Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR1986 XII. Reykjavíkurskákmótið: Indónesinn sem kom inn úr kuldanum Lítt þekktur Indónesi, sem enginn vissi að kæmi, lagði Miles að velli Morgunblaðið/Júlíus. Davíð Oddsson, borgarstjóri, leikur fyrsta leikinn fyrir Mikhail tal. Þorsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksambandsins fylgist með. LÍTT þekktur Indónesi, Utut Adianto, kom öllum að óvörum inn úr kuldanum í keppni úr- valsliða Norðurlanda og Banda- ríkjanna í Menntaskólanum við Hamrahlíð og spurði forráða- menn Skáksambands íslands hvort hann mætti vera með á Reykjavíkurskákmótinu. Jú, menn héldu það væri í lagi og Indónesinn var skráður í mótið. í gærkvöldi tefldi Indónesinn við breska stórmeistarann Anthony Miles og lagði hann að velli í 1. umferð XII. Reykja- vikurskákmótsins. Miles var að vonum sneyptur, en bar sig vel. „Ég vildi hann hefði ekki sýnt sig,“ sagði Miles við blaða- Skák Bragi Kristjánsson FJÖLDI þekktra skákmeistara teflir á XII. Reykjavíkurskák- mótinu, sem hófst á Hótel Loftleiðum i gær. Nefna má Tal og Geller frá Sovétríkjun- um, Larsen (Danmörku), Seirawan, Christiansen, Alburt, Byrne, Reshevsky, deFirmian (allir frá Bandarikjunum), Cheorghiu (Rúmeníu), Quinte- ros (Argentínu), Miles (Eng- landi). Af upptalningunni sést, að mótið er geysisterkt og verður gaman að fylgjast með baráttu okkar sterkustu skákmanna, Helga, Margeirs, Jóhanns, Jóns L., Karls og Sævars við þessa sterku skákmeistara. Athyglisvert er, að meðal keppenda er fyrrverandi heimsmeistari, Tal, heims- meistari unglinga, Dlugy, og fjórir fyrrverandi heimsmeist- arar unglinga, Miles, Seirawan, Hansen og Gheorghiu. Fyirverandi heimsmeistari, Mikhail Tal, teflir nú á íslandi í þriðja skiptið. Fyrri heimsóknir hans eru skákunnendum enn í fersku minni, því maðunnn teflir óvenju skemmtilega. í fyrstu umferð mótsins nú tefldi Tal með hvítu gegn Jens Kristiansen, al- þjóðlegum meistara frá Dan- mörku. Tal tefldi að sjálfsögðu til sóknar og gat ekki stillt sig um mann Morgunblaðsins að lok- inni skákinni og bætti við: „Ég var sleginn skákblindu - hrein- lega lék mig í mát.“ Augu manna beindust að Mik- hail Tal, sem fyrir 22 árum heillaði íslendinga með snilldartafl- mennsku á I. Reykjavíkurskák- mótinu þegar hann lagði hvem andstæðinginn af öðrum að velli með glæsilegum fléttum og fóm- um. Ahorfendur fögnuðu honum innilega í upphafi móts þegar Þorsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksambandsins, kynnti hann og Davíð Oddsson, borgarstjóri, lék fyrsta leikinn fyrir Tal. Tal fómaði manni í tvísýnni stöðu gegn Dananum Jens Krist- að bjóða Dananum að setja á tvo menn með peði: Svartur lék: 1. — f6 og framhaldið varð: 2. Rxg6 — fxg5, 3. Hxf8+ — Dxf8,4. De4 - Df6 Daninn lætur ekki rugla sig í ríminu. Nú hótar hann 5. — Dxd4+ o.s.frv. 5. Hf2 Ekki gengur 5. Rf5 — Dxg6, 6. Rxe7+ — Rxe7, 7. Dxb7 — Bxd4+, 8. Khl — Hf8 og svartur vinnur létt. 5. — Dxd4 Svartur gat reynt að tefla til vinnings með 5. — Db6. 6. De6+ - Kh7, 7. Dh3+ - Kg8, 8. De6+ og keppendur sömdu um jafntefli. Heimsmeistari unglinga, Max- im Dlugy, byijaði mótið á heldur óskemmtilegan hátt. Hann hafði iansen. „Hann ætlar að vinna allar skákir með fómum og djöful- gangi," varð Jóhanni Þóri Jóns- syni, ritstjóra tímaritsins Skákar að orði, en hann reyndist ekki sannspár. Tal varð að sætta sig viðjafntefli þegar í 1. umferð. Að lokinni skákinni við Tal spurði blaðamaður hvort sagan frá 1964 endurtæki sig ekki - hvort hann hygðist ekki leggja alla andstæðiga sína að velli. Tal brosti kankvíslega og sagði: „Að sjálfsögðu reyni ég að gera mitt besta," og bætti svo við brosandi - „talaðu við mig að loknum 11 umferðum." Ýmis óvænt úrslit litu dagsins svart gegn Karklins, Bandaríkja- manni ættuðum frá Sovétríkjun- um. Eftir 11. leik Karklins, sem hafði hvítt, kom þessi staða upp: Dlugy lék alveg grandalaus 10. — Be6??? og tapaði drottningunni eftir 11. Ba5 — Rg4, 12. Del og gafst upp tíu leikjum síðar. Helgi Ólafsson byijaði mótið með snotrum sigri á Askeli Emi Kárasyni: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Áskell Örn Kárason Drottningarbragð 1. Rf3 - c5, 2. c4 - Rf6, 3. Rc3 — b6, 4. e3 — e6, 5. d4 — cxd4, 6. exd4 - Bb7, 7. Bd3 - d5, 8. Bg5 — dxc4. nú er komin upp með óvenju- legri leikjaröð staða úr drottning- arbragði. Hvítur tekur á sig stakt peð á d4, en fær í staðinn mikið spil fyrir menn sína. ljós. Hinn ungi Davíð Ólafsson gerði jafntefli við Joel Benjamin frá Bandaríkjunum og Halldór Grétar Einarsson gerði jafntefli við Ligtemik, Björgvin Jónsson hélt jöfnu gegn Lev Alburt og óþekktur Akureyringur, Jón Garðar Viðarsson, hélt jafntefli 9. Bxc4 - Be7, 10. 0-0 - 0-0, 11. De2 - Rc6,12. Hadl - Rb4. Áætlun Áskeis er þekkt í stöð- um sem þessari. Hann ætlar að koma riddara til d5. Til greina kom að leika hér 12. — Hc8 til að koma hróknum í spilið, áður en riddarinn fer til d5. 13. Re5 — Rbd5 Eftir þennan leik kemur Helgi hróknum á dl í sóknina. Betra varl3. — Rfd5 14. Hd3! - Rxc3, 15. bxc3 - Hc8, 16. Hh3 - Re4, 17. Bcl! - g6- Eftir 17. - Rg5, 18. Bxg5 - Bxg5, 19. f4 - Bf6, 20. f5 - Bd5, 21. Bd3 hefur hvítur sterka sókn. 18. Bh6 — b5. Eða 18. - He8, 19. Rxf7 - Kxf7, 20. f3 og hvítur hefur yfir- burðastöðu. Ef riddarinn fer til g5 kemur 21. Bxg5 — Bxg5, 22. Hxh7+ - Kf8, 23. Hxb7 o.s.frv. 19. Bxf8 — Bxf8 20. Rxf 7! - Kxf 7 Eftir 20. — De8, 21. Bb3 — Dxf7, 22. He3 og hvítur stendur mun betur. Vegna hótunarinnar f3 ásamt Bxe6 vinnur hann til baka tvo menn fyrir hrók. 21. Hxh7+ - Bg7, 22. Bxe6+ - Kf8 Eða 22. - Kxe6, 23. Hxg7 - Bd5,24. f3 og hvítur vinnur. 23. Df3+ - Df6, 24. Bxc8 og svartur gafst upp, því liðsmunur er of mikill hvít í hag. gegn Finnanum Yijola. Þá vann Jóhannes Ágústsson Karl Þor- steins og Margeir Pétursson tap- aði fyrir Karl Burger, lítt þekktum Bandaríkjamanni. Einni skák lauk fljótt - Maxim Dlugy, heimsmeistari unglinga, lék af sér drottningu í 11. leik gegn Karklins, landflótta Lett- lendingi, sem hefur búið um langt skeið vestan hafs. - HH. Úrslit í l.umferð Úrslit í 1. umferð XII. Reykja- víkurskákmótsins urðu: Tony Miles/Utut Adianto 0-1 Sævar Bjamason/Seirawan biðskák Mikhail Tal/Jens Kristiansen i/i-i/2 Larry Remlinger/Bent Larsen 0-1 Pedrag Nikolic/Karl Dehmelt 1-0 AnttiPyhala/LarryChristiansen 1-0 Joel Benjamin/Davíð Ólafsson '/z-'/i Andrew Kraklins/Maxim Dlugy 1-0 Helgi Ólafsson/Áskell Öm 1-0 Florin Gheorghiu/Haukur Angantýsson 1-0 Róbert Harðarson/Antoly Lein biðskák Hilmar Karlsson/Efim Geller 0-1 Valery Salov/Hans Jung 1-0 Kari Burger/Margeir Pétursson 1-0 deFirmian/BenediktJónasson 1-0 Björgvin Jónsson/Lev Alburt V2-V2 Miguel Quinteros/Dan Hansson biðskák JuergHerzog/WalterBrowne 0-1 Curt Hanscn/Guðm. Halldórsson 1 -0 LeifurJósteinsson/JóhannHjartarson 0-1 Robert Byme/Láms Jóhannesson 1-0 Kristján Guðm./Jón L Ámason 0-1 Fedorowicz/Þröstur Þórhallsson 1-0 Ámi Ármann/Guðm. Siguijónsson 0-1 BorisKogan/ÁsgeirÁmason biðskák Bragi Halldórs./Reshevsky biðskák Ligtfemik/Halldór Grétar V2-V2 Haraldur Haralds./V an der Sterren 0-1 Sergei Kudrin/Þorst. Þorsteinsson 1-0 Tómas Bjömsson/H. Schussler 0-1 Jóhannes Ág/Karl Þorsteins 1-0 Micheal Wilder/Hannes Hlífar 1-0 Jón Viðarsson/Jouni Yijola V2-V2 John Donaldson/Guðm. Glslason 1-0 Þröstur Ámason/Zaltsman 0-1 Carsten Hoi/Eric Schiller 1-0 Stjórn Landssambands lífeyrissjóða: Mótmælir harðlega hugmyndum um að svipta sjóðina 70% af ráðstöfunarfé sínu MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi ályktun stjórnar Landssambands lífeyrissjóða: „Stjóm Landssambands lífeyris- sjóða mótmælir harðlega hug- myndum um að svipta lífeyrissjóð- ina 70% af ráðstöfunarfé sínu. Á undangengnum árum hefur árlega tekist samkomulag við ríkisvaldið um frjáls kaup lífeyrissjóðanna á skuldabréfum byggingarsjóðs fyrir 40% af ráðstöfunarfé sjóðanna. Lagalega er vafasamt að hægt sé að skylda lífeyrissjóðina til þess að afhenda svo stóran hluta eigna sinna til langs tíma, sérstaklega þegar litið er til vaxandi lífeyris- greiðslna sjóðanna. í hugmyndum er lántakendum lofað 3,5% vöxtum en sjóðimir eiga að fá sömu vexti og gilda á spari- skírteinum ríkissjóðs, núna 9%. Ekki er ljóst hver á að borga vaxta- mun upp á 5,5% á allar lánveitingar til húsnæðismála. Þá hafa lífeyris- sjóðimir enga tryggingu fyrir því að ríkið lækki ekki vextina á sínum lánum, þegar því sýnist svo. Þessi vaxtamunur, sem og styttri lánstimi á lánum lífeyrissjóða til byggingasjóðanna, mun gera §ár- þörf byggingarsjóðanna óbærilega á næstu árum og vekur upp spum- ingar um getu þeirra til þess að endurgreiða lán sfn til lífeyrissjóð- anna þegar sjóðimir þurfa á því að halda til lífeyrisgreiðslna. Hingað til hafa lífeyrissjóðir ætíð lánað byggingarsjóðunum miklu meira en þeir hafa greitt til baka. Stjóm Landssambands lífeyris- sjóða vill benda á þá uppsöfnum fjármagns, sem þegar er orðin hjá byggingarsjóðunum, og minnir á hugmyndir manna um minnkandi umsvif hins opinbera. Ljóst er að þessi ráðstöfun mun enn auka á miðstýringu fjármagns. Stjómin vill vekja athygli á að verðfall hefur orðið á eldra húsnæði, sem virðist benda til þess að of mikið hafi verið byggt á undan- gengnum árum. Þær ráðstafanir, sem stefnt er að í hugmyndunum, niðurgreiddir vextir og stýring fjár- magns í íbúðabyggingar, mun stuðla að miklum byggingum en draga fé frá atvinnuvegunum. Við- leitni stjómvalda til þess að draga úr erlendum skuldum þjóðarinnar mun verða erflðari viðureignar, ef af þessu verður. Lífeyrissjóðir hafa að undanfomu keypt skuldabréf á fijálsum verð- bréfamarkaði til þess að bæta ávöxtun sjóðanna og gera þá betur færa um að greiða góðan lífeyri. Þessi viðleitni, sem óneitanlega hefur lækkað vexti á þeim markaði, mun hverfa ef sjóðimir verða skyld- aðir til þess að afhenda ríkisvaldinu 70% af ráðstöfunarfé sínu. Vill stjómin undirstrika að þessi við- skipti hafa fyrst og fremst beint fjármagninu til uppbyggingar at- vinnuveganna, með kröfu um arð- semi. Mikilvægt er að fjármagn líf- eyrissjóðanna renni til arðsamra Qárfestinga þannig að þeir geti greitt tryggan lífeyri í framtíðinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.