Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1986 15 Fj árhagsáætlun Hafnarfjarðar: Hámarksafsláttur af fasteignasköttum bæjar. Áformað er að framlengja Ásbraut að Suðurgötu og Suður- braut verður endurbyggð frá Lyng- barði að Reykjanesbraut. Undan- farin ár hafa staðið yfír fram- kvæmdir við endurbyggingu og breikkun Reylqavíkurvegar frá Engidal að Amarhrauni og verður þeirri endurbyggingu lokið í ár. Hafnarfjarðarbær hefur á undan- fomum ámm gert átak í malbikun gatna og gangstéttargerð og fyrir Frekari afsláttur fyrir elli- og örorku- lífeyrisþega MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá bæjarstjóranum í Hafnar- firði: Á fundi bæjarstjómar Hafnar- fjarðar 28. janúar sl. var afgreidd íjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir þetta ár. Að þessu sinni náðist ekki sam- staða allra bæjarfulltrúa um áætl- unina og við lokaafgreiðslu sátu Ijórir bæjarfulltrúar hjá. Tekjur bæjarins í ár em heildartekjur bæjarsjóðs áætiaðar 606 millj. kr. Útsvör em helsti tekjustofninn og er áætlað að þau nemi tæpum 265 millj. kr. Útsvarsálagning er 10,5% af tekj- um, en það er sama álagning og undanfarin ár. Tekjur af fasteignagjöldum em áætlaðar tæpar 81 millj. kr. Veittur er 25% afsláttur af fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis, sem er hámarksaf- sláttur. Af vatnsskatti og holræsa- gjaldi er veittur 50% afsláttur. Auk þess verður mörgum elli- og örorku- lífeyrisþegum veittur frekari af- sláttur af fasteignaskatti. Af öðmm tekjuliðum má nefna framlag úr jöfnunarsjóði, tæpar 40 millj. kr., aðstöðugjöld tæpar 38 millj. kr. og tekjur af framleiðslu- gjaldi álversins í Straumsvík em rúmar 25 millj. kr. Til sameiginlegra framkvæmda ríkis og Hafnarfjarðarbæjar veitir ríkissjóður á þessu ári 16,7 millj. kr. Greiðslur frá ríkissjóði hafa lítið hækkað milli ára og nú á Hafnar- fjarðarbær veralegar flárhæðir hjá ríkinu vegna þegar gerðra fram- kvæmda. Útgjöld Tekjum bæjarsjóðs er varið til ýmissa framkvæmda og reksturs bæjarfélagsins. Tæpum 22% af heildartekjum er áformað að verja til húsbygginga og annarra verk- legra framkvæmda. Framlög til stofnana í eigu bæjarins og af- borgunar lána em rúmar 8% og áætlað er að 70% heildartekna fari tii reksturs bæjarfélagsins, við- haldsframkvæmda og ýmissa styrkja. Útgjöldum bæjarins er skipt eftir málaflokkum. I ijárhagsáætlun 1986 er mestu fé ráðstafað til fé- lagsmála og skólamála. Til reksturs og fjárfestingar í félagsmálum er veitt 119 millj. kr. og til fræðslu- mála fara rúmar 110 millj. kr. Til gatnagerðar og viðhalds gatna er áformað að veita tæpum 83 millj. kr. Af öðmm málaflokkum má nefna, að til æskulýðs- og íþrótta- mála em veittar tæpar 38 millj. kr. Unnið er að ýmsum framkvæmd- um hjá bænum og aðrar em í undirbúningi. í byggingu er nýtt íbúðarhverfi við Setberg. Á næst- unni verða auglýstar lausar lóðir í hverfínu, aðallega fyrir einbýlishús. Þá verður á næstunni kynnt skipu- lag að nýju iðnaðarsvæði sunnan Hvaleyrarholts. Unnið er að vega- gerð frá Álftanesvegi að Skjólvangi í samvinnu við bæjarstjóm Garða- nokkram ámm var lokið við að malbika götur í eldri íbúðarhverf- um. Framkvæmdum við varanlega gatnagerð verður haldið áfram í ár og er ráðstafað tæpum 15 millj. kr. til malbikunar og gangstéttagerðar. Auk þess era í undirbúningi breyt- ingar við Strandgötu og í ár á að endumýja hluta gangstéttar við götuna. Fegmnarframkvæmdir em víða áformaðar og má þar til nefna hluta af Lækjarsvæðinu og Hamarssvæð- inu. í framhaldi af samkeppni um skipulag útivistarsvæðis við Víði- staði er nú unnið að gerð endanlegs skipulags og undirbúningi. Hjá Hafnarfjarðarbæ er unnið að skólabyggingum og frágangi skólalóða. Viðamesta verkefnið er viðbygging við Öldutúnsskóla, sem lokið verður á árinu. í fjárhagsáætl- un er varið 14 millj. kr. í þá fram- kvæmd. Á síðasta ári var tekin í notkun dagvistardeild við Smáralund og verður gerð lóðar lokið í ár. Þá er í undirbúningi bygging dagvistar- stofnunar í Setbergi og er fyrir- hugað að hefjast handa við bygg- inguna á þessu ári. Um alllangt skeið hefur verið unnið að viðbyggingu við Sólvang fyrir sjúkrahúsið og heilsugæslu Hafnaríjarðar og einnig er gert ráð fyrir talsverðum endurbótum á Sól- vangi. Fjárveiting bæjarsjóðs til framkvæmdanna á þessu ári em 5 millj. kr., en ríkissjóður á að greiða 85% byggingarkostnaðar. Ymsar fleiri framkvæmdir em á döfínni hjá Hafnarfjarðarbæ svo sem bygging sundlaugar og við- bygging við Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Einnig verður unnið að úrbótum á dreifikerfisvatnsveitu, undirbúningi að byggingu sölu- og leiguíbúða fyrir aldraða og byggingu verka- mannabústaða. Talsverðu fé er varið til áhalda- og tækjakaupa s.s. til kaupa á slökkvibíl, tæki fyrir áhaldahús, tölvum fyrir gmnnskóla bæjarins og Flensborgarskóla. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar er tekin ákvörðun um ýmis framlög til félaga og stofnana í Hafnarfírði. Helstu framlög til slíkrar starfsemi em rúmar 14 millj. kr. til íþróttafé- laga og íþróttabandalags, til Verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar 4,5 millj. kr. vegna reksturs dag- heimilis, til reksturs leikskóla St. Jósefsspítala, til Hrafnistu í Hafn- arfírði, til Víðistaðasóknar vegna kirkjubyggingar, til tækjakaupa á St. Jósefsspítala og til björgunar- og hjálparsveita í bænum. Þá styrkir bæjarsjóður Rafveitu Hafnarfjarðar með fjárframlagi að upphæð 6,2 millj. kr. og áætlað er að veija rúmum 55 millj. kr. til að greiða þær miklu skuldir, sem lenda á bæjarsjóði vegna íjárskuldbind- inga bæjarútgerðarinnar. Vegna þessara skuldbindinga er gert ráð fyrir talsverðum lántökum. (Fréttatilkynning frá bæjarstjóranum í Hafnarfirði). BÖKAFJÖLL A VILDARKJORUM í tilefni þess að fyrirtœkið á 20 ára afmœli nœsta haust hefjum við aímœlisárið meó því að eína til stórútsölu á bókum. Það mun kenna margra góðra grasa í hlíðum þessara bókaíjalla alveg upp á eístu tinda. Döggin og sólin Bókaíjöllin okkar eru ekki hœrri en svo að þau munu án efa hvería eins og dögg fyrir sólu. I SVELTUR SITJANDIKRÁKA I EN FLJÚGANDl FÆR BÓKAÚTGÁFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866 Nýjar og nýlegar bœkur Það verða ekki eingöngu gamlar bœkur sem við bjóðum, heldur einnig nýjar og nýlegar, cetlaðar þeim sem hyggjast byggja upp góð heimilisbókasöfn. Lítið útlitsgallaðar bœkur verða einnig á boðstólum. Sumar þeirra eru nánast nýjar en seldar með ótrúlegum aíslœtti vegna smávœgilegra útlitsgalla. Úrvalsbœkur á ótrúlega lágu verði Þeir sem leita góðra bóka verða ekki fyrir vonbrigðum í BÓKAFJALLGÖNGUNNI, hvorki með verð né vörugœði. Frá og með 7.-22. íebrúar í verslun okkar að Síðumúla 11. Opið lrá 9-18, nema á laugardögum 10 - ló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.