Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1986 25 _ _ AP/SImamynd Efnr fangaskiptin á Glienicke-brú var farið með mennina, sem Austantjaldsríkis slepptu, á burt í lancr- ferðabíl. K Enginn stórnjósn- ari í fangahópnum Berlin, 11. febrúar. AP. HÉR FER á eftir listi yfir fang- ana, sem skipst var á í morgun á Glienicke-brú milli Vestur- Berlínar og Potsdam í Austur- Þýskalandi. Fangar, sem Vestur- veidin sleppa: Jerzy Kaczmarek, 33 ára gamall foringi í pólsku leyniþjónustunni. Hafði verið í fangelsi í Vestur- Þýskalandi frá því hann var hand- tekinn í mars 1985 fyrir njósnir í Bremen. Yegeny Semlyakov, 39 ára gam- all, sovéskur tölvusérfræðingur, sem var í verslunarsendinefnd lands Síns í Köln í Vestur-Þýskalandi. Hann var dæmdur í september í fyrra í þriggja ára fangelsi fyrir að reyna að fá upplýsingar um há- þróaðan tæknibúnað, sem bannað er að flytja til Austur-Evrópuríkja. Detlev Scharfenort, austur-þýsk- ur leyniþjónustumaður. Dæmdur í júní í fýrra í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa reynt að fá vestur- þýska stúdenta til að njósna fyrir Austur-Þjóðveija. Karl F. Köcher, 52 ára gamall, tékkneskur borgari, sem beið þess að vera dæmdur fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Hana Köcher, 42 ára gömul eigin- kona Karls F. Köchers. Var hún handtekin ásamt manni sínum og er talin hafa verið sendiboði fyrir tékknesku leyniþjónustuna á árun- um 1975-1983. Fangar, sem Austur- Evrópuríkin sleppa: Anatoly Shcharansky, 38 ára gam- all, sovéskur andófsmaður og bar- áttumaður fyrir mannréttindum. Hann var dæmdur í 13 ára fangelsi árið 1978 fyrir að njósna fyrir Bandaríkin. Scharansky, sem neit- aði þeirri ákæru, var einnig félagi í Helsinki-nefndinni, óopinberum samtökum, sem fylgdust með því hvemig Sovétstjómin stæði við ákvæði Helsinki-sáttmálans. Wolf George Frohn, 41 árs gamall Austur-Þjóðveiji. Hann var dæmd- ur í lífstíðarfangelsi árið 1981 fyrir njósnir í þágu bandarísku leyniþjón- ustunnar. Jaroslav Jaworski, Tékki, sem árið 1981 var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir að hjálpa Austur- Þjóðveijum að flýja vestur. Dietrich Nistroy, fímmtugur Vest- ur-Þjóðveiji. Var dæmdur í lífstíð- arfangelsi í Austur-Þýskalandi fyrir njósnir í þágu vestur-þýsku leyni- þjónustunnar. Persaflóastríðið: Iranir segjast hafa tekið Faw Nicosiu, Kýpur, 11. februar. AP. ÍRANIR sögðust í gær hafa náð á sitt vald írösku olíuhöfninni Faw við Persaflóa, en írakar báru þær fregnir tU baka. Fregnum stríðsað- ila i Persaflóastríðinu ber i fæstum tílvikum saman. Þannig sögðu Irakar að þeir væm að hrinda árás írana yfír Shatt Al-Arab, ósa ánna Evrat og Tígris, sem hófst seinnipart sunnu- dagsins. Þeir hefði talið 1.800 Irana fallna, auk ótalinna þúsunda. íranir sögðu aftur á móti að þeir hefðu fellt 3 þúsund íraska hermenn og tekið höndum 800, auk þess að þeir hefðu eyðilagt fjölda skrið- dreka íraka og skotið niður tvær flugvélar. Fréttamönnum er ekki leyft að heimsækja vigstöðvamar og því erfítt að ráða i hvað þar er í raun og vem að gerast. Bardagar em taldir nú mjög harðar. Harðir bardagar víða í Afganistan Islamabad, Pakistan, 11. febrúar. AP. SKÆRULIÐAR í Afganistan felldu rúmlega 90 hermenn stjómarinnar og Sovétmanna í miklum bardögum í Herat-héraði í vesturhluta landsins. Era þessar fréttir hafðar eftir vestrænum sendimönnum í Pakistan. Haft er eftir heimildum, að 29. janúar sl. hafí skæmliðar gert samræmdar árásir á átta stöðvar stjómarhersins við Herat-borg og náð sumum þeirra á sitt vald. 31. janúar sátu skæmliðar fyrir stjóm- arherdeild í Paktia-héraði skammt frá landamæmnum við Pakistan og fyrir annarri þremur dögum síðar. í þessum árásum féllu rúmlega 90 hermenn stjómarinnar og sovéska innrásarhersins og margir vom teknir tilfanga. Fréttir em um stöðuga bardaga í Ghazni-héraði suðaustur af Kabúl en í síðasta mánuði hófu Sovétmenn mikla sókn þar til að skera á að- flutningsleiðir skæmliða. Hafa þeir skotið niður fímm flugvélar á nokkmm dögum og átta sovéskir GENGI (ÍJALDMIDLA Lundúnum, 11. febrúar. AP. BANDARÍSKI dalurinn féll gegn helstu Evrópugjaldmiðlum í dag, annann daginn í röð. Breska pundið koataði 1,4145 dali, samanborið við 1,4067 í gær. Gengi annarra gjald- miðla gagnvart dal var sem hér segir, gengið frá því í gær innan sviga. Dalurinn kostaði 2,3750 vestur-þýsk mörk, (2,3878); 1,98425 svissneska franka, (2,0145); 7,2825 franska franka, (7,3175); 2,6840 hollensk gyllini, (2,6965) og 1,39475 kanadíska dali, (1,40275). hermenn fallið þeim í hendur. Undanfama tíu daga hafa skæmlið- ar skotið mörgum flugskeytum að höfuðborginni, Kabúl, og hefur þeim einkum verið beint gegn stöðv- um Sovétmanna í borginni og vam- armálaráðuneyti stjómarinnar. Fimbulvetur í Evrópu London, 11. febrúar. AP. MIKIÐ kuldakast hefur gengið yfir Evrópu undanfarna daga. Er fannfergið víða með eindæm- um og vitað er um 9 manns, sem látið hafa lífið af völdum kuld- anna bara á einum sólarhring. Ofankoman var meiri í Róm síð- asta sólarhring en orðið hefur f tvo áratugi og þykk snjóbreiða liggur nú yfir Frakklandi, Ítalíu, Austurríki, Ungveijalandi og Júgóslavíu. í Bretlandi varð frostið meira en nokkm sinni í febrúar í 23 ár og komst niður í mínus fímm stig á Celsius í miðborg London en mínus 10 stig á Heathrow-flugvelli. í hér- aðinu Hampshire, suðvestur af London, varð frostið 17 stig. Mikið var um bílaárekstra sökum ísingar og þoku. Alls lentu um 100 bflar í fjöldaárekstmm á þjóðvegum í Yorkshire. Einn maður beið þar bana, en margir urðu fyrir meiri eða minni líkamsmeiðslum í þessum árekstmm. í Skotlandi beið §allgöngumaður bana, er hann var að klífa Glencoe- tind. Hrapaði hann 150 metra niður eftir ijallshlíðinni. Bæklingurínn erkominn... Viö sýnum fólki þá sjálfsögðu og viðeigandi þjónustu að láta verðlistann fylgja með í nýja sumarferðabæklingnum. Við ríðum á vaðið, fyrst íslenskra ferða- skrifstofa, bjóðum meistaralega lágt verð og vonumst til þess að aðrir fylgi í kjölfarið á svipuðum nótum. Þannig stöndum við vörð um það megin- markmið að gera sem flestum kleift að ferðast. Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 •••?!vÖlistinn Sl %'&» "e81 Leiðandi afl í lága verðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.