Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 _ + Frumvarp til laga um Seðlabanka Islands: Vextir ráðast af markaðsaðstæðum Reglum um bindiskyldu innlánsstofnana breytt MATTÍAS Bjarnason, viðskiptaráðherra, mælti á miðvikudag fyrir stjómarfrumvarpi til laga um Seðlabanka íslands. Með frumvarpinu eru lagðar til margvislegar breytingar á gildandi Iögum um bank- ann, en meginhlutverk hans verður eftir sem áður að vinna að þvi að peningamagn S umferð og framboð lánsfjár sé hæfilegt miðað við það að verðlag haldist stöðugt og framleiðslugeta atvinnuveganna sé hagnýtt á sem fyllstan og hagkvæmastan hátt. Helstu breytingar, sem frumvarpið felur í sér, eru: 1) Rekstur Seðlabankans er í aukn- um mæli bundinn við hefðbundin verkefni seðlabanka. 2) Ákvæðum um stjómtæki bank- ans er skipað með öðmm hætti en gert er í gildandi lögum. Miðað er við að bindiskylda innlánsstofnana gagnvart Seðlabanka verði fyrst og fremst beitt til þess að stuðla að jafn- vægi á peningamarkaðnum. Seðlabankanum verður heimilt að setja innlánsstofnunum regl- ur um lágmark og meðaltal lauss §ár. Almenn heimild Seðlabank- ans til þess að ákveða innláns- og útlánsvexti innlánsstofnana er felld niður. Reglur um lán ríkissjóðs úr Seðlabanka em hertar. Afskipti Seðlabanka af stofnun nýrra útibúa hjá bönk- um og sparisjóðum falla niður. 3) Sett em ákvæði um starfsemi og stafsheimildir bankaeftirlits- ins. 4) Bankastjómm og aðstoðar- bankastjómm Seðlabankans er almennt bannað að sitja í stjóm annarra stofnana og atvinnufyr- irtækja eða taka þátt í atvinnu- rekstri utan bankans. Sam- kvæmt frumvarpinu verða bankastjórar eigi ráðnir til lengri tíma en 6 ára í senn. 5) Hagnaður Seðlabankans er skattlagður. Innlánsbindingn breytt í 8. gr. framvarpsins er fjallað um innlánsbindingu, en heimildir til að binda fé innlánsstofnana í Seðlabankanum vom fyrst teknar í lög um Landsbanka Islands árið 1957. Um þetta atriði sagði Matt- hías Bjamason: „Þær vom í upphafi hæst 15 og 20% af spari- og veltiinnlánum en Kjartan Jóhannsson: Viðskipti við verðbréfa- sjóði eru mjög áhættusöm KJARTAN Jóhannsson, þing- maður Alþýðuflokksins, sagði á alþingi sl. miðvikudag, að hann væri sannfærður um að mjög fáir þeirra sem keypt hafa svonefnd kjarabréf eða einingabréf af verðbréfasjóðum gerðu sér grein fyrir þeirri feiknaáhættu, sem tekin væri i þessum viðskiptum. Kjartan vakti athygli á því, að ef þær aðstæður sköpuðust að mjög margir eða allir kaupendur þessara bréfa kysu að selja þau gæti sjóður- inn áskilið sér frest á frest ofan að verða við því. Kjartan fór síðan nokkmm orð- um um innlausnarskilmála kjara- bréfa. Hann sagði að verðbréfasjóð- urinn, sem seldi kjarabréfín, væri skuldbundinn til að innleysa þau á þvi sölugengi, sem gildir sex dögum fyrir innlausn að frádreginni ákveð- inni þóknun. Orðrétt segir í skilmál- unum: „Krafa um innlausn skal vera skrifleg á sérstöku eyðublaði er stjómin lætur útbúa. Krafa um innlausn skal berast eigi síðar en 10. maí fyrir árið 2005, sem er endanlegur gjalddagi þessara bréfa. En innlausn skal fara fram eigi síð- ar en 90 dögum frá þeim degi er innlausnarkrafa berst sjóðnum, eða næsta virkan dag þar á eftir." Við þetta er síðan bætt: „Stjóm sjóðsins er heimilt að fresta innlausn um- fram þessa 90 daga telji hún ástæðu til þess, sbr. þó ákvæði um endan- legan gjalddaga." Um þetta sagði Kjartan: „Telji stjóm sjóðsins að það sé ekki gott Kjartan Jóhannsson alþingis- maður að kaupa þessi bréf af þeim ein- staklingum sem hafa keypt þau getur hún samkvæmt þessu frestað því allt til ársins 2005. Kemur það mjög skýrt fram í auglýsingum um þetta ávöxtunarform að ekki sé víst að menn fái að njóta ávaxtanna og ávöxtunarinnar fyrr en árið 2005.“ Þá sagði þingmaðurinn: „Ég er sannfærður um að mjög lítill hluti þeirra, sem hafa farið í að kaupa svona bréf, hvort sem þau heita kjarabréf, kostabréf eða eininga- bréf, er ljóst hvetja feiknaáhættu þessir aðiiar em að taka og að sú ávöxtun, sem auglýst er, er einung- is til á pappímum og eina leiðin ti.l að fá einhverja ávöxtun útgreidda er að selja bréfín og eini skuld- bundni kaupandinn er sjóðurinn sjálfur, sem áskilur sér rétt til að fresta kaupunum allt til ársins 2005.“ Kjartan Jóhannsson vitnaði síðan til fréttar í Morgunblaðinu frá því 21. nóv. sl. um sölu einingaskulda- bréfa og kjarabréfa, sem annars vegar era gefin út af Verðbréfa- sjóðnum hf. og þins vegar Hávöxt- unarfélaginu. í fréttinni kemur ffarn, að þann dag hafi 1.250 ein- staklingar keypt einingabréf Há- vöxtunarfélagsins fyrir um 50 millj- ónir króna. „Ég tel ekki ólíklegt," sagði Kjartan, „að álíka vel hafi tekist með kjarabréf Fjárfestingar- félagsins [þ.e. Verðbréfasjóðsins]. Það má því vel vera að um 2.000, eða kannski fleiri en 2.000, ein- staklingar hafi keypt þessi bréf að upphæð 100-200 millj. kr.“ Matthías Bjarnason viðskiptaráð- herra hafa síðan hækkað og nema sam- kvæmt núgildandi lögum hæst 28% af heildarinnstæðufé. Þegar hætt var endurkaupum afurða- og rekstrarlána af innlánsstofnunum vom bindihlutföll lækkuð í 18% með sérstakri aðgerð og samkomulagi við innlánsstofnanir. Samkvæmt þessari grein frumvarpsins er gert ráð fyrir að Seðlabankinn meti bindiþörf hveiju sinni og ákvarðanir bankans verði háðar samþykki ráð- herra. Með orðalaginu „þegar sér- staklega stendur á“ er átt við að bindingu verði einungis beitt þegar telja má að önnur stjómtæki bank- ans dugi ekki til að ná þeim mark- miðum sem stefnt er að. í greininni er lagt til að heimilt verði að miða bindingu við ráðstöfunarfé innláns- stofnana í stað innlánsijár en ráð- stöfunarfé getur m.a. falið í sér erlent lánsfé stofnunar og hugsan- lega ijáröflun á innlendum láns- íjármarkaði." Þá gat ráðherra þess, að í loka- málsgrein 8. gr. væri að finna mikilvægt nýmæli um stjómtæki, sem bankinn hefði beitt nokkra hríð. Hér er um setningu reglna að ræða er mæla fyrir um lágmark eða meðaltal lauss fjár, sem innláns- stofnunum ber a hafa yfir að ráða á hveijum tíma. Vextir ráðist af markaðasaðstæðum Matthías Bjamason sagði, að samkvæmt 10. gr. frv. yrði það meginregla að vextir við innláns- stofnun ráðast af markaðsaðstæð- um í stað þess að vera ákveðnir beint af Seðlabanka í samráði við ríkisstjóm. „Þó verður þeim mögu- leika haldið opnum,“ sagði ráð- herra, „að Seðlabankinn geti gripið inn í þróun vaxtamála með beinum aðgerðum, en á það ber að leggja áherslu að þar er um undantekn- ingu frá meginreglunni að ræða, sem einungis verður beitt þegar fullreynt er að aðrar leiðir duga ekki til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt." Síðan sagði ráðherra: „Þessi breyting felur ekki í sér eins og sums staðar hefur komið fram að ríkisstjóm muni engu ráða um vaxtastig í landinu. Eftir sem áður getur ríkisstjóm og Alþingi ráðið miklu um vaxtastigið, t.d. með breyttum reglum um skatta- lega meðferð á framlögum í at- vinnurekstur og samdrætti ríkisút- gjalda. Sú meginregla á sviði vaxtamála sem hér hefur verið lýst er studd nokkurri reynslu. Á árinu 1984 var bönkum og sparisjóðum fengið í hendur takmarkað vaxtaákvörðun- arvald á gmndvelli gildandi laga- heimilda. Nú er ljóst að sú stefnu- breyting sem þessi aðgerð fól í sér hefúr skilað árangri. Árið 1984 námu t.d. innlán hjá innlánsstofn- unum 27,5% af landsframleiðslu en höfðu árið 1978 farið niður fyrir 20%. Á síðasta ári stefndi áfram í rétta átt í þessu efni og nam þá hlutfall innlána af landsframleiðslu um 30%. Raunaukning innlána árið 1985, þ.e. hækkun þeirra umfram hækkun lánskjaravísitölu, nam 10%. Peningalegur spamaður í bankakerfinu fer því óðum vax- andi.“ Guðrún Halldórsdóttir Nýrþingmaður Guðrún Halldórsdóttir, skóla- stjóri, tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur (Kvl.-Rv.) erlendis. Guðrún er þriðji varaþingmaður Samtaka um Kvennalista í Reykja- vík. Hvorki fyrsti né annar vara- þingmaður Samtakanna gat tekið sæti á þingi vegna anna við önnur störf. Guðrún hefur ekki áður setið á Alþingi. Svavar Gestsson: Frumvarpið sniðið að ósk- um Jóhannesar Nordals Póstlög FRAM hefur verið lagt stjóm- arfrumvarp til póstlaga. Fyrsti kafli frumvarpsins fjallar um póstþjónustuna, skilgreiningu og verksvið. Annar kafli um einkarétt Póst- og símamála- stofnunarinnar til tiltekinnar þjónustu. Sá þriðji um póst- leynd. Fjórði kaflinn um póst- meðferð. Fimmti um gjaldskrá og frímerki. Sjötti um skaða- bætur. Sjöundi um viðurlög. Fmmvarpið felur ekki í sér viðamikil nýmæli. Það er „fyrst og fremst markmið þessa fram- varps“, segir í athugasemdum, „að lögfesta þær breytingar á póstþjónustunni sem þegar em komnar til framkvæmda að nokkm leyti og bæta við ákvæð- um sem nefndin telur að séu til bóta, svo og að freista þess að færa ákvæði núgildandi laga í nútímahorf". Nefnd, sem vann að endur- skoðun laganna, lagði til það nýmæli, að póstgíróstofunni yrði heimilað að veita viðskiptamönn- um hliðstæða þjónustu og bankar og sparisjóðir veita varðandi inn- og útlán. Við umfjöllun ráðuneyt- is á frumvarpinu var ekki á þessa tillögu fallizt. SVAVAR Gestsson (Abl.-Rvk.) sagði við framhald 1. umræðu um Seðlabankafrumvarpið í neðri deild alþingis í gær, að frumvarpið væri sniðið að óskum Jóhannesar Nordals, bankastjóra Seðlabankans. Hann hefði bann- að ríkisstjórninni, að flytja frum- varpið í þeirri mynd sem það hefði komið í frá bankamála- nefnd undir forsæti Þorsteins Pálssonar, núverandi fjármála- ráðherra, í mars 1984. Svavar sagði, að með fmmvarp- inu í núverandi mynd fylgdi hins vegar sérálit Lúðvíks Jósepssonar og Kjartans Jóhannssonar við upp- haflegt fmmvarp bankamálanefnd- arinnar. Það fmmvarp væri hins vegar ekki meðal fylgiskjala. Kvað hann þessa ráðstöfun mjög gagn- rýnisverða, þar eð fylgiskjölin gæfu ranga mynd af efni fmmvarpsins. Þingmaðurinn gagnrýndi einnig, að í frv. er gert ráð fyrir því að Bankaeftirlitið heyri undir banka- stjóm Seðlabankans. Taldi hann eðlilegra að Bankaeftirlitið væri' Svavar Gestsson alþingismaður sérstök stofnun, en ef stjómarflokk- amir vildu ekki fallast á það væri hann reiðubúinn að semja um þá breytingu að Bankaeftirlitið heyrði undir bankaráð Seðlabankans, en ekki bankastjórnina. Svavar Gestsson kvaðst leggja þann skilning í 10. gr. frv., sem fjallar um vaxtaákvarðanir, að rík- isstjóm og Seðlabankastjóm hveiju sinni gætu ráðið vöxtum, ef þeim sýndist svo. í greininni fælist m.ö.o. að vaxtafrelsið, sem Alþingi hefði áður veitt, væri allt tekið til baka. Lýsti þingmaðurinn því síðan yfir, að þessi heimild yrði notuð og vaxtafrelsið afnumið „með einu pennastriki" ef Alþýðubandalagið hefði til þess aðstöðu í ríkisstjórn. Þá veik þingmaðurinn að þeim ummælum viðskiptaráðherra að núverandi vaxtastefna hefði leitt til aukinna innlána, en minnkandi út- lána miðað við verðbólgu á síðasta ári. Kvað hann upplýsingar úr jan- úarhefti Hagtala mánaðarins sýna hið gagnstæða. Þar kæmi fram, að það væru almenn óbundin spariinn- lán, sem hefðu aukist, en ekki verðtryggð innlán með raunvöxt- um. Éins hefðu útlán samkvæmt sömu heimild aukist um 45,5%, sem væri 7% raunaukning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.