Morgunblaðið - 11.02.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 11.02.1986, Síða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ1913 34. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1986 Prentsmiðja Morgiinblaðsins Kosningatölur á Fil- ippseyjum stangast á Manila, Washington, 10. febrúar. AP. KOSNINGATÖLUM í forsetakosningunum á Filippseyjum ber enn ekki saman um hvor frambjóðendanna sé í forystu og lét Bandaríkjastjórn í dag í ljós áhyggjur með framgang kosning- anna vegna ofbeldisverka og kosningasvindls. Stjórnin tók ekki afstöðu til þess hvort kosningamar hefðu farið fram með eðlileg- um hætti, en á morgun mun Ronald Reagan, forseti, eiga fund með bandarískri eftirlitsnefnd, sem fylgdist með framgangi kosninganna. Formaður nefndarinnar, Richard Lugar öldunga- deildarmaður, hefur harðleg gagnrýnt kosningafyrirkomulag og atkvæðatalningu. Stjóm Reagans hefur hvatt Corazon Aquino til að æsa ekki til mótmælaaðgerða ef úrslitin verða fölsuð henni í óhag, að sögn emb- ættismanns, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Samkvæmt at- kvæðatölum úr 60,4% kjördæma, sem Namfrel, samtök óháðra borg- ara, sem beijast fýrir heiðarlegum kosningum, birtu, hefur Corazon hlotið 53% atkvæða en Marcos forseti 47%. Corazon hafði hlotið 6.658.838 atkvæði en Marcos 5.971.693. Hins vegar hafði Marcos hlotið 53% atkvæða en Corazon 47%, er yfirkjörstjóm birti tölur úr 35% kjördæma í dag. Hafði Marcos hlotið 4.017.277 atkvæði en Coraz- on 3.610.099. Þrír aðilar aðrir birtú óopinberar kosningatölur í dag og samkvæmt þeim öllum var Marcos í forystu. Þing Filippseyja mun fara yfír Bandaríski sjóherinn: Aftur æft við Líbýu- strendur Washington, 10. febrúar. AP. BANDARÍKJAMENN stefndu flugmóðurskipunum Coral Sea og Saratoga að ströndum Líbýu og hefjast flugæfingar þar á miðnætti annað kvöld. Æfin- garnar standa í fjóra daga, lýkur á miðnætti á laugardagskvöld, að sögn talsmanns bandaríska vamarmálaráðuneytisins. Á laugardag tilkynnti Moammar Khadafy, Líbýuleiðtogi, um miklar æfíngar Líbýuhers í Trípólí, höfuð- borg landsins, og næsta nágrenni. Æfíngarnar eiga að standa út þessa viku. Bandarísk skip vom við æfingar undan Líbýuströnd í lok janúar og áttu bandarískar og líbýskar orr- ustuþotur þá nokkrum sinnum stefnumót. Spenna er nú jafnvel meiri á Miðjarðarhafí en í janúar- byijun. Á föstudag skipaði Khadafy flugher sínum að neyða ísraelskar farþegaþotur til lendingar í Líbýu. Vikuritið Newsweek sagði í dag að orrustuþotur á Coral Sea og Sara- toga væm viðbúnar því að þurfa að vemda israelskar farþegaþotur á flugi fyir Miðjarðarhafí fyrir til- raunum af þessu tagi. Sjáfréttábls. 21. kosningskýrslur úr einstökum kjör- dæmum og taka afstöðu til þeirra. Þingið kveður upp endanlegan úr- skurð um úrslit kosninganna og er sá úrskurður bindandi. Stuðnings- menn Marcosar em í meirihluta á þinginu. Þingið hefur tvær vikur .til að ljúka starfí sínu. Corazon Aquino flutti ræðu á kaþólskri útimessu í Manila í dag og sagði við það tækifæri að senn tæki hún við völdum. Hún flutti ræðu sína af bilpalli og stuttu eftir ræðuna var stuðningsmaður henn- CORAZON MARCOS ar, sem stóð á pallinum, skotinn á færi. Beið hann bana samstundis og kona, sem stóð við hlið hans, særðist. Corazon var farin af vett- vangi er atburðurinn átti sér stað. Talningu atkvæða var hætt í miðstöð kjörstjómar á sunnudag er 30 starfsmenn gengu út og höfðu með sér tölvugögn. Þeir sögðu að úrslitum kosninganna hefði verið breytt, Marcosi í hag. Bandaríska sendinefndin hélt blaðamannafund og skýrði frá því að nefndarmenn hefðu bæði heyrt um og orðið vitni að kosningasvikum. Nefndarmenn segja það miklum vafa undirorpið hvort Bandaríkjamenn haldi áfram að veita Filippseyingum aðstoð ef kosningamar verða meingallaðar. Sjá ennfremur fréttir á Ws.20 ... . . AP—Stmamynd Starfsmenn i talningamiðstöð kjörstjórnar á Filippseyjum yfirgefa salarkynni til að mótmæla fölsun kosningatalna. Á efri myndinni bera stuðningsmenn Corazon Aquino lík félaga síns, sem myrtur var á útifundi. Anatoly Shcharansky látinn laus í Berlín í dasr Berlín, 10. febrúar. AP. RUSSAR láta sovézka andófsmanninn Anatoly Shcharansky lausan á undan þremur njósnurum er umfangsmikil fangaskipti eiga sér stað á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar á morgun, þriðjudag. Létu Rússar undan þrýstingi bandariskra embættismanna, sem lögð- ust gegn því að Shcharansky yrði lagður til jafns við njósnara. Bandarískur embættismaður staðfesti í dag að Shcharansky yrði látinn laus á Glienicke-brúnni í Berlín á morgun. Hann sagði að Shcharansky myndi ekki dveljast í Berlín, heldur halda samdægurs til ísraels, en þar hefur viðamikil mót- tökuathöfn verið undirbúin. í dag var blaðamönnum vísað frá brúnni og þeim skipað að halda sig í a.m.k. 400 metra fjarlægð. Tugir blaðamanna hafa beðið við brúna í viku, eða frá því út spurðist að meiriháttar fangaskipti stórveld- anna stæðu fyrir dyrum. Fangaskiptin munu eiga sér stað klukkan 11 f.h. að staðartíma, eða klukkan 10 f.h. að íslenzkum tíma. Rétt áður aka sovézkar og banda- rískar herbifreiðir að landamæra- striki á brúnni. Hermt er að Rússar hafí lengi neitað að láta Shchar- ansky lausan á undan þremur njósnurum og að minnstu hafí munað að ekkert yrði af skiptunum afþeimsökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.