Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 13 ekki um þetta, en í mörgum þeirra tekst ætlunarverk skáldkonunnar. Draumur skáldkonunnar um að einhver fletti hana húðinni verður veruleiki í ljóðunum. Það gerist í Varsjá. Vanmátturinn kemur fram í eftirfarandi erindum: Nú koma þeir saman á kaffihúsi í Vahrjá öryggislögreglan og þeir sem bæla niður uppþot Sagt er að búið sé að leiðrétta mis- tökin í áætluninni og fylla skarðið t vígbúnaðinn Sagt er að fangelsisglugginn sé þegar þakinn fallandi laufi Lazienki-garðsins Sjálf heyri ég axarhöggin bergmála frá þeim er gáfust upp fyrir löngu Ég sit meðal svikaranna og hlusta á axarhöggin Ég er húðflett og veit ekki hvoru megin ég stend ég sem hef þorað að trúa svo litlu. Það eru kraftmikil ljóð í þessari bók, til dæmis Freðna landabréfið. Og ljóðin í bókarlok eru líka sterk. Sum þeirra minntu mig á ljóð Czeslaw Milosz. Einkum þau ljóð þar sem fjallað er um hinn van- máttuga og margræða sannleika. Þóra Jónsdóttir hefur þýtt ljóðin og yfirleitt tekist það nokkuð vel. En þó verður að segja að ljóðin verka of oft sem þýðingar, ekki skáldskapur í íslensku. Þóra er sjálf skáldkona sem á hnitmiðaðan hátt tjáir sig býsna vel. En opinskár og mælskur stfll Agnetu Pleijel er henni eilítið framandi. Aftur á móti er þetta virðingar- verð útgáfa með kostum sínum og göllum. Dálitill formáli um Agnetu Pleijel hefði ekki sakað. HELGARTÓNLEIKAR Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Liszt Ungversk rapsódía nr. 2 Smetana .............. Moldá Stravinsky ..... Sirkus-polki Gershwin ... Rhapsody in Blue Copland ..... E1 Salon Mexico Einleikari: James Barbagallo Stjórnandi: Jean-Pierre Jac- quillat Þessir tónleikar, eins og má lesa af efnisvali, eru ætlaðir þeim er leita sér gleðistunda í léttari gerð klassískrar tónlistar. Vand- inn við að velja slíka efnisskrá er sá, að þá verður flutningurinn að verða því betri, sem verkin eru vinsælli og þekktari af flutningi afburðahljómsveita í glæsibúningi hinnar fullkomnu upptökutækni. í upptökum á þessum verkum er beitt alls konar tæknibrellum, þar sem dregin eru fram áhrifamikil stef og lögð áhersla á alls konar blæbrigði, sem ekki er hægt í konsertsal og heyrast því þar mjög ógreinilega. Þessar „af- bökuðu" útgáfur upptökutækn- innar hafa gert mörg af vinsæl- ustu tónverkum sögunnar nær ónothæf í konsertsal, nema þar sem hann gerist glæsilegastur. Ungverska rapsódían nr. 2, eftir Liszt, er glæsileg sem píanóverk en hálf svona skrítin í bólginni hljómsveitarraddsetningu. Verkið var ágætlega leikið, nema að einu leyti og það var að í það vantaði alla hrynræna spennu, sem ungversk þjóðlög eru full af og birtist í margvíslegum leik með hraðabreytingar og óvæntum og snöggum styrkleika- breytingum. Moldá er fallegt James Barbagallo tónaljóð og var margt fallega leik- ið í verkinu. Þegar flutt er tónlist, sem er byggð á skáldlegri túlkun, þarf flutningurinn að bera þess merki. Smetana hefur lýst verkinu sem siglingu niður Moldá og hefst verkið á tónlíkingum af giitrandi ijallalækjum og á „pizzicato" í strengjum að tákna dropaþíðuna, er fellur niður fram af klettasnös- um. Brátt er áin alsköpuð og þá heyrist „söngur árinnar", er síðan breytist í rismikinn tónbálk, túlk- andi straumiðu árinnar niður nafngreindar flúðir. Þaðan fellur áin í breiða lygnu og fræa fijó- sömum sveitunum þar umhverfis heyrast dansstef sveitafólksins. Söngvar fólksins þagna og nóttin tekur við, er homin túlka tungls- ljósið, dempaðir strengimir, næt- urhúmið og undir leikur fínlegt öldugjálfrið hjá blásumnum er smám saman vex og beljandi áin fellur hvítfyssandi niður þrengsli. Tónverkinu lýkur með því að áin brýtur sér leið gegnum brim hafs- ins og frelsi hennar er lýst með því að leika „árstefið" í dúr. Síð- asti hljómurinn hefur ávallt trufl- að undirritaðan, rétt eins og þegar skemmtilegri sögu er lokið með óvæntum hætti. Sirkus-polki er fádæma vel skrifaður fyrir hljóm- sveit en það getur verið skemmti- legt fyrir Frakka að heyra „her- marsinn" eftir Schubert í þessum búningi, en tæplega ef einhver hefur aðrar hugmjmdir um Schu- bert en að honum sé það rétt mátulegt að vera skrumskældur og klæddur í trúðsföt. Hvað svo sem segja má um ágæti verksins, er svona „sítat-ismi“ heldur ódýr, svo ekki sé meira sagt, Stravinsky hafði ekki gaman af því, er hann sjálfur var skrumskældur og uppnefndur af Schönberg. „Bláa rapsódían" eftir Gershwin er elskulegt verk og var mjög vel leikið af ungum amerískum píanó- leikara, James Barbagallo. Barba- gallo er glaðlegur listamaður og fínlegur leikur hans kom sérlega vel fram í smáþætti úr Myndum á sýningu, eftir Mussorgsky, sem hann lék aukalega. Það væri sannarlega þess virði að heyra þennan glaðlega píanóleikara flytja okkur meirá af list sinni, því þama gat að heyra eitthvað nýtt, ferskt og fallegt. Síðasta verkið á efnisskránni var „E1 Salón Mexico" og þó margt sé „gott það er gamlir kveða", er þetta verk heldur svona lauslegur samsetningur, sem þarf miklu skarpari flutning en hér gat að heyra. Prófkjör Fram- sóknar á Selfossi: Bæjarfulltrúi í efsta sæti Selfossi, 4. febrúar. GUÐMUNDUR Kr. Jónsson bæjarfulltrúi fékk flest at- kvæði í fyrsta sæti framboðs- lista Framsóknarflokksins á Selfossi í prófkjöri flokksins fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vor, sem fram fór laugardaginn 1. febrúar. Þátttakendur i prófkjörinu voru 202 en það var opið flokksmönnum og stuðnings- fólki flokksins. Alls gáfu tiu manns kost á sér í prófkjörinu. Guðmundur fékk 99 atkvæði í 1. sætið og 173 atkvæði alls. Grétar Jónsson fékk 127 atkvæði í annað sæti og 187 atkvæði alls. Ingibjörg Guðmundsdóttir fékk 78 atkvæði í þriðja sætið og 163 alis. í ijórða sæti varð Hjördís Leósdóttir með 73 atkvæði og 161 atkvæði alls. í fimmta sæti varð Pálmi Guðmunds- son með 93 atkvæði og 154 alls. Sjötti varð Jón G. Bergsson, sjöundi Jón Vilhjálmsson, í 8.-9. sæti voru þær Ásdís Ágústsdóttir og Guð- björg Sigurðardóttir og í tíunda sæti Hákon Halldórsson. Erlendur Daníelsson, formaður prófkjörsnefndar, sagði prófkjörs- þátttöku hafa verið svipaða og í fyrri prófkjörum flokksins vegna bæjarstjómarkosninga. Hann sagði að næstu daga yrði gengið endan- lega frá framboðslista flokksins. Framsóknarflokkurinn hefur nú þijá fulltrúa af níu í bæjarstjóm, fékk 559 atkvæði (30,1%) í kosning- unum 1982. Sig.Jóns. ÁrgenJ 198B i/ólvo utborgun fra Eftirstöðvarnar samkomulag Við lánum allt að 65% af verði nýrrar Volvo fólksbifreiðar árgerð 1986. IMýir bílar í bílasal. mVOHJOfí ÍBYRtWJHOING 8 m imimmmGB Dæmi um útborganir: Volvo 340 DL RIO: Volvo 240 DL: Volvo 740 GL: 197.000 260.000 325.000 SUÐURLANDSBRAUT 16 — SÍMI 35200 Miöað við gengi 30/1 1986

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.