Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1986 37 Afmæliskveðja: Valgeir G. Sveins- son skósmíðameistari Mörgu þarf að fagna á þessu ári hjá Reykvíkingum. Borgin 200 ára, Valgeir Guðm. Sveinsson 70 ára, einnig á sá heiðursmaður 50 ára starfsafmæli og það á sama vinnu- stað. Vinnustaðurinn hefur alla tíð verið á sama blettinum, það er að Njálsgötu 25 hér í borg. Valgeir er fæddur á Siglufirði 6. febrúar 1916, sonur hjónanna Friðriku Jensen frá Eskifírði og Sveins Stef- ánssonar bátasmiðs frá Norðfirði. Þau hjón Friðrika og Sveinn bjuggu léngst af í Odda á Seyðisfírði. Valgeir gekk í bamaskóla nokkra mánuði og fermdur var hann af séra Sveini Víkingi. Á þeim tíma var nóg fískvinna í saltfíski hjá Stefáni Th. Jónssyni og unnu unglingar við verkun hans. 1930 fór hann suður til Reykjavíkur og gerðist þá starfs- maður hjá versluninni Hermes sem var við Laugaveg, en hana átti Guðmundur Þórðarson, annálaður fyrir nákvæmni og heiðarleik og aldrei mátti halla á viðskiptavin, það lærði starfsfólkið fljótt og mat alla tíð. Eftir verslunarstörfín, eða 1936 flytur hann sig aðeins til í bænum og fer upp á Njálsgötu 25 til Jens bróður síns sem þá rak skósmíðavinnustofu og hóf nám hjá honum en til að ná fjölbreytni í þjálfun í skósmíði fór hann til meistara Lárusar G. Lúðvíkssonar, sem rak þá eina þekktustu skóverk- smiðju landsins ásamt skóverslun. Þaðan lauk hann vitnisburði í skó- smíði. Hálf öld, það er langur tími í starfi og að standa ýmist við skó- lestinn eða að mæta misskapgóðum bæjarbúum brosandi við afgreiðslu- borðið þeim til þjónustu er mikil þrekraun og fáum gefíð að geta það svo vel sé. En það hefur afmælis- bamið gert allan tímann, það ekki aðeins 5 daga vikunnar heldur oft- ast 7 daga vikunnar. Alltaf með bros á vör og lét fylgja með ýmis ógleymanleg hnittiyrði sem margir höfðu eftir, því fáir menn eru heppnari í tilsvörum en Valgeir og ekki skemmir röddin það. Þegar Jens bróðir Valgeirs lést keypti hann skósmíðaverkstæðið og hélt þar áfram sinni iðju, fyrst með aðstoðarfólk, en hin síðari ár ein- samall. Og nú eftir þann langa tíma sem liðinn er frá hans fyrstu starfs- árum á Njálsgötu 25, þá hefur hann stytt vinnudaginn niður í nokkra tíma á dag. Allir eiga við einhveija erfiðleika að stríða í rekstri og fór Valgeir ekki varhluta af því. Og það var það að fylgja verðlaginu og taka peninga af fólki sem kom inn af götunni með skemmda skóna sína. Já hann gat ekki fylgt því eftir. Og svo var oft að hans góðu vinir höfðu orð á því við hann að lítið hækkaði prísinn hjá Valla skó- ara. En hann svaraði jafnan því til með sínu brosi, að hann sé að leggja inn hinum megin og sko þanneigin eigi það að vera. Hann hugsaði örugglega eins og sönnum iðnaðar- manni sæmir. Fyrst hjálpsemin, svo fagmenn- skan og síðast hin veraldlegu verð- mæti. Kona Valgeirs er frú Svava Þórarinsdóttir frá Kallsvík í Rauða- sandshreppi, v/Barðastrand. Þau Eigendaskipti hafa orðið á Nudd- og gufubaðstofunni á Hótel Sögu. Nýi eigandinn er Ásta Sigrún Gylfadóttir. Boðið er upp eiga fjögur böm, þau eru: Ólafía, Sveinn, Þórarinn G. og Guðlaugur. Mín ósk um hamingju til þín, góði vinur, og þinna fylgir þessari stuttu afmæliskveðju. Lifðu heill, megi hamarshöggin hljóma áfram úti á Njálsgötu frá skólesti þínum um ókomin ár. Kristmundur Sörlason á almennt líkamsnudd, cellolite- nudd, svæðanudd, slenderton, Ijósoggufu. Hinn nýi eigandi Ásta Sigrún Gylfadóttir með Elínu Bragadóttur og Árborgu Ragnarsdóttur sem starfa með henni á stofunni. Eigendaskipti á Nudd- og gufubaðstofu Timburmenn? Þú gœtir reynt QeöaQO AlagnaB Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 Apple II Fjölbreytt o g vandað námskeið í notk- un Apple-II og Apple-IIc. Tilvalið námskeið fyrir eigendur Apple-tölva, sem vilja notfæra sér möguleika tölv- unnar til fulls. Dagskrá * GrundvalUiratríði við notkun Apple-tölva * Applesoft Basic * Teiknimöguleikar Apple-II * Appleworks * Bókliald á Apple-II * Fjarskipti með Apple * Tölvutelex * Ýmis forrít á Apple * Umræður og fyrirspumir Tími: 10.—14. febrúar Innritun í símum 687590 og 686790 Leiðbeinendur Yngvi Pétursson, menntaskólakennarí r Halldór Kristjánsson, vericfrœðingur Tölvufræðslan Ármúla 35, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.