Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 17
mi fiA’-Jsms'*i n íiu:>AommfM ,ai(iA.jawwmx MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 17 áætlun stefnir fyrst og fremst að betri vöruflutningum innan Norður- landa og á milli þeirra, en einnig á milli Norðurlanda og Evrópu. Áætl- unin hefur að leiðarljósi að skapa örar og reglubundnar vöruflutn- ingaleiðir milli mikilvægustu staða iðnaðarins á Norðurlöndum og virkt flutningasamband við meginlandið. Af skiijanlegum ástæðum kemur Island ekki inn í þessa áætlun. Utflutningur á norræn- um verkefnum (pro- sjektexport) Árið 1981 nam útflutningur á norrænum verkefnum, fyrst og fremst til þróunarlandanna, 35 milljörðum sænskra króna og veitti um 100.000 Norðurlandabúum atvinnu. Hér er að hluta til um aukaatvinnuveg að ræða í hinum ýmsu norrænu löndum. Bæði á vettvangi fyrirtækjasamsteypa og einstakra undirsölufyrirtækja ættu samnorrænar aðgerðir að geta aukist verulega hvað umfang snert- ir. Skilyrði þess er þó, að möguleik- ar á sviði fjármögnunar og ábyrgða verði bættir, bæði í einstökum lönd- um og umfram allt á norrænum grundvelli. Aukinn útflutningur á þjónustu ætti þar með í auknum mæli að geta verið eins konar „ís- bijótur" fyrir vöruútflutning al- mennt. Við búum í heimi þar sem vöxtur varðandi eftirspum og milli- ríkjaverslun er enn hægur og þar sem vemdarstefna er vaxandi í iðnvæddu löndunum Aukinn útflutningur á verkefnum til þróunarlandanna ætti að geta lagt sitt að mörkum til að auka verulega atvinnu í iðnaði og út- flutning á Norðurlöndum. Samstarfsnefndin hefur nú þegar skilgreint undirstöðu þeirra við- fangsefna, sem við er að glíma, og lagt fram ákveðnar tillögur um, hvemig auka eigi útflutning Norð- urlandabúa á verkefnum. Aætlunin mun hafa það markmið að fylgja eftir því byijunarstarfi sem nefndin hefur unnið til að stuðla að virku norrænu samstarfi á þessu sviði. Norddjobb Samstarfsnefndin hrinti í fram- kvæmd áætlun, sem bar nafnið NORDDJOBB-85 til að örva áhuga ungra Norðurlandabúa á norrænum nágrannalöndum sínum og á aukn- um skilningi á menningu þeirra og atvinnulífi. Innan ramma hennar voru útveguð 1000 sumarstörf fyrir norræn ungmenni. Lokaskýrslan um þetta verkefni sýnir, að það hlaut mjög góðar móttökur þeirra ungmenna, sem fengu_ tækifæri til að taka þátt í því. Áhugi á ná- grannalöndunum fer vaxandi, áhugi á atvinnulífinu hefur fengið mikla uppörvun, persónuleg vinabönd hafa verið knýtt, og sú þekking, sem þetta unga fólk hefur aflað sér, mun hafa þýðingu fyrir áfram- haldandi menntun þess og þroska. í samstarfi við Norrænu félögin mun Norræna iðnþróunarstofnunin koma á fót eigin stofnun til að halda þessu starfi áfram. Konur á norrænum vinnumarkaði Spumingar er varða þátttöku kvenna á vinnumarkaðnum verða æ meir aðkallandi viðfangsefni. í þeim tilgangi að skilgreina þá möguleika og þær hindranir, sem konur sjálfar sjá á þessum vettvangi, hafði sam- starfsnefndin frumkvæði að eigin kvennaráðstefnu í Stokkhólmi í september 1985. Lokaskýrslan um ráðstefnuna lýsir stöðu kvenna á vinnumarkaðnum í hinum ólíku norrænu löndum, og þar koma fram allmargar tillögur, sem beinast að því hvemig hvetja megi konur til að verða virkari þátttakendur í atvinnu- og efnahagslífi. Iðnþróunarstofnunin mun halda þessu starfi áfram með eigin kvennastarfshópi, þar sem fulltrúar verða frá öllum Norðurlöndunum. Gert er einnig ráð fyrir að stofna norræna hæfnismiðstöð fyrir konur. ÞÆGDMDI SKŒTAMÁLI Sumir eiga bestu stundimar að morgni aðrir að kvöldi. Fólk í okkar þjóðfélagi hefur þörf fyrir hraða bankaþjónustu og á mismunandi tímum. Við leysum málið á einfaldan og afar þægilegan hátt: ____Með einu litlu lykilkorti._ Þú gengur að tölvubankanum sem nú er á 9 stöðum og afgreiðir þig sjálf(ur), hratt og miMðalaust, hvenær sólarhringsins sem er • leggur inn peninga eða ávísanir __________• tekurútpeninga______ • millif ærir og skoðar reikningsstöðuna • og meira að segja greiðir gíróreikninga. ^Þúsparartíma,losnarviðbiðröð-ogræðurþérsjálf(ur). Fyrsta skrefið er að fá sér lykilkort á einhverjum afgreiðslustaða okkar -það er ókeypis. Næsta skref- að njóta þægindanna. 0 iðnaðarbankinn -nútima banki Höfundur er forstjóri Sambands Islenskra samvinnufélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.