Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1986 29 Morgunbladið/Bjami Rúnar Júlíusson og Gunnar Þórðarson. Myndin er tekin á æfíngu hjá Hljómum, skönunu fyrir frumsýningu á „Söngbók Gunnars Þórðarsonar". Flugleiðir: Pakkaferðir á Broadway FLUGLEIÐIR og skemmtistað- urinn Broadway hafa efnt til samstarfs um ferðir til að auð- velda fólki af landsbyggðinni að njóta skemmtidagskrárinnar „Söngbók Gunnars Þórðarson- ar“. Gilda helgarpakkar þessir frá 6. mars næstkomandi til 18. maí. Broadwayferðimar fela í sér flug, gistingu og þríréttaða máltíð og skemmtun í Broadway þar sem nú skemmtir Gunnar Þórðarson ásamt 13 manna hljómsveit, auk þess sem þar koma fram þekktustu hljómsveitir Gunnars í gegnum tíð- ina og gestir Gunnars. Gististaðir eru Hótel Loftleiðir, Hótel Esja, Hótel Saga, Hótel Borg og Hótel Óðinsvé. Lágmarksdvöl er 2 nætur og hámarksdvöl 4 nætur. Þröngt um Amtsboka- safnið í Stykkishólmi Þrjú önnur bókasöfn á staðnum Stykkishóimi, 3. febrúar. AMTBÓKASAFNIÐ í Stykkishólmi mun vera elsta stofnun hér um slóðir og hefir það veitt mikla þjónustu í gegnum árin. Það er eki langt síðan að það fékk ókeypis öll rit sem komu út á íslandi og var það mikill fengur fyrir safnið. Fyrir 30—40 árum var ijóst að gamla bókasafnshúsið, sem var í sérstökum stíl með stóra klukku í tumi og var á aðalhæðinni í kaup- túninu, var orðið alltof lítið. Var þá hafíst handa um að byggja veglegt steinhús og auðvitað reynt að hafa það til framtíðarinnar. Þrátt fyrir að fríðindi þau serri að framan greinir hafí verið afnumin og bóka- safnið þurft að sjá um að afla sér bóka, er nú svo komið að húsið er orðið of lítið og brýn nauðsyn að fara að huga að stækkun. Eftir hina stóru bókagjöf sem safninu barst ásamt á annað hundrað myndum, er orðið erfítt að fínna nýjum bókum stað og mikið verk er í að koma fyrir bókagjöfínni. En allt miðar þetta í góða átt. í flestum eða öllum hreppum sýslunnar er vísir að bókasafni og þar sem sýslan er stór þátttakandi í rekstri safnsins er fyrirhuguð samvinna við hina ýmsu hreppa. Var byrjað á þeirri samvinnu fýrir nokkru, en nú ákveðið að auka hana eftir getu. Er þess vænst að hreppamir noti sér þá þjónustu. Þess skal getið að hér í Hólmin- um eru þrjú önnur söfn, Skólabóka- safnið sem var stofnað með hinni veglegu bókagjöf þeirra hjóna Ás- gerðar Amfínnssonar og Ágústar Þórarinssonar og hefir það aukist að mun síðan og nú er því ætlaður staður í hinni veglegu grunnskóla- byggingu sem tekin var í notkun í haust og hafa safninu síðan borist bókagjafir, nokkur hundmð eintök frá velunnurum skólans. Dvalar- heimili aldraðra fékk að stofngjöf bókasafn Sigurðar Magnússonar hreppstjóra og konu hans Ingibjarg- ar og eins Bjöms Jónssonar frá Kóngsbakka. Þá hefír sjúkrahúsið komið sér upp safni og fengið margar bækur frá velunnurum sín- um svo það vantar ekki lesefni. Allt er þetta til góðs fyrir þá sem njóta. Amtbókasafnið hefír lesstofu fyrir fólk og eins hljóðbækur sem em öldmðum kærkomnar. Nú er ráðin að safninu bóka- safnsfræðingur Sigurlína Sigur- bjömsdóttir og hélt bókasafns- stjómin nýlega fund þar var hún boðin velkomin til starfa og um leið var Víkings Jóhannssonar sem var forveri hennar minnst og honum þökkuð góð störf, en Víkingur lést í nóvember sl. — Árni Málverka- og1 listmuna- uppboð í Gallerí Borg GALLERÍ Borg gengst fyrir málverka- og listmunauppboði sunnudaginn 16. febrúar í Hótel Borg í samráði við Listmuna- uppboð Sigurðar Benediktssonar hf. Þeim sem vilja koma verkum á uppboðið er bent á að gera það sem fyrst, helst ekki síðar en nk. mánu- dag, þannig að unnt veri að koma þeim í uppboðsskrá. Verkum skal koma til Gallerí Borgar við Austur- völl milli kl. 10.00 og 18.00 virka daga og kl. 14.00 til 18.00 um helgar. Úr kvikmyndinni „Biddu þér dauða“, sem Laugarásbíó frumsýnir i dag. Laugarásbíó: „Biddu þér dauða“ frumsýnd í dag LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir í dag karate-myndina „Biddu þér dauða“. Hún fjallar um Akio, japanskan Niqja-vigamann, sem flyst til Bandaríkjanna. Hann hefur hrökklast frá Japan vegna deilna en ætlar að vinna að þvi að koma fótunum undir sig og fjölskyldu sina i Bandarikjunum. Fyrsta aðsetur Qölskyldunnar er gamall leiguhjallur mafíunnar. Eftir stuttan tíma lendir Akio fyrir mis- skilning í útistöðum við mafíuna og þegar þeir eru á góðri leið með að eyðileggja fyrir honum „amer- íska drauminn" sér Akio einu færu leiðina út úr vandræðunum að leita til fortíðarinnar og klæðast Ninja- búningnum á ný. Hann hefur síðan sitt einkastríð gegn mafíunni. í aðalhlutverkinu er Sho Kosugi, sem er útlærður Ninja-vígamaður auk þess sem hann stundar kvik- myndagerð. Sterkbyggðir ratmagnsofnar til notkunar í t.d. skipum, bílskúrum og útihúsum. Stærð 575-1150 W. Geislaofn til notkunar í iðnaðarhúsnæði samhliða almennri upphitun. Stærð 4.5 kw. Flytjanlegur hitablásari með rofab. — stillanlegu loftmagni. Stærð 9 kw. Hitablásari með innb. rofabúnaði fyrir fasta staðsetningu og einnig flytjanlegur. Stærð 3-4,5 og 9 kw. Hitablásari fyrir alhliða notkun án rofabúnaðar, ekki flytjanlegur. Stærð 5-30 kw. „Thermozone" hitablásarar sem hindra kælingu, dragsúg og raka, fyrir ofan dyr eða afgreiðsluop. Vifta til notkunar í iðnað- arhúsnæði sem dreifir heitu lofti niður á við. Stórkostlegur sparnað- ur í upphitun. Orkunotk- un 120 W. .JTRÖNNING simi 84000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.