Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 Aðgerðir Kennarafélags íslands á Norðurlandi eystra: Unnið í 4 skólum af 38 Útsýn eflir innanlandsdeild; Framkvæmdasti óri A **V ráðinn Olafur Orn Haraldsson Akureyri, 10. febrúar. KENNSLA var lögð niður í flestum grunnskóluni í Norðurlandi eystra í dag skv. fyrirfram ákveðnum aðgerðum Kennarafélags íslands. Á svæðinu eru 38 skólar — en kennarar störfuðu í fjórum þeirra: Stórutjamarskóla í Ljósavatns- skarði, Barnaskólanum í Bárðardal, Barnaskólanum á Laugum og í Skútustaðaskóla í Mývatnssveit. „Það er ýmislegt sem hjálpaðist að til þess að kennsla fór fram hér í dag,“ sagði Sverrir Thorsteinsen, skólastjóri Stórutjamarskóla, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. „f fyrsta lagi var búið að skipuleggja vinnufund hjá kennurum hér í dag en einnig kom það til að upplýsingar um þessar aðgerðir bárust okkur ekki fyrr en eftir kennslu á föstudaginn. Það var því ekki gott að aflýsa kennslu. Það Margeir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnulífeyris- sjóðsins, sagði í gær að stjóm sjóðs- ins myndi væntanlega móta afstöðu sína á allra næstu dögum - sérstök nefnd á vegum stjómarinnar væri að kanna hugmyndir undimefndar- innar. I vikulokin er gert ráð fyrir fundi í stjóm Lífeyrissjóðs VR og á næstu dögum munu stjómir fleiri lífeyrissjóða væntanlega taka af- stöðu til hugmyndanna og þegar eru hafnar viðræður forsvarsmanna lífeyrissjóðanna við samningamenn ASI, VSÍogVMS. I drögum undimefndarinnar, sem rædd voru í fyrsta sinn af samn- inganefndunum í gær, er gert ráð fyrir umbyltingu núverandi hús- næðislánakerfís með því að lífeyris- sjóðimir hætti alveg eða dragi mjög úr lánveitingum beint til sjóðfélaga en veiji þess í stað 70% af ráðstöf- unarfé sínu til kaupa á skuldabréf- um af ríkissjóði. Féð renni síðan óskipt til Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna. Drög að samkomulagi um þetta efni, sem unnið hefur verið í undir- nefndinni, var rætt á sameiginleg- um fundi samninganefnda verka- lýðshreyfingarinnar og atvinnurek- enda í gær. Guðmundur H. Garðarsson, for- maður stjómar Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, sagðist í samtali við má því segja að þetta sé að hluta til afleiðing af seinvirku póstkerfi," sagði Sverrir. Þráinn Þráinsson, skólastjóri Skútustaðaskóla, hafði svipaða sögu að segja og Sverrir. „Við fengum bréf- ið ekki fyrr en eftir kl. 4 á föstudaginn með póstinum. En það að við kennum hér í dag þýðir ekki að við séum að inótmæla aðgerðpm kennarafélagsins. Alls ekki.“ Foreldradagur á Laugnm Ástæðan fyrir því að kennarar í grunnskólanum á Laugum tóku ekki þátt í aðgerðum kennarafélagsins voru þær að búið var að ákveða foreldradag í dag og búið að auglýsa hann. Kenn- arar voru því að störfum þrátt fyrir blaðamann Morgunblaðsins ekki geta séð hvemig þessi tilhögun ætti að vera tæknilega framkvæm- anleg. „Samkvæmt þessum drögum á að byggja upp miðstýrt bákn, sem gert er ráð fyrir að kosti 175 miilj- ónir á ári,“ sagði hann. „Ég hvorki get né vil lýsa því yfir fyrir hönd stjómar Lífeyrissjóðs verslunar- manna, að þetta sé æskilegt eða rétt. Þetta eru ekki annað en hug- myndir nokkurra manna í undir- nefnd í samningaviðræðum og um þetta hefur ekkert samkomulag orðið. Fyrr en það er orðið og mál- inu hefur formlega verið vísað til stjóma lífeyrissjóðanna verðiir engin formleg afstaða tekin. Ég dreg hinsvegar ekki dul á, að per- sónuleg skoðun mín er sú, að þetta kerfi sé óæskilegt og rangt. Ég vil benda á,“ sagði Guðmund- ur H. Garðarsson ennfremur, „að LÍfeyrissjóður VR hefur allt frá upphafi lánað 65-70% af ráðstöfun- arfé sínu til íbúðakaupa sjóðfélaga, sem eru rúmlega 16 þúsund. Þessi lán skiptast þannig að 55-64% hafa farið í bein lán og 8-15% hafa verið notuð til að kaupa skuldabréf af Byggingarsjóði ríkisins. Þá vil ég taka fram, að ég hef ekki séð áætl- anir um húsnæðisþörf, sem hljóta að liggja að baki þessum hug- myndum, svo það er engin leið að segja hversu raunhæfar þær kunna að bömin mættu ekki í skólann. Svanhildur Hermannsdóttir, skóla- stjór Bamaskóla Bárðdælinga, sagði langt frá því að hún væri á móti aðgerðum sem kennarafélagið stæði nú fyrir, „en það hefur bara svo lítið að segja að við séum með einhvem óróa hér í mínum skóla. Hér em aðeins 25 böm. Auk þess fengu flest- allar fjölskyldur hér í sveitinni mikla skerðingu á sínum tekjum í síðustu viku, er mjólkurbúmarkið var sett fram, að mér fannst ég ekki getað verið að vekja athygli sérstaklega á sjálfri mér“. Svanhildur sagði að for- eldrafundur yrði í skólanum á laugar- dag „og þá mun ég koma þessum málum á framfæri því mér flnnst það enn meira mál foreldra en kennara að böm þeirra fái mannsæmandi kennslu". að vera. Ég vil hins vegar sérstak- lega taka fram, að ég vildi mjög gjaman beita mér fyrir lausn á vanda þess fólks, sem hefur lent í erfiðleikum með að koma sér upp húsnæði á síðustu 5-6 árum.“ Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra sagðist ekki hafa kynnt sér hugmyndir undimefndarinnar rækilega en þó teldi hann það já- kvætt, að reikna með aukinni hlut- deild lífeyrissjóðanna í fjármögnun húsnæðislánakerfisins. „Ég tel að Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá ferðaskrifstofunni Útsýn: Ferðaskrifstofan Útsýn haslar sér nú völl að nýju í móttöku er- lendra ferðamanna með því að efla verulega innanlandsdeild sína og ráða þar sem framkvæmdastjóra Ólaf Órn Haraldsson, en hann mun jafnframt sinna ýmsum öðrum verkefnum í rekstri fyrirtækisins. Með þessu skapast einnig tími og svigrúm til að leggja enn frekari áherslu á sterkustu þjónustusvið Útsýnar, sem glögglega koma fram í sumaráætlun fyrirtækisins. Er áætlunin sú umfangsmesta til þessa og hefur forstjóri og starfslið kynnt hana með ýmsu móti þessa dagana. Ferðir erlendra ferðamanna á vegum Útsýnar hófust í lok sjötta áratugsins en þá var Útsýn braut- ryðjandi í hringferðum um landið, skipulögðum fyrir útlendinga, en framhald þess starfs var að mestu látið víkja fyrir frumkvæði, sem fyrirtækið tók í ferðum íslendinga til útlanda. Nú eru miklar vonir bundnar við vaxandi fjölda ferða- manna til íslands og þær gjaldeyris- tekjur, sem þjónustugreinin veitir. Það er því mikilsvert að forystufyr- irtæki í ferðamálum láti til sín taka á þessu sviði. skipulagt samstarf sé mikilvæg forsenda til að koma húsnæðislána- kerfínu í eðlilegt horf,“ sagði fjár- málaráðherra. „Það er hinsvegar ljóst, að í þessu sambandi þarf að taka tillit til margra sjónarmiða og þessa tilteknu útfærslu þarf að skoða nánar, fá ýmsum spumingum svarað, áður en hægt er að taka til hennar endanlega afstöðu.“ — Drög undirnefndarinnar eru birt í heild á bls. 18-19. Ólafur Öm Haraldsson Megin markmið innanlandsdeild- ar Útsýnar er að selja þjónustu einkum til erlendra ferðamanna með því að kynna ísland og íslands- ferðir, skipuleggja og selja slíkar ferðir hingað og bæta ferðaþjónustu innanlands. Verður bæði um að ræða margvíslegar hópferðir og einstaklingsferðir. Efnt verður til samstarfs við íslenska aðila sem annast þjónustu við ferðamenn og jafnframt reynt að fítja upp á ýms- um nýjungum. Þá mun innanlands- deild Útsýnar einnig leggja sitt af mörkum í samstarfi við opinbera aðila og samtök um bætt skipulag ferðamála og landvemd. Markaðs- sókn innanlandsdeildar byggir á viðskiptasamböndum Útsýnar er- lendis en einnig verður leitað nýrra markaðslanda og nýrra samstarfs- aðila. Ólafur Örn Haraldsson sem nú hefur störf hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn er fæddur 1947, sonur Krist- ínar S. Ólafsdóttur og dr. Haralds Matthíassonar, Laugarvatni; stúd- ent frá ML 1968; lauk BA-prófi í sagnfræði og BS-prófí í landa- og jarðfræði frá Háskóla íslands og síðan mastersprófíð í hagrænni landafræði (Urban and Regional Planning) frá Unviersity of Sussex, Englandi, 1973. Frá 1973 hefur hann starfað hjá Hagvangi hf. og verið þar framkvæmdastjóri sl. sex ár. A þessum tímamótum gengur hann einnig úr stjóm Félags ísl. rekstrarráðgjafa þar sem hann hefur verið formaður. Ólafur er kvæntur Sigrúnu Richter og eiga þau þrjá syni. (Frá útsýn.) Heildarsamtök kennara enn ekki samningshæf STÉTTARFÉLÖG kennara eru tvö: Kennarasamband íslands (KÍ) og Hið íslenska kennarafélag (HÍK). Að auki er starfandi Bandalag kennarafélaga (BK), sem félögin tvö hafa myndað með sér og stefna að því að sameinast í jafnvel þegar á næsta ári. Stjómvöld vilja semja við BK um kaup og kjör kennara, en það er enn ekki orðið formlega samningshæft. í KÍ eru rúmlega 3.000 félags- Kennarasambandið leitar mjög menn. Um þriðjungur þeirra er háskólamenntaður. Flestir kenna þeir við gmnnskóla landsins. Þeir taka laun eftir kjarasamningi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og ríkisins. I HÍK eru um 1.000 félags- menn. Þeir eru allir háskóla- menntaðir og flestir kenna þeir við framhaldsskóla. Þeir taka laun eftir Kjaradómi. KÍ átti aðild að BSRB og var þar stærsta aðildarsambandið. Leiðir skiidi endanlega um ára- mótin og úrsögnin hafði það í för með sér að KÍ situr uppi án samnings- og verkfallsréttar. fast eftir því að endurheimta þennan rétt. Jafnframt gerir það kröfu til að fá 5% launahækkun handa félagsmönnum, svo þeir standi jafnfætis félögum í HÍK hvað laun snertir. HÍK á aðild að Bandalagi há- skólamanna (BHM) og fer launa- málaráð bandalagsins með samn- ingsmál félagsins. Um verkfalls- rétt er ekki að ræða. Fjármálaráðherra hefur bent á, að samkvæmt lögum geti hann aðeins samið við heildarsamtök launþega og Kennarasambandið uppfylli ekki þær kröfur. Það geti Bandalag kennarafélaga aftur á móti gert. Hann hefur því boðist til þess, að semja um kröfur KÍ við BK. En þá þurfí BK líka að vera orðið að raunverulegum heildarsamtökum kennara. Stétt- arfélög geta samkvæmt lögum ekki verið_ í tveimur heildarsam- tökum. HÍK þarf þess vegna að gera upp við sig hvort það ætlar að vera í BK eða BHM áður en hægt er að semja við hið fyrr- nefnda um kjör félagsmanna í KÍ og hugsanlega einnig félags- manna í HIK. Forystumenn HÍK eru ekki hrifnir af þessum kostum og benda á, að samningar launa- málaráðs BHM séu þegar komnir af stað. HÍK er öflugasti aðilinn á þeim vettvangi. Einnig mun vera ágreiningur um það innan HÍK hvort nægilega hagstæðir kjarasamningar náist í samfloti viðKÍ. Hugmyndir um að láta lífeyrissjóðina fjármagna húsnæðislánakerfið: Búist er við harðri and- stöðu lífeyrissjóðanna ÚTLIT er fyrir að talsverðar deilur geti orðið um þær hugmyndir um fjármögnun húsnæðislánakerfisins, sem undirnefnd í samninga- viðræðum ASÍ, VSÍ og VMS hefur sett fram. Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna hefur lýst yfir persónulegri andstöðu sinni við hugmyndir undirnefndarmannanna og talið er líklegt, að stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins Ieggist einnig gegn þessum hug- myndum. Báðir þessir sjóðir veita nokkru af ráðstöfunarfé sínu til atvinnurekstrar - VR-sjóðurinn með því að kaupa skuldabréf af verslunarlánasjóði, sem siðan lánar einstökum fyrirtækjum, og Samvinnulífeyrissjóðurinn kaupir skuldabréf af Stofnlánadeild land- búnaðarins, sem lánar til kaupfélaga út um land. Samtals er hér um að ræða tugi milljóna króna á hveiju ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.