Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 ^Sarrtk-usiemí mínum útirei kn/ngi 'e^ 3S"7 Og \>(J 3 52>." ást er___ ... að eyða ævinni saman TU Reg. U5. Pat. Ott -all rlghts reservw) » 1982 Los Angetes Tknes Syndicate Ég er farin fyrir fullt og allt. Og vertu nú ekki að sáldra sigarettuösku um allt! Með morgunkaffínu Viltu ekki lita hárið brúnt. Það er í stíl vð sósulitinn! HÖGNI HREKKVÍSI HEATHCLIFF _______ „þb etzr hibxs til-skammar nú Þeöae/ Þj óðaratkvæðagr eiðslu um fjölgun þingmanna Á ekki litli maðurinn, en á honum hvílir skattgreiðslan mest, að fá að segja sitt álit á hvort að fjölga eigi þingmönnum? Lávarðadeildina skipa nú 30 menn og þeir fá yfir 40 þúsund krónur á mánuði. Venju- legir starfsmenn sem eru búnir að vinna 40 ár hjá ríkinu fá rúmlega 23.000 krónur, þó að þeir hafi ekki tekið sín ellilaun fyrr en 70 ára að aldri. Ég legg til að þjóðaratkvæða- ■ greiðsla verði látin fara fram um þetta mál. Ekki er hægt að bæta sköttum á litla manninn, nógir eru þeir samt. Nú hækka óbeinu skatt- amir líka því ríkið þarf sitt, yfir- byggingin er fram úr hófi. Ó, að við ættum Ólaf Thors og Bjama Benediktsson núna, þá kvæði við Ég er ein af þessum eldri borgur- um sem fór með ferðaskrifstofunni Sólarflug til Tenerife 8. janúar. Ég ætla að benda fólki á að athuga vel sinn gang áður en það kaupir miða þar, því allt sem mér var sagt stóðst ekki. Ekki einu sinni var ég annan tón, eða Jón á Reynisstað og Pétur Ottesen. Sjálf stæðiskona komin á það hótel sem ég pantaði þegar ég fór heim eftir marga flutn- inga. Ferðin til útlanda tók 15 klukkUstundir og auðvitað nætur- flug en átti að vera dagflug. Það var sama sagan heim aftur. Kristín Sigmundsdóttir. Það stóðst ekkert Víkverji skrifar Víkveiji varpaði þeirri spurn- ingu fram í þættinum hér síð- astliðinn laugardag, hvort það væri til of mikils mælzt, að kjarabætur til fólks í formi lækkaðs olíu- og benzínverðs skiluðu sér til neyt- enda. Raunar var spumingunni beint til viðskiptaráðherra landsins. Til skamms tíma kostaði bensínlítr- inn 35 krónur, en lækkaði um eina krónu nú nýverið. En á meðan lítr- inn kostaði 35 krónur var innkaups- verð á hvetjum lítra aðeins 8 krón- ur. Það þýðir að álögur ríkisins, dreifingarkostnaður og álagning oiíufélaganna voru rúmlega 77% af verðinu, sem bíleigandinn greiðir hér frá bensíntanki. Á föstudag mátti lesa í Morgun- blaðinu úttekt á olíumálum undan- farið og á forsíðu var frá því skýrt að olíumálaráðherra Kuwait spáði því að olíufat.ið færi að verðgildi á alþjóðamarkaði niður í 10 Banda- ríkjadali. Verði slík lækkun á næst- unni er hún æði mikil frá því er verðið var hæst fyrir nokkrum mánuðum. Ekki er langt síðan olíu- fatið var selt á 30 dali. Nú segja þeir vísu menn, sem selja olíu og benzín á íslandi að útilokað sé að búast megi við því að svo gífurleg lækkun verði á benzíni, en geri menn ráð fyrir því að lækkunin eigi sér stað og inn- kaupsverð á þessari dýrmætu orku falli jafnmikið og verðið á olíufat- inu, ætti sambærilegt innkaupsverð að verða 2,67 krónur. Þá yrðu opinber gjöld, dreifingarkostnaður og álagning, sem hækkar verðið hér heima, komin yfir 90%, þ.e.a.s. bíleigandi greiddi í raun ríkinu andvirði hverra níu lítra í skatt af hverjum tíu, sem hann keypti. Ummæli Guðrúnar Helgadóttur alþingismanns hafa að vonum vakið mikla athygli. Hún segist ekki geta lifað af laununum sínum, þrátt fyrir að hún hafi 40 þúsund krónur, þegar hún hafi staðið ríkinu skil á því sem því ber. Þetta eru mun hærri laun, en fjöldi fólks verður að láta sér nægja. En þegar talað er um lág laun, þá mega menn og minnast þess að ýmis launatengdur kostnaður hækkar útgjöld atvinnuveganna um rúm 32% og hefur gert lengi. Getur verið að verkalýðsfélögin hafi verið of gjörn á að safna í sjóði fjármunum, sem síðan brenna upp í verðbólgu, í stað þess að láta fólkið njóta þeirra á líðandi stundu? Væru 25.000 króna laun hækkuð um 32% fást út 33.000 króna laun. xxx Iforystugrein Morgunblaðsins á laugardag var sérstaklega fjallað um lyfjakostnað og verðskyn. Til- efnið er grein eftir Signrbjörn Sveinsson, sem spurði, hvort unnt væri að spara 400 milljónir króna á ári í lyfjakostnaði Trygginga- stofnunar ríkisins og er spumingin byggð á athyglisverðum mismun í lyfjanotkun landsmanna. Reykvík- ingar nota lyf, sem eru 212% dýrari en Skagfirðingar. Þarna er greini- lega um eitthvert kýli að ræða, sem vert væri að stjómvöld styngju á. Fyrir allnokkru benti Víkvetji á að sjúklingur einn, sem hann þekkti til, hafi fengið lyf afgreidd yfir búðarborðið í apóteki fyrir nokkur hundmð krónur, en lyfin kostuðu samtals 30.000 krónur. Víkveiji krafðist þess þá, að mönnum yrði gert ljóst, hvert verðmæti þeirra lyfja væri, sem þeir fengju afgreidd. Að afhenda mönnum lyf, sem em tugþúsunda virði og láta þá borga um 300 krónur fyrir þau, er hið sama og að eyðileggja allt verðskyn þeirra, sem nota eiga lyfin. Við- skiptavinur Tryggingastofnunar- innar á í þessu tilfelli kröfu á að fá vitneskju um verðmæti lyfsins. XXX Kosningarnar á Filippseyjum em einhver sorglegasti skrípa- leikur, sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að á síðustu ámm. Undir yfirskyni lýðræðis em kosningatöl- ur falsaðar, haft er rangt við og þeir, sem að þessum skrípalátum standa roðna ekki einu sinni, þegar þeir standa frammi fyrir heims- pressunni og skýra frá málum. Spillingjn er þama í sínu æðsta veldi. Þegar þetta er skrifað hafa báðir forsetaframbjóðendurnir lýst yfir sigri sínum — en hvemig skera á úr um hvor verður forseti, verður líklegast aðeins gert með valdi. XXX Nú er kominn 11. febrúar og liðinn sá frestur, sem skatt- stjórar landsins hafa sett skatt- greiðendum landsins til þess að tí- unda tekjur sínar. Vonandi er að allir hafi getað skrifað undir skatt- framtalið „að viðlögðum dreng- skap“ eins og þar stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.