Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 35.tbl.72.árg. MIÐVIKUDAGUR12. FEBRUAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Líkamann má hlekkja en ekkí mannsandann" Berlln, Tel Aviv, 11. febrúar. AP. SOVÉSKI andófsmaðurinn og gyðingurinn Anatoly Shcharan- sky gekk yfir Glienicke-brunna milli Vestur-Berlínar og Pots- dam í Austur-Þýskalandi í dag og hvert spor sem hann skildi eftir á snævi þakinni jörðinni markaði áfanga í frelsisátt. Þar með var endi bundinn á níu ára fangelsisvíst, sem varð eitt um- talaðasta mannréttindamál f heimi. „Hann var frá sér numinn af fögnuði yfir frelsinu. Hann hló og gerði að gamni sínu," sagði sendi- herra Bandaríkjanna í Vestur- Þýskalandi, Richard Burt, eftir að skiptin höfðu farið fram. Átta klukkustundum eftir að hann var látinn laus kom Shcharan- sky til ísraels. Við komuna þangað sagði hann: „Ég á erfitt um mál núna. Ekki aðeins vegna fákunn- áttu minnar í hebresku heldur vegna tilfinninga, sem engin orð fá lýst." Þegar hann var spurður um framtíðaráætlanir sínar svaraði hann: „Mig langar til að lifa kyrr- látu lífi með konu minni." UmSovétmenn sagði Shcharan- sky: „Ég veit ekki hvað hefur gerst undanfarna daga, en ég veit hvað þeir hata okkur (andófsmenn af gyðingaættum). Og ég veit að þeir óska að þessi dagur hefði aldrei risið." Shcharansky og Shimon Peres, forsætisráðherra Israels, töluðu við Reagan, Bandaríkjaforseta, í beinni sjónvarpsútsendingu og óskaði Reagan Shcharansky til hamingju. Það er hægt að setja líkamann í hlekki, en það er ekki hægt að fangelsa mannsaridann, sagði Peres og kvað Shcharansky bera því órækt vitni. Skipt var á Shcharansky og þremur njósnurum Austantjalds- landanna annars vegar og fimm njósnurum Vesturveldanna hins vegar. Að ósk Bandaríkjamanna gekk Shcharansky einn yfír brúna Sovéski andóf smaðurinn Shcharansky kominn til ísraels AP/Símamynd Sovézki andófsmaðurinn Anatoly Shcharansky og Ayital kona hans sjást hér brosandí og hamingjusöm skömmueftir komuþeirratilBenGurion-flugvallar í fsrael ígær. líkur á því að Andrei Sakharov yrði látinn laus ef viðbrögð Vesturveld- anna við því að Shcharansky var sleppt yrðu j ákvæð. Eftir stutta töf á Tempelhof- flugvelli f Vestur-Berlín flaug Shcharansky til Frankfurt þar sem fagnaðarfundir urðu með honum og konu hans, Avital. Frú Shchar- ansky kom til Frankfurt tæpum tveimur klukkustundum á undan manni sínum. Að sögn Wolfgangs Schwalm, talsmanns flugvallarstjóra, báðu bæði bandarfsk og ísraelsk yfirvöld um að ekki yrði greint frá fundum þeirra hjóna og sagði Schwalm aðeins að þau hefðu heilsast. Á flugvellinum í Frankfurt var Shcharansky afhent ísraelskt vega- bréf. Hann sótti um fsraelskan ríkis- borgararétt 1974 og fékk hann um hæi. Frá Frankfurt héldu Shcharan- sky-hjónin til Tel Aviv þar sem höfðinglega var tekið á móti þeim. Fangaskiptin tóku þrjá stundar- fjórðunga. Hinir fangarnir, sem sleppt var til Vestur-Berlínar, flugu til Miinchen til yfirheyrslna hjá vestur-þýsku leyniþjónustunni. Sjá einnig „Fangaskiptin á Glienicke-brú" á síðum 24 og 25. til að leggja áherslu á sérstöðu hans í þessum skiptum. Shcharansky hafði engan faK- angur meðferðis við komuna til Vestur-Berlínar og hann fékk ekki að vita fyrr en við komuna til Austur-Berlínar að hann yrði látinn laus. Andófsmaðurinn lét vel af sér og kvartaði ekki undan heilsubresti. Fregnir höfðu borist af því að heilsu Shcharanskys hefði hrakað í fanga- vistinni. Þetta er fyrsta sinn, sem fjölmiðl- ar hafa fengið að fylgjast með fangaskiptum milli austurs og vest- urs á Glienicke-brúnni.' Austur-þýski lögfræðingurinn Wolfgang Vogel, sem skipulagði brottför Shcharanskys, sagði góðar Kosningarnar á Filippseyjum: Talning tefst á þingi - enn ókyrrt í landinu Manila, 11. febrúar. AP. ÞJÓÐÞING Filippseyja gerði sig í dag liklegt til að hefja talningu atkvæða í f orsetakosningunum á föstudag. Hætt var við talning- una áður en eitt einasta atkvæði Shcharansky við komuna til Tel Aviv: Gleymum ekki öllum hinum sem eftir urðu ÞETTA var mjög hátíðleg stund og þrungin sterkum til- finningum. Shcharansky var klökkur við komuna, svo að hann átti erfitt um mál í fyrstu. En síðan brutust út niik.il fagn- aðarlæti og mannfjöldinn tók að syngja hástöf uni. Þannig lýsti Björgólfur Gunn- arsson í Tel Aviv komu Anatolys Shcharanskys til Ben Gurion- flugvallar þar, en hann kom þang- að síðdegis í gær. Um 5.000 manns voru á flugvellinum til þess að fagna Shcharansky, þeirra á meðal Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, og Yitz- hak Shamir, utanríkisráðherra. „Ég er innilega glaður yfir að vera kominn," sagði Shcharansky, en bætti síðan við með áherzlu alvarlegur í bragði: „En gleymum ekki öllum hinum, sem eftir urðu." Shcharansky lét ekki frá sér fara neina yfirlýsingu á flugvellin- um, en lét í ljósi þakklæti til þeirra mörgu, sem barizt höfðu fyrir frelsi hans, sagði Björgólfur Gunnarsson að lokum. hafði verið talið vegna þess að meirihlutí þingmanna var fjar- verandi. Bandaríska sendinefnd- in, sem í gær sneri heim frá Filippseyjum, greindi Reagan, Bandarikjaforseta, frá ofbeldi og kosningasvikum og sagði að Marcos, forsetí, væri greinilega fær um að ráða úrslitum kosn- inganna. Corazon Aquino, mótframbjóð- andi Marcosar, bað í dag „vini sína erlendis" um að hjálpa sér að halda sigri sínum og sagði að það yrðu mistök að styðja „fallvaltan ein- ræðisherra". Marcos sakaði Coraz- on um að sýna „barnalegt bráð- lyndi". Kosningastjóri Corazon í Anti- que-héraði, Evelio Javier, var í dag skotinn til bana fyrir utan ráðhúsið í héraðinu. 98 þingmenn þarf til að ákvörð- unarbær meirihluti sé á þinginu í Manila. Er leið á daginn hurfu þingmenn stjórnarandstöðunnar úr þingsölum á fund Corazon og varð að fresta talningu atkvæða þangað til á morgun, miðvikudag. Kosninganefnd ríkisstjórnarinn- ar, Comelec, segir nú að Marcos hafi 52 prósent fylgi og Corazon 48 prósent eftir að talin hafi verið atkvæði í 53 prósentum kjördæma. Namfrel, samtök óháðra borgara, sem berjast fyrir heiðarlegum kosn- ingum, segja aftur á móti að Coraz- on hafi hlotið 52 prósent atkvæða og Marcos 48 prósent eftir að talin hafi verið atkvæði í 64 prósentum kjördæma. Formenn bandarísku sendinefnd- arinnar, sem fór til að fylgjast með kosningunum á Filippseyjum, vildu ekki ganga svo langt að segja kosningarnar ómarktækar vegna misferlis er þeir greindu Reagan frá eftirlitsför sinni. „Við ætlum ekki að segja neitt, sem Marcos gæti fært sér í nyt til að lýsa kosningarnar ógildar," sagði Richard Lugar, öldungadeildarþing- maður og annar formanna sendi- nefndarinnar. Sjá einnig „Cory hefur vakið okkur..."ásíðul5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.