Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. PEBRÚAR1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. V er slunarfj ötrar á Fáskrúðsfirði egar Danakonungur gaf um það tilskipun í byijun sautjándu aldar, að danskir kaupmenn hefðu einokun á verslun við Islendinga, var ástæðan sú, að hann vildi útiloka þýska Hansakaupmenn frá við- skiptum við landsmenn. Einok- unarverslunin hélst fram á átj- ándu öld, en fyrir 200 árum tóku svonefndir selstöðukaupmenn við Islandsversluninni. Síðari hluta nítjándu aldar voru þessir dönsku kaupmenn orðnir eins fastir í sessi og einokunarkaup- mennirnir áður. Þá gripu bænd- ur til sinna ráða og stofnuðu kaupfélögin þeim til höfuðs. íslendingum er í blóð borið, að þá hafi hagur forfeðra þeirra verið verstur, þegar verslunar- einokunin var mest. Menn sátu ekki einvörðungu uppi með maðkað mjöl heldur máttu einn- ig þola ofríki af hálfu kaup- manna möglunarlaust. Tals- menn samvinnuhreyfíngarinnar og kaupfélaganna hafa löngum viljað, að á þau væri litið sem mikilvægan skerf til sjálfstæðis- baráttunnar og víst er, að þau byggðu á enskum hugmyndum, sem stönguðust að mörgu leyti á við skoðanir Dana, sem höfðu tögl og hagldir í verslun lands- ins, þegar félögin voru að kom- ast á legg. Á hinn bóginn hefur sú skoðun verið útbreidd og átt við rök að styðjast, að kaup- félögin hafí í raun tekið sess selstöðukaupmannanna, er byggðu á arfí einokunarinnar og hlúðu að honum, eins og þeim var fært. í Morgunblaðinu hefur und- anfama daga verið skýrt frá sérkennilegri deilu á Fáskrúðs- fírði. I desember 1984 hóf verkalýðsfélagið þar verslunar- rekstur í samkeppni við kaup- félagið á staðnum. Er það mál Fáskrúðsfírðinga, að verslunin bjóði vörur á lægra verði en kaupfélagið og auk þess hafí tilkoma hennar knúið kaupfé- lagið til að veita betri þjónustu, svo sem með því að bjóða frekar nýtt brauð en gamalt. Fyrir skömmu tók stjóm kaupfélags- ins hins vegar ákvörðun um að reka Eirík Stefánsson, formann verkalýðsfélagsins, úr kaupfé- laginu. í bréfí kaupfélagsstjóm- arinnar er Eiríki gefíð að “sök“ að hafa “haft forgöngu um stofnun og rekstur verslunar á vegum Verkalýðs- og sjómanna- félags FáskrúðsQarðar og þar með brotið samþykktir kaup- félagsins," eins og segir í Morg- unblaðsfrétt á fímmtudag. Telur Gísli Jónatansson, kaupfélags- stjóri, að kaupfélagsstjómin hafí “sýnt mikla þolinmæði" með því að reka Eirík ekki fyrr úr félaginu. Á tyllidögum gerir samvinnu- hreyfíngin mikið veður út af því til hve mikils fjölda fólks hún nái með aðild manna að kaup- félögunum. Að sögn er hér um ijörutíu þúsund manns að ræða. Hafí allur þessi stóri hópur skuldbundið sig til að aðhafast ekkert, sem hreyfíngin eða ein- stök kaupfélög geta litið á sem samkeppni við sig, byggist samvinnustarfíð beinlínis á at- vinnufjötrum. Að óreyndu skal því ekki trúað, að þeir, sem mest guma af félagslegu og menningarlegu hlutverki hreyf- ingarinnar, telji menn brottræka úr henni fyrir að starfa við verslun verkalýðsfélags. I Morg- unblaðsviðtali sagði Eiríkur Stefánsson að vísu: “Ég gæti jafnvel trúað því, að þessi brott- rekstur eigi rætur sínar að rekja til innsta hrings Sambandsins. Ef menn standa ekki upp og klappa fyrir öllu sem þessir menn leggja til eins og gengur og gerist í Kreml, þá eru þeir taldir óalandi og ófeijandi." Eiríkur Stefánsson kveður hér fast að orði og hann segir einnig, að verkalýðsfélagið muni krefjast þess, að brottreksturinn úr kaupfélaginu verði dreginn til baka og stjórn þess viður- kenni hrapalleg mistök sín. Á undandfömum árum hefur verið látið svo _af ýmsum forystu- mönnum SÍS og verkalýðshreyf- ingarinnar, lokuðustu valda- kerfa landsins, eins og þessi fjöldasamtök ættu samleið. Svonefndir félagshyggjumenn líta til gildra sjóða verkalýðs- hreyfíngarinnar og SÍS, þegar þeir smíða loftkastala um Qöl- miðlun á sínum vegum og þann- ig mætti áfram telja: Hvað skyldi miðstjóm Alþýðusam- bandsins segja um meðferðina á Eiríki Stefánssyni? Hvemig samrýmist það sameiningar- stefnu SÍS og Álþýðusambands- ins, að verkalýðsfélög mega ekki bæta hag félagsmanna sinna með því að bjóða þeim nauðsynj- ar á lágu verði? Háttemi kaupfélagsstjómar- innar á Fáskrúðsfírði minnir meira á framgöngu Hörmang- ara og selstöðukaupanna en þær hugsjónir, sem lágu að baki kaupfélögunum fyrir rúmum eitt hundrað ámm. Og það sem verra er fyrir samvinnuhreyfíng- una, allur almenningur á Islandi lítur þannig á, að atburðir af þessu tagi séu ekkert einsdæmi innan þess öfluga viðskipta- hrings, sem reistur hefur verið með vísan til samvinnuhugsjón- arinnar. Jafntefli í viðureign Norðurlanda og Bandaríkjanna: Aðeins einn íslensk- ur sigur í tólf skákum Helgi Olafsson hélt merki Islands á lofti þess að tapa skák og að Guðmundur fór í fyrra í gegnum þtjú alþjóðleg mót án þess að lúta í lægra haldi. þegar hann sigraði glæsilega Glæsileg fórn Helga Viðureign úrvalsliða Norðurlanda og Bandaríkjanna i skák i Mennta- skólanum við Hamrahlíð um helgina lyktaði með jafntefli, 12—12. Norðurlöndin náðu vinningsforskoti á fyrri degi, en á sunnudag snéru Bandaríkjamenn við blaðinu og unnu upp forskotið. Og það var ekki fyrr en Bent Larsen lagði niður vopn í biðskák gegn Lubomir Kava- lek, hinum landflótta Tékka, að Bandaríkin náðu að tryggja sér jafn- tefli. „Nei, spennan var ekkert yfirþyrmandi — hún er hluti af ská- kinni og við Larsen höfum lært að búa við hana á yfir 20 ára atvinnu- mannaferli við skákborðið," sagði Kavalek að lokinni viðureign sinni við Bent Larsen. Slæleg frammistaða íslensku I Aðeins einn Íslendingur náði að skákmannanna olli vonbrigðum. | knýja fram vinning og það í tólf tilraunum. Það var Helgi Ólafsson, sem tefldi eina glæsilegustu skák mótsins þegar hann sigraði Larry Christiansen á laugardag. Jóhann Hjartarson var gersamlega heillum horfmn og tapaði tvívegis. Þá urðu Margeir Pétursson og Guðmundur Sigurjónsson að lúta í lægra haldi. Það kom á ávart — sérstaklega ef haft er í huga glæsileg frammistaða Margeirs í Hastings þar sem hann sigraði með miklum yfirburðum án Morgunblaðið/Ámi Sæberg Helgi Ólafsson og Larry Christansen að tafli — Helgi sigraði Bandaríkjamanninn í einni skemmtilegustu skák keppninnar. A laugardag beindust flestra augu að Helga Ólafssyni. Hann fómaði manni og vann Larry Christiansen glæsilega. „Ég er ánægður með skákina — tefldi af grimmd. Það var ekki erfið ákvörðun að fóma manni. Þetta var spuming um að ná fmm- kvæðinu. Ég er ekki viss um að fóm- in beinlínis leiði til vinnings, en hún gaf góða praktíska möguleika," sagði Helgi Ólafsson í samtali við blaðamann. „Þessi keppni Norðurlanda og Bandaríkjanna var ákaflega skemmtileg. Ég tel úrslitin sann- gjöm, þó frammistaða Margeirs Pét- urssonar, Jóhanns Hjartarsonar og Guðmundar Siguijónssonar hafí valdið vonbrigðum. Ósigrar þeirra eru óeðlilegir. Það hefði ekki komið á óvart þó Margeir og Jóhann hefðu borið hærri hlut í viðureignum sín- um, eða að minnsta kosti haldið jöfnu og sigurinn hefði þá verið Norðurlanda. Það þurfti ekki mikið til viðbótar. En menn verða að hafa í huga að umhugsunarfrestur var styttur og það kom illa við Friðrik Ólafsson, sem náði að halda jöfnu í æðislegu tímahraki með tapaða stöðu — það skipti miklu að Friðriki tókst að halda hlut sínum," sagði Helgi Ólafsson. „Hvetjandi að tefla í Reykjavík“ Svínn Harry Schussler vann það afrek að vinna báðar skákir sínar. Á laugardag lagði hann Boris Kogan og John Fedorowicz á sunnudag. „Þeir buðu punktana og ég þáði þá,“ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR 1986 25 sagði Schussler eftir sigurinn gegn Fedorowicz á sunnudag, greinilega ánægður á svip. Hann er enn eina ferðina kominn til Islands til að tefla. „Ég hef mjög gaman að tefla á íslandi - það er svo hvetjandi vegna hins mikla áhuga,“ sagði Schussler og bætti við: „sænska skáksamband- ið er gersamlega staðnað og sænskir skákmenn verða að fara annað hvort til íslands eða Noregs til þess að komast á sterk mót. Ég hlakka mikið til að tefla á Reykjavíkurskákmót- inu.“ Undirbúningnr frá maí 1984 Skákkeppni úrvalsliða Norður- landa og Bandaríkjanna heppnaðist mjög vel. Mótið var sett með viðhöfn á laugardag að viðstöddum forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, menntamálaráðherra Sverri Her- mannsyni og Davíð Oddssyni, borg- arstjóra. Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Visa íslands var að vonum ánægður á sunnudag. Að hans frumkvæði var keppnin haldin. „Ég er mjög ánægður hvað allt hefur gengið framúrskarandi vel og öllum til sóma. Jafntefli eru skemmtileg úrslit og kalla á að keppnin verði endurtekin, þó auðvitað sé allt óráðið um það,“ sagði Einar S. Einarsson. „Ég setti fram hugmynd að keppni úrvalsliða Norðurlanda og Bandaríkjanna á fundi Skáksam- bands Norðurlanda í Esbjerg 1984 og þegar var tekið vel í hana. Undir- búningur hefur staðið síðan í maí 1984 og mörg skeyti og bréf hafa gengið landa á milli. Það er ánægju- legt að stuðningur Visa Intemation- al fékkst fyrir keppninni, svo og einstökum Visa fyrirtækjum á Norð- urlöndum og Skáksamböndum. Sér- staklega er ánægjulegt, að allir öfl- ugustu skákmenn þjóðanna fengust hingað til Reykjavíkur, en þeir eru ekki alltaf á lausu. Ég var alltaf bjartsýnn á að svo vel tækist, en snemma var ljóst að landskeppnin yrði að vera í tengslum við sterkt alþjóðlegt skákmót. Þú spvrð af hvetju Reykjavík hafí orðið fyrir valinu. Jú, ísland er miðja vegu milli Bandaríkjanna og Norður- landa og ekki óeðlilegt að menn mættust á miðri leið auk þess sem sterkt alþjóðlegt mót fer nú í hönd í Reykjavík," sagði Einar S. Einars- son. - HH. Þungbúnir á svip, enda urðú allir að lúta í lægra haldi — Bent Larsen, Guðmundur Siguijónsson og Margeir Pétursson. XII Reykjavíkurskákmótið: Hið öf lugasta í sögunni um sigur í mótinu. Alls hafa 26 stórmeistarar boðað þáttöku í mótinu. Hinir fyrstu komu til landsins fyrir helgi þegar banda- ríska skáklandsliðið mætti til leiks gegn úrvalsliði Norðurlanda og fjölmargir komu til landsins í gær. Sérstaklega er vandað til mótsins í ár vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur og ljóst að mörg ár líða uns annað eins stórskotalið öflugra skákmanna mætir til leiks hér á landi. Nú eru 22 ár síðan fyrsta Reykjavíkurskákmótið fór fram. Það fór fram í Lídó og þá mætti Mikhail Tal til leiks og heillaði þjóðina með snilldartaflmennsku. Hann bar þá sigur úr býtum með miklum yfirburðum, hlaut 12 '/‘2 1/2 vinning í 13 skákum en í öðru sæti varð Svetozar Gligoric frá Júgóslavíu og Friðrik Ólafsson í þriðja sæti. Friðrik Ólafsson hefur unnið Reykjavíkur- skákmótið oftar en nokkur skákmaður eða þrívegis; 1966 þegar hann varð hálfum vinningi á undan sovéska stórmeistaranum Vasjúkov; 1976 þegar hann varð efst- ur ásamt Georghiu frá Rúmeníu og Hort; og 1976 þegar hann sigraði ásamt Timman. Guðmundur Siguijónsson sigraði 1970 og þeir Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafs- son náðu að komast á þennan lista þegar þeir sigruðu ásamt Samuel Reshvesky fyrir tveimur árum. XII alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, sem hefst á Hótel Loftleiðum í dag, verður hið sterkasta í sögunni. Á mótið hafa boðað komu sína kunnir skákmenn á borð við Mikhail Tal, Anthony Miles, Bent Larsen og Yasser Seirawan. Það er því Ijóst að íslensku skákmennirnir, með stórmeistarana Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson og Helga Ólafsson í broddi fylkingar, þurfa að sýna allar sínar bestu hliðar eigi þeir að blanda sér í baráttuna Tveir kunnir kappar ræðast við, Bandaríkjamaður- inn Robert Byrne og Daninn Bent Larsen. Schiissler vann báðar skákir sínar Skák Bragi Kristjánsson MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð í Reykjavík var vettvangnr óvenjulegrar og skemmtilegrar skákkeppni um síðustu helgi. Urvalslið Norðurlanda keppti á 12 borðum við landslið Banda- ríkjanna. Greiðslukortafyr- irtækið VISA-International ásamt VISA fyrirtækjum viðkomandi landa stóð fyrir keppninni ásamt Skáksam- bandi Norðurlanda og Skáksambandi Bandaríkj- anna. í liðunum voru 19 stórmeistarar og 5 alþjóðlegir meistarar, og meðal þeirra margir heimsþekktir skák- meistarar. I liði Norðurlanda tefldu 6 íslendingar, en auk þeirra m.a. tveir frægustu meistarar Norður- landa, Ulf Andersson og Bent Lar- sen. I bandaríska liðinu má nefna Yasser Seirawan, Lubomir Kavalek, Larry Christiansen, Walter Browne og Robert Byme. Keppnin var mjög spennandi og skulum við athuga úrslitin nánar: NORÐURLÖND - BANDARÍKIN Fyrri umferð: Borð: v. 1. Andersson S — Seirawan 'A—'/i 2. Larsen — Kavalek '/t—>/i 3. Helgi Ólafsson — Christiansen 1—0 4. Agdestein N — Beiyamin 1—0 6. Margeir Péturss. — Dlugy '/t—'/t 6. Hansen D — Alburt '/t—'/t 7. Jóhann Hjartars. — Browne 0—1 8. Jón L. Amason — Byrne '/t—'/i 9. Rasmussen D — Henley '/t—'/t 10. Guðm. Siguijónss. — FedorowiczO— 1 11. SchUssIer S — Kogan 1—0 12. Yrjöia F — Lombardy_______'/t-'/t O'/i-S'/i Norðurlöndin höfðu vinning yfir eftir fyrri daginn. Góðkunningi okkar Islendinga, Nick de Firmian var illa kvefaður, og gat ekki teflt. Sæti hans tók heimsmeistari ungl- inga, Maxim Dlugy. Hann tefldi við Margeir, og hafði um tíma betri stöðu, þótt skákinni lyki með jafn- tefli. Ágdestein tefldi af mikilli hörku gegn Benjamin, fómaði manni og fékk sterk frípeð í staðinn. Keppendur lentu í miklu tímahraki, og þegar leikjunum var náð, reynd- ist vinningurinn ekki erfiður fyrir Norðmanninn. Schussler vann ör- uggan sigur á Kogan. Jóhann og Guðmundur vom mjög daufir og töpuðu. Á fyrsta borði náði Anders- son vinningsstöðu gegn Seirawan, en missti hana niður í jafntefli í tímahraki: Staðan eftir 38. leik hvíts: Hvítt: Seiravan Svart: Andersson 38. — Be6? Svartur gat leikið 38. — Hd6, 39. Hxc6 — Hxc6, 40. Hxc6 — Hxa4 og hvítur getur ekki stöðvað svarta a-peðið, sem stutt er af hrók og biskupi. 39. Hxc6, Hxa4,40. Hxe6! Með þessari einföldu leikfléttu nær Seirawan jafnteflisstöðu, þótt hann eigi peði minna. 40. - fxe6, 41. Bb5, Had4, 42. Bxd7 - Hxd7, 43. Hal - Kf6, 44. f4 - g5, 45. Ha5 - Hg7, 46. Kf2 — h4, 47. Kf3 og keppendur sömdu um jafntefli, enda staðan fræðilegt j afntefli. Aðrar skákir voru tilþrifalitlar, utan glæsisigur Helga Ólafssonar á Larry Christiansen: Hvitt: Christiansen Svart: Helgi Ólafsson Drottningarbragð 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 — d5,4. Rc3 — Be7,5. Bf4 Algengari leikir í þessari stöðu em 5. Bg5 eða 5. cxd5. 5. — 0-0, 6. e3 — c5, 7. dxc5 — Bxc5,8. a3 — Rc6 Skákfræðin teiur 8. — dxc4, 9. Bxc4 — Dxdl+, 10. Hxdl — a6, 11. Bd3 - Rbd7, 12. Re5 - b5, 13. Re4 - Bb7, 14. Rxd7 - Rxd7 leiða til jafnrar stöðu. 9. b4T! Venjulega leikur hvítur þennan leik ekki strax, og Helga tekst að notfæra sér veikinguna á c-línunni á mjög snjallan hátt. Best er að leika 9. Dc2. 9. — Be7,10. Dc2 Sennilega var 10. Db3 betri leik- ur, en Christiansen sá ekki fyrir þá erfiðleika, sem biðu hans. 10. — Bd7, ll.Be2 Eftir 11. cxd5 — Rxd5, 12. Rxd5 — exd5, 13. Hdl - Be6, 14. Bd3 — h6, 15. 0-0 — Hc8 ásamt Bf6 stendur svartur vel að vígi. 11. —Hc8,12.0-0 Nú er orðið of seint að leika c4xd5: 12. cxd5 — Rxb4!, 13. axb4 — Bxb4, 14. Be5 — Rxd5 og svart- ur hefur vinningsstöðu. 12. — dxc4!, 13.Hadl Eða 13. Bxc4 - Rxb4, 14. Db3 - Rc2, 15. Ha2 - Rxa3, 16. Be2 - b5, 17. Rxb5 - Rxb5, 18. Bxb5 - Bxb5, 19. Dxb5 — Bc5 og svartur hefur gott peð yfír. 13. — De8,14. Hd2 — a5! Svartur verður að bregða skjótt við, því annars getur hann lent í vandræðum með biskupinn á d7 eftir 15. Hfdl. 15. b5 15. - Rb4!! Þessi þmmuleikur kom Banda- ríkjamanninum í opna skjöldu. Hann verður að drepa riddarann, því annars leikur svartur 16. — Rbd5 o.s.frv. 16. axb4 — axb4, 17. Re4 — b3, 18. Rxf6+ Eftir 18. Dbl — Rxe4, 19. Dxe4 — c3 verða svörtu peðin óstöðvandi í göngu sinni upp í borð hvíts. 18. - Bxf6, 19. Dbl - c3, 20. Hxd7 - Dxd7, 21. Dxb3 - c2, 22. e4 Hvitur opnar línu biskupsins á f4, svo að hann valdi uppkomureit svarta frípeðsins á cl. 22. - Hc3, 23. Da4 - Hfc8, 24. Bcl — h6 Síðustu ieikir hafa verið þvingað- ir, en nú leggur hvítur út í gagn- sókn, sem reynist aðeins tímasóun. Best var sennilega að leika 25. g3 ásamt 26. Kg2. Svartur hefur þá mun betri stöðu, en erfltt er að benda á rakinn vinning. 25. e5 - Be7,26. Dg4 - Kh8 Hvítur hótaði 27. Bxh6 o.s.frv. 27. Dh5? Hvítur getur ekki lengur komið í veg fyrir að svartur nái að skipta á biskupum með — Ba3, t.d. 27. Da4 — Db5 ásamt — Db3 o.s.frv. 27. - Ba3! Helgi lætur ekki „hótunina" 28. Bxh6 villa sér sýn. 28. Dg4 Eftir 29. Bxh6 — gxh6, 29. Dxh6+ — Kg8, 30. Rg5 — clD vinnur svartur auðveldlega. 28. — Bxcl Þar með hefur svartur náð skipt- um á mikilvægasta vamarmanni hvíts. 29. Hxcl - Hb3, 30. De4 - Hbl, 31. Hxbl Eða 31. Df4 - Hc4!, 32. De3 (32. Bxc4 - Ddl+), 32. - He4! ogsvartur vinnur. 31. — clD+, 32. Rel 32. Hxcl - Hxcl*, 33. Bfl - Ddl var auðvitað jafnvonlaust. Christiansen teflir nokkra leiki til viðbótar í gjörtapaðri stöðu, því Helgi átti lítinn umhugsunartíma eftir. 32. - Dcd2, 33. Bd3 — g6, 34. h4 - Dd5, 35. Dg4 - Dxe5, 36. Rf3 - Def4, 37. Dxf4 - Dxf4, 38. Bfl - Hcl, 39. g3 - Hxfl+ og hvítur gafst upp, enda liðsmunur orðinn nokkuð mikill. Helgi tefldi þessa skák mjög glæsilega. Scinni umferð V 1. Andersson S — Seirawan, '/t-'/t 2. Larsen D — Kavalek 0-1 3. Helgi — Chrístiansen '/t-'/t 4. Agdestein N — Beiyamin '/i-'/i 5. Margeir — Dlugy 0-1 6. Hansen D — de Firmian 'U-'h 7. Jóhann — Alburt 0-1 8. Jón L. — Browne '/t—'/t 9. Rasmussen — Byme '/t—'/i 10. Fríðrik Ólafss. — Henley '/t—'/t 11. Sehilssler — Fedorowicz 1—0 12. Yrjölfi —Lombardy______________1—0 5‘/i—6'/i Bandaríkjamenn mættu ákveðnir til leiks seinni daginn. Þeir stóðu fljótlega betur að vígi í skákunum, Larsen — Kavalek, Margeir — Dlugy og Jóhann — Alburt. Töp á tveim neðstu borðum gerðu það að verkum, að þeir voru enn vinningi undir, þegar leið að lokum skákar Larsens og Kavaleks. Bandaríkja- maðurinn hafði peð yfír og betri stöðu, en margir vonuðu þó, að Larsen tækist að halda jöfnu. Það tókst ekki, og keppninni lauk með jafntefli. Svíinn, Harry Schussler er ekki þekktur fyrir að vinna margar skák- ir, þótt töpin verði sjaldnast mörg. I þessari keppni var hann þó bjarg- vættur Norðurlandasveitarinnar með því að vinna báðar skákir sínar. Fedorowicz ætlaði að gleypa hann með miklum látum, en kappið var fullmikið. Hvítt: Schiissler Svart: Fedorowicz Ben-Oni 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. c4 — c5, 4. d5 — exd5, 5. cxd5 — d6, 6. Rc3 - g6, 7. Bf4 - Bg7, 8. Da4+ - Bd7, 9. Db3 — Dc7, 10. e4 - 0-0, 11. Rd2 - Rh5, 12. Be3 - f5, 13. exf5 - gxf5, 14. Be2-f4,15. Bxc5 — Ra6 Fram að þessu eru allir leikir vel þekktir í skákfræðinni, en með síð- asta leik sínum reynir Fedorowicz að endurbæta afbrigði þetta, sem ekki hefúr gefíð góða raun fyrir svart. Áður hefur verið leikið hér 15. — f3,16. gxf3 — Dxc5 o.s.frv. 16. Ba3 - Hae8, 17. Rce4 - Rf6, 18. Bxd6 Svíinn tekur óhræddur það, sem að honum er rétt. 18. - Da5,19. Rc3 - Hxe2+ Bandaríkjamaðurinn reynir að flækja taflið, en án árangurs. 20. Kxe2 - He8+, 21. Kfl - Bf5, 22. Kgl - Rg4, 23. Rf3 - Rxf2 Svartur verður að hafa hraðann á, ef liðsmunur á ekki að segja til sín. Hvítur á þó einfalda vöm við þessari atlögu. 24. Kxf2 - Rc5, 25. Db5 - Rd3+, 26. Kgl - Dd8, 27. Bc5 - BxcS, 28. bxc3 — He2,29.Bd4! Með þessum sterka leik gerir Schussler vonir andstæðingsins um mótsókn að engu. Biskupinn á d4 verður sterkur í sókn gegn veikri kóngsstöðu svarts. 29. - De7,30. h3 - Hb2,31. d6 og svartur gafst upp, því eftir 31. - De2, 32. Dd5+ - Be6, 33. Dg5+ — Kf8, 34. Dg7+ — Ke8 verður hann mát með 35. De7. Margeir tapaði mótspymulítið og Jóhann tapaði eftir miklar svipting- ar í uppáhaldsbyijun Alburts. Frið- rik lenti í miklu tímahraki, en bjarg- aði sér á þráskák, þegar hann var kominn í erfiðleika. Yijölá vann ömggan sigur á Lombardy, en aðrar skákir voru tíð- indalitlar. Keppni þessi tókst með ágætum, þótt slök frammistaða ís- lensku meistaranna hafi nokkuð dregið úr gleði áhorfenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.