Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 íranir hefja sókn á íraka Nicosia, Kýpur, 10. febrúar. AP. ÍRANIR tilkynntu í dag að þeir hefðu náð á sitt vald mikilvægri eyju á Shatt Al-Arab skipaskurð- inum í árás á sunnudag. írakar hafa viðurkennt að íranir hafi náð fótfestu á eyuni, en segjast munu hrekja þá á braut innan tíðar. Að sögn írönsku fréttastofunnar IRNA hófst áhlaup Irana seint á sunnudagskvöld og stóð fram á morgun. Á eynni Um-Ul-Rasas eru að sögn Irana „mikilvæg olíutæki". Um þessar mundir stendur sjö ára afmæli byltingarinnar í íran fyrir dyrum og eru þetta fyrstu landvinn- ingar í Persaflóastríðinu frá því í sumar. Irakska ríkisútvarpið í Bagdad rauf útsendingu til að flytja tilkynn- ingu frá hemum þess efnis að árás- arherir írana á Shatt Al-Arab ættu grimmleg örlög í vændum. „Ovinaherinn var þurrkaður út og náði aðeins ótraustri fótfestu á nokkrum stöðum," sagði í tilkynn- ingunni. „Orrustan heldur áfram og við stráfellum óvininn og hrekj- um áflótta." Mikil rigning var þegar árásin var gerð, augljóslega til að írakar ættu erfiðara með að veijast úr lofti. íranir halda því fram að talsverð- ur fjöldi írakskra hermanna hafí verið tekinn höndum og mikið tjón hafi verið unnið í hafnarborginni Basra í írak. Stórsókn írana hefur legið í loft- inu undanfarna tvo mánuði eða allar götur síðan Iranir hófu að fylkja liði nieðfram landamæmm ríkj- anna. Indland; Páfi fordæmir g'etnaðarvarnir Bombay, Indlandi, 10. febrúar. AP. Páll pafi n fordæmdi getnað- arvamir og sagði þær siðlausar, í messu sem hann hélt á næstsíð- asta degi ferðar sinnar um Ind- land. Páfi vék þó hvergi að hinni róttæku áætlun sem stjórnvöld þar hafa gert til að halda fólks- fjölgun í skefjum. Páfi vitnaði tíl orða frelsishetjunnar M. Gandhi, sem sagði að fólksfjölg- un ætti ekki að halda í skefjum með „siðlausum gerviveijum heldur með öguðum lífsvenjum". Á Iaugardagskvöld sprakk kraft- lítil heimatilbúin sprengja í kaþ- ólskri kirkju í Bombay nokkm áður en páfí átti leið framhjá. Nokkrir urðu fyrir minniháttar meiðslum en engar skemmdir urðu. Enginn hefur lýst ábyrgð af sprengingunni á hendur sér. Páfí fékk mörg hótun- arbréf frá Hindúum meðan á ferð hans stóð, sérstaklega í Bombey og Suður-Indlandi, þar sem honum var hótað dauða. Þar kemur fram Jóhannes Páll páfi II að Hindúar óttuðust að heimsókn hans myndi leiðá til þess að fátækir Hindúar snémst til kristni. Heim- sókn páfa á Indlandi lauk á mánu- dag. KOMINN A STJÁ... Vorboðinn á nýjum lampa frá Qlit Höfðabakka 9 Sími 685411 Discovery ískoðun Eftirlitsmenn í Kennedy-geimvísindastöðinni Nú er verið að undirbúa ferjuna fyrir væntan- skoða geimfeijuna Discovery. Upprunalega var lega för hennar. Discovery verður fyrsta geim- áætlað að geimfeijunni yrði skotið á ioft í mars, feijan, sem skotið verður á loft frá Vanderberg en því hefur nú verið frestað, a.m.k. fram í júlí. fiugherstöðinni íKalifomíu. Mafíuréttarhöld hefjast á Sikiley Palermo, 10. febrúar. AP. RÉTTARHÖLD hófust í dag í máli 474 grunaðra glæpamanna í Palermo á Sikiley. Þetta er mesta mafíumál á Ítalíu til þessa og tugir lögreglumanna stóðu vörð við réttarsalinn, sem lítur út eins og virki. Vopnaðir verðir fylgdu dómumm til dómshússins og hver sá sem var viðstaddur réttarhöldin, bæði lög- fræðingar og blaðamenn, þurfti að framvísa tvenns konar skilríkjum og gangast undir vopnaleit. Fyrir atbeina leiðtoga stéttarfé- laga var tíu mínútna þögn í mörgum skólum á Sikiley þegar réttarhöldin hófust klukkan tíu í morgun. Þetta var til að lýsa yfír samstöðu við herferð ítalskra stjómvalda gegn mafíunni. Undanfama daga hafa náms- menn gengið um götur og hrópað slagorð gegn mafíunni. Þegar Alfonso Giordano, dómari, settist fyrir neðan feiknlegan kross í áttstrendum réttarsalnum risu hinir ákærðu á fætur í búmm sínum og sumir gripu um græna rimlana svo að hvítnuðu á þeim hnúamir. En í búmnum fyrir hina þijátíu „Pentiti" — svo em þeir kallaðir, sem veita lögreglu upplýsingar — var aðeins einn maður, Salvatore di Marco. Hinir ákærðu þurfa að svara til saka fyrir Jjölda glæpa, ein níutíu morð og umfangsmikið eiturlyfja- smygl. 115 hinna ákærðu ganga enn lausir, þar á meðal ýmsir foringjar innan mafíunnar. Engu að síður segja saksóknarar að þetta sé stærsti áfangi, sem náðst hefur í baráttu ríkisvaldsins gegn mafí- unni. Það sé einkum vegna þess að nú þarf ekki að treysta á vitnis- burð uppljóstrara, heldur hafí dóms- valdið traustar sannanir á hendur hinum ákærðu. Búist er við að réttarhöldin taki níu mánuði. Suður-Jemen; Upphafsmað- ur byltingar- innar látinn Manama, Bahrain, 10. febrúar HIN nýja stjórn Suður-Jemens kunngerði í dag, að Abdul-Fattah Ismail, fyrrverandi forseti, væri látinn. Talið er, að Ismail, sem var harðlínumarxisti, hafi skipu- lag^t valdarán það, sem framið var í landinu fyrir skömmu. Friðarverðlaun Nóbels: Áttatíu og fimm til- nefningar bárust Osló, 10. febrúar. AP. ÁTTATÍU og fimm tilnefningar um mögulega handhafa friðar- verðlauna Nóbels í ár bárust friðarverðlaunanefnd norska stór- þingsins fyrir 1. febrúar, en þá rann út frestur til þess að koma fram með tilnefningar. 100 tilnefningar. Nöfn þeirra sem fá tilnefningu eru aldrei gefín upp, en talið er næsta víst að meðal hinna 85 sé að fínna náttúruvemdarsamtökin Greenpeace og Bob Geldof, auk nokkurra sem talin eru hafa fengið tilnefningar oft áður. Þar má nefna, Simon Wiesentahl og Beate Klars- feld, sem helgað hafa líf sitt leitinni Á síðasta ári bárust nefndinni að stríðsglæpamönnum nasista og mannréttindabaráttumanninn, Elie Wiesel. Meðal þeirra sem geta komið með tilneftiingar má nefna núver- andi og fyrrverandi meðlimi í út- hlutunamefndinni, handhafa verð- launanna og þjóðþing og ríkis- stjómir landa í heiminum. Ali Salem Al-Beedh, aðalritari kommúnistaflokks Suður-Jemens skýrði svo frá, að Ismail hefði dáið „nokkmm klukkustundum, eftir að íjöldamorð þau voru framin, sem Áli Nasser Mohammed og klíka hans bám ábyrgð á“. Hefði Ismail látið lífíð í brynvörðum hervagni, sem eldur kviknaði í, er reyna átti að bjarga honum úr aðalstöðvum flokksins. Gerðist þetta aðeins nokkmm klukkustundum eftir að lífverðir forsetans höfðu skotið til bana marga af leiðtogum kommún- istaflokksins. Hinir nýju valdhafar í Suður- Jemen hafa lýst yfír þriggja daga þjóðarsorg í landinu, sem hefjast skal á morgun, þriðjudag til þess að minnast Ismails og annarra „fé- laga, sem létu lífið sem píslarvott- ar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.