Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 38 Etínbjörg Sigurð- ardóttír — Minning Fædd 17. september 1908 Dáin 28. janúar 1986 Elínbjörg amma er dáin. Það er eins og dauðinn komi ætíð á óvart, enda þótt við vitum með vissu að enginn fái hann umflúið. Amma hafði átt við vanheilsu að stríða og var yfirstandandi vetur þeim báð- um, henni og Brynjólfí afa, erfíður heilsufarslega. Amma hafði auk þess fundið tii fyrir hjarta um skeið, en þann 25. janúar sl. versnaði henni óvænt og var flutt í sjúkra- ^ÁMiús í skyndi. Hún virtist komast yfír áfallið og við bjuggumst við henni heim af spítalanum áður en langt um liði. En það varð ekki. Fáum dögum síðar kom kallið skyndilega. í dag kveðjum við ömmu hinstu kveðju með sorg og trega, en mestur er missir Brynjólfs afa, sem nú sér á bak ástkærri eigihkonu. Hjónaband þeirra var farsælt og voru þau einkar samhent og sam- taka í öllu því, sem þau tóku sér fyrir hendur. Hjá okkur systkinun- um leita fram í hugann ótal minn- ingar um ömmu frá liðnum árum. Um árabil og allt fram til ársins r 1974 var heimili foreldra okkar í ^ama húsi og heimili þeirra afa og ömmu f Njörvasundi og þar uxum við úr grasi. Tvö okkar systkinanna, hvort á eftir öðru, stofnuðu síðar eigið heimili þar, og býr hið yngsta okkar þar enn með lítilli dóttur sinni. Þannig hjálpuðu afí og amma ungu kynslóðinni að koma undir sig fótunum. Amma var góður félagi og tók jafnt þátt í gleði og sorg. Má þar m.a. minnast ýmissa ferðalaga auk samverustundanna heima. Ekki var síður gott að njóta návistar hennar ef vandamál steðjuðu að, enda var hún sterkur persónuleiki, róleg og yfírveguð. Hún leysti úr ýmsum vandanum og veitti öðrum styrk. Hún lét sér ákaflega annt um sitt fólk og var því traustur bakhjarl á margan hátt. Hún var fómfús og taldi aldrei eftir sér að styðja aðra, ef eitthvað bjátaði á. Hún hafði ákveðnar skoðanir og mat á hlutun- um, en gat þó vel hlustað á og skilið sjónarmið annarra. Þannig hafði hún flestum betur lag á því að ræða við og umgangast fólk á táningsaldri og setja sig inn í það tilfinningalíf og þau vandkvæði, sem oft vilja fylgja þessum aldri. Það hefur stundum verið sagt um kynslóð ömmu, þar sem flestir fæddust inn í fátækt bændasam- félag, sem lítt hafði breyst um aldir, að furðulegt sé raunar, hve þetta fóik aðlagaði sig síðan hinni öm þjóðfélagsþróun, sem einkennir miðbik og síðari hluta þessarar aldar með sínum mikla hraða, tækni og öðmm nýjungum og vandamál- um, sem fylgdu í kjölfarið. Amma var gott dæmi um þessa aðlögunar- hæfni. Hún fylgdist ætíð vel með tímanum og í augum okkar unga fólksins var hún alltaf nútímakona. Fyrir okkur var hún kona án aldurs, enda var hún með á nótunum á hinum ólíkustu sviðum, svo sem ung manneskja væri. Mætti þar nefna þjóðmál, íþróttir, leikhúsmál, tísku og fjölmargt annað. Amma kunni því illa að sitja með hendur í skauti og féll henni því sjaldan verk úr hendi. Hún annaðist heimili sitt af alúð, en auk þess starfaði hún einnig lengst af utan heimilisins. Fyrstu búskaparárin í sveit gekk hún jafnt til verka úti sem inni. Hún var fær hannyrða- og saumakona, og eftir að hún fluttist til Reykjavíkur tók hún heim sauma. Verslunarstörf stundaði hún um árabil, þar til fyrir fáum árum. Þótt hún væri hætt að vinna úti var hún allt fram til hinstu stundar virk og áhugasöm. Lengi starfaði hún í Kvenfélagi Langholtssóknar og bjó til ýmsa fallega gripi, sem hún gaf á basara félagsins, en þeir voru m.a. haldnir til styrktar bygg- ingu Langholtskirkju. Fyrir réttum sex árum sannaðist best hversu mikil stoð og stytta amma var sínu fólki þegar á reyndi, en þá féll móðir okkar frá langt fyrir aldur fram. Var það áfall, sem kom pabba og okkur systkinunum mjög í opna skjöldu. Á þeim erfíða tíma gaf amma okkur mikinn styrk. Nærvera hennar og umhyggja gerði okkur öllum lífíð léttbærara en ella og dró úr sárasta sviðanum. Við systkinin erum þakklát fyrir að hafa notið samvistanna við ömmu svo lengi. Ekki erum við síð- ur þakklát fyrir þá elsku, sem hún auðsýndi bömum okkar, lang- ömmubömunum sínum, og fyrir þá hjálpfysi og augljósa ánægju af bömum, sem fram kom í samskipt- unum við þau hvert og eitt. Oft hljóp hún undir bagga, ef eitthvert þeirra var lasið, og alltaf var hægt að skjóta inn til hennar bami stund og stund, ef mikið Iá við. Mest reyndi á þessa hjálp í veikindum yngsta bamabamabamsins í þess- um hópi, Mistar, en hún átti við mikil veikindi að stríða á fyrsta æviári sínu og átti amma með henni marga vökunóttina. Langömmu- bömin vom öll elsk að henni og fá nú vart skilið, að langamma er ekki lengur á meðal okkar. Hafí hún þökk fyrir allt og blessuð sé minning hennar. Megi guð gefa afa styrk og huggun í þungbærri sorg. Anna, EUert, Ingi og Leo Það er ekki öllum gefíð að geta umgengist fólk þannig að allir sækist eftir návistinni vegna þess að þá líður þeim vel. Þetta var Elín- björgu Sigurðardóttur ríkulega gefíð. Hún ólst upp við harðan kost eins og reyndar margir jafnaldrar t Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, SIGURLAUG MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, Selbraut 10, Seltjarnarnesi, sem lóst í Landspítalanum 29. janúar sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Jón Sigurðsson, Anna Jónsdóttir, Pétur Árni Jónsson, Þóra Guðrún Jónsdóttir, Þóra Magnúsdóttir. t Faðir okkar, GUÐMUNDUR K. GÍSLASON, vélstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Blóm vinsamlega afbeðin, en þeir sem vilja minnast hins látna láti Slysavarnafólagið njóta þess. Fyrir hönd systkina minna og annarra aðstandenda. Guðmundur Anton Guðmundsson. hennar og hún komst ekki hjá því frekar en margur annar að verða fyrir áföllum í lífínu. Lífsferill hennar sannar kenning- una um styrkleika hins íslenska ættarsamfélags. Á heimili hennar í Reykjavík lágu leiðir ættingjanna og þar voru ættartengslin styrkt og margir náskyldir sáust þar í fyrsta sinn. Hún var ókrýndur ættarhöfðingi, slík var ræktaréemin og rausnin. Hún var fínleg og falleg kona sem bar virðingu fyrir líkama sínum og heilsu. Hún var ekki hraust á þeim árum sem við þekktum hana en það höfðum við varla hugmynd um því hún kvartaði aldrei. Um hana má með sanni segja að hún bognaði aldrei en brotnaði í bylnum stóra seinast. Hún var reglusöm svo ekki bar skugga á. Þar verður hún sínu fólki fyrirmynd um alla framtíð. Hún var félagslynd og hollráð. Þegar að kreppti í stéttarfélaginu og séð var fram á atvinnuleysi skipaði hún sér í forystusveit til að beijast fyrir réttlæti. Hún var alþýðukona og samúð hennar var öll með lítilmagnanum. Hún hafði andstyggð á öllum bola- brögðum til að skammta örfáum útvöldum meira en öðrum. Hún var framsýn og stefnuföst. Þegar hún bjó í Hrunamannahreppi hvatti hún til þess að stofnað yrði kvenfélag í sveitinni. Hún fékk þær Unni í Hruna og Guðrúnu á Hrafn- kelsstöðum til iiðs við sig. Félagið var stofnað og þær skipuðu fyrstu stjóm þess, amma varð fyrsti for- maður félagsins. Hún var vinnusöm og harðdugleg og féll ekki verk úr hendi. í mörg ár vann hún utan heimilis og auk venjulegra heimilisstarfa saumaði hún og pijónaði. Þó afköst hennar væru mikil voru það samt gæðin sem vöktu athygli allra. Hand- bragðið á peysunum hennar var listfengt. Hún stóð ekki ein í Iífínu. Við hlið sér hafði hún öðlinginn Brynjólf Ketilsson, afa Binna, sem nú tregar hana sárt. Þau voru samhent og með þeim var mikið jafnræði. Það væri ástæða til að skrifa langt mál um afa Binna en það verður ekki gert að sinni. Hún var gjafmild svo af bar og þess nutu allir sem áttu hana að og þótti stundum sem hún færi þar yfir öll eðlileg mörk. En fyrst og síðast var hún okkur slík amma að þess eru fá dæmi. Þökk sé henni allt og allt. Guð blessi minningu hennar. . Dótturbömin Sælirþeir, sem hógvært hjarta hafa'í líking frelsarans; þeir, sem helst með hógværð skarta, hlutdeild fá í arfleifð hans. V.B. Við andlát Elínbjargar tengda- móður minnar er mér þakklæti og virðing efst í huga — þakklæti fyrir einstaklega hlýtt viðmót í minn garð allt frá því er við hittumst fyrst fyrir rúmum fjórum árum, virðing fyrir einstæðum kostum hennar, sem birtust jafnt í orði sem verki. Hún var ein meðal þeirra fáu, sem betur kunna að gefa en þiggja. Þetta fékk ég að reyna í ríkum mæli í smáu sem stóru. Um þetta gæti ég nefnt ótal dæmi þótt það verði ekki tíundað hér, enda verður mér orðs vant til að gera gæðum og gerðum tengdamóður minnar þau skil sem vert væri. Endurminningin um þessa al- þýðukonu, sem hafði svo mikla reisn til að bera og bar svo ríkan kærleika í bijósti, verður mér fjársjóður og fyrirmynd, sem aldrei gleymist. Fyrir mig er það ógleymanleg lífs- reynsla að hafa kynnst þessari hóg- væru, kjarkmiklu konu, sem átti þann auð er aldrei verður í tölum talinn. Eiginmanni hennar, Brynjólfi, bömum, bamabömum, bama- bamabömum og öðru vensiafólki votta ég dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar og veiti ástvinum hennar styrk. Þökk fyrir ómetanleg kynni og samfylgdina. Margrét Jóhannsdóttir Mágkona mín, Elínbjörg Sigurð- ardóttir, er látin. Hún var ekki heilsuhraust hin síðari ár og í nóv- ember sl. veiktist hún, en hafði þó oftast fótavist, þar til hún var flutt í sjúkrahús, þar sem hún lést skyndilega þrem dögum síðar. Mun banameinið hafa verið kransæða- stífla. Elínbjörg fæddist 17. september 1908 á Brúará í Kaldrananeshreppi í Bjamarfírði á Ströndum, en þar bjuggu foreldrar hennar, Sigríður Jónsdóttir og Sigurður Stefánsson, bæði vestfírskrar ættar. Þau hjón eignuðust 14 böm og þar af komust 11 til fullorðinsára, en nú em aðeins tvö þeirra systkina álífí. Ábýlisjörðin var smábýli og bú- stofninn eftir því. Hefur því æði oft verið þröngt í búi svo stórrar fjöl- skyldu, en lítilsháttar sjvarafli, sér- staklega hrognkelsaveiði seinni hluta vetrar, bjargaði oft miklu. Til að afla heimilinu aukatekna fór húsbóndinn alimargar vertíðir gangandi yfír Steingrímsljarðar- heiði og alla leið til ísafjarðar, þar sem hann réri á vertíð. Hvíldi þá t Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁSGRÍMS STEFÁNSSONAR, fyrrverandl verksmiðjustjóra, Munkaþverárstræti 37, Akureyri. Sérstakar þakkir til frímúrara og Iðnaöardeildar Sambandsins á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Guðrún F. Adolfsdóttir, Adolf Ásgrfmsson, Erla Óskarsdóttir, Stefán Ásgrímsson, Romy Funk, Ásrún Ásgrfmsdóttir, Sten Roos, og barnabörn. SkreytingarGRÓDRASTÖDIN GARÐSHORN SUÐURHLÍD 35 SÍMI 40500 ærið starf á herðum húsfreyju að sjá um bú og böm. Við slíkar að- stæður þurfti móðirin oft að sýna næstum ofurmannlegt þrek og þor. Að sjálfsögðu urðu bömin að hjálpa til í þessari hörðu lífsbaráttu strax og þau höfðu aldur til, bæði á sjó og í landi. Fljótlega eftir fermingu fór Elín- björg í vistir,- sem þá var nánast eini atvinnumöguleiki stúlkna á þeim tíma. Voru þó laun þeirra ekki meiri en það, að knappar þættu þær atvinnuleysisbætur nú, sem ekki næmu hærri upphæðum. Um skólagöngu var vitanlega ekki að ræða utan fárra vikna farkennslu. Er þó fullvíst að Elínbjörg hefir haft löngun til frekari menntunar sakir ágætra gáfna. Ung að aldri heitbast hún Jó- hannesi Jónssyni frá Asparvík í sömu sveit og bjuggu þau saman um skeið, en slitu svo samvistir. Þau eignuðust einn son, Inga Karl, sem er kunnur þýðandi og þulur sjónvarpsefnis. Hann stundaði háskólanám í Hollandi og kvæntist hollenskri konu, Komeliu Scheffelaar, sem látin er fyrir nokkmm ámm. Þau eignuðust íjögur böm. Seinni kona Inga er Margrét Jóhannsdóttir frá Ólafsfírði. Áður hafði Elínbjörg eignast dóttur með Guðmundi Meldal, Ester að nafni, gift Þorkeli Bjamasyni ráðunaut á Laugarvatni og eiga þau sjö böm. Bamabömin em því 11 og bamabamabömin 16. Síðan flyst hún til Reykjavíkur og var þar í vistum um skeið. En árið 1933 verða straumhvörf í lífí hennar, en þá fer hún sem ráðskona til Brjmjólfs Ketilssonar frá Álfsstöðum á Skeiðum, sem það ár hóf búskap í Fjalli á Skeiðum. Ári síðar gengu þau í hjónaband. Bjuggu þau í Ámessýslu í 14 ár, lengst af á Bjargi í Hmnamanna- hreppi, en fluttu til Reykjavíkur 1947 og settust að í Skipasundi 11, en 1955 fluttu þau í eigið hús í Njörvasundi 33, þar sem þau hafa búið síðan. Þeim varð ekki bama auðið, en stjúpbömin og afkomendur þeirra nutu umhyggju Brjmjólfs engu síð- ur en væm þau hans eigin böm. Elínbjörg var mjög félagsljmd kona og fann réttilega hjá sér hæfíleika til athafna á því sviði. Hún gekkst fyrir stofnun kvenfé- lags í Hranamannahreppi og var fyrsti formaður þess. Eftir að hún flutti í bæinn gekk hún í kvenfélag Langholtssóknar og var virkur fé- lagi þar meðan kraftar lejrfðu. Eftir komuna til Reykjavíkur vann hún alllengi við saumaskap, en lengst af eða í 18 ár vann hún hjá Mjólkursamsölunni, þar til sú stofnun hætti sérsölu. Sama var að hvaða starfí hún gekk, alls staðar var hún í fremstu röð sökum frá- bærs dugnaðar, verklagni og sam- viskusemi. Árið 1955 veiktist hún alvarlega, gekkst undir holskurð vegna gall- steina og dvaldi í sjúkrahúsi samtals 10 vikur. Náði sér þó aldrei að fullu, en hlífði sér þó hvergi til hins síðasta. Starfslöngunin var svo rík- ur þáttur í eðli hennar, að hún stóð uppi meðan stætt var. Brjmjólfur, maður hennar, réðst til starfa hjá Reykjavíkurbæ þegar eftir komuna til Reykjavíkur og Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin IGróðrarstöð við Hagkaup, sími 82895. i*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.