Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBROAR1986 Einstaklingnrinn og þjóðarhjartað Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Elías Mar: ÞAÐVARNÚÞÁ. Smásögur. Kápumynd af höfundi gerði LáraMartin. Letur 1985. í Það var nú þá eru fímmtán smásögur eftir Elías Mar, elsta sagan frá 1949, yngsta 1984. Aðeins eitt smásagnasafn hefur komið út áður eftir Elías Mar: Gamalt fólk og nýtt (1950). Kunn- astur er Elías fyrir skáldsögur sín- ar, einkum Vögguvísu (1950) og Sóleyjarsögu I—II (1954 og 1959). Tvær ljóðabækur hefur Elías sent frá sér. Elías Mar er laginn smásagna- höfundur, að vísu mislaginn, hug- kvæmur og stundum meinfyndinn. Sögur hans eru vel orðaðar og skemmtilegar aflestrar, ýmsar til marks um þá vakningu sem varð í listinni að skrifa smásögu á sjötta áratugnum. í smásögum Elíasar Mar er stundum sérkennileg blanda raun- sæis og dulúðar. Ifyrsta sagan í Það var nú þá, Eggjám, segir frá merkilegri reynslu sögumanns suður í París. Þar þykist hann þekkja í manngrúanum gamlan bónda að heiman, mann sem lenti í átakanlegri lífsreynslu, missti bæði böm sín í hörkum íslensks vetrar. En sagan af hinum dapur- legu örlögum mannsins kemur ekki í veg fyrir að nóg er af spaugi í sögunni, en síðast en ekki síst leik- ur að andstæðum sem gerir frá- sögnina annað og meira en ferða- stemmningu: „ ... Ef stórborgin vissi sögu hans myndi hún sjálfsagt klökkna, þó svo að honum væri alls enginn greiði gerður með öðru eins uppá- tæki. Frakkar era svoleiðis. Og ekki þyrfti hann að fyrirverða sig fyrir málfarið. Hér þykir fínt að vera bæði nefmæltur og gormælt- ur. Og ef maður vill gera sér vonir um að landsmenn skilji mann alveg til fulls, þá sakar ekki að vera holgóma að auki.“ í Átökin um Skólavörðuholt verða sakleysislegar bemskuminn- ingar til að spegla hemaðarbrölt stórveldis. Þetta er eiginlega ungl- ingasaga, dæmisaga um vanmátt vopnanna gagnvart hinu mann- eskjulega. Það var nú þá er pólitískari saga og sama er að segja um Úraníum- stíflu í þjóðarhjarta. í Dæmisögu um dauðann er fjallað um skáld og hugsjónir og niðurstaðan heldur dapurleg fyrir það skáld sem vill þóknast alþýðu. í Narcissus 1960 er Elías Mar á gamalkunnum slóðum sem oftar, Elías Mar lýsir heimi Reykjavíkurdrengsins sem leikur mikinn mann, dæmi- gerðan gæja þessara ára. Háðskur er hann í Sumarauka eða Adults Only og sama er að segja um hina hnyttnu og heilsteyptu sögu Þegar ungfra Petrúnella Patreks stein- hætti að tauta. Trega gætir aftur á móti í sögunum In dulci jubilo og Hinzta vitjun. Nýjasta sagan, Bið, er í nokkuð kaldhæðnislegum stíl eins og fleiri sögur í Það var nú þá, til dæmis Þegar ég skar mig og Inni, sem eigi er með höndum gjört. Það er einkum í þessum sögum sem Elías Mar freistar þess að leggja á nýjar brautir, spegla innri mann án þess að lýsa ytri atburðum. Bestur þykir mér hann samt þar sem frásagnar- gleðin nýtur sín. Ein saga eða frásögn er í öðram anda en annað í bókinni. Það er lýsing á manni sem var sérstakrar gerðar og margir könnuðust við fyrr á áram. Þetta er Saman lagt spott og speki, ákaflega lifandi saga og sakar ekki að hún skuli vera með hér. En ekki hefur Elías Mar skrifað margar sögur af þessu tagi og er ástæða til að harma það. Kímnigáfa hans gerir þessa frásögn annað og meira en sam- ræður tveggja manna í kirkjugarði. Ónefnd er aðeins sagan Volaðs vera sem segja má að fjalli um listamanninn og samfélagið eða listina og raunveraleikann ef menn vilja heldur nefna það svo. Þessi saga er á mörkunum að vera þjóð- legur fróðleikur, en undirtónninn fólginn í eftirfarandi setningum sem líka geyma boðskapinn: „ .. . Nú vildi hann vera heill heilsu og geta málað, ekki skugga, heldur ljós, tunglsljós og fya.ll, og himin með stjörnum. En svona er það: Þegar viljinn er fyrir hendi kemur alitaf eitthvað til þess að grípa fram fyrir hendur manns. Það er ýmist kuldi landsins eða fólksins." Það var nú þá leiðir hugann að því að Elías Mar hefur ekki verið mikill afkastamaður í smásagna- gerð og er það miður. Nokkrar þessara sagna skipa honum í fremstu röð smásagnahöfunda. Útivist Bókmonntir ErlendurJónsson Útivist 11. 125 bls. Ritstj. Ingi- björg S. Ásgeirsdóttir. Reykja- vík, 1985. Ferðafélagið Útivist minnist tíu ára afmælis. Um leið sendir það frá sér ellefta ársritið með sama nafni. Ritstjórinn skýrir það svo: »Misræmi milli aldurs félagsins og tölusetningar ársrita skapast af því að fyrsta ritið kom út stuttu eftir stofnun Útivistar og er tákn- rænt fyrir þá atorku og starfsgleði sem forsvarsmenn félagsins hafa sýnt á liðnum áram.« Sigurþór Þorgilsson rekur fyrst sögu félagsins. Ef til vill kann einhver að líta svo á að tíu ár séu skammur tími og það, sem svo nýlega hefur gerst, sé tæpast efni í sögu. En tíminn líður hratt og enginn skrásetur sögu eftir að hún er gieymd. Ef Útivist á langt líf fyrir höndum kemur að því að saga Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Paul Harrison: Inside the Third World. The Anatomy of Poverty, Second Edition. Penguin Books 1984. Derek Freeman: Margaret Mead and Samoa. The Making and Unmaking of an Anthropological Myth. Penguin Books 1984. Margaret Mead var meðal fræg- ustu mannfræðinga og frægð henn- ar var byggð á „Coming of Age in Samoa", sem kom út 1928. Hún skrifaði aðrar bækur um mann- fræðileg efni, en þessi bók varð frægust, því að f henni dró hún upp mynd af samfélagi, þar sem ungl- fyrstu starfsáranna telst þess virði að hafa verið skráð. Sigurþór gerir fyrst grein fyrir stofnun félagsins. Um tildrög og aðdraganda þess, að félagið var stofnað, er hann hins vegar fáorð- ur, það er að segja ágreining þann sem varð meðal forráðamanna Ferðafélags íslands er svo leiddi til þess að hópur innan þess ákvað að stofna nýtt félag. Að vísu má segja að þessi ágreiningsmál hafí litlu skipt fyrir Útivist eftir að hún var stofnuð og komi sögu hennar því lítið við. Aðeins hefði mér þótt fróðlegt að fá upplýst að hve miklu leyti Utivist var stofnuð af þeim sem hurfu frá þátttöku í Ferðafé- Iaginu og hve marga hún fékk til liðs við sig sem ekki höfðu áður verið í neinu ferðafélagi. Útivist hefur að sumu leyti fetað í spor Ferðafélags íslands en í öðram greinum farið eigin leiðir. Markmiðið er fyrst og fremst að efíia til hópferða um þá landshluta þar sem óhægt er fyrir einstakl- inga að ferðast á eigin vegum. ingavandamál virtust ekki eiga sér stað. Samfélagið á Samoa nálgaðist að vera ekki kannski paradís, en allt að því. Derek Freeman er frá Nýja-Sjálandi og hefur dvalið lang- dvölum á Samoa, þar sem hann kynnti sér forsendumar fyrir kenn- ingum Meads og komst að þeirri niðurstöðu að þær væra meira og minna rangar. Útkoma bókar hans 1983 vakti gífurlega athygli og andúð þeirra sem aðhylltust grann- forsendur Meads að rannsóknarað- ferðum, en þær vora reistar á kenningum J.B. Watsons, atferlis- sálfræðinni. Þegar M. Mead safíiaði heimildum að bók sinni, áttu sér stað miklar deilur um „mannlegt eðli“. Hvort væri mótandi afl í mótun einstaklinga, erfðir eða umhverfi. Þessar deilur snertu ekki Sigurþór Þorgilsson Þess vegna hefur Útivist jafnan efnt til Homstrandaferða svo dæmi sé tekið. í þessari árbók er ferða- saga frá einni slikri eftir Nönnu Kaaber. Af frásögn hennar ræð ég að Homstrandaferð sé engin svað- ilför, að vísu, en samt þess eðlis að fullrar aðgátar sé þörf og leið- sögn kunnugra sé allt að þvf nauð- synleg. Þeir, sem hyggja á ferð til Homstranda, ættu því að lesa þessa ferðasögu gaumgæfílega. Sigurþór upplýsir að Útivistar- aðeins mannfræði og samfélags- þróun heldur ekki síður sálfræði og heimspeki og síðast en ekki síst pólitískahugmyndafræði og gerir enn. Freemen fjallar um þessi efni og niðurstöður Meads, sem hann hrekur lið fyrir lið. Ef kenningar atferlissálfræðinga stæðust væra hinir langþjökuðu íbúar heimsins þegar framkvæðis- lausir og þægir starfskraftar þeirra afla, sem notfæra sér út í æsar aðferðir atferlissálfræðinnar til innrætingar og stöðlunar. Því hefur verið haldið fram, að nútíma skóla- kerfí, sjónvarp og myndbönd séu sterkustu vopnin, sem hægt sé að beita til þess að myrða sérstæða þjóðmenningu og móta nútíma starfskrafta í tæknivæddum sam- félögum. Þessum aðferðum er beitt fólk hafl snemma ákveðið að ráðast í skálabyggingar. Af undirbúningi þess og framkvæmdum segir hann síðan langa sögu og að mínum dómi talsvert merkilega. Þó Útivist yrði snemma nokkuð fjölmenn hvfldi starfíð á tiltölulega fámenn- um kjama eins og títt er um félög af þessu tagi. Tekjur vora ekki miklar. Þess vegna varð hver og einn að leggja á sig æma vinnu endurgjaldslaust. Og meira en svo því margur lagði líka fram peninga til efniskaupa, og það engar smá- fjárhæðir. Hugsjónastarf sem þetta er orðið sjaldgæft. Útivistar- saga Sigurþórs sannar þó að það hejrrir ekki alveg fortíðinni til að fólk geti unnið af hugsjón. Meðal annars efnis í árbók þess- ari era þættir tveir eftir Jón Jóns- son jarðfræðing: Eyjafjallapistlar III og Hengiflug og hamrastall- ar, hinn síðamefndi um landslag og kennileiti í Mýrdal, séð frá sjón- arhóli jarðfræðings. Jón Jónsson getur kallast jarðfræðingur ferða- manna því hann leitast einkum við að útskýra þá þætti jarðsögunnar er blasa við venjulegum ferða- manni sem hefur opin augu og áhuga á jörð þeirri sem hann gengur á. Margur ferðagarpur leggur metnað í að muna ömefni. íslensk ömefni líta mörg út fyrir að vera auðskilin. Þó greinir fræðimenn á um upprana þeirra. í þættinum í þriðja heiminum og liggur hann einkar vel við höggi en sem komið er, en þrátt fyrir alla auglýsinga- tæknina og innrætinguna ber meira og meira á ókyrrð f þessum heims- hlutum, stöðlunin og innrætingin nær ekki að ummynda jafnvel „framstætt fólk“ í sljó vinnuverk- færi. Nú er öðrum aðferðum beitt í þessum heimshlutum, en Leopold II Belgíukonungur beitti í Congo (Zaire) á 19. öld. Sá háttur er hafður á að fjölþjóðahringir fá aðstöðu til þess að nýta hráefni og vinnuafl, með aðstoð innlendra stjómmála- og valdamanna, mútur virðast vera einn þáttur þessarar samvinnu. Skuldir hrúgast upp og efnahagurinn er í rústum. Harrison dregur upp átakanlegar myndir af þessu ömurlega kerfí, en hann er talinn meðal þeirra fræðimanna, sem best hafa kynnt sér ástandið í þessum heimshlutum, ferðaðist um ellefu ríki milli 1975-80 og birti niðurstöðumar í riti, sem hér kemur í annarri útgáfu endurskoðaðri. Þetta er mjög ítarlegt rit, rúmar 500 bls. með kortum. Dægradvöl á ferðalögum veltir Einar Haukur Kristjánsson fyrir sér upprana og merkingu fáeinna ömefna og fer þá ekki endilega troðnar slóðir. Leifur Jónsson ritár þátt er hann nefnir Af landmælingum 1956. Landmælingasaga íslands er merkileg en miður kunn en skyldi. Þar koma aðrar þjóðir við sögu: Danir, Bandaríkjamenn og jafnvel fleiri. Mælingatækni hefur vitan- lega breyst mikið á þessari öld. Fyrst varð að mæla allt á jörðu niðri. Þegar Leifur vann í land- mælingunum var hins vegar unnt að gera mun nákvæmari uppdrætti af landinu. Landakortið er og verð- ur einn helsti leiðarvísir ferða- mannsins og því er mikilsvert að það sé svo unnið að þvi megi treysta. Fleira efni er í þessari Útivist sem ekki verður rakið hér, t.d. greinargerðir varðandi hina hagnýtari þætti í félagsstarfínu. Litmyndir era margar í bókinni og að minni hyggju prýðilega vald- ar og prentaðar. Nýtur Útivist þess hversu litprentun hefur farið hér fram á síðustu áram. Ferskleiki og ferðagleði einkenna þetta rit. Reykjavíkurdeild hjúkrunarf élagsins: Jafnrétti til launa ríki hjá hjúkrunar- fræðingum AÐALFUNDUR Reykjavíkur- deildar Hjúkrunarfélags íslands var haldinn 30. janúar sl. Á fundinum var kosið í stjóm deildarinnar. Eftirtaldir hlutu kosn- ingu í aðalstjóm: Anna Soffía Guðmundsdóttir, Ingibjörg Alda Guðmundsdóttir, Ema Sigmunds- dóttir og Ásta Rönning. í varastjóm hlæutu kosningu: Ólöf Sveinbjöms- dóttir, Sigurbjörg Björgvinsdóttir og Hjördís Jóhannesdóttir. Dagbjört Bjamadóttir formaður deildarinnar situr eitt ár enn. Á fundinum vora einnig kosnir fulltrúar til fulltrúa- fundarfélagsin8. Á fundinum sem var fjölmennur var samþykkt eftirfarandi áskorun til Þorsteins Pálssonar Ijármálaráð- herra. „Aðalfundur Reykjavíkur- deildar Hjúkranarfélags íslands, haldinn 30. janúar '86, skorar á flármálaráðherra að beita sér fyrir því að jafnrétti til launa ríki hjá hjúkranarfræðingum óháð því hvort þeir séu innan BSRB eða BHM. Hér er um sömu starfsréttindi að ræða og hefur það verið yfirlýst- ur vilji ráðamanna að launajafnrétti ætti að Vera.“ (Fréttatílkyimiiig) Goðsögnin um Samoa og hinir útskúfuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.