Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR 1986 29 Loðnuveiðin: Lágt olíuverð erlendis hvetur til siglinga MIKIÐ er nú um siglingar íslenzku loðnuskipanna til Noregs, Fær- eyja og Danmerkur. Helzta skýring þess er nálægt helmingi hærra hráefnisverð ytra en hér heima og mun ódýrari olia. Vegna langs siglingatima eru veiðar með minna móti, þó stutt sé frá miðunum til helztu löndunarhafna fyrir Suðurlandi og á Suðurnesjum. Síðastliðinn fímmtudag voru eftir- talin skip með afla, samtals 6.550 lestin Þórshamar GK, 570, Heimaey VE, 520, Gígja RE, 280, Jöfur KE, 450, Þórður Jónasson EA, 500, Guðmundur Ólafur ÓF, 600, Sæberg SU, 620, Sjávarborg GK, 770, Erling KE, 450, Ljósfari RE, 560, Huginn VE, 600, Gullberg VE, 100 og Bergur VE 530 lestir. A föstudag voru eftirtalin skip með afla: Helga II RE, 530, Guð- mundur RE, 920, Dagfari ÞH, 530, Kap II VE, 700, Súlan EA, 800, Hilmir II SU, 550, Víkingur AK, 1.300, Sighvatur Bjamason VE, Sprengjugabb í Landsspítala GEÐDEILD Landspitalans var lokað á laugardagkvöldið eftir að vaktmaður hafði tilkynnt um torkennilegan hlut í anddyri, sem líktist sprengju. Fjölmennt lið lögreglu var kvatt á vettvang og var „sprengjan" flutt út fyrir húsið og kom í ljós að um gabb var að ræða. Ekki hefur tekist að upplýsa málið, en unglingur sást hlaupa frá sjúkrahúsinu skömmu eftir atvikið. „Sprengjan" sem komið var fyrir í anddyri geðdeildar Landspítal- ans. Akureyri: Tveir bílar 300, Pétur Jónsson RE, 840, Erling KE, 450, Huginn VE, 600 og ísleifur VE; 700. Samtals 8.220 lestir. A laugardag voru eftirtalin skip með samtals 6.950 lestir: Sæberg SU, 620, Helga II RE, 530, Gullberg VE, 600, Hákon ÞH, 700, Heimaey VE, 530, Þórður Jónasson EA, 490, Fífill GK, 200, Þórshamar GK, 600, Guðmundur Ólafur ÓF, 600, Erling KE, 450, Guðmundur RE, 700, Jöfur KE, 450 og Bergur VE 480 lestir. Aflinn á sunnudag varð alls 3.780 lestir af eftirtöldum skipum: Kap II VE, 700, Huginn VE, 600, Sæberg SU, 320, Helga II RE, 530, Þórs- hamar GK, 400, Dagfari ÞH, 530, Gígja RE, 300 og Harpa RE 400 lestir. Síðdegis á mánudag höfðu eftir- talin skip tilkynnt um afla: Fífill GK, 650, Helga 11 RE, 500, Eldborg HF, 700, Guðmundur RE, 300, Þórður Jónasson EA, 300 og Sæberg SU, 250 lestir. Nú eru óveiddar á þessari vertíð tæplega 100.000 lestir af leyfilegu magni. Aðalfundur Samtaka íslenskra eðlisfræðinga AÐALFUNDUR Samtaka íslenskra eðlisfræðinga gegn kjamorkuvá verður haldinn í Skólabæ, Suður- götu 26, þriðjudaginn 11. febrúar 1986 kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um hugsanlega útvíkkun samtakanna, þannig að þau taki til allra vísinda- og tæknimanna. Að því dagskrár- efni loknu hafa þeir Hans Kr. Guðmundsson og Tómas Jóhannes- son framsögu um stjömustríð. (Fréttatilkynning) „Kötturinn sleginn úr tunnunni“ Á MORGUN, öskudag, verður eflaust mikið um að vera hjá krökkum um allt land. Á Akureyri er margra ára hefð fyrir því að slá köttinn úr tunnunni og í Reykjavík standa samtökin „Gamli miðbærinn “ fyrir skrúðgöngu frá Hlemmi klukkan 14 og klukkan 14.30 verður byrjað að slá „köttinn úr sekknum“. Síðari ár hefur það tilheyrt að krakkar máli sig og klæðist sérkennilegum búningum á öskudag, ef til vill ekki ólíkt því sem sjá má á þessari mynd frá síðasta sumri. FSA á Akureyri: Auglýst eftir framkvæmda- sljóra Akureyri, 10. febrúar. STAÐA framkvæmdastjóra við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur verið auglýst laus til umsókn- ar. Halldór Jónsson var í haust settur framkvæmdastjóri en Ásgeir Höskuldsson var í leyfi. Hann mun nú hætta endanlega. Umsóknar- fresturertil 1. mars. Sýning Grétars Reynissonar framlengd MÁLVERKASÝNING Grétars Reynissonar verður opin í dag og á morgun í Nýlistasafninu. Sýning- unni átti að ljúka um siðustu helgi, en vegna góðrar aðsóknar um helg- ina var ákveðið að framlengja henni um nokkra daga. Tveir menn í lirakn- ingur á Barðaströnd Nýja leitartæki Landhelgisgæzlunnar kom í góðar þarfir ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, Björgunarsveitin Blakkur á Patreks- firði og félagar úr Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði voru kölluð út aðfaranótt laugardagsins til að leita að tveimur mönnum sem lentu í hrakningum í Barðastrandarsýslu. Að sögn Jóhannesar Briem, deildarstjóra hjá Slysavamafélagi íslands, lögðu mennimir tveir af stað á fólksbifreið frá Reykjavík á föstudaginn. Ferðinni var heitið til Patreksfjarðar. Þeir höfðu fengið upplýsingar um að fært væri til Patreksíjarðar, en komust ekki lengra en að Kletti í Kollafirði vegna ófærðar. Þeir tóku það ráð að ganga yfir Klettsháls að Vattamesi og gistu þar í sumarbústað um nóttina. Á laugardaginn fór annar þeirra af stað og ætlaði sér að ganga yfir Þingmannaheiði og í VatnsQörð. Hinn var fótsár og varð eftir. Á laugardaginn var kunningjum mannanna á Patreksfirði farið að lengja eftir þeim og löjgðu af stað á jeppa á móti þeim. I Kjálkafirði hafði fallið snjóskriða. Þeir komust yfir hana og að sumarbústaðnum og sóttu þann sem hafði orðið eftir og fóru með hann til Patreksfjarðar. Þeir urðu ekkert varir við hinn manninn. Það var komið fram á kvöld þegar mennimir komu til Patreks- fjarðar og tilkynntu þeir um ferða- áætlun þess sem ætlaði í Vatns- fjörð. Rétt fyrir klukkan ellefu hringdi Jónas Sigurðsson yfirlögregluþjónn á Patrekfirði í slysavamafélagið og tilkynnti að björgunarsveitin væri að heija leit að manninum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór af stað um hálftvö um nóttina vestur. Með henni voru félagar úr Hjálparsveit skáta með sporhund. Björgunarsveitin Blakkur á Pat- reksfirði sendi menn á þremur snjó- sleðum í Þingmannadal inn á Þing- mannaheiði. Einnig fóm menn á bílum eftir veginum. Þeir lentu í vandræðum í snjóskriðunni í Kjálkafírði. Þyrlan fór yfir sumar- bústaðinn og leitaði þar, en fór síð- an yfir Þingmannaheiðina, en ekk- ert sást til mannsins. Þá var henni flogið aftur að sumarbústaðnum og þá sá Sigurður Steinar Ketilsson stýrimaður, sem stjómar innfra- rauðu myndavélinni í þyrlunni, manninn þar sem hann var fyrir utan sumarbústaðinn. Björgunar- menn komu á staðinn skömmu síðar og sóttu manninn. Þyrlan þurfti því aldrei að lenda. Páll Hannesson, flugstjóri á þyrlu Landhelgisgæslunnar, sagði að skil- yrði hefðu verið mjög góð þama til notkunar á myndavélinni og væm menn nú að ná tökum á henni. Páll vildi að lokum taka það fram að lögreglan á Patreksfirði hefði stjómað þessum björgunaraðgerð- um af mikilli röggsemi. Hann sagði að allt hefði þetta verið vel skipu- lagt og ijarskiptasamband mjög gott. Einnig væm félagar í Björg- unarsveitinni Blakk á Patreksfirði „hinir mestu víkingar" eins og Páll orðaði það. stórskemmdir Akureyri, 10. febrúar. MJOG harður árekstur varð um helgina á mótum Glerárgötu og Strandgötu á Akureyri. Tvær bifreiðir voru á leið norður Gler- árgötu en vegna gáleysislegs aksturs annars bílstjórans misstu þeir báðir stjórn á bílum sínum. Lenti annar á Ijósastaur og hinn á umferðarvita. Báðir bílamir em stórskemmdir „ef ekki ónýtir" eins og rannsóknar- lögreglan á Akureyri orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Tveir ljósastaurar eyðilögðust svo og götuvitinn. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar er gmnaður um ölv- un við akstur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sigrún Aðalsteinsdóttir, húsvörður, stendur í húsvarðarherberginu við brotnu rúðuna þar sem „næturgesturinn" braut sér leið inn til að ná í lykil að herbergi Þórs. Þangað fór hann inn en virðist ekkert hafa fundið sem hugurinn girntist. Akureyri: Innbrot í íþrótta- hús Glerárskóla Akureyri, 10. febrúar. BROTIST var inn í íþróttahús Glerárskóla á Akureyri um helg- ina. Rúða var brotin á kennara- herbergi en ekki er Jjóst hvort þar var farið inn eða með öðrum hætti. Nokkrar skemmdir vom unnar — rúða á herbergi húsvarða brotin og bikurum sem þar stóðu fyrir innan ratt niður á gólf. Síðan var farið inn í herbergi sem íþróttafélagið Þór hefur til umráða í húsinu en engu var stolið að þvi að talið er. „Aðkoman var ömurleg," sagði Sigrún Aðalsteinsdóttir, húsvörður, sem kom á vakt á laugardagsmorg- un eftir að brotist hafði verið inn. Rannsóknarlögreglan á Akureyri kannar nú málið. Flutt f Brcautcarholt 3 (MJÖLNISHOLT 14) Sýnum 86 línuna í innréttingum frá ^Sr INVFTA í nýju húsnæði ELDASKÁLINN Nóatún BRAUTARHOLTI 3 • NYTT SIMANUMER: 621420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.