Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1986 27 Morgunblaðið/Sigurgeir sstmannaeyja. malbikun gatna bæjarins hefur verið talið brýnasta verkefnið í Eyjum um langt árabil, því þar hafði mjög sigið á ógæfuhliðina. Að auki má nefna að árlega er veitt verulegu íjármagni í viðhald, skóla- byggingar, hafnarsvæði, upp- græðslu og fleira í umhverfísmál- um. Stórframkvæmdir á mörgnm sviðum Annað stórverkefni sem meiri- hlutinn hefur lagt áherslu á eru framkvæmdir í skólamálum, en á þessu kjörtímabili var nýr skóli, Hamarsskóli, tekinn í notkun. Þar er um að ræða grunnskóla fyrir nýju byggðina í Vesturbænum. Skólinn rúmar nú alla árganga í nýja hverf- inu, alls 400—500 böm upp að 9. bekk. Verulegu framkvæmdafé bæjarsjóðs hefur verið varið í þetta verkefni. Þá er um að ræða þær breytingar að Framhaldsskólinn verður í framtíðarhúsnæði í sambýli með Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum, en húsnæði Iðnskól- ans sem hefur hýst Framhaldsskól- ann var orðið allt of lítið fyrir löngu. Þar verður þó verkleg kennsla um sinn, en núverandi bæjarstjómar- meirihluti hefur ákveðið að á þessu ári verði hafíst handa um hönnun á verkmenntahúsi við Framhalds- skólann. Alls em um 250 nemendur í Framhaldsskólanum og Stýri- mannaskólanum. Þar sem nýlega var lokið við mikilvæg áfangaskipti í Hamarsskólanum verður hafíst handa á þessu ári við undirbúning byggingar stjómarálmu og fullkom- innar aðstöðu fyrir heimilisfræði. Samhliða lokauppbyggingunni verður unnið að verkmenntabygg- ingunni og endurbótum á gamla bamaskólahúsinu, en vegna góðrar nýtingar á skólamannvirkjum í Eyjum er þar um að ræða eitthvert ódýrasta skólahúsnæði á landinu um langt árabil og lagt hefur verið kapp á að nota gamalt húsnæði í stað þess að vera sífellt með kröfur um nýtt. Með snyrtilegri bæjum landsins Á undanfomum áram hefur Vestmannaeyjabær veitt hlutfalls- lega mest allra kaupstaða landsins til íþrótta- og æskulýðsmála og framundan er að ljúka skipulagn- ingu útivistarsvæða og byggja þau upp í tengslum við íþróttamiðstöð- ina á Brimhólum. Þá er ráðgert að koma upp ýmiskonar aðstöðu í tengslum við íþróttamiðstöðina, sjúkralaug, viðbótarsal og fleira. Stöðugt er unnið að margvísleg- um framkvæmdum við höfnina í Vestmannaeyjum, en hún er móður- skip alls flotans sm veiðir fyrir Suðurlandi. Smíði Skipalyftunnar hefur verið snar þáttur í fram- kvæmdum bæjarins undanfarin ár og unnið er markvisst að því að ljúka frágangi á athafnasvæði Skipalyftunnar. Malbikað hefur verið á Binnabryggju, 3.000 fm og lagður um 200 m kantur og söðugt er unnið að dýpkun hafnarinnar á eigin dýpkunarskipi Vestmanna- eyja, sem varð 50 ára á sl. ári. Þá er lokið við mikla bijóstvöm á Eiðið, en hún kostaði nær 7 millj. kr., en stóreykur öryggi mannvirkja á Eiðinu og Hafnarinnar í heild. Fyrir liggja miklar framkvæmdir við nýja hraunið á Klettsvíkinni því hraun sem brotnar úr austur- strönd nýja hraunsins verður að sandi sem þrengir nú orðið veralega að innsiglingunni. Þá liggur fyrir að byggja vöraskipabryggju þar í framtíðinni og stöðva sandflutning- ana inn í höfnina með smíði sand- vamargarðs á móts við Yztaklett. Byijað er á uppfyllingu frá Naust- hamri að syðri hafnargarðinum til þess að ná m.a. tengslum við Klettsvíkina meðfram höfninni. íbúaþróun í Vestmannaeyjum hefur verið hagstæð undanfarin ár, og tekjur Eyjamanna era eins og áður, nokkuð umfram landsmeðal- tal en að baki liggur mikil vinna eins og tíðkast í sjávarplássum. Stefna meirihluta bæjarstjómar er að auka fjölbreytni { atvinnulífí, en erfíðleikar m.a. vegna veiðitak- markana hafa komið niður á byggð- arlaginu eins og gefur að skilja. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi er ein af megin forsendum fyrir vaxandi byggð í Vestmannaeyjum, en físk- veiðar og fiskvinnsla munu áfram verða burðarás atvinnulífs og þjón- usta við sjávarútveginn. Það er vel búið að heilsugæslu í Vestmannaeyjum, en þjónusta á sviði heilsugæslu og félagsmála miðast við nokkuð stærri bæ, t.d. er sjúkrahúsið hið veglegasta, og hafínn er undirbúningur að starfs- mannaíbúðum í tengslum við það. Mikið átak hefur verið gert í sam- bandi við aldraða og byggt myndar- lega af íbúðum fyrir aldraða í tengslum við dvalarheimili aldraðra. Jafnhliða brýnum verkefnum sem unnið hefur verið að þá hefur mikið átak verið gert í fegrun bæjarins, með lagfæringu útivistar- svæða og uppgræðslu, fjölgun leik- valla, niðurrifi gamalla húsa og einnig má nefna lagfæringu á hinu gamla húsi Landlyst, sem áformað er að byggja upp, lagfæringum í Heijólfsdal, á Skansinum hinu foma virki Vestmannaeyja, áform era uppi um að ljúka hringvegi um Eldfellið á þessu ári og þannig mætti lengi telja upp ýmis verkefni sem unnið er að hjá bæjarsjóði. Hafnarkarlarair eru þeir gjaraan nefndir hinir gamalreyndu jaxlar, sem vinna á vegum bæjarins við höfnina, en þessi mynd er tekin á Básaskersbryggju, sem er ein af mörgum bryggjum hinnar sérstæðu hafnar Vestmannaeyja, sem er eitt mesta hafnarmannvirki landsins og eins konar móðurskip fyrir allan flota á Suðurlandsmiðum. Aðsókn i sundhöllina í Iþróttamiðstöðinni er mjög mikil, en þarna standa starfsmenn við eina útilaugina, sem er til leikja fyrir börn. Ætlað er að á svæðinu hægra megin á myndinni komi sjúkrasundlaug. Á síðastliðnu ári var mikiU kraftur i malbikun gatna bæjarins, en þessi mynd er af hinu vaska liði áhaldahúss Vestmannaeyjabæjar. Sérstæð uppbyg-ging orkubús Vest- mannaeyja Rafveita Vestmannaeyja hefur sterka stöðu, en bygging fjarhitun- ar hefur verið mjög dýr framkvæmd og hún hvílir nú með nokkram þunga á bæjarsjóði og bæjarbúum þótt íjarri sé að þar sé eins erfíð staða og hjá ýmsum stærstu sveit- arfélögum landsins í þeim efnum. Hraunhitaveitan hefur gengið vel, en svæðin era nú farin að kólna hraðar og þí er um að ræða örari tilfærslu á reitum. Að undanfömu hefur verið unnið gífurlegt átak við virkjun fleiri reita og hraunhitaveit- an er nú mjög vel í stakk búin þótt menn óttist að svæðið gefi ekki jafn mikla orku á næstu áram. Fjarhitun í Vestmannaeyjum er með mesta varaafl sem einn staður á landinu byr yfír varðandi orku, því um 40% af bænum getur fengið afl frá olíukyndingarstöð. Tiltölulega hár orkukostnaður byggist á því að veitan er byggð að mestu fyrir erlent lánsfjármagn á tíma óhag- stæðrar gengisþróunar. Orkuverðið er þó í lægri kantinum miðað við þær veitur sem era byggðar upp við sömu aðstæður á Akranesi, Egilsstöðum, Akureyri, Borgamesi og í Súgandafirði. Miðað við þessa staði er gjaldskráin í lægri kantin- um, en hins vegar mun hærri en hjá ýmsum eldri og hagkvæmari veitum. Þó skal þess getið að Fjar- hitunin er byggð upp fyrir aðra möguleika en hraunhitun, því dreifí- kerfíð er lokað og það mun því verða mjög hagkvæmt í framtíðinni. Fjárfestingin á hrauninu er um 25% af hitaveituQárfestingunni allri. Bæjaryfírvöld hafa aldrei lagt neitt úr bæjarsjóði í hitaveituna þar til í ársbyijun nú að bæjarstjóm sam- þykkti að greiða niður hitaveitu- kostnað úr bæjarsjóði sem svarar 5%, en nú nýlega hefur bæjarsjóður náð samningum um hagkvæm lán sem létta undir með Eyjamönnum vegna hitaveitunnar. Þegar á allt er litið hefur staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja styrkst á síðustu árum þannig að nú fyrst horfír til þess stöðugleika sem var fyrir gos, en uppsafnaður vandi eftirgosáranna hefur verið tekinn föstum tökum hjá núverandi meiri- hluta bæjarstjómar og málum komið á kjöl. Mikið af starfí bæjar- stjómar hefur farið í þennan frá- gang, en því má með sanni segja að nú sé á ný klárt hjá Vestmanna- eyjabæ. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokksins fyr- ir Suðurlandskjördæmi. Hreyfill í Hafnarfirði LeigubifreiðastÖðvar á höfuðborgar- svæðinu hafa nú sameinast í Frama og aka leigubílar á sama gjaldi hvort heldur er í Hafnarfírði eða Reykjavík. Á með- fylgjandi mynd má sjá Hreyfilsstaur sem kominn er upp við bensínstöðina við Reykjavíkurveg í Hafnarfírði til að minna á þjónustu stöðvarinnar við bæjarbúa. Smábílabraut við Elliðavog BORGARRÁÐ hefur samþykkt stað- setningu smábílabrautar við Eiliða- vog til bráðabirgða í þijú ár. Hefur forstöðumanni Borgarskipulags verið falið að annast eftirlit með fram- kvæmdum. Umhverfismálaráð samþykkti í nóv- ember síðastliðnum umsókn Sigurðar Ársælssonar og Þórs Bjarkar um rekstur smábílabrautar á fyllingunni við Elliða- vog skammt frá smábátahöfninni, að því tilskildu að Borgarskipulag setti reglur um stærð, skipulag svæðisins og mannvirki. Að sögn Sigurðar Ársælssonar er fyrirhugað að brautin verði tekin í notk- un nú í sumar, en stærð, fjöldi bíla og endanleg kostnaðaráætlun lægi enn ekki fyrir. Fasteignamat ríkisins: Raunlækkun sölu- verðs á 3. árs- fjórðungi 1985 LÍNURITIÐ sýnir þróun fasteigna- verðs á föstu verðlagi frá 4. ársfjórð- ungi 1984 til 3. ársfjórðungs 1985. Miðað er við 100 í janúar 1984. Fast- eignaverðið hefur hrapað eftir mitt ár 1985 eins og fram kemur á línurít- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.