Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 1 t Dóttirokkar, GUÐLAUG BJÖRG PÁLSDÓTTIR, lést af slysförum þann 9. febrúar. Ólöf Karvelsdóttir, Páll Pálsson. t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, JÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR frá Patreksfiröi, Álfaskeiöi 64, Hafnarfirði, lést þann 8. febrúar á Sólvangi. Útförin auglýst síðar. Þór Oddgeirsson, Ásdfs Finnbogadóttir, Geir Oddgeirsson, Guörún Oddgeirsdóttir, Gunnar Valdimarsson, Freyr Oddgeirsson, Örn Oddgeirsson, Auður Þórisdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðirog afi, MATTHÍAS HELGASON, Skólavegi 14, Keflavik, lést í Borgarspítalanum 9. febrúar. Stefanfa Bergmann, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, JÓN EINARSSON frá Húsatóftum, Grindavík, andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur 8. febrúar sl. Valdimar Einarsson, Sólveig Einarsdóttir, Þórhallur Einarsson, Einar Kr. Einarsson. t Látinn er í Perth, Ástralíu, eiginmaöur minn og faðir okkar, RICHARD DOELL. Olga Doell, Robert Doell, Alan Doell, Arndís A. Doell, Eric Doell. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN GUÐLAUGSSON, fyrrverandi bifreiðarstjóri á Þrótti, andaðist 9. febrúar í Hrafnistu, Hafnarfirði. Margrét Sveinbjörnsdóttir, tengdasonur og barnabörn. SkreytingarGRÓÐRAsröDIN GARÐSHORN SS SUÐURHLÍD 35 SÍMI 40500 Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Minning: Kristbjörg Arna- dóttir fóstra Fædd 27. maí 1901 Dáin 3. febrúar 1986 Aldamótamennimir em nú sem óðast að hverfa af sjónarsviðinu. Þegar samferðamennimir hverfa snögglega til nýrra heimkynna þá finnst okkur stundum sem ský dragi fyrir sólu og dapurleiki sæki að okkur við nálægð dauðans. Við þurfum stundum að átta okkur. Þannig fór fyrir mér þegar ég frétti um lát vinkonu minnar og velgerð- arkonu, Kristbjargar Amadóttur fóstm, en hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. febrúar sl. Eg vissi að vísu að hún gekk ekki heil til skógar hin sfðari ár, en ég hélt ekki að dauðinn væri svona nærri. En dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér, og enginn ræður sínum næturstað. Kristbjörg Ámadóttir sem nú kveður var fædd og uppalin í Hró- arstunguhrepp á Fljótsdalshéraði. Hún fæddist í Heykoltsstað en þaðan fluttist hún með foreldmm sinum að Straumi 1908 og loks að Blöndugerði 1915, en öll em þessi býli í sömu sveit. í Blöndugerði dvaldist Kristbjörg þar til hún hleypti heimdraganum um 1920. Kristbjörg var komin af merku mannkostafólki á Héraði. Móðir hennar var Þuríður Kristjánsdóttir Kröger stórbónda og kirkjusmiðs á Hvanná á Jökuldal og konu hans Elínar Margrétar Þorgrímsdóttur prests í Hofteigi. Faðir Kristbjargar og eiginmaður Þuríðar var Ami Ámason búfræðingur sonur Ama Jónssonar dannebrogsmanns og konu hans Svanlaugar Bjömsdótt- ur. Þau hjón Ámi og Svanlaug bjuggu á Þverá í Vindhælishreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar Kristbjargar þau Ámi og Þuríður eignuðust sjö böm, af þeim náðu fjögur fullorðinsaldri, Emil Jóhann, bóndi í Blöndugerði, lést 1964, Svanlaug, sem fórst af hesti í Eyvindará skömmu eftir að hún hafði gifst ungum bónda á Héraði, Sigríður, fyrrverandi forstöðukona Elliheimilisins á Akranesi, dvelur nú í Dvalarheimilinu Höfða á Akra- nesi, og Kristbjörg, sem nú er kvödd. Systkinin þijú sem eftir lifðu héldu ætíð nánu og ástríku sam- bandi. Kristbjörg giftist ekki og ól ekki böm en það átti fryir henni að liggja að gegna því kærleiksríka hlutverki að koma móðurlausum bömum sem áttu í vanda í móðurstað. Eftir að Kristbjörg hleypti heim- draganum frá Blöndugerði gegndi hún vinnukonu- og ráðskonustörf- um á ýmsum stöðum m.a. var hún í nokkrar vertíðir matráðskona í sjóbúð skipshafnarinnar á mb. Ingólfí í Sandgerði. En bestar átti Kristbjörg minningar um vist sína hjá tveim heiðurshjónum, þeim Sigríði og Þorsteini Jónssyni kaup- t Fósturmóðir okkar, ÞÓRUNN JÓSEPSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavfk, sem lést 2. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 11. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Auðunn Viggósson, Guðbjörg Katrfn Viggósdóttir, Margrét Viggósdóttir, t Tengdasonur minn, ROBERT SHULTZ, Pennsylvania, Bandarfkjunum, er látinn. F.h. eiginkonu hans, Rósu Gísladóttur Shultz, Arndfs Þórðardóttir, Þórsgötu 12, Reykjavík. t Sonur okkar, stjúpsonur og bróðir, ÞÓR ERLINGSSON, Hverfisgötu 9, Hafnarfirði, sem lést af slysförum 1. febrúar, verður jarðsunginn í Hafnarfjarð- arkirkju þriðjudaginn 11. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda, Erlingur Einarsson, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Gunnar í. Guðmundsson og systkini. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundamafni. félagsstjóra á Reyðarfírði og Þór- unni og Pétri Magnússyni banka- stjóra og ráðherra. Bæði áttu þessi hjón það sammerkt að eiga stóran bamahóp sem Kristbjörg hélt mikið upp á og þau héldu ætíð við hana tryggð. Frá Þórunni og Pétri Magnússyni fór Kristbjörg, 1941, til Jóns Hoff- mann, sem þá hafði nýlega misst konu sína frá nýfæddri dóttur Önnu, en á heimilinu ríkti þá neyð- arástand vegna þess að ekki hafði tekist að fá konu til að hugsa um bamið. Þó að ár Kristbjargar yrðu ekki mörg hjá Jóni Hoffmann varð samband Önnu og Kristbjargar ástríkt og náið sem varði ævilangt báðum til heilla. Sá maður sem reyndist Kristbjörgu mest og best í einsemd ellinnar var Jón Rafnar Gunnarsson, sonur Önnu, sem heimsótti hana vikulega um árabil. Það var Kristbjörgu hamingju- stund árið 1953 er hún eignaðist fósturdótturina Sigríði Ámý Bene- diktsdóttur, þáþriggja ára. Sigríður Ámý dvaldist hjá fósturmóður sinni þar til að hún kvæntist. Böm henn- ar, þau Ámi Þór, Anna Bima og Baldur Már, voru augasteinar ömmu sinnar. Sigríður Amý og maður hennar Helgi Baldursson viðskiptafræðingur voru Krist- björgu afar kær og hjálparhellur á ævikveldi. Fyrsta febrúar 1947 urðu tíma- mót í lífí Kristbjargar því þá hóf hún nám í Uppeldisskóla Sumar- gjafar nú Fóstruskóla íslands. Eftir að hún lauk þar námi 1949 starfaði hún í nær tvo áratugi á dagheimil- um borgarinnar. Að þeim starfsdegi loknum svo lengi sem kraftar entust starfaði Kristbjörg um árabil við að aðstoða aldraða í heimahúsum á vegum heimilishjálpar borgarinn- ar. Farsælu ævistarfí er lokið en eftir lifír minningin um góða konu og samferðamann. Eyþór Þórðarson Kvenréttinda- félag íslands: Hádegisfund- ur í Litlu- Brekku Kvenréttindafélag íslands gengst fyrir hádegisfundi i Litlu-Brekku á morgun, miðviku- dag. Fjallað verður um fyrir- hugaðar sveitarstjórnarkosning- ar og hlut kvenna í þeim. Málshefjendur verða þær Kristín Ólafsdóttir varaformaður Alþýðu- bandalagsins, Þómnn Gestsdóttir formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna og Áslaug Brynjólfs- dóttir sem sæti á í kjömefnd Fram- sóknarflokksins í'Reykjavík. Fund- urinn er öllu áhugafólki opinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.