Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 Bladburóarfólk óskast! Austurbær Kópavogur Ingólfsstræti Þinghólsbraut 1-39 Úthverfi Ártúnsholt (iðnaðarhverfi) Viðtaistími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö að notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 8. febrúar verða til viðtals Ingibjörg J. Rafnar V formaður félagsmálaráðs og hafnarstjórnar og Kolbeinn H. Z Pálsson formaður æskulýðsnefndar og í stjórn íþróttaráðs Reykjavíkur. L________________________________________________■ Áskriftarsíminn er 83033 ■ Jjmk; :‘m - . naaMpwsi ■ .. ■■•: •llifllásÉ 1>®S» IMbhi mmmm ^#|!§SP' Íí5lHw;í5|ííV!v'MiÝ&!ngfeí' iliÍllÍíR wmmW’ Norskir bómullargall ar með eða án hettu, frískir litir. Verð fra 3.480. MATINBLEU.. 2.480 - Léttir og þægilegir franskir trimmgallar í skemmtilegum litum. Verð frá kr. 4.510. ± ja T A' utiljf Glæsibæ, sími 82922. Réltur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Gríski heimspekingurinn Zeno sagði: „Þögnina met ég mest allra dyggða, þvi hún sýnir mér ágalla annarra, en leynir mínum. “ Heimspekingar gátu verið spaugsamir. Reyndar ýtir bragðgóður málsverð- ur mjög við þeirri náðargáfu. Þeim er hér fylgir tókst það bærilega, þetta er hátíðarréttur. Kjötið þykir vera meiriháttar, það er íslenskt. Marinerað lambakjöt á teini Fyrir 5 800 gr lambakjöt, magurt og beinlaust, (vöðvar úr læri eða kindalundir) / bolli matarolía 2 hvftlauksrif pressuð / tak. rosemary mulin salt og pipar Gijón: / matsk. matarolía 1 hvftlauksrif 1 / bolli gijón 2/ bollivatn 1 ten. kjötkraftur 2 matsk. matarolía 1 stór laukur 1 græn paprika 1. Blandað er saman í skál matar- olíu, pressuðum hvítlauk og gróft muldu rosemary og salti. 2. Kjötið er skorið í 20 jafna bita. Þeir eru síðan lagðir í matarolíu- blönduna og látnir marinerast í 30 mín. 3. Útbúið gijónin. Matarolían er hituð í potti, pressað hvítlauksrif og gijónin eru steikt í olíunni við meðal- hita þar til þau eru orðin hvít. Þá er vatni og kjötkrafti bætt út í og gijónin soðin í 10 mín. og látin standa í 10 mín. 4. Kjötið er sett á teina. 4 bitar á tein og þeir grillaðir eða glóðar- steiktir í ofni. Snúið einu sinni. Steikið ekki of lengi því þá þomar kjötið. Ekki er auðvelt að gefa upp steikingartíma þar sem ofnar eru misjafnir. En þumalfíngursreglan er . nokkuð örugg, þ.e. 5—6 mín. á annarri hliðinni en 5 mín. á hinni. 5. Laukurinn er skorinn í þunnar sneiðar, paprikan er hreinsuð og skorin í þunnar ræmur. Matarolía er hituð á pönnu og laukurinn létt steiktur. Þegar laukurinn er hálf- steiktur eru paprikuræmumar settar . saman við og steiktar með lauknum. , Saltið örlítið. Þegar maturinn er borinn fram, em gijónin sett á matarfat og dreift yfir botn þess, steikt lauk-paprikan er sett þar yfir eftir miðju. Síðan er kjötteinunum raðað efst. Sem viðbótarmeðlæti er mjög ferskt að hafa rifin epli (2) í súr- mjólk. Einnig er gott að hafa grænt soðið grænmeti. Þar sem bolludagur er framundan læt ég fylgja uppskrift af vatnsdeigi sem ekki fellur í bakstri: Vatnsdeig 1 bolli vatn, ’h bolli smjörlíki, ’h tsk. salt og 1 tsk. sykur er sett í pott og hitað að suðu. Þá er 1 bolla af hveiti bætt út í vökvann, öllu í einu og þeytt vel í með vírþeytara eða þar til deigið er orðið þétt og greinilega laust frá hliðum pottsins. Það er síðan tekið af hellunni og er 4 eggjum hrært saman við einu í einu. Notið hrærivélina. Deigið er sett á smurða plötu með teskeið. Gerið ráð fyrir bili vegna þenslu. Bollumar eru bakaðar í 15—20 mín. við 225 gráðu hita, síð- an er hitinn lækkaður niður í 200 og þær bakaðar þar til þær eru orðnar gulbrúnar og léttar í sér. Bregðið pappír yfir bollumar ef þær dökkna of fljótt. Verð á nráefni: Benda skal á að verð á kjöti er mjög misjafnt eftir verslunum. T.d. er kílóverð á kindavöðva kr. 548,00 í einni verslun en 660,00 í annarri. Kindavöðvar kr. 438,40 Paprika 45,00 Laukur 8,00 Gijón 16,50 Kr. 175,00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.