Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Ert þú tilbúin íslaginn ? Tæknival hf. er örtvaxandi fyrirtæki á sviði tækniþjónustu og innflutnings. Við leitum því að nýjum starfskrafti. Fyrirtækinu er skipt í tvö svið, tæknisvið og sölusvið. í dag starfa 7 manns hjá fyrirtækinu. Þú þarft: ★ Að hafa góða þekkingu á bókhaldi. Geta séð um innheimtu. Að hafa góða framkomu. Að geta séð um önnur störf er viðkoma innflutningi og sölu. Við bjóðum. ★ Góða vinnuaðstöðu. Góðan starfsanda. Laun eftir samkomulagi. Vinnu hálfan daginn eða eftir samkomu- lagi. Þeir sem hafa áhuga á starfi þessu vinsam- legast sendi inn skriflega umsókn til Tæknivals hf. fyrir 17. febrúar nk. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. TÆKNI ★ ★ ★ ★ ★ ★ VAL Grensásvegi 7, 108 Reykjavik B.O.X.8294 S: 681665, 686064 Framkvæmdastjóri Fyrirtækið er framleiðslufyrirtæki í bygging- ariðnaði. Starfið felst í umsjón með rekstri fyrirtækis- ins ásamt kynningu á framleiðsluvöru til verktaka. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi reynslu af sölu- og stjórnunarstörfum, haldgóða þekkingu á bókhaldi og eigi gott með að vinna sjálfstætt. Kostur er að umsækjendur hafi innsýn eða reynslu varðandi byggingar- iðnað hérlendis. Vinnutími er frá kl. 9.00-17.00. Ráðning er frá og með 1. apríl n.k. Mjög góð laun eru í boði fyrir hæfan starfsmann. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Alleysmga- og ráðnmgaþiónusta Liósauki hf. Skólavordustig' 1a - 101 fíeykjavik - Simi 6? 1355 Lögfræðingur óskast til starfa sem fulltrúi við embættið um skemmri tíma eftir nánari samkomulagi eða til frambúðar. Frekari uppl. veitir undirritaður. Sýslumaður Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, bæjarfógetinn í Ólafsvík, 10. febrúar 1986, Jóhannes Árnason. Fer inn á lang flest 6 flest heimili landsins! raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 15. febrúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslum í þríriti. Fjármálaráðuneytið 7. febrúar 1986. Málverkauppboð Sjötta málverkauppboð Gallerí Borgar í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf., fer fram á Hótel Borg sunnudaginn 16. febrúar nk. og hefst kl. 15.30. Þeir sem vilja koma verkum á uppboðið eru beðnir um að hafa samband við Gallerí Borg sem fyrst, eigi síðar en miðvikudaginn 12. febrúar, svo unnt reynist að koma verkunum inn á uppboðsskrá. Gallerí Borg er opið virka daga frá kl. 10.00-18.00 og 14.00-18.00 laugardaga og sunnudaga. éram*t' BOIICí Pósthússtræti 9. Sími24211. Auglýsing frá tölvunefnd 1. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 39/1985 um kerfisbundna skráningu á upplýsing- um, er varða einkamálefni, er söfnun og skráning upplýsinga sem varða fjárhag eða lánstraust manna og lögaðila óheim- II, nema að fengnu starfsleyfi tölvunefnd- ar, enda sé ætlunin að veita öðrum fræðslu um þau efni. 2. Samkvæmt 1. og 2. mgr. 19. gr. laganna er einstaklingum, fyrirtækjum og stofnun- um, sem annast tölvuvinnslu fyrir aðra, óheimilt að varðveita eða vinna úr upplýs- ingum um einkamálefni, sem falla undir 4. eða 5. gr. eða undanþáguákvæði 3. mgr. 6. gr. nema að fengnu starfsleyfi tölvunefndar. Með tölvuþjónustu er átt við sérhvern starfsþátt í sjálfvirkri gagna- vinnslu með tölvutækni. 3. Samkvæmt 6. gr. laganna er óheimilt að tengja saman skrár, sem falla undir ákvæði laganna, nema um sé að ræða skrár sama skráningaraðila, nema að fengnu leyfi tölvunefndar. 4. Samkvæmt 3. og 7. gr. þarf leyfi tölvu- nefndar til að varðveita skrár eða afrit af þeim í skjalasöfnum. 5. Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laganna er kerfisbundin söfnun og skráning upplýs- inga um einkamálefni til vinnslu eða geymslu erlendis óheimil, nema að fengnu leyfi tölvunefndar. 6. Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laganna skulu þeir sem framkvæma neytenda- og skoð- anakannanir um atriði sem falla undir ákvæði laganna gæta eftirtalinna atriða við kannanirnar: Gera skal þeim, sem spurður er, grein fyrir því hver fyrirspyrjandi er og kynna hinum spurða að honum sé hvorki skylt að svara einstökum spurningum né spurningalista í heild. Séu svörin ekki eyðilögð að könnun lokinni skulu þau geymd þannig frágengin, að ekki megi rekja þau til ákveðinna aðila. Aldrei skal spyrja annarra spurninga en þeirra, sem hafa greinilegan tilgang með hliðsjón af - viðfangsefni því, sem verið er að kanna. Framangreind lög nr. 39/1985 tóku gildi 1. janúar 1986 og féllu þá jafnframt úr gildi lög nr. 63/1981 um sama efni. Þeir sem fengið höfðu starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum skulu sækja um endurnýjun leyfis fyrir 15. feb. 1986. Umsóknareyðublöð fást hjá ritara tölvu- nefndar, Jóni Thors, skrifstofustjóra, c/o Dómsmálaráðuneytið, Arnarhvoli, 101 Reykjavík og þangað skal einnig senda umsóknir. Reykjavík, 5. febrúar 1986. Tölvunefnd, Þorgeir Örlygsson, Bjarni P. Jónasson, BogiJóh. Bjarnason. Verslunarhúsnæði Til leigu er 100 fm mjög gott verslunarpláss á 2. hæð í endurnýjuðum Kjörgarði, Lauga- vegi 59. Upplýsingar í síma 16666 milli kl. 13.00 og 15.00 næstu daga. Skrifstofuhúsnæði Til leigu er um 200 fm skrifstofuhúsnæði á 4. hæð í Kjörgarði Laugavegi 59. Upplýsingar í síma 16666 milli kl. 13.00 og 15.00 næstu daga. Til leigu eða sölu 130 fm skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði á 2. hæð á góðum stað í Breiðholti. Hentar vel fyrirfélagsstarfsemi eða skrifstofur. Tilboð sendist augld. Mbl. fyrir 14. febrúar merkt: „0 — 0232“. Húsaviðgerðir Tökum að okkur breytingar og viðgerðir, trésmíðar, flísalagnir, pípu- og skolplagnir, sprunguviðgerðir. Tilboð eða tímavinna. Símar 72273 eða 81068. liaiiiijil Stálgrindarhús Tilboð óskast í notað eða nýtt stálgrindarhús eða hús úr hliðstæðu efni. Stærð 500-600m 2 og lofthæð 3,5-4,0 m. Tvær stórar hurðir fyrir vörubíla þurfa að vera á húsinu ásamt gönguhurðum. Nánari upplýsingar gefur Magnús Sigurðs- son í símum 95-4690 eða 95-4761. Skagstrendingur hf., Skagaströnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.