Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR1986 21 Um þær mundir er Landsmálafélagið Vörður varð 40 ára komu saman ýmsir gamlir og nýir Varðarfélagar, þar á meðal fyrrver- andi formenn félagsins og ýmsir úr forystu félagsins. Við það tækifæri var þessi mynd tekin. Sitjandi frá vinstri: Sigurður Kristjánsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Bjarni Benediktsson, Gísli Jónsson og Guðmundur Benediktsson. Standandi frá vinstri: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Þorsteinn Árnason, Davið Ólafsson, Sveinn Guðmundsson, Ragnar Lárusson, Höskuldur Ólafsson, Ludvig C. Magnússon og Stefán A. Pálsson. an boðskap, heldur einnig og ekki síður til þess að hittast og kynnast og rækta með sér vináttu." „Og nú er minnzt sextugsaf- mælis Varðar. Með hvaða hætti verður það gert?" „Við verðum með opið hús í Valhöll milli 5 og 7 á afmælis- daginn, sem er á morgun, fímmtu- daginn 13. febrúar. Afmælishófið er þó aðeins upphafið því að hinn 1. marz verður haldinn í Valhöll afmælisfundur. Þar flytur formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, ávarp og síðan verða flutt þijú erindi. Þorvaldur Garðar Kristjánsson fjall- ar um Vörð í fortíð, Birgir ísleifur Gunnarsson ræðir um flokksstarfið og um Vörð í framtíð fjallar formað- ur félagsins. Það er ástæða til þess á tímamótum svo merks félags sem Vörður er að líta til baka og fram á við í því skyni að gera sér grein fyrir stöðunni eins og hún er nú. Framundan eru nú sem svo oft áður mikilvæg úrlausnarefni sem varða hag þjóðarinnar allrar og þar gegnir Vörður mikilvægu hlutverki hér eftir sem hingað til.“ „Hversu margir félagar eru í Verði?" „Þeir eru nú um 8 þúsund talsins, þ.e. rétt innan við 10% Reykvíkinga. Þetta er svipað hlutfall og verið hefur lengst af og sem dæmi má nefna að árið 1945 voru Reykjavík- ingar um 45 þúsund en þá voru félagar í Verði 4.500,“ sagði Jónas Bjamason, formaður Landsmálafé- lagsins Varðar. trúaráðs, og starfaði það í fyrstu undir stjóm formanns og stjómar Varðarfélagsins en var síðan kosin sérstök stjóm. Fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík var síðan stofnað 1938 en þegar það var hafði sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík fjölgað þegar Sjálfstæð- iskvennafélagið Hvöt var stofnað 1937 og síðan Málfundafélagið Óðinn sama ár. Samkvæmt þessu skipulagi starfaði Sjálfstæðisflokk- urinn í stómm dráttum til ársins 1973 en þá varð sú breyting á Landsmálafélaginu Verði að það varð samband félaga sjálfstæðis- manna í hverfum Reykjavíkur. Þessi skipulagsbreyting var í bein- um tengslum við öran vöxt borgar- innar og í samræmi við þá stefnu að færa flokksstarfið að verulegu leyti út í hina ýmsu borgarhluta. í nýjum lögum Varðar var kveðið svo á að félagið skyldi vinna að sam- ræmingu á störfum félaga sjálf- stæðismanna í hverfunum og ann- ast þjónustu við þau, að svo miklu leyti sem þau æsktu þess, en jafn- framt skyldi félagið eftir sem áður halda áfram hinum föstu þáttum starfsemi sinnar, s.s. halda fundi og ráðstefnur um þau málefni sem efst væru á baugi hvetju sinni. Um starfsemi Landsmálafélags- ins Varðar um þessar mundir segr Jónas Bjamason, formaður Varðar, m.a. í samtali við Morgunblaðið: „Þrátt fyrir skipulagsbreytingar og ný viðhorf sem hafa komið með nýjum tíma fer það vart á milli mála að enn er Vörður sá vettvangur og bakhjarl flokksstarfsins í Reykjavík sem hann hefur verið frá upphafí. Enn er Vörður það sjálfstæðisfélag þar sem allir sjálfstæðismenn sam- einast, óháð sérstökum áhugamál- um og hagsmunum hinna ýmsu hópa. Það hefur ekki breytzt og ég býst ekki við að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð. Sem dæmi má nefna að hverfafélögin gegna sérstöku hlutverki sem er í því fólg- ið að skipuleggja kosningastarf og sinna þeim málum sem snúa að íbúunum í hinum ýmsu hverfum borgarinnar. Það er hagkvæmt að hverfafélögin sinni slíkum verkefn- um hvert um sig en þau þurfa sameiginlegan vettvang og sá vett- vangur er Vörður. Þar sameinast kraftamir.“ „Hvemig fer starfsemi Varðar fram?“ „Hún skiptist í þtjá meginþætti. Mánaðarlega, eða því sem næst, eru haldnir þjóðmálafundir þar sem reifuð eru og rædd þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni eða — og ekki síður — mál sem talið er brýnt að fjalla um. Einu sinni á ári er efnt til ráðstefnu um sérstök málefni og hafa þær fengið mikinn og góðan hljómgmnn. Efni síðustu ráðstefnu sem við héldum var t.d. um fjárfestingar á íslandi og áhrif þeirra á lífskjör fólksins í landinu. Að mínu mati em þjóðmálafundimir afar mikilvægir en ráðstefnur gefa tilefni til að fjalla ýtarlegar um til- tekin málefni en unnt er að gera á stuttum fundum. í annan stað em haldin spilakvöld sem hafa verið fastur liður í starfsemi Varðar um árabil. Auk þessara þátta er reglu- lega efnt til hlutaveltu í íjáröflunar- skyni og í seinni tíð hafa ýmsar uppákomur verið vinsælar. Loks er svo að nefna hina árlegu sumarferð Varðar sem er einn af þessum föstu þáttum í starfi Sjálfstæðisflokks- ins.“ „Hvað um þátttöku í félagsstarf- inu?“ „Vörður og önnur sjálfstæðis- félög hafa að sjálfsögðu ekki farið varhluta af þeim breytingum sem hafa orðið á öllu félagslífi í þessu landi með tilkomu tækni og nýrra þjóðfélagsþátta. Maður verður þess var að kröfumar hafa breyzt og aukizt. Auðvitað em félagsmenn ekki allir jafnvirkir á öllum tímum en yfirleitt er fundasókn þó góð. Oftast höldum við fundina í Valhöll og þegar vel tekst til þá fýllum við salarkynnin.“ „Þegar vel tekst til. Hvað áttu við með því?“ „Þá á ég við það þegar við eram svo heppin að við emm með gott efni og góðan ræðumann á góðum tíma. Þá fáum við sneisafulla Val- höll og þá skapast jafnvel það andrúmsloft sem gömlum Varðarfé- lögum verður tíðrætt um og ríkti hér áður fyrr þegar almenningur hafði ekki aðgang að allri þeirri dægradvöl sem nú er á boðstólum heldur sótti sitt andlega fóður og félagsskap á pólitíska fundi. Og þegar líður að kosningum færist líka fjör í leikinn. En þótt viðhorfín séu nú breytt frá því sem áður var fer ekki á milli mála að sjálfur fé- lagsskapurinn er mikils virði og það hefur ekki breytzt að maður er manns gaman. Það fólk sem fylkir sér um Sjálfstæðisflokkinn hefur þörf fyrir að koma saman, ekki einungis til þess að hlusta á pólitfsk- Sumarferðir Varðar hafa verið fastur liður í starfsemi félagsins nánast frá upphafi. Á fyrstu árunum var þetta kærkomið tækifæri fyrir Reykvíkinga til að komast á gras en þá voru bifreiðir engin almenningseign eins og síðar varð. Myndin er tekin í sumarferðinni 1965. ASEA rafmótorar RÖNWG^, Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: — AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum. SUÐURNES: Rafiðn, Keflavík VESTFIRÐIR: Póllinn, ísafirði NORÐURLAND: Raftækni, Akureyri. Sölumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er. .JTRÖNNING Sundaborg. simi 84000 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.