Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1986 19 Eigi skal höggva eftir Ingvar Á. Þórisson Undanfarið hafa málefni Lána- sjóðs íslenska námsmanna verið í brennidepli stjómmálanna. Greini- legt er að það kerfi sem nú er við lýði á mjög í vök að veijast. Allt hefur verið gert til þess að sýna fram á að námsmenn séu forrétt- indahópur sem lifír í gegndarlaus- um vellystingum á kostnað almenn- ings og borgi aðeins brot af lánun- um til baka. Þegar núgildandi lög um LÍN vom sett 1982 lá að baki mikil undirbúningsvinna og samstaða náðist á þingi um lögin. Sjóðurinn er félagslegur framfærslusjóður sem hefur það að markmiði að jafna aðstöðu námsmanna til langskóla- náms. Sem slíkur hefur sjóðurinn sannað gildi sitt og enginn ætti að þurfa að hverfa frá námi sökum fjárskorts. Með þetta í huga er einkennilegt að nú, aðeins 4 ámm síðar, vilji menn vega að rótum sjóðsins með þéim afleiðingum að námsmenn geti á engan hátt treyst á hann til framfærslu. Eru lánin of há? Námslán em miðuð við lág- marksframfærslugmnn sem reikn- aður var út árið 1976, (sjá töflu 1 og samanburð á námslánum og vísi- tölugmndvelli Hagstofunnar í töflu 2.) Til að námsmaður fái fullt lán úr sjóðnum má hann ekki hafa hærri tekjur yfír sumarmánuðina en sem nemur framfærslukostnað- inum. 75% af öllum tekjum yfír framfærslukostnaði dragast frá láninu. Eitt fyrsta verk núverandi ríkis- stjómar var að skerða laun í landinu um 30%. Sú upphæð sem þarf til lágmarksframfærslu lækkaði vita- skuld ekki. Áður höfðu lágmarks laun verið jafn lág og lánin. Við þessa aðgerð urðu lánin hins vegar hærri en lægstu laun. Þessi öfug- þróun í launamálum hefur gert andstæðingum LÍN kleift að sverta þetta kerfí í augum almennings með þeim árangri að jafnvel þeir sem lægstu launin hafa eru and- snúnir námsmönnum. En þetta lánakerfi er einmitt byggt upp fyrir þá lægstlaunuðu, til þess að þeir og böm þeirra geti aflað sér þeirrar menntunar sem hugur þeirra stefnir til. Endurgreiðslur 77,8% þeirra sem skulda LÍN skulda inan við hálfa milljón króna og 91% skuldar innan við eina milljón. Þessir einstaklingar borga upp sín lán á 25 árum en 9% dreif- ast á lengri tíma. Um 12% af heild- arútlánum sjóðsins falla niður að 40 árum liðnum. Þar sem 88% af lánsfé skilar sér aftur í sjóðinn verður raunverulegt framlag rfkis- ins til sjóðsins fyrir árið 1985 147 milljónir. Einhveijum kann að þykja þessi upphæð of há en það eitt er víst að hún á eftir að skila sér margfalt aftur í þjóðarbúið. Auk þess erum við sem nú erum í námi hluti af langstærstu árgöngum sem fram hafa komið á íslandi og vegna minnkandi fæðingartíðni verðum við áfram stærstu árgangamir. Þegar við forum að endurgreiða okkar lán mun sjóðurinn standa undir sér og vonandi gott betur. Hvað er til ráða? Lögin um LÍN eru ekki gatlalaus en aðalgallinn er sá að ríkisstjómir hafa aldrei staðið við skuldbinding- ar sínar gagnvart sjóðnum. Sjóður- inn hefur að vemlegum hluta verið fjármagnaður með erlendum lán- tökum sem hefur gert rekstur hans dýrari. Tafír á lánum og sú skamm- sýni að láta 1. árs nema taka banka- lán hefur í för með sér mikinn aukakostnað fyrir námsmenn og LÍN. Námsmenn kvarta oft undan þeirri þjónustu sem þeir fá hjá sjóðnum og þjónustu sjóðsins verður að bæta en það verður aldrei gert öðmvísi en að tryggja sjóðnum nægilegt rekstrarfé. Það liggur í augum uppi að ekki er auðvelt að spara hjá LÍN án þess að höggva á meginmarkmið sjóðsins, að tryggja öllum jafnrétti til náms. Hér skal þó bent á nokkur atriði til úrbóta: 1. Það á sér mikinn hljómgmnn meðal námsmanna að endur- greiðslur verði stighækkandi hlutfall af tekjum. Þeir sem hafa há laun að námi loknu borga þá meira hveiju sinni og verða fljót- ari að greiða sín lán upp. 2. Með því að hækka laun í landinu þannig að fólki verði gert kleift Ingvar Á. Þórisson Tafla 2 Framfærslukostnaður einstaklings á íslandi íjúní1985. Framfæralukostnaður 1. Fæði 9.647 46,50% 2. Húsnæði 3.251 15,38% 3. Fatnaður 1.286 6,15% 4. Hreinl. og heilsug. 1.127 5,39% 5. Bækur og ritföng 1.127 5,39% 6. Ferðir innanbæjar 1.607 7,69% 7. Húsgögn, búsáhöld 966 4,62% 8. Ymislegtannað 1.929 20.904 9,23% Taflal að lifa af 8 stunda vinnudegi. Þetta myndi flýta endurgreiðslu lána og ungt fólk þyrfti ekki að lepja dauðann úr skel, þótt ekki væri langskólagengið. 3. Með því að efla Háskóla íslands myndi það verða fysilegri kostur að læra hérlendis, þetta myndi spara stórfé. LÍN er öflugt tæki til að jafna kjörin í þessu landi. Við megum ekki láta skammsýni ráða ferðinni, vegna þess að því fé sem varið er til menntunar skilar sér margfalt aftur í þjóðarbúið. Við verðum að standa vörð um lánasjóðinn og tryggja jafnrétti til náms. Höfuadur er ístjóm Stúdenta- riðs. Söluhæstir á Noiðuriöndum Sinser saumavélar ákr.l 1.200,- í tilefni þess að hlutfallslega hafa selst fleiri Singer sauma- vélar á íslandi en nokkru hinna Norðurlandanna, bjóða verksmiðjumar 50 Singer saumavélar á sérstöku „tilefnisverði“, sem enginn annar býður 2ja ára ábyrgð 11« &SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMAR 687910-81266 Kirsten Rydahl, einn fremsti sérfræðingur Singer.leið- beinir viðskiptamönnum Rafbúðarinnar um mögu- leika Singer, föstudaginn 7. febrúar kl.14-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.