Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1986 47 X : VELVAKANDI ’ SVARARÍSÍMA ] 10100 KL. 14—15 : FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS „ fir maffl Konur gætu lagt grunninn 4649—5233 skrifar: Eins og við vitum er félags- og skemmtanalíf ekki síður stundað af konum en körlum. Og nú á tímum þegar segja má að jafnt sé á komið með báðum kynjum um menntun og réttindi ætla ég að konur gætu í sumu látið öllu meira að sér kveða en karlar. Einkum á fyrmefndu sviði — skemmtana- og félagslífi. Þar er konum í lófa lagið að eiga frumkvæði að ýmsum menningar- legum umbótum. Einhuga, samein- aðar og meðvitaðar um vald sitt og áhrif gætu þær m.a. miklu frekar en karlar gert nýbyrjað ár að raun- verulegu ári heilbrigðis og bindind- is. Þær gætu byijað á því að færa ýmsa siði og hætti til meira sam- ræmis við nútímaþekkingu í heil- brigðismálum. Og ekki síst nær raunverulegri siðmenningu. Mér dettur þrennt í hug, sem konur þegar gætu og þyrftu að sameinast um: í fyrsta lagi að veita hvorki vín né leyfa að neytt sé áfengra drykkja í þeim veislum og sam- kvæmum eða skemmtunum sem þær standa fyrir. í annan stað að taka ekki þátt í skemmtunum með ölvuðum körlum. Aðra vímugjafa ætti ekki að vera þörf að nefna. Loks að leggja ríka áherslu (meira en nú er gert) á ýmsa skemmtana- liði (eldri tíma sem nýrri) sem eflt gætu menningarlegt og heilbrigt skemmtanalíf. Með þessu gætu konur lagt grunn að nýjum lífsstfl, er skipt gæti sköpum fyrir heill og lífshamingju íslensku þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Raunasaga úr kerfinu Tengdafaðir minn átti lögheimili hjá okkur hjónum síðustu 10 ár ævi sinnar. Hann lést í febrúar 1978. Enn í dag berast hingað bréf í pósti frá opinberum stofnunum til hins látna. Ég hefi haft samband við viðkomandi stofnanir til að láta vita að urrí misskilning sé að ræða en misskilningurinn virðist bara færa sig til í kerfínu. Um það leyti sem hann lést fóru að berast yfírlit frá Landsbanka íslands, Laugavegi 77 (sparimerkjadeild), um inneign sparimerkja. Þar sem hann var fæddur 1901 var augljóst að um mistök var að ræða. Eg hringdi og lét vita um þetta til að réttur eig- andi fengi yfirlitið. Þá kom í ljós að allt annað nafn var á reikningn- um. Engu að síður kom yfirlitið hingað í 5—6 ár. Síðasta bréfið kom fyrir tæpum 2 árum, þar sem til- kynnt var að þar sem hann yrði 26 ára á árinu bæri reikningurinn engar verðbætur lengur. Allan tím- ann voru færðar færslur á debet- og kredit-hliðar reikningsins svo ég vissi að réttur eigandi náði sínum peningum. Mér er enn óskiljanlegt hvemig þetta getur gerst. Tölvunni var ávallt kennt um. í júní 1985 barst enn bréf til hins látna. Var það frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, gíróseð- ill til greiðslu á veðskuldabréfi með vöxtum og verðbótum sem stofnað var til 17. maí 1985. Ég hringdi f stofnunina og óskaði eftir skýringu hver væri heimildin sem lá til grund- vallar greiðslukröfunni. Þá kom í ljós að allt annað nafn var á skulda- viðurkenningunni. Einnig var sá sem stofnaði til skuldarinnar bú- settur í öðru bæjarfélagi. Nú var Hagstofan sennilegasti sökudólgur- inn. Enn berst bréf dagsett 30.1. 1986, nú frá lögreglustjóraembætt- inu í Reykjavík. Þetta er gíróseðill með mkkun um sektargreiðslu fyrir umferðarlagabrot í desember 1985, einnig er lýsing á brotinu. Hinn látni er beðinn um að senda greiðsl- una ásamt undirskrift að hann sé sáttur við þessi málalok, annars skuli hann mæta á Lögreglustöðina í Reykjavík, Hverfísgötu 115, her- bergi 211, (lögregluskýrsla nr. 12743/85). Nú spyr ég: Var sá sem tekinn var ekki með ökuskfrteini eða önnur persónuskilríki sem sann- aði hver hann var. Hvetjum verður um kennt núna? Ég hélt að allir íslendingar væm læsir. Það er lág- markskrafa okkar samborgaranna að það fólk sem ráðið er til starfa hjá svona stofnunum kunni að nota rétt hjálpargögn og lesi rétt af heimildum. Ég skrifa þetta því ég vil að þessu linni áður en hinn látni kemst á sakaskrá. Það er ekkert gamanmál þegar berast bréf til löngu látinna ástvina, en ekki finnst mér það síður alvarlegt þegar einkamál fólks em send í gíró til ókunnugra. Málfríður Linnet Hafnarfirði. Eiga smáfuglarn- iraðaflatekna í ríkiskassann? Kæri Velvakandi. Mig langar að beina spumingu til alþingismanna hvort þeir vilji endurskoða hug sinn til smáfugl- anna og afnema þann skatt sem þeir hafa lagt á fóður þeirra. Með virðingu fyrir Alþingi mundi ég ráðleggja þeim herrum sem stóðu að þessari framkvæmd, að byrja á því að hreinsa út úr þingsölum þau neikvæðu öfl sem þar em. Þá fyrst mundi það góða afl fá að starfa í friði. Þá verður ekki þörf að grípa til þeirra úrræða að nota smáfugl- ana til að afla tekna í ríkiskassann. Með vinsemd og virðingu, Þorbjörg Sigurðardóttir, Austurbrún 6. Þessir hringdu .. Sjónvarpsdags- skránni ábótavant Kæri Velvakandi. Mig langar að lýsa óánægju minni með lélega sjónvarpsdag- skrá. Eftir að Dallas hætti finnst mér sjónvarpsdagskránni vera mjög ábótavant og vona að nýju sjónvarpsstöðvamar verði betri og mig er farið að lengja mjög eftir þeim. E.R. Góð þjónusta hjá Sólningu Sigurður Steinþórsson hringdi: Það er ekki svo oft sem góð þjónusta er þökkuð og því vil ég koma á framfæri sérstöku þakk- læti til hjólbarðaverkstæðisins Sólningar hf. í Kópavogi. Þannig var að einn morguninn þegar ég var að leggja af stað í vinnuna hafði lekið úr öðm fram- hjólinu á bifreiðinni. Þetta var vetrardekk en eins og oft vill gerast í góðu tíðarfari og snjóleysi hafði einn naglinn gengið inn úr. Ég var búinn að aka 8—9000 km á dekkinu og því sagði viðgerðar- maðurinn að ekki tæki því að gera við dekkið en þess í stað lét hann mig hafa nýtt dekk og tók ekki krónu fyrir greiðann. Þetta kallar maður þjónustu og um að gera að vekja athygli á því þegar vcl er gert við mann. Af hverju ekki skattafrádráttur við skilnað? Kæri Velvakandi. Varðandi grein eftir Guðrún sem birtist fyrir stuttu vil ég koma því á framfæri að ekki koma allar mæður vel út úr hjónabandi. Sjálf er ég ein með tvö böm, skildi fyrir 6 ámm. Öllu var skipt, m.a.s. hnífapömm, myndum og öllu kryddi, svo langt gekk skipt- ingin. Að því leyti finnst mér eitt óréttlátt. Þegar fólk giftir sig hér á landi, fær það skattafrádrátt en ekki ef það skilur. í mínu til- felli var ég verr stödd þegar ég skildi en þegar ég gifti mig. Ég varð að byija alveg upp á nýtt, húsnæðislaus með tvö böm og hálft innbú. Fríða. nMO ELDHÚS Vegna breytinga á sýningarsal okk- ar verða til sölu sýningareldhús og skápahurðir með 30—40% afslætti. nmo ELDHÚS Grensásvegi 8, símar 84448 og 84414. SIEMENS Einvala lið: Siemens- heimilistækin Úrval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem hvert tæki leggur þér liö viö heimilisstörfin. Öll tæki á heimilið frá sama aöila er trygging þín fyrir góöri þjónustu og samræmdu útliti. SMITH & NORLAND HF. NÓATÚNI 4, SÍMI 28300. HOTEL HVOLSVÖLILJR Hlíðarvegi 7, 860 Hvolsvelli símar (99) 8187 & 8351 MEÐ GISTINGU Þið drífið ykkur út úr bænum austur í sveit á Hótel Hvolsvöll (aðeins 100 km á malbiki). • Þið búið á notalegu hóteli útaf fyrir ykkur. • Góð aðstaða fyrir árshátíðir, ráðstefnur og fundarhöld. • Þríréttaður matseðill m/gistingu verð frá 1.500.- • Hress og skemmtileg dansmúsik fram á rauða nótt. • Allar veitingar í boði. • Að sjálfsögðu hefst árshátíðin ( saunaklefanum eða heita nuddpottinum. Þær eru grámagnaðar árshátíðimar austur á Hvolsvelli. Hringið strax í síma 99-8187 eða 99-8351 áður en það er um seinan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.