Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 SÓLEYJARKVÆÐI Hljómplötur Egill Friðleifsson Fyrir nokkru barst mér í hendur hljómplata, þar sem Háskólakór- inn undir stjóm Áma Harðarsonar flytur „Sóleyjarkvæði" Jóhannes- ar úr Kötlum við tónlist Péturs Pálssonar. „Sóleyjarkvæði" Jóhannesar er mörgum kunnugt. Það var fyrst gefið út skömmu eftir að banda- ríski herinn settist hér að, sem var Jóhannesi mjög á móti skapi, enda hemámsandstæðingur eins og flestir vita. í kvæðinu segir frá Sóleyju sólufegri, sem gengur milli manna og vætta og reynir að vekja riddarann sinn en verður lítið ágengt. Hún uppsker raunar ekkert nema tómlæti og skilnings- leysi, eins og sjá má af þessari vísu: Einn var að smíða ausutetur annaraðkrotaáblað, þriðjiaðfitlaviðfiðlu fjórðiégveitekki hvað — sumir gengu aftur á bak aðrirstóðuístað. Þó Jóhannesi sé mikið niðri fyrir og víða finnist nöpur ádeila á sinnuleysi og aumingjaskap, missir hann ekki sjónar af hinu spaugilega, em alltaf skýtur upp kollinum. Jóhannes vefur í ljóðin stef úr þjóðkvæðum og vitnar í eidri skáld, og segir sögu ætt- landsins á umbrotatímum. „Sól- eyjarkvæði" Jóhannesar úr Kötl- um er listavel gert og bráð- skemmtilegt aflestrar. Það sama verður ekki sagt um tónlist Péturs Pálssonar. Á plötu- umslagi er m.a. komist svo að orði: „Tónlist Péturs hæfir kvæð- unum ótrúlega vel, þar blandast hörð stef úr dægurtónlist saman við mjúka tóna þjóðlaga svo úr verður hljómkviða sem túlkar vel tvenna tíma og átök milli þeirra." Þessu er ég engan veginn sam- mála. Það er villandi að tala um tónlist Péturs sem heilstætt verk — hvað þá hljómkviðu. Þegar best lætur tekst honum að gera þokka- legar laglínur, en þó með óttaleg- um hortittum á milli, sem ekki mynda innbyrðis neinar listrænar andstæður, heldur koma oftar en ekki bara eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Sem dæmi má nefna hvemig farið er með: „Guð gefi mér góðan dag og skýli jarðar nekt,“ o.s.frv. Þar fór góður texti fyrir lítið. Staðreyndin er einfaldlega sú, að kvæðin bera af lögunum sem gull af eir. Stjómandi Háskólakórsins, Ámi Harðarson, bjó „Sóleyjar- kvæði" til flutnings og útsetti lögin. Hann gerir það á einfaldan og látlausan hátt, þó ekki bjargi hann hortittunum fyrir hom með því, sem ekki er heldur von. Hlutur Háskólakórsins er all- góður á þessari plötu. Fágun og natni er ekki hans sterkasta hlið, enda gefa lög Péturs Pálssonar varla tilefni til mikillar yfírlegu. En kórinn syngur fri'sklega þar sem sönggleðin situr í fyrirrúmi. Textaframburður er mjög skýr, og það skiptir ekki svo litlu máli í þessu verki. Sömuleiðis er fram- sögn Guðmundar Ólafssonar með ágætum. Upptöku annaðist Bjami Bjamason og tókst vel. Plötuum- slagið er bæði vandað og smekk- legt. t Þegar þú kemur með bílinn í smurningu til okkar, færðu að sjálfsögðu fyrsta flokks alhliða smurningu. En það eru tvö atriði sem viðskiptavinum okkar hafa líkað sérstaklega vel og við viljum vekja athygli þína á. Þessi tvö atriði framkvæmum við án sérstaks aukaaialds á öllum bílum, sem við smyrjum. í fyrsta lagi smyrjum við allar hurðalamir og læsingar á bílnum. Þetta tryggir að allar hurðir og læsingar verða liðugar og auð- opnaðar, jafnvel í mestu frostum. í öðru lagi tjöruhreinsum við framrúðuna, framljósin og þurrku- blöðin. Þetta lengir endingu þurrkublaðanna og eykur útsýni og öryggi í vetrarumferðinni. Tryggðu þér fyrsta flokks smurningu með því að panta tíma í síma 21246 eða renna við á smurstöð Heklu hf. Laugavegi 172. Varsjá nútímans .. .og afgang- urinn gleymska Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Agneta Pleijel: Augu í draumi. Þóra Jónsdóttir íslenskaði. Þorsteinn Thorarensen mynd- skreytti. Fjölvaútgáfan 1985. „í fyrsta kafla ljóðabókar Agnetu Pleijel er ort um það „sem réttilega ætti að vera líf mitt“: En það er þegar svifið á braut á gljáandi teinum eða yfir höfin Ég fæ ekki greint frá neinu, ég sem er að þvi komin að bresta af öllu sem er ósagt Við fáum í sama ljóði að kynnast hugmyndum skáldkonunnar um sannleikann: „Og það sem til er af sannleika er þetta:/ Helmingur lygi, þriðjungur ekki neitt/ og afgangur- inn gleymska. Augu í draumi er ljóðabók um sannleikann, hinn afstæða sann- leika og hvemig hann er túlkaður. En bókin fjallar ekki síst um ástina og ferð til Póllands. Túlkun pólsks veruleika dagsins í dag vakir fyrir skáldkonunni. Henni tekst oft að draga upp myndir sem fremur spegla en fíillyrða. Þetta gerir ljóðin eftirminnilegri vegna þess að sá sem yrkir kemur ekki til Póllands með ákveðnar skoðanir. Hvemig Póllandi er lýst er um leið frásögn af ferð til eigin heima, könnun á manneskju og manneskjum, per- sónulegum viðbrögðum. Félagsleg eftirgrennslan bókarinnar öðlast styrk vegna þess hve djúpt er kafað í það sem er undir yfírborðinu. Hér er dæmigert verk um aðferðina að segja eitthvað mikilvægt um sam- tímann með því að freista þess að lýsa sjálfum sér. Öll ljóðin vitna Djöflagangur og dinnertónlist Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson REGNBOGINN: Ættargrafreit- urinn — Mausoleum ‘/2 Leikstjórí Michael Dugan. Framleiðendur og handríts- höfundar Robert Barích og Robert Madero. Tónlist Jamie Mendoza-Nava. Aðalhlutverk Bobbie Bresee, Maijoe Gortner, Norman Burton. Bandarísk, gerð 1983. U.þ.b. 100 mín. Ung og fögur húsmóðir fer að taka upp á jjeim flanda að forfæra hjú sín og vikadrengi og drepa síðan á hinn hroðalegasta hátt. Á kvöldin kemur svo eiginmaðurinn skælbrosandi úr vinnunni og uggir sér lengst af einskis ills. En þegar fram líða stundir, svo vitnað sé í prógrammið, „... þá fara að gerast ýmis atvik sem ekki er hægt að hafa að engu ...“ Það hvílir nefnilega bölvun á kven- peningi ættarinnar. Þessi útvatnaða eftiröpun The Exorcist og fleiri myndum af því sauðahúsi, vekur takmarkað- an hroll hjá áhorfandanum. Hins vegar bregður svo við að hún kemur honum af og til í gott skap og fær hann jafnvel til að reka upp stöku hlátursrokur. Það er alls ekki ónýtt, svona út af fyrir sig, þó það hafí víst ekki verið meiningin. Ættargrafreiturinn er sem- sagt mislukkuð hryllingsmynd. Hún er áberandi hroðvirknislega samansett, efnisþráðurinn með þeim götóttari og reynt að hressa upp á hann með tilþrifalitlum kynlífssenum og blóðslubbi. Förð- unin er nokkuð góð, en það þykja lítil tfðindi árið 1986. Að öðru leyti sveija vinnubrögðin sig í ætt við B-flokkinn. Hafíð þið t.d. áður heyrt notaða dinnertónlist til að undirstrika hryllingssenur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.