Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1986 51 Dalglish jafnaði rétt fyrir leikslok Morgunblaðið/Július • Sindri Karlsson, Haukum, skorar hér eina mark sitt í leiknum gegn Þrótti í gærkvöldi. Þróttur vann þar sinn fyrsta sigur í vetur. Fyrsti sigur Þróttar I vetur — Sigruðu Hauka 25—22 ÞRÓTTUR vann sinn fyrsta sigur í meistaraflokki karla I handknatt- leik f vetur er þeir sigru&u Hauka, 25-22, f Hafnarfir&i f gærkvöldi. Þessi tvö lið ásamt KR og HK leika um tvö laus sæti f 1. deild karla á næstkomandi keppnis- tímabili vegna fjölgunar. Staðan í hálfleik var jöfn 13-13. Leikurinn var mjög jafn allt þar til staðan var 20-20. Þá gerði Guð- mundur A. Jónsson, markvöröur Þrottar, sér lítið fyrir og lokaði svo til markinu og Þróttarar sigu fram- úr á síöustu mínútunum og unnu þar með sinn fyrsta leik á keppnis- tímabilinu. Guðmundur A. Jónsson var besti maður vallarins í gærkvöldi og sýndi þessi ungi markvöröur oft skemmtilega takta í markinu. Nikulás Jónsson og Konráð Jóns- son komust einnig vel frá leiknum. Konráð leynir mjög á sór og kann meira fyrir sér í handknattleiknum en flestir aðrir Þróttarar. Ingimar Haraldsson var besti leikmaður Hauka og þá sérstak- lega í vörninni. Snorri Leifsson og Sigurjón Sigurðsson voru einni, góðir. Haukar þurfa þó að ieika betur en í gærkvöldi ætli þeir sér að hreppa fyrstudeildar sæti. Mörk Hauka: Snorri Loifsson 6, Ingimar Haraldsson 5, Sigurjón Sigurðsson 4, Pétur Guömundsson 3, öm Hauksson 2 og Sindri Karlsson og Ámi Sverrisson eitt mark hvor. Mörk Þróttar: Nikulás Jónsson 7, KonráÖ Jónsson 6, Guömundur Óskarsson 4, Haukur Hafsteinsson 4, Gísli Óskarsson 3 og Sigurjón Gylfason 1. - GA/Val Það eru meistaraflokksmenn sem fara þessa ferð og verða leikn- ir knattspyrnuleikir við nokkur fé- lög á Spáni og má þar nefna Benedorm, en þar mun hópurinn dvelja, og Hercules, lið það sem Pétur Pétursson leikur með. Eins og oft er á vorin halda knattspyrnufélög til útlanda þar sem þau leika og æfa. Algengt er Frá Bob Hennessy, fróttaritara Morgun- blaðsins á Englandi. TVEIR leikir fóru fram í „Super- Cup“ keppninni í Englandi í gær- kvöldi. Norwich og Liverpool gerðu jafntefli, 1-1, og Tottenham og Everton gerðu sömuleiðis jafntefli, 0-0. Kevin Drinkell skoraði fyrst fyrir Norwich um miðjan fyrri hálfleik gegn Liverpool. Það var svo fram- kvæmdastjórinn sjálfur, Kenny Dalglish, sem skoraði jöfnunar- markið fyrir Liverpool er 11 mínút- urvoru til leiksloka. Á leik Tottenham og Everton komu aðeins 7.500 áhorfendur. Þessir leikir voru fyrri leikirnir í undanúrslitum keppninnar. Einn leikur fór fram í 3. umferð skosku bikarkeppninnar í gær- kvöldi. Aberdeen sigraði Montrose með fjórum mörkum gegn einu. Platini semur við Juventus FRANSKI knattspyrnukappinn Michel Platini skrifa&i undir nýjan samning við Juventus í gærkvöldi. Þessi samningur gildir til eins árs. Platini er 30 ára og hefur veriö útnefndur sem knattspyrnumaður Evrópu af mörgum tímaritum undanfarin ár. Hann hefur verið markahæstur í ítölsku 1. deildinni þrjú ár í röð. Þetta er fjórða árið sem hann leikur með Juventus á Ítalíu, en Juventus er nú með nokkuð örugga forystu í deildinni. að félög fari í svona feröir til Englands og Skotlands en Þróttar- ar hafa nú ákveöið að fara til Spán- ar og ætti það að vera góð til- breyting. Knaltspyrna l Knattspyrna: Þróttarar íkeppnis- ferð til Spánar í vor KNAI ISPYRNUDEILD Þróttar ætlar að halda f keppnisferð til Spánar ílok mars. Gísli Felix meiddur GÍSLI Felix Bjarnason hand- knattleiksmarkvörður slasaðist illa f leik með liði sfnu Ribe á þriðjudagskvöld. Gfsli skall saman við leikmann úr liði Kold- ing IF með þeim afleiðingum að hann sleit liðbönd f fæti og leikur að öllum Ifkindum ekki meira með Ribe f vetur. Gísli hafði staðið í markinu hjá Ribe frá byrjun og varði mjög vel. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum slasaðist Gísli eftir aö hafa freistað þess að verja úr hraöaupphlaupi. Þegar Gísli varð að yfirgefa völlinn var staðan 5-4. Það gekk síðan allt á aftur- fótunum hjá Ribe eftir að Gísli fór úr markinu og töpuðu þeir leikn- um gegn Kolding, 17-23. Anders Dhal-Nielsen skoraði fimm og Gunnar Gunnarsson fjögur fyrir Ribe í þessum leik. Ribe er nú í fjórða sæti 1. deildar með 14 stig eftir 13 leiki. Gladsawe/HG hefur forystu með 18 stig^ Knattspyrnufelag i Færeyjum óskar eftir leikmanni. Frí íbúð — frítt uppihald. Bíll til afnota. Góð vinna. Fríar ferðir. Hafið samband í síma 686400 eftir kl. 20.00. Falcon Crest Framhald af Falcon Crest þátt-' unum vinsælu er nú komið til landsins. Spólur með þáttunum nr. 99 og 100 eru nú fáanlegar á myndbandaleigunum, síðan koma tveir þættir vikulega. J.B. Myndbönd, Bíldshöfða 18, símar 687310 — 686545. Verslunarskóli íslands Námskeið f skattframtölum Verslunarskóli Islands efnir til tveggja námskeiða í skattframtölum einstaklinga, þar sem lögð er áhersla á að kenna þátt- takendum að telja fram undir handleiðslu kennara. Námskeiðið er tvö kvöld. Á fyrra kvöldinu er farið yfir skattareglúr og eyðublaðið útskýrt, en á því síðara er svarað fyrir- spurnum og þátttakendum gefin ráð við frágang á framtölum sínum. Fyrra námskeiðið verður haldið dagana 6. og 7. febrúar kl. 19.15—23.00. Seinna námskeiðið verður haldið dagana 8. og 9. febrúar kl. 13.30—17.15. Þátttaka tilkynnist í síma 688597 og 688400. Verslunarskóli fslands, Ofanleiti 1, 108 Reykjavík. AMSTRAD Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun hinna vinsælu Amstrad-tölva Dagskrá: k Gundvallaratríði við notk- un Amstrad •k Helstu jaðartxki tölva k Forritunarmál ■k Amstrad Basic k Teikning og tónlist með Amstrad k Ritvinnsla með Amstrad k Töflureiknirinn Supercalc k Gagnasafnskerfið DFM k Ýmis forrít á A mstrad I ími: 11.. 13., IX. on 20. fchrimr kl. 16.30-19.30. Innritun í símum 687590 og 686790 Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.