur, að á sama tíma og útvarps- og sjónvarpseinok- uninni er létt af landsmönnum njóta önnur einokunarfýrirtæki nánast lögvemdar? 18ára En menn röbbuðu ekki bara í sjónvarpssal síðastliðinn þriðjudag. I „Ingólfssúlum" svæðisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis var rætt við Friðrik Sophusson alþingismann um fyrirhugaða lækkun kosninga- aldurs í 18 ár. Taldi Friðrik að menn gerðu sér vart grein fyrir því hvílíkur fjöldi nýrra kjósenda streymdi í kjörklefann í kjölfar þessarar breytingar. 24—25 þúsund nýir kjósendur eða svipaður fjöldi og kaus Alþýðubandalagið í síðustu Alþingiskosningum og Sjálfstæðis- flokkinn í síðustu bæjarstjómar- kosningum. Svæðisútvarpsstjórinn, Sverrir Gauti, ræddi og við tvo nýja kjósendur, þau Áma Sigurðsson og Margréti Jónsdóttur, nemendur við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Ég hafði mikla ánægju af að hlýða á þessa gömlu nemendur mína og ber fullt traust til þeirra í kjörklefanum. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Poppgátan ■■■ Fyrsti þátturínn 9Q00 af þremur í úr- ^ ö — slitakeppni Poppgátunnar hefst á rás 2 í kvöld kl. 23.00. Umsjón- armenn eru Gunnlaugur Sigfússon og Jónatan Garðarsson. Keppendur í kvöld eru þeir Ásgeir Tómasson dagskrárgerðarmaður á rás 2 og Halldór Ingi Andrésson ejgandi Plötu- búðarinnar. Úrslit í spum- ingakeppni þessari munu ráðast að tveimur vikum loknum, en sá sem uppi stendur sem sigurvegari fær helgarferð fyrir tvo til London í boði Flugleiða og rásar 2. Nancy Weems Sinfóníuhljómsveit íslands: Tónleikar í Háskólabíói ■■■■ Fyrri hluta tón- 9/^30 leika Sinfóníu- hljómsveitar ís- lands, sem haldnir vom í apríl 1984, verður útvarpað á rás 1 kl. 20.30 í kvöld. Stjómandi er Jean-Pierre Jacquillat og einleikari á píanó er Nancy Weems. Verkin sem flutt verða eru „Hjakk" eftir Atla Heimi Sveinsson og píanókonsert nr. 21 í C-dúr K. 467 eftir Wolfgang Amadeus Moz- art. Nancy Weems er banda- rískur píanóleikari, sem hefur vakið mjög vaxandi athygli að undanfomu. Hún var valin úr fjölmenn- um hópi ungra listamanna til þess að heimsækja Nor- eg, Danmörk, ísland og Sovétríkin sem listrænn sendiherra á vegum Menn- ingarstofnunar Bandaríkj- anna. Hún hélt tónieika hér á landi í apríl 1984 og vakti mikia aðdáun allra sem heyrðu fyrir frábæra tækni og stórbrotna túlkunar- hæfileika. í dagsins önn — trú og kirkja ■■■1 Fyrsti þátturínn 1 Q 30 um tru °g kirkju Aö í þáttaröðinni „í dagsins önn“ verður á dag- skrá rásar 1 í dag kl. 13.30. Umsjónarmaður er Gylfi Jónsson. Talað verður við séra Ama Berg Sigurbjöms- Áferð — með Sveini Einarssyni í kvöld kl. 20.00 9H00 hefst að nwu £<U— þáttaröð Sveins Einarssonar „Á ferð“ eftir nokkurt hlé. Þáttunum hefur verið valinn annar staður í dagskránni og verða þeir á dagskrá kl. 20.00 á fímmtudagskvöld- um aðra hveija viku, þau kvöld sem tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands er útvarpað. í þáttunum hefur víða verið borið niður svo sem í Kaupmannahöfn, Stokk- hólmi, París, Póllandi, Tí- bet og á írlandi og í síðasta son í þættinum í dag. Þættir Sigurðar Sigurðar- sonar, Neytendamál, sem verið hafa á dagskrá á fímmtudögum kl. 13.30 færast yfír á þriðjudaga kl. 18.00. Sveinn Einarsson þætti sínum rölti Sveinn um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu. í kvöld staldrar hann við í Kvosinni í Reykjavík og rifjar upp sögu nokkurra húsa og leikin verða Reyjavíkurlög. GESTAGANGUR ■■■■ Ásmundur Stef- 0"| 00 ánsson forseti A *“ Alþýðusambands Islands verður gestur Ragn- heiðar Davíðsdóttur í þættin- um Gestagangur sem hefst á rás 2 í kvöld. UTVARP FIMMTUDAGUR 6. febrúar 0.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn. 7.16 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veöurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Emil í Kattholti" eftir Astrid Lindgren. Vilborg Dagbjartsdóttir les þýðingu sína (4). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.05 Málræktarþáttur Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Helgi J. Halldórsson flytur. 10.40 „Égmanþátíð" Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Morguntónleikar Tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart a. Sinfónía nr. 12 í G-dúr K. 110. Fílharmoníusveitin i Berlín leikur; Karl Böhm stjórnar. b. Konsert í C-dúr K. 299 fyrir flautu, hörpu og hljóm- sveit. Werner Tripp og Hubert Jellinek leika með Fílharmoníusveitinni í Vín; Karl Munchingerstjórnar. 12.00 Dagskrá.Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Um kirkju og trú Umsjón: GylfiJónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Ævin- týramaður", — af Jóni Ólafs- syni ritstjóra Gils Guðmundsson tók saman og les (26). 14.30 Áfrívaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. (Frá Akureyri.) 16.16 Frá Suðurlandi. Um- sjón: Hilmar Þór Hafsteins- son. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Tónlist tveggja kyn- slóða Siguröur Einarsson sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón: Sigrún Björnsdóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Áferö með Sveini Einarssyni. 20.30 Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands í Há- skólabíói - Fyrri hluti. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari á pianó: Nancy Weems. a. „Hjakk" eftir Atla Heimi Sveinsson. b. Píanókonsert nr. 21 i C-dúr K. 467 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 21.20 „Auðvitaö verður sól- skin" Simon Jón Jóhannsson tek- ur saman þátt um skáldið Steinunni Sigurðardóttur. 21.45 Sönglög eftir Jórunni Viðar. Katrín Sigurðardóttir sópran syngur. Vilhelmína Ólafsdóttur leik- ur með á píanó. (Hljóðritun frá tónleikum á Listahátíð kvenna á Kjarv- alsstöðum 6. október sl.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veöurfregnir. 22.20 LesturPassíusálma(IO) 22.30 Fimmtudagsumræöan — Lánamál námsmanna Stjórnandi: Einar Örn Stef- ánsson. 23.30 Kammertónleikar a. Allegro þáttur úr „Árstíöa- konsertunum" eftir Antonio Vivaldi og þáttur úr „Vatna- svítu" eftir Georg Friedrich Hándel. Concentus musicus kamm- ersveitin í Vínarborg leikur; Nikolaus Harnoncourt stjórnar. b. Michael Theodore syng- ur gamlar ítalskar aríur með einleikurum í Sinfóníuhljóm- sveit útvarpsins í Munchen; Josef Dúnnwald stjórnar. C. Óbókonsert í Es-dúr eftir Vincenzo Bellini. Heins Holliger leikur með Sinfóníuhljómsveit útvarps- ins í Frankfurt; Eliahu Inbal stjórnar.24.00 Fréttir. Dag- skrárlok. i SJONVARP 19.15 Á döfunni. Umsjónar- maður Karl Sigtryggsson. 19.25 Denni (Dennis). Norsk barnamynd um hvolp sem þjálfaður er sem blindrahundur. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið.) 19.60 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnaö. 3. Grafík. Tónlistarþáttur fyrir táninga. Umsjón: Jón Gústafsson. FOSTUDAGUR 7.febrúar Stjórn upptöku: Björn Emils- son. 21.00 Þingsjá. Umsjónarmaö- urPáll Magnússon. 21.15 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. 21.50 Ævintýri Sherlock Holmes. Annar þáttur. Breskur myndaflokkur i sjö þáttum sem geröir eru eftir smásögum Conan Doyles. Aðalhlutverk: Jeremy Brett og David Burke. í þáttunum eru rakin ævintýri frægasta spæjara allra tíma, Sherlock Holmes, og sambýlismanns hans og sagnaritara, Wat- sons læknis. Þýðandi Björn Baldursson. 22.40 Seinni fréttir. 22.45 Ljósár (Les annees lumiere). Frönsk-svissnesk bíómynd frá 1980. Leikstjóri Alain Tanner. Aðalhlutverk: Trevor Howard og Mick Ford. Myndin gerist á Bretlandseyjum og er leikin á ensku. Ungur auðnuleysingi kynnist furðulegum draumóra- og uppfinningamanni og nemur af honum nýstárlegan lifsskiln- ing. Myndin hlaut verölaun i Cannes árið 1981. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 00.35 Dagskrárlok. 10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Ásgeir Tómas- son og Kristján Sigurjóns- son. 12.00 Hlé 14.00 Spjallogspil Stjórnandi: Ásta R. Jóhann- esdóttir. 16.00 Igegnumtíðina Þáttur um íslenska dægur- tónlist í umsjá Jóns Ólafs- sonar. 17.00 Einusinniáðurvar Bertram Möller kynnir vin- sæl lög frá rokktímabilinu, 1955-1962. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö Páll Þorsteinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiöi Davíðsdóttur. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: SvavarGests. 23.00 Poppgátan Spurningaþáttur um tónlist í umsjá Jónatans Garðars sonar og Gunnlaugs Sig fússonar. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar i þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.