Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 Norræn iðnþróunarstofnun eftir Erlend Einarsson Eins og komið hefur fram í frétt- um var í samráði við forsætisráð- herra Norðurlanda sett á stofn samstarfsnefnd um aukna efna- hagssamvinnu á Norðurlöndum árið 1984. I nefndinni voru fulltrúar frá atvinnulífínu, 10 talsins. Formaður nefndarinnar var dr. Pehr G. Gyl- lenhammar, aðalforstjóri Volvo- samsteypunnar í Svíþjóð. Nefndin skilaði lokaskýrslu sinni til forsætisráðherra þann 18. des- ember sl. í Helsingfors. í skýrslunni og gögnum sem henni fylgja er að fínna viðamikla könnun á norrænu efnahagslífi og einnig beinar tillög- ur um það hvemig stuðla megi að auknu efnahags- og iðnaðarsam- starfí á Norðurlöndum. Nefndarmenn voru sammála um það að æskilegt væri að tryggja áframhaldandi starf í anda Gyllen- hammar-nefndarinnar m.a. til þess að koma í framkvæmd ýmsum hugmyndum sem nefndin hefur sett fram. Því var ákveðið að komið skyldi á fót sérstakri stofnun: Stift- elsen for industriudvikling i Norden, — Norrænu iðnþróunarstofnuninni með aðsetri í Noregi. Gyllenhammar-nefndin hefur átt frumkvæði að nokkrum raunhæfum verkefnum. Að baki stoftiunar Norrænu iðnþróunarstofnunarinnar liggur ósk nefndarmanna um að frumkvæði þeirra verði framkvæmt á breiðari grundvelli og í fastara formi. Það efni, sem nefndin lætur eftir sig, verður afhent stofnuninni sem mikilvægur grunnur að áfram- haldandi starfí. Norræna iðnþróunarstofnunin hefur það hlutverk að: 1. Bæta samkeppnishæfni norræns iðnaðar á alþjóðlegum markaði og þróa á Norðurlöndum heima- markað. 2. Skilgreina hlutverk efnahagslífs í þróun norræns samfélags og norrænnar samvinnu. 3. Styðja rannsóknir og kann- anir og halda ráðstefnur, sem miða að þvi að fá fram raun- hæfar hugmyndir og gera tillög- ur um framkvæmd þeirra. 4. Vera vettvangur umræðna fyrir fulltrúa frá norrænum fyrirtækj- um, bönkum, tryggingafélögum, stéttarfélögum, rannsóknar- stofnunum og öðrum aðilum, sem teljast mikilvægir fyrir samkeppnishæfni efnahagslífs- ins. Stofnunin leggur áherslu á náið og gott samstarf við launþegahreyf- ingar á Norðurlöndum. Þá hafa samtökin „Nordens Faglige Sam- organisasjon" sýnt áhuga á að gerast aðili að henni. Norræna iðnþróunarstofnunin á fyrst og fremst að vera uppspretta nýrra hugmynda og viðhorfa og hagnýtrar þekkingar fyrir þau fyr- irtæki og stofnanir, sem leggja fé í stofnunina. Ef rétt er á haldið getur þetta aukið samkeppnishæfni ogþar með hagnað fyrirtækjanna. I víðara samhengi getur starf- semi stofnunarinnar örvað þróun norræns efnahagslífs í heild. Við iítum á Norðurlönd sem eðlilegan starfsvettvangs fyrir fjölmargar raunhæfar samstarfsáætlanir og sem hugmyndabanka, sem ekki á sér ákveðin landamæri. Norðurlönd bæta hvert annað upp með tilliti til náttúruauðlinda, atvinnuvega, hemaðarlegrar stöðu, vísinda og tækni. Af þeim sökum ætti að vera grundvöllur fyrir sameiginlegar framfarir á sviði efnahagsmála í löndunum fímm; framfarir, sem felast í mun betri árangri hvað varðar skipulagningu iðnaðar, þróun framleiðslu og sam- keppnisaðstöðu á alþjóðlegum vett- vangi. •Að hvaða verkefnum eigum við að vinna? •Hvemig ber að haga skipulagi og starfsháttum? •Hvaðan á rekstrarfé að koma? •Hver á að geta hagnýtt sér árangurinn? Að hvaða verkefnum eigoim við að vinna? Norræna iðnþróunarstofnunin á að starfa á eftirfarandi sviðum: • Norðurlönd sem heimamarkaður. • Norðurlönd sem fjármagnsmark- aður. • Atvinnulíf á Norðurlöndum. •Innri uppbygging (infrastmktur) og þróun hennar. • Menntun, rannsóknir og atvinnu- líf. • Uppbygging iðnaðar með tilliti til landshluta. •Norðurlönd og Evrópa. Stjóm stofnunarinnar gerir ráð fyrir að vinna að takmörkuðum §ölda verkefna á þessum sviðum á ári hveiju. Helstu skilgreiningar á viðfangs- efnunum em í stuttu máli sem hér segin •Á hvaða sviðum geta Norður- löndin innbyrðis styrkt sam- keppnishæfni hvers annars með samstarfí? •Hvemig geta þau með mestum árangri bætt upp sterkar og veik- ar hliðar hvers annars, þannig að þau hvert um sig og saman verði eins öflug og mögulegt er í samkeppninni við umheiminn? Samstarfsnefndin um aukna efnahagssamvinnu Norðurlanda hefur látið Norrænu iðnþróunar- stofnuninni í té allar niðurstöður og tillögur um verkefni. Auk þess er gert ráð fyrir því, að starfseminni verði hagað þannig, að hún efli samskipti millr fulltrúa þeirra fyrir- tækja, sem eiga aðild að stofnun- inni. Á vegum stofnunarinnar verði haldin námskeið og ráðstefnur og skipaðar nefndir sérfræðinga og ýmislegt fleira gert, sem telst nauð- synlegt fyrir forystumenn á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins. Stofnunin á að skapa tengsl við rannsóknarstofnanir á öllum Norð- urlöndunum varðandi tækni, sam- félagsgreinar og hagfræði. Höfuð- tilgangurinn er að hafa frumkvæði að gerð áætlana í samvinnu við starfandi rannsóknarstofnanir til þess að sú þekking og atorka, sem þegar er fyrir hendi, nýtist sem Erlendur Einarsson „Frumkvæðið að starf- semi Norrænu iðnþró- unarstofnunarinnar kemur úr röðum nor- ræns atvinnulífs. Ætl- unin er, að reksturinn verði fjármagnaður með vöxtum af sérstök- um sjóði stofnunarinn- ar sem aftur á móti fær fjármagn frá atvinnu- lífinu og launþega- hreyfingunni á Norð- urlöndum.“ best við lausn á norrænum vanda- málum. Stofnunin hefur þegar tekið við §ölda tillagna frá rannsóknarstofn- unum og fyrirtækjum um áhuga- verð framtíðarverkefni. Verður hér greint frá nokkrum þeirra. 1. Norrænn verkefna- háskóli (Nordisk prosjektuniversitet) Vegna nýrrar tækni, nýrrar samkeppnisstöðu og nýrra stjóm- málaaðstæðna er nauðsynlegt fyrir norrænan iðnað að gera stöðugt miklar gæðakröfur. Einnig er nauð- synlegt að aðlaga skipulag og starfshætti ríkjandi aðstæðum á hveijum tíma. Við höfum séð, hvemig valddreif- ing hefur breytt til batnaðar skipu- lagi fyrirtækja og stofnana. Betri skilningur á kröfum markaðarins og þörf fyrir aukin áhrif starfsfólks hafa sitt að segja í þessum efnum. Og ný tækni er tekin í notkun í stöðugt vaxandi mæli. Allt þetta skapar ný viðhorf varðandi skipu- lagningu á sviði iðnaðar og samspil- ið milli manns og tækni. Samspil tækni, skipulagningar og stjómunar við háar gæðakröfur er lykillinn að velgengni norræns iðnaðar í harðri samkeppni á heims- markaði. Til þess að auka þekkingu á þessum sviðum viljum við vinna að því að koma á fót norrænum verk- efnaháskóla. Markmiðið er að geta boðið upp á óvenjulegt sémám til viðbótar við þá menntun, sem kost- ur er á í öðrum háskólum og á vegum fyrirtækja. I norræna verkefnaháskólanum skal vera bæði fræðilegt nám og verkleg kennsla á ákveðnum svið- um. Verkefnaháskólinn mundi sinna fyrst um sinn eftirfarandi greinum: • Samgöngumálum og flutningum. • U pplýsingatækni. •Olíu- og gasframleiðslu. Að þessu verkefni standa þeir aðilar í norrænum iðnaði, sem starfa á þessum sviðum. 2. Norræn samvinna á sviði orkumála Uppbygging orkuvera á hag- kvæman hátt, sem fullnægja körf- um um náttúruvemd, er ekki aðeins hlutverk hverrar þjóðar um sig heldur Norðurlandanna allra. Á sviði orkumála er hægt að leysa verkefni á norrænum grundvelli, sem mun hafa mikla þýðingu fyrir norrænt samstarf á sviði iðnaðar og gera hann mun hæfari en ella. Norræna iðnþróunarstofnunin vill vinna að verkefnum, sem •lúta ekki eingöngu lögmálum markaðarins, heldur hafí ríkis- stjómir og ríkisstofnanir þar einnig áhrif. • Skapa áhugaverða möguleika á sviði norrænnar samvinnu. •Varða mannlíf á Norðurlöndum í gmndvallaratriðum, bæði hvað við kemur afkomu og umhverfi. 3. Tilhag’sbóta fyrir smáiðnað Samstarfsnefndin um aukna efnahagssamvinnu Norðurlanda hafði í tilraunaskyni frumkvæði að samvinnu milli smáiðnfyrirtækja á Þelamörk og í Smálöndum. Niður- stöður þessarar samvinnu og ann- arra kannana, sem nefndin hefur beitt sér fyrir, sýna að lög og reglur sérhvers lands um verslun og við- skipti valda smáiðnaði sérstaklega miklum erfiðleikum. Norræna iðnþróunarstofnunin leggur áherslu á, að breið samstaða náist í því skyni að bijóta niður þá múra sem hindra sölu og samvinnu þessara fyrirtækja í nágrannalönd- um sínum. Stofnunin vill einnig gera sitt til að auka hæfni smáfyrir- tækja og gera þeim þannig betur kleift en áður að sigrast á erfíðleik- um, sem opinberar reglur valda þeim. Norræna Iðnþróunar- stofnunin — Skipulag og starfshættir Sérstök stofnun er nauðsynleg til að tryggja sjálfstæðan rekstur og til að halda stofnkostnaði og rekstrarkostnaði í lágmarki. Til að tryggja hagkvæma framkvæmd áætlana sinna mun stofnunin eiga samstarf við þær stofnanir og fyrir- tæki, sem þegar eru starfandi og hafa yfír að ráða sérþekkingu til að leysa verkefnin. Norræna iðn- þróunarstofnunin hefur aðsetur sitt í Noregi. Æðsta stjórnvald hennar nefnist „Forum“. Allir þeir sem leggja stofnuninni til fé, eiga þar rétt á einum fulltrúa. „Forum“ getur skipað sérstakar ráðgjafa- nefndir til starfa á þeim verkefna- sviðum, sem fulltrúamir vilja leggja sérstaka áherslu á. í stjóm stofnun- arinnar skulu sitja sjö menn, sex kosnir í „Forum“ og einn af Nor- rænu ráðherranefndinni. Dagleg stjóm verður skipulögð í samræmi við þá starfsemi, sem hveiju sinni er ákveðin. Meginreglan verður, að nýta þá krafta, sem þegar eru fyrir hendi, og reka stofnunina með eins fáum fóstum starfsmönnum og mögulegt er. Hvaðan á rekstrarfé að koma? Frumkvæðið að starfsemi Nor- rænu iðnþróunarstofnunarinnar kemur úr röðum norræns atvinnu- lífs. Ætlunin er, að reksturinn verði fjármagnaður með vöxtum af sér- stökum sjóði stofnunarinnar sem aftur á móti fær fjármagn frá at- vinnulífinu og launþegahreyfíng- unni á Norðurlöndum. Sjóðurinn verður stofnaður í Noregi, og höfuð- stóll hans verður ávaxtaður í „For- retningsbanken“ í Þrándheimi. Stofnunin hefur nú bókfært eigið fé að upphæð 7,6 milljónir norskra króna. Fyrirtækjum á sviði iðnaðar, fjármála, verslunar og skiparekstr- ar í sérhveiju Norðurlandanna er boðið að vera þátttakendur og leggja fram stofnfé. „Aðildargjald- ið“ er 100.000 norskar krónur. Samtökin „Nordens Faglige Sam- organisasjon" hafa ákveðið að ger- ast aðilar með því að leggja fram eina milljón norskra króna. Samstarfsnefndin hefur gert til- lögur um eftirtalin verkefni: Menntun á sviði upplýsingatækni Góð menntun er skilyrði þess, að iðnaðurinn geti endumýjað sig. Sérstaklega er mikilvægt fyrir norrænt samstarf að efla menntun á sviði tækni, efnahagslífs og stjómunar. Þessi menntunarsvið henta sérstaklega vel fyrir norrænt samstarf, því að engir takmarkaðir þjóðarhagsmunir eða samkeppni- sviðhorf á milli landanna hindra þau. Hagnýt reynsla og niðurstöður rannsókna sýna, að á Norðurlönd- unum á iðnaður á sviði upplýsinga- tækni erfítt með að fá hæft starfs- fólk. Hið sama gildir um þjóðfélagið í heild. Nú þegar þyrftu í rauninni allir að búa yfír þekkingu á sviði upplýsingatækni. Þessi vandamál eiga eftir að vaxa verulega í fram- tíðinni, ef ekki eru gerðar sérstakar ráðstafanir. Norræna iðnþróunarstofnunin mun, samkvæmt ábendingu nefnd- arinnar, reyna að koma á samstarfi á milli iðnaðar og stjómvalda á Norðurlöndum til þess að efla menntun á sviði upplýsingatækni. Ifyrir hendi eru ákveðnar tillögur, sem taka bæði til almennrar mennt- unar á sviði upplýsingatækni á öll- um stigum og einnig til viðbótar- menntunar fyrir ólíka starfshópa innan iðnaðarins. í þeim tilgangi að samræma samstarfíð í framkvæmd gerir áætl- un stofnunarinnar ráð fyrir að stofna það sem nefnt hefur verið „Nordisk Institutt for Informa- sjonsteknologi (NORIT)“, sem starfa á í tveimur deildum: • Deild fyrir almenna menntun á sviði upplýsingatækni. • Deild fyrir framhaldsmenntun innan iðnaðarins. Norræni þríhyrningnr- inn — norræn áætlun um öra og hagkvæma flutninga með járn- brautum Flutningakerfíð er mikilvægur liður í innri uppbyggingu Norður- landa. Fólks- og vöruflutningar fara fram með bifreiðum, jámbrautum, flugvélum og skipum. Gott flutn- ingakerfí hefur afar mikla þýðingu fyrir samkeppnishæfni atvinnulífs- ins. Auk útreikninga fyrirtækja um rekstrarhagkvæmni koma einnig umhverfís-, öryggis- og orkumál til álita í heildarmati út frá þjóðhags- legum forsendum. Jámbrautarflutningar standa frammi fyrir nýju blómaskeiði, sem jöfnum höndum byggist á meiri hraða en áður og nýrri tækni í meðhöndlun á því sem flutt er. Á sviði fólksflutninga opna hraðlest- imar nýja möguleika til að stytta fjarlægðir og létta á vegakerfí. Tækniþróunin gerir það að verkum, að hægt verður að minnka fjárfest- ingar í jámbrautum. Um þessar mundir á sér stað athyglisverð þróun í ýmsum iðn- ríkjum varðandi hraðlestir. Þessi Bandalag kvenna í Reykjavík: Hugmyndasamkeppni grunnskóla- barna um umhverfi borgarinnar í fréttatilkynningu frá Banda- lagi kvenna í Reykjavík segir, að í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar hyggist bandalagið gangast fyrir hug- myndasamkeppni í grunnskólum Reykjavíkur um efnið „Hvernig má bæta umhverfi borgarinnar?“ í fréttatilkynningunni segir m.a.: „Tilgangurinn er að fá böm til að taka afstöðu til umhverfis síns og fá álit þeirra á því sem betur má fara í borginni. Ætlast er til að úrlausnum sé skilað sem ritgerð eða teikningu. Verðlaun verða veitt fyrir tvær bestu úrlausnimar í báðum flokk- um.“ Hugmyndasamkeppni þessi var kynnt sl. haust í grunnskólum Reykjavíkur og var frestur til að skila úrlausnum settur til 1. febrúar 1986. Hann hefur nú verið fram- lengdur til 1. mars nk. 1. verðlaun í báðum flokkum verða 20.000 krónur og 2. verðlaun verða bækur. í fréttatilkynningunni hvetur Bandalag kvenna í Reykjavík for- eldra til að vekja áhuga bama sinna á umhverfi borgarinnar og taka afstöðu til þess. Úrlausnir skal senda Bandalagi kvenna í Reykjavík, Hallveigarstöð- um, 107 Reykjavík. Nánari upplýs- ingar em veittar á skrifstofu banda- lagsins á Hallveigarstöðum, Tún- götu 14, í síma 26740 á milli kl. 11 og 13 virka daga. »■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.