Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 23
Suður-Afríka: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1986 23 Verður Mandela látinn laus? Jóhannesarborg, 10. febrúar. AP. WINNIE Mandela, eiginkona blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, sem setið hefur í fang- elsi suður-afrisku ríkissljórnar- innar í 22 ár, sagði aðspurð við blaðamann, að maður hennar yrði látinn laus úr fangelsi. Hún gat þess ekki hvenær hann yrði látinn laus eða hvar, en sagðist þess fullviss að honum yrði sleppt úr fangelsi. Frú Mandela var þá nýkomin frá þvi að heimsækja mann sinn í fangelsið. Hún sagði ennfremur að Mandela myndi aldrei sætta sig við það skilyrði fyrir frelsi sínu að hann færi í útlegð. „Þegar maður er látinn laus úr fangelsi fer maður heim til sín“, sagði Winnie Mandela. Brunnin lík fimm blökkumanna fundust í morgun. Segir lögregla þetta vera eitt versta tilvik um fjöldamorð í Suður-Afríku síðustu 17 mánuði. Sagði hún að blökku- mennimir hefðu greinilega verið fómarlömb annarra andstæðinga kynþáttaaðskilnaðarstefnu ríkis- stjómarinnar, en aftökur sem þess- ar em hefðbundnar, þegar um þá sem grunaðir em um samstarf við stjómvöld er að ræða. Þrír blakkir lögreglumenn létu lífið er þeir reyndu að stöðva átök milli blökkumanna í grennd við Durban. Þegar lögreglumennimir reyndu að stöðva átökin, sameinuð- ust hópamir og gerðu aðsúg að lögreglunni með fyrrgreindum af- leiðingum. Cramling tapaði Málmey, 10. febrúar. AP. LÍKUR fóm enn minnkandi á því í dag, að kvennaveldi Sovétmanna á sviði skáklistarinnar yrði hrandið. Þá sigraði Marta Litinskaya sænsku stúlkuna Piu Cramling í biðskák úr sjöttu umferð á áskor- endamóti kvenna, sem nú fer fram í Svíþjóð. Að loknum sex umferðum er Litinskaya efst með 5 'h vinning, en önnur er Akhmylovskaya með 4 '/i vinning og í þriðja sæti er Alexandria með 3 vinninga. Um 10 sm jafnfall- inn snjór í Róm og á Mið-Ítalíu Miklar umferðartruflanir í höfuðborginni Róm og Vín, 10. februar. AP. FYRSTI snjór vetrarins féll í Rómaborg og á Mið-Ítalíu í dag og olU miklum umferðartruflunum. Snjókoman var þó vel þegin hjá börnunum, sem notuðu tækifærið til að renna sér á sleðum og fara í snjókast. í Austurríki og í vesturhluta Ungverjalands lenti fólk í erfiðleikum við að komast til vinnu sinnar og í skóla eftir snjóbyl um helgina. I Róm var 10 sm jafnfallinn snjór eftir nóttina og var fjöldi manns frá vinnu og skóla af þeim sökum. Snjór er sjaldséð fyrirbæri í Róm, og líða oft mörg ár milli þess sem þar snjóar. í janúar í fyrra snjóaði þar í fyrsta sinn í 14 ár og lamaðist þá öll umferð um borgina. Snjórinn þakti einnig ítölsku Riviemna og Adriahafs-ströndina, og er það mjög sjaldgæft. Skólum var lokað í San Remo, sem þekktust er fyrir spilavíti og blómarækt. Um 8 stiga frost var víða á Norður- Ítalíu og þar var spáð snjókomu næsta sólarhringinn. Nokkur slys og árekstrar hafa hlotist af völdum hálku á vegum. Mikið fannkyngi gerði í Zala-hér- aði í Suðvestur-Ungveijalandi, og er fjöldi þorpa þar í algerri einangr- un. Lögreglan hefur varað ökumenn við að hreyfa bfla sína. Helstu hraðbrautir í suður-, mið- og austurhluta Austurríkis lokuðust af völdum umferðaróhappa, sem þar urðu. Um 30 sm jafnfallinn snjór er á láglendi og 75 sm upp til fjalla eftir sólarhrings snjókomu. Sagði lögreglan, að 13 manns hefðu látist í umferðarslysum um helgina. Var hrað- og ölvunarakstri kennt um ófarimar ekki síður en ófærð- inni. Styrkiö og fegrið líkamann Dömur og herrar. Ný 5 vikna námskeið hefjast 12. febrúar Hinir vinsælu herratímar í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vöðvabólgum. Vigtun mæling — sturtur — gufuböó — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Judodeild Armanns Ármúla 32. Stelton berdu fram með stolti - hvenær og hvar sem er. Hönnunin er frábær, byggö á einfaldleika og hreinum stíl, enda verðlaunuð á alþjóðlegum vettvangi. Stelton er stolt eigandans. m KRISTJÓn SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 MAZDA 323 árgerð 1986 Meiri og betri bífl! Það er ekkí auðvelt að gera frábæran bíl eins og MAZDA 323 betri, en það hefur verkfræðingum MAZDA nú samt tekíst. MAZDA 323 árgerð 1986 er að öllu leytí meírí og betri bíll en fyrirrennarinn, útlitið er gjörbreytt, hann er stærri og rúmbetri en áður og hlaðínn tæknílegum nýjungum. ; Sjón er sögu ríkari — Komdu, mátaðu og REYNSLUAKTU MAZDA 323.Verðíð mun síðan koma þér þægilega á óvart, það er frá aðeins 408.000 krónum. Opið laugardaga frá 1—5. 2 gengisskr. 4.02.86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.