Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR 1986 15 „Cory hefur vakið okkur af svefni sljó- leika og vonleysis .. Manilla II. febrúar. Frá Önnu Bjamadóttur fréttaritara Morgunbiaðsina. „CORY Aquino hefur vakið Filippseyinga af djúpum svefni sljóleika og vonleysis og fengið okkur til að taka þátt í baráttu stjóraarandstöðunnar gegn Ferdinand Marcos," sagði ung stúlka í Man- illa við mig. Þessi stúlka hefur skrópað úr vinnunni undanfaraar vikur og starfað sem sjálfboða- iiði fyrir Aquino. „Ég og þúsundir annarra sjálfboðaliða höfum aldrei haft afskipti af stjóramálum fyrr en nú að við sjáum ástæðu þjóðarinnar.“ Daglegt líf er aftur að komast í eðliiegt horf eftir forsetakosn- ingamar á Filippseyjum á föstu- dag. Skólar úti á landi hafa opnað aftur eftir hálfs mánaðar fn' en skólar eru enn lokaðir hér í Manilla. Herinn er ekki lengur í fullri viðbragðsstöðu, en allar herdeildir hans reiðubúnar til átaka yfír kosningamar. Fólk bíður enn eftir úrslitunum. Enginn veit hver niðurstaða kosn- inganna verður og mikil spenna er í lofti. Stuðningsmenn Cory Aquino em albúnir að fylgja henni í mótmælagöngum, ef hún tapar kosningunum, en sækja messur að hennar fordæmi í millitíðinni: Hún sagði stuðningsmönnum sínum í dag að hún hefði þegar sigrað í kosningunum og hún kæmist til valda. Fólk stendur enn vörð við nokkra kjörstaði og mikill fjöldi biður endanlegrar niðurstöðu þingsins við þinghúsið. Sögur af svindli og hrottaskap á kosningadag heyrast enn. Van- traust fólks á kjörráði og fram- kvæmd kosninganna er ótvírætt. Um hálf milljón manna vann að þvi að reyna að koma í veg fyrir óheiðarleika í kosningunum. Fólk stóð fyrir utan kjörstaði á meðan talning fór fram, það sló hring um kjörkassa þegar þeir voru fluttir á milli staða og það fylgdist með kjörgögnum þangað til þau voru komin á leiðarenda í Batas- ang Pambansa, þing Filippseyja. Þungu fargi var augsýnilega létt af fulltrúum stjómarandstöðunn- ar sem höfðu fylgst með kjör- gögnum úr sínu kjördæmi í suður- hluta Filippseyja til Manilla, þegar þeir vissu að gögnin voru komin í öruggar hendur í þinginu á mánudag. Kjöigögn frá níutíu kjördæmum af 137 vom komin á þriðjudagseftirmiðdag. Mikil töf er á talningu atkvæða frá nokkmm stöðum. Marcos segir að tafir geti átt sér stað af því að eyjar Filippseyja em yfir 7.000 og samgöngur em víða slæmar. Á sumum stöðum virðist um viljandi tafir stjómarsinna að ræða en á öðmm hefur stjómar- andstaðan stöðvað talningu. Það sem gerðist í Makati endur- speglar ráðaleysi fólksins. Talning var til dæmis stöðvuð í Makati, viðskiptasetri Manilla. Allt benti til fyrir kosningamar að Aquino myndi sigra þar með yfirburðum. Raunin varð önnur og Marcos til þess og við vitum að Cory A fékk meirihluta. Borgarstjóri Makati, Yabut, er gamall stuðn- ingsmaður Marcosar, hann hjálp- aði honum fjárhagslega í forseta- kosningunum 1965, þegar Marcos var ekki orðinn eftiaður, og á ýmsan hátt síðan. Vabut fékk hjartaslag nokkmm dögum fyrir kosningar og beitti sér ekki, en sonur Yabuts tók við starfi föður síns, og sá til þess að Marcos fengi meirihluta atkvæða. Mikil atkvæðakaup áttu sér stað í Makati daginn fyrir kosn- ingar, nöfn strikuð út af kjör- skrám og hlutlausir eftirlitsmenn vom reknir frá kjörstöðum. Fjöldi fólks safnaðist saman við ráðhúsið á föstudag og fylgdist með taln- ingunni. Fólk vildi vera ömggt um að það yrðu ekki höfð skipti á kjörkössum og úrslitin föisuð. Upp úr hádegi á laugardag ók gmnsamleg bifreið upp að ráð- húsinu og tveir menn fóra með pakka sem litu út eins og bunkar af kjörgagnaumslögum inn í bygginguna. Fólk tók eftir þessu, safnaðist í kringum bflinn og vildi fá að leita í honum. Bflstjórinn leyfði það ekki og skömmu seinna komu mennimir tveir hlaupandi út úr byggingunni með lögreglvemd, stukku upp í bflinn og hann ók í burtu á fullri ferð. Lögreglan sagði að sonur borgarstjórans ætti bflinn. Mannfjöldinn var sannfærður um að fölsuð kjör- gögn hefðu verið í pokunum og reiði blossaði upp. Hópur fólks stóð vörð inni í húsinu og fylgdist með að kjör- kössum yrði ekki stolið eða öðram gögnum yrði smygiað inn í salinn þar sem talning fór fram. Tvær ungar systur kræktu saman hand- leggjunum og stóðu vörð byrstar á svip. Þetta gramdist lögregiu- þjóni og sló hann til þeirra og hrifsaði af þeim myndavél þegar önnur tók mynd af honum og læsti þær frammi á auðum gangi nokkra stund. Þær grétu af reiði þegar þær sögðu frá atvikinu. Hjálparleysi þjóðarinnar gegn þeim sem hafa völdin kom í ljós í þessu. Bilið milli ríkra og fá- tækra er breiðara nú þrátt fyrir ákveðnar umbótatilraunir Marc- osar. Marcos hefur verið við völd í 20 ár. Hann var vinsæll í upphafí og miklar vonir vom bundnar við hann. Stór hluti fólks í dreifbýli er enn hrífinn af honum þar sem [uino hefur stuðning meirihluta vegakerfi, rafmagn og vatnsveit- ur hafa lagast í stjómartíð hans. Hann endurskipti landeignum og sumir telja að hann hafi reynst fátækum vel. Þó er algengara að fólk segi að munurinn á ríkum og fátækum hafi aukist í stjómar- tíð hans og það er mikill munur á þessum stéttum. Þúsundir manna sofa undir bemm himni hér í Manilla og böm ganga um og betla. Fólk hefur reist sér skýli víða um borgina, bamagrátur og ijölskyldusamræður heyrast út úr hrörlegustu hreysum undir hús- veggjum. Efnaðra fólk býr í afg- irtum hverfum í stómm einbýlis- húsum með háum girðingum í kring og öiyggisverði úti fyrir. Það hefur bflstjóra og vinnufólk og borðar daglega fyrir jafnvirði mánaðarlauna fátæklinganna. Marcos, Qölskylda hans, vinir og vandamenn hafa orðið flugríkir á stjómarámm forsetans. Imelda Marcos, forsetafrú, þykir sérstak- lega peningagírag. Haft er eftir háttsettum embættismanni að hún hafi fengið hálfan milljarð dollara í sinn hlut þegar ríkið samdi við Westinghouse um bygg- ingu kjamorkuvers á Filippseyj- um. Og það var bara dropi í haf eigna þeirra að sögn þeirra sem þekkja til. Böm þeirra hjóna hafa alist upp í vellystingum. Imee, önnur dóttir þeirra, er nú þingmaður og vekur athygli á þingfundum. Hún var klædd í eldrauðan, áberandi kjól á mánudag, með glitrandi gull- demantsarbandsúr og stærðarinn- ar gullnælu. Fréttamaður var spurður hvort þetta væri heiðurs- merki. Hann kvað nei við. „Þetta er 18 karata næla sem er ekki hluti af földum fjársjóðum fjöl- skyldunnar," svaraði hann. Forsetinn býr í Malacanang- höll sem stendur við Pasiga inni í Manila. Höilin er glæsileg og mikil öryggisvarsla er í kringum hana. Viðbúnaður hefur verið aukinn til muna á síðustu dögum, gaddavírsrúllum hefur verið kom- ið fyrir við götur sem liggja að höllinni og sagt að skriðdrekar séu í garðinum. Fréttamenn þurftu að ganga langa leið á fund með forsetanum um helgina. Það var leitað að vopnum á þeim hátt og lágt. Þeim sem vom í strigaskóm eða bómullarbolum var vísað frá. Heiðursmerki Marcosar, sem sumir segja að séu fölsuð, hanga á áberandi stað í höllinni, myndir af fyrri forsetum prýða veggi og fommunir fylla herbergi. Cory Aquino hefur hótað að halda mótmælafundi fyrir utan Malacanang ef hún fær ekki að taka við embætti forseta. Mót- mælendumir munu ekki komast nærri höllinni og Marcos getur setið þar óáreittur meðan öiyggis- verðir hans og herinn hlíta skipun- um hans, en erfitt er að trúa að Marcos endist lengi á valdastóli. Þjóðin gæti risið upp gegn honum, lamað þjóðfélagið og þiýst honum úr embætti ef hann vinnur kosn- ingamar. En mótmælin kynnu að íjara út á nokkmm vikum ef Cory Áquino reyndist ekki nógu sterkur leiðtogi. Og Marcos gæti skipað hemum að þagga niður í mann- fjöldanum, sett á herlög að nýju og hrætt þjóðina til hlýðni. Það gæti komið til borgarastyijaldar og margir óttast það þó sá mögu- leiki virðist fjarlægur í þessu vingjamlega þjóðfélagi. Mesta hættan er að Marcos auki fylgi kommúnista með því að sitja áfram í embætti forseta og stuðli þannig að auknum ófriði í landinu. Hætt er við að margir stuðnings- menn Coiy Aquino gefist upp ef hún nær ekki kosningu og gangi til liðs við byitingarsinna. Aquino náði forystu í talningu strax i upphafi en atkvæðamunurinn er ekki nægilega mikill til að hún geti verið ömgg um sigur. At- kvæði frá heimaslóðum Marcosar bámst seint, Aquino fékk ekkert atkvæði á nokkram kjörstöðum þar, og talið er að hans menn hafí jafnvel beðið með að skila inn kjörgögnum til að sjá hve mörg atkvæði Marcos þyrfti til að sigra Aquino. Unga kynslóðin þekkir lýðræð- ishugtakið aðeins af bókum. Margir em kvíðnir og óttast að þetta verði síðustu kosningamar í langan tíma á Filippseyjum ef Marcos sigrar. Ein hjón sögðu á kjördag að þau hefðu farið með böm sín á unglingsaldri á kosn- ingafund Aquino í Manilla til að leyfa þeim að kynnast einskonar lýðræði að minnsta kosti einu sinni á ævinni. „Böm sem fæddust eftir að Marcos svipti okkur lýð- ræði og setti herlög 1972,“ sagði konan „hafa aldrei upplifað fijáls- ar kosningar fyrr og gera það kannski aldrei aftur. Þau öfunda okkur foreldrana og segja að við séum heppin. Við höfum þó um hríð búið við lýðræði en þau hafa bara lesið um það í bókum.“ Mannlíf á Filippseyjum er lit- skrúðugt og létt yfir fólki þrátt fyrir fátækt og erfiðleika. Vin- gjamlegt og hjálpsamt fólk er á hveiju strái. Það hefur kímnigáfu og hlær þótt á móti blási. Það fer ekki hjá því að andstæðingar Marcosar dáist að kænsku hans og enginn frýr honum vits, þótt margir gmni hann um græsku. Andstæðingar fara hörðum orðum um hann. Stuðningsmenn hans tala eins og þetta sé lokabaráttan. Stjómarandstæðingar Marcosar hafa áður verið handteknir og nokkrir hafa látið lífið. Þeir sem beijast gegn honum nú vita að sömu örlög geta beðið þeirra en þeir em tilbúnir að láta allt í sölumar til að losna við hann og kannski er ekki öll von úti enn fyrir stjómarandstöðuna. Marcos kynni að verða undir í atkvæða- talningunni í þinginu og láta af embætti á friðsamlegan hátt og stuðla þannig að því að lýðræði kæmist aftur á í landinu. Corazon og Salvador Laurel Frá einu af mörgum f átækrab verf um i Manila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.