Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRtJAR 1986 25 Vetrarhörkuraar, sem nú ríkja víðast hvar í Evrópu, munu standa enn um sinn að þvi er veðurfræð- ingar segja. Jafnfallinn snjór er sums staðar allt að tveimur metrum. Þessi mynd var tekin um helgina í Inselsberg í Austur-Þýskalandi, í 915 metra hæð, og er greinilega fagurt um að litast þótt frostið sé hart. Varað við nýju norð- anáhlaupi í Evrópu London, 5. febrúar. AP. STÓRHRÍÐ og harðir vetrar- byljir hafa orðið 43 mönnum að bana i Suður-Evrópu og Tyrklandi, brotið niður síma- og rafmagnsstaura og lokað vegum. Snjóskriður hafa fallið í fjallahéruðum en á láglendi liggur vatn yfír stórum svæð- um. Spáð er vaxandi kuldum i Vestur-Evrópu. í Austur-Tyrklandi er vetrarríki mikið og hundruð þorpa einangr- uð. Vitað er til, að þar hafa §órir menn orðið úti síðustu daga og í gær fundust §órir menn látnir í bíl í ítölsku Qallaskarði. Hafa þá nítján menn alls látist af völdum veðursins á Ítalíu, ellefu í Frakk- landi, átta á Spáni og einn í Austurríki. Veðurfræðingar segja, að kuld- amir færist nú norður eftir Evr- ópu og er búist við nýju kulda- kasti í Bretlandi. Hefur fólk þar f landi verið varað við og sagt að búast við hörðu frosti síðar í vik- unni, jafnvel allt að 20 gráðum á selsíus. Valda því síberískir vind- ar, sem nú eru að búa sig undir áhlaup úr austri. Bandaríkin: Atta manns farast í eldsvoða Crystal Springs, Mississippi, 5. febrúar. AP. ELDUR kom upp eftir spreng- ingu í húsgagnaverslun I Cryst- al Springs í fylkinu Mississippi i Bandaríkjunum. Atta manns fórust í eldsvoðanum og einn maður hlaut al varleg brunasár. Meðal hinna látnu eru móðir, eiginkona, bróðir, systir og mág- kona eiganda verslunarinnar, Clints Watkins. Watkins var ekki staddur í byggingunni þegar eldurinn braust út. Watkins var einn af fjórum frambjóðendum til borgarstjóra í Crystal Springs. Kosningamar voru á þriðjudag. Eldurinn breiddist hratt út og verslunarhúsið brann til kaldra kola áður en slökkvilið komst á staðinn. Ekki er vitað hvað olli sprenging- unni. Grænlenzkir tog- arar velkomnir Nuiik, 4. febrúar. Frá fréttaritara Morg- unblaðsins, J. N. Bruun. HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra íslands, hefur sagt í viðtali við grænlenzka útvarpið, að grænlenzkir togarar séu velkomnir til íslenzkra hafna. Kemur þetta í kjölfar þess, að samtök græn- lenzkra útgerðarmanna (AAP) hafa farið þess á leit við íslenzk stjóm- völd, að þau endumýi iöndunar- heimildir, sem nauðsynlegar eru fyrir grænlenzka togara, til þess að þeir fái að sigla til íslenzkra hafna. }VE§AINl^URENr KYNNINGAR Hr. Jean-Francois Bernardi sérfræðingur frá Yves Saint Laurent í París sýnir förðun og leiðbeinir um val og notkun á YSL snyrtivörunum. Fimmtudaginn 6. febrúar í Snyrtivörubúðinni Lauga- vegi76,sími: 12275frá kl. 10—12og 13—18. Föstudaginn 7. febrúar í Ócúlus, Austurstræti 3, sími: 17201 frá kl. 10— 12og 13—18. Þær sem áhuga hafa á að panta tíma í förðun hjá hr. Bernardi vinsamlegast hafið samband við versl- anirnar. )^^im//\urfm Beauté HEIÐRUÐU VIÐSKIPTAVINIR Höfum opnað stofuna á nýjum stað. VESTURGÖTU 15 BASIC Byrjendanámskeið í forritunarmálinu BASIC. BASIC er útbreiddasta forritunarmálið og góð þekking á BASIC kernur sér vel fyrir alla sem nota smátölvur. Dagskrá: ■k Grandvallaratriói við notk- un tölva. ★ Helstu forritunarmál. ★ Forritunarmálió BASIC. ★ ÝmsaræfingaríBASIC. ★ Skráarvinnsla. ★ Tónlist og teikning í BASIC. ★ Notkun prentara og ann- arra jaðartækja. Leiðbeinandi: Pétur Friðriksson, kerfisfræðingur. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Ármúla36, Reykjavík. TRIMMLJOS Icr. 1.85^0 únLÍF Glæsibæ, sími 82922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.