Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 32
ACIU MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 Minning: Rúnar Brekkan -f Fæddur 30.janúar 1941 Dáinn 31. janúar 1986 Rúnar vinur minn er horfínn bak við móðuna miklu svo snöggt sem hendi er veifað. Eftir stöndum við / og skiljum ekki ráðstafanir almætt- isins. Ský hefur skjmdilega dregið fyrir sólu og það skarð sem hann skilur eftir sig í hópi okkar sam- ferðafólksins virðist svo stórt og óbrúanlegt. Kannske var það dæmigert fyrir hann að halda á brott með svo skjótum hætti. Þannig voru at- hafnir hans oft í þessu lífí. Hreinar línur. Harín kom hlutunum í kring í einni svipan, slqótráður og afger- andi. Vinátta okkar Rúnars Brekkan hófst fyrri part árs 1979, og hefur haldist óslitið siðan. Það er ekki langur tími, en samt sem áður fínnst mér sjóður minninganna um samveru okkar svo ótrúlega stór. Hann hefði sízt af öllu viljað hafa eitthvert málskrúð eða tildur um sína persónu, en núna þegar ég kveð þennan góða vin, er mér skylt að geta mannkosta hans og þakka það sem hann með nálægð sinni og traustum kynnum gaf mér og ~ ' reyndar öllum sem áttu því láni að fagna að kynnast honum. Rúnar var greindur maður og glöggur á menn og málefni. Hrein- skiptinn og hispurslaus í tali og skoðunum, en þó svo hæglátur og íhugull. Það var enginn vaðall held- ur skarplegar athugasemdir sem allir viðstaddir lögðu eyrun að og tóku mark á. Varla var tekin ákvörðun í nokkru máli á heimili mfnu svo það væri ekki lagt undir hans álit, svo vel treystum við dóm- greind hans. Það er svo margt sem ég vil þakka þessum fágæta vini mínum. Við áttum mörg sameigin- leg áhugamái, ferðalög um fjöll og byggðir. Náttúruskoðanir á sumri og vetri stunduðum við okkur til ómældrar ánægju og nutu sín vel á slíkum stundum þeir kostir hans að geta leyst úr hveijum vanda sem upp gat komið. Glöggskyggn var hann jafnan á fyrirbæri náttúrunn- ar auk þess sem skemmtilegur „húmor“ einkenndi allt hans dagfar. Ekki má gleyma þeim hlutum sem mér lánaðist að fá að vinna með honum og er þá skemmst að minnast samvinnu okkar sl. sumar þegar við ásamt nokkrum vinum og vandamönnum reistum vísi að lítilli gróðrarstöð við Korpu, og var það reyndar upphafíð að draumi okkar um stærri verk. Kom þá enn í ljós hve vel hann kunni til verka, sama að hveiju hann gekk. Það var ótrúlega gaman að horfa á hann vinna. Það líktist næstum göldrum hve laginn hann var, og margir urðu vitni að smíði hans og félaga hans Þorgeirs á litlu fallegu og spræku flugvélinni þeirra, TF ZEN, sem svo sviplega bar hann í orðsins fyllstu merkingu inn í eilífðina þann 31. janúar sl. Þessi litla flugvél var að mestu smíðuð í bílskúmum heima í Drekavogi 10 og bar handbragð hennar frá fyrstu tíð listfengi hans fagurt vitni. Vissulega fór hann ekki varhluta af hinum dökku hlið- um tilverunnar, og víst voru sorgir hans á lífsleiðinni æði margar, en tilfinningar sínar bar hann ekki á torg. Hann hafði sterka réttlætiskennd og tók ætíð svari lítilmagnans. Skýrt dæmi um það var hve litlu bömin sem hann umgekkst og sömuleiðis dýrin áttu greiðan að- gang að hjarta hans. Ekki sóttist hann eftir mannvirðingum né ver- aldarauði en hæfíleikar hans og gáfur vom sá fjársjóður sem ekki tæmdist og við samferðarfólk hans nutum góðs af. Dætumar hans tvær, Laufey og Jóhanna, gáfaðar og glæsilegar stúlkur, sem hver á sinn hátt lfktust pabba sínum, skipuðu ætíð æðsta sessinn í hjarta hans og vom honum tilefni ótal gleðistunda. Guð gefi að hann með lífi sínu, dagfari og allri breytni, verði þeim leiðarljós á vegferðinni og minning- in um þann góða dreng sem þær áttu að föður styrki þær í sorg þeirra yfír hinum sviplega missi. Af Rúnari lærði ég svo ótal margt. Af baráttu hans, sigmm og ósigmm, sig ég uppi með reynslu sem er mér mikils virði og ég þakka honum. Bömin mín og bamaböm áttu í Rúnari hinn tryggasta vin og flyt ég honum þeirra hjartans þakkir. Systkinum hans, öðmm vanda- mönnum og síðast en ekki sízt Laufeyju og Jóhönnu votta ég mína dýpstu samúð. Dagga Við félagar í Flugklúbbi Reykja- víkur vomm harmi slegnir er sú frétt barst okkur að tveir félagar okkar hefðu látist. Þessar spuming- ar koma upp í huga okkar: Af hveiju? Hvers vegna? Guð almátt- ugur skapari vor getur einn gefíð svör við þeim spumingum sem vakna en ljóð eins látins félaga okkar kemur upp í huga okkar. Því eitt sinn verða allir menn að deyja og eftir bjartan daginn kemur nótt ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Mörgum björtum dögum höfum við félagamir eytt saman við flug og umræður um flug. Þegar flug- klúbbur Reykjavíkur var stofnaður tók Haraldur Asgeirsson að sér stjómunarstörf og eins og við var að búast leysti hann öll sín verk vel af hendi. Rúnar Brekkan sýndi af sér öll einkenni góðs félaga, og mörgum stundum eyddum við félagamir á fallegum sumardögum út um allt land áflugsamkomum. „en eftir bjartan daginn kemur nótt“. Við félagar þeirra í fluginu send- um öllum er eiga um sárt að binda okkar innilegustu samúðarkveðjur. Flugklúbbur Reykjavíkur t Móðir okkar, tengdamóöir og amma GUÐBJÖRG KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR frá Veiðileysu, vistkona á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 12. febrú- arkl. 13.30. Ágúst Karlsson, Rut Sigurðardóttir, Pálina Guðlaugsdóttir, Jóna Guðlaugsdóttir, Sveinn Kristinsson, r Benedikt Águstsson, Anna Guðlaugsdóttir, Jón Kristinsson, Kristín Guðlaugsdóttir, Vaidimar Oddsson, Trausti Guðlaugsson, íris Valberg, Fanney Guðlaugsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Hörður Björnsson, Marta Guðlaugsdóttir, Páll Hannesson og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, HARALDAR GUÐMUNDSSONAR, fasteignasala, Móvahlíð 25, Reykjavík, sem iést 2. febrúar sl., fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Marta Tómasdóttir og fjölskylda. Faðir okkar og bróðir, t RÚNAR BREKKAN, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 11. febrúarkl. 10.30. Dœtur og systkini. Rúnar Brekkan var galdramaður til allra verka. Það var unun að sjá hann vinna, hvort heldur hann handQatlaði málm, tré eða vélar. Hann gekk ákveðið til verks og fylgdi störfum hans mikil vinnu- gleði, hvort sem hann vann fyrir sig eða aðra. Rúnar fæddist 1941 að Vegamótum á Djúpavogi, en ólst að mestu leyti upp í Rangárvalla- sýslu. Dauðinn knúði snemma dyra í lífí hans, en hann var aðeins tólf ára þegar hann missti móður sína. Upp úr tvítugu flyst hann til Reykjavíkur og stundaði þar hin ýmsu störf, tengd smíðum alls konar ásamt sjó- mennsku. Hann giftist Laufeyju Engii- bertsdóttur 1965 en hún lést ári síðar og árið þar á eftir sér hann á bak föður sínum. Rúnar var vélsmiður að mennt og hafði auk þess alla hæfileika jámsmiðs, vélvirkja, trésmiðs og uppfinningamanns. Það votta þeir fjölmörgu hlutir sem hann smíðaði oggerði við á annars skammri ævi. Hann hafði mikið yndi af flugi og stolt hans var listavel smíðuð einkaflugvél sem hann fullgerði 1983, sama ár og hann tók einka- flugmannspróf. Hann naut þeirra frístunda sem hann gat varið í flug- ið og hlakkaði til þeirra ferða sem framundan voru. En sú tilhlökkun varð skammvinn þegar hann fór í sína hinstu ferð þ. 31. janúar sl. Mín trú er samt að draumar hans eigi eftir að rætast þó að á nýjum stað sé. Dætrum Rúnars, Jóhönnu og Laufeyju, ásamt aðstandendum öðrum, votta ég mína dýpstu sam- úð. Þorgeir Gunnarsson Súsanna Guðjóns- dóttir - Minning Fædd 11. febrúar 1891 Dáin 31. janúar 1986 í dag verður til moldar borin Súsanna Guðjónsdóttir, sem lengst átti heimili að Stórholti 24 í Reykja- vík. . Hún fæddist í Hólmsbæ á Eyrar- bakka 11. febrúar 1891. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón bók- haldari og sparisjóðsstjóri Ólafsson og Margrét Teitsdóttir. Önnur böm þeirra voru: Karl og Þorgils, sem dóu ungir, Ásgrímur, Ásjaug, Guð- ríður, Þuríður, Guðríður Ásta, Alex- ander, Sigþór, Hólmfríður, Konráð og Teitur Kristinn, sem öll eru látin. Súsanna ólst upp á þessu mann- marga heimili sem Hólmsbær var. Þar voru tii heimilis auk foreldra og systkina: Jómnn Þorgilsdóttir, móðir Guðjóns, Ambjöm, bróðir Guðjóns og Kristrún, móðir Mar- grétar. Auk þess vom gestir tíðir, því að skyldmenni og vinir úr sveit- unum, sem verzluðu á Eyrarbakka, vom ætfð velkomnir í Hólmsbæ. Þar sem Súsanna var elsta systir- in, má nærri geta að það hefur verið mikið starf fyrir hana á heim- ilinu, en það starf innti hún af hendi með sama dugnaði og elju og annað, sem hún tókst á hendur. Hugur Súsönnu stóð til náms og mennta. Hún fór aldrei í bama- skóla. Hólmsbæjarheimilið var eins konar menntastofnun þar sem allt var lesið og lært, sem hægt var að komast yfír. Súsanna var greind kona og aflaði sér fróðleiks um menn og málefni allra tfma. Hún fluttist til Reykjavíkur ung stúlka og lærði karlmannafata- saum, en fatasaumur var hennar ævistarf. Súsanna Guðjónsdóttir giftist Sigurði Þórðarsyni sjómanni 1920. Þau skildu síðar. Þau eignuðust þijár dætur: Margrét, sem bjó í Noregi og er nú látin og Sigríður og Guðlaug Erla, sem búa í Reykja- vík. Bamaböm Súsönnu urðu átta og bamabamabömin em orðin sautján. Flestir afkomendur hennar hafa átt því láni að fagna að fá að dvelja hjá henni um lengri eða skemmri tíma og hefur það orðið þeim gæfuríkt. Eftir að þau Sigurður slitu sam- búðinni, var yngsta dóttirin nokk- urra mánaða gömul, en það er Guðlaug Erla, sem er þroskaheft. Súsanna barðist áfram með telpum- ar sínar þijár. Hún vann við fata- saum heima, því að hún átti ekki heimangengt. Eldri telpumar hlutu þá skólagöngu, sem þá var algen- gust, en sú yngsta fékk alla um- hyggju og tilsögn sem hægt var að veita þroskaheftu bami á þessum árum. í nokkur ár starfaði Súsanna sem vörður við salemin í Gijótagötu í Reykjavík ásamt Hólmfríði systur sinni. Þegar Súsanna fann aldurinn færast yfir sig, tók hún þá ákvörðun að vista Guðlaugu Erlu í Skálatúni, heimili fyrir þroskahefta. Upp- bygging þessa heimilis var siðan hennar helzta áhugamál og lagði hún þar mikið af mörkum. Þó að Súsanna hafí alltaf unnið mikið, gaf hún sér alltaf tíma til þess að koma á mannamót og hitta vini sína. Hún var vinamörg, sem ekki var óeðlilegt, því fólk sóttist eftir félagsskap hennar. Allir, sem áttu samskipti við hana, fóru betri menn af hennar fundi. Mjög mikil vinátta ríkir meðal systkinabama Súsönnu og má ör- ugglega þakka henni það, að hinum systkinunum ólöstuðum. Þau litu ávallt upp til hennar og sóttust eftir félagsskap hennar. Þegar foreldrar undirritaðrar fluttu til Reykjavíkur, stóð heimili Súsönnu þeim opið. Mun það ætfð verða þakkað og virt. Með Súsönnu er horfín ein per- sónana af aldamótakynslóðinni, sem með dugnaði og elju leiddi okkur, sem miðaldra erum, inn í þetta veimegunarþjóðfélag. Við mættum una vel, ef okkar kynslóð skiláði svona vel af sér hlutverkinu og hin svokallaða aldamótakynslóð gerði. Við kveðjum í dag baráttukonu, sem með dugnaði, kjarki og g eind stóð af sér marga erfiðleika, sem við nútímafólk eigum erfítt með, þrátt fyrir opinbera aðstoð, sem ekki þekktist á hennar tímum. Megi minning hennar lifa. Margrét Sigþórsdóttir Ágæt frændkona, Súsanna Guð- jónsdóttir, er nú kvödd háöldruð úr þessum heimi. Hún fæddist á Eyrarbakka 11. febrúar 1891. Faðir hennar var Guðjón Ólafsson í Hólmsbæ, bókari í Lefolii-verzlun. Foreldrar Guðjóns voru Ólafur Jónsson bóndi á Snotru í Landeyjum og kona hans Jórunn Þorgilsdóttir Jónssonar á Rauðnefs- stöðum á Rangárvöllum. Móðir Sús- önnu, kona Guðjóns, var Margrét Teitsdóttir frá Stokkseyri, systir hins kunna hagyrðings Magnúsar Teitssonar. Súsanna átti 12 systkini. Af systkinahópnum náðu 11 fullorð- insárum. Var Súsanna elzt af þeim og lifði lengst, vantaði aðeins fáa daga á 95 ára aldur, en sá afmælis- dagur hefði einmitt orðið nú í dag. Margt og misjafnt hefur hún reynt á langri ævi. Eins og algengt var um unglingsstúlkur á þeim árum réðst hún til vinnukonustarfa á ýmsum heimilum. Þar á meðal vil ég nefna, að um þó nokkurt skeið var hún hjá foreldrum mínum í Engey. Frá þeim árum er mér í minni að hún hafí haft mig, krakka- orm, á höndum og verið mér góð. Sanna var ljúf f lund, hugulsöm og vildi öllum vel. Má sem dæmi nefna hve hugsunarsöm og natin hún var við frænku sína, Þuríði Halldórs- dóttur, þegar hún gerðist ellimóð. Súsanna var nettvaxin, lipurleg og fíngerð, og snilldarbragur var á öllum handaverkum hennar. Hún var greind og vel gefín, merkilega minnug á smátt og stórt og hélt sínu ágæta minni til dánardægurs, enda vel vakandi og fylgdist með fram á síðustu stund. Einnig mátti það vekja aðdáun, hve trygglynd hún var og lét sér annt um velfamað og líðan frændfólks og vina. Súsanna giftist Sigurði Þórðar- syni frá Austurvelli á Kjalámesi. Hann stundaði lengst af sjó- mennsku. Þau eignuðust þijár dætur; Margréti, Sigríði og Guð- laugu Erlu. Fyrir mína hönd og systra minna vil ég senda aðstandendum samúð- arkveðjur. Halldór Vigfússon Leiðrétting í niðurlagi minningargreinar um Ingólf B. Jónsson í blaðinu á sunnu- daginn féll niður eitt lítið orð í kveðjuorðum Áma Gunnlaugsson- ar. Setningin á að vera svona: Ég þakka honum samvemstundimar og kynnin. Þau gleymast ekki í sjóði minna ljúfustu endurminninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.