Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR 1986____________________________29 I Hæstiréttur staðfestir héraðsdóm: Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakið. Otímabær lokun skóla Félagar í Kennarasambandi íslands (KÍ) samþykktu tvisvar sinnum í allsheijarat- kvæðagreiðslu að segja skilið við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Hið íslenska kennarafélag (HÍK) er í Banda- lagi háskólamanna (BHM). Þessi tvö félög hafa myndað Bandalag kennarafélaga (BK), sem hefur það að markmiði að sameina kennarafélögin undir einn hatt. Heimir Pálsson, for- maður BK, sagði í Morgun- blaðsgrein, þegar félagsmenn í KÍ gengu til atkvæða um úr- sögn úr BSRB: „Við sjáum þegar hilla undir stéttarfélag sem sameinað gæti nærfellt alla íslenska kennara í einn hóp launþega, hóp sem ætlar sér hreint ekki að troða illsakir við aðra launþegahópa en hefur þegar nokkuð bitra reynslu af baráttuaðferðum þeim sem nú tíðkast." Samkvæmt landslögum hef- ur Kennarasamband íslands ekki samningsrétt. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, hef- ur lýst því yfir, að hann sé fús til að beita sér fyrir því, að BK fái samningsrétt fyrir kennara og skipi þá sama sess og BSRB og launamálaráð BHM. Þá yrðu rúmlega 6.000 manns í BSRB, um 4.000 í BK og innan við 2.000 í BHM. Til þess að kenn- arar geti stofnað BK með þess- um rétti þurfa þeir, sem enn tilheyra Bandalagi háskóla- manna, að segja sig úr þeim samtökum. Félagsmenn í Hinu íslenska kennarafélagi hefur hins vegar greint á um það, hvort hagkvæmt sé að samein- ast félagsmönnum í KÍ innan Bandalags kennarafélaga. Með engum skynsamlegum rökum er unnt að varpa þessu uppgjörsmáli meðal kennara sjálfra á herðar ríkisvaldinu eða einstökum ráðherrum. Kennarar einir, væntanlega undir forystu Bandalags kenn- arafélaga, verða að taka af skarið í þessu efni. í KÍ eru rúmlega 3.000 félagar en 1.000 íHÍK. Félagsmenn í Kennarasam- bandi Islands leggja nú skipu- lega niður vinnu í grunnskólum landsins. Þeir segjast ekki sætta sig við að njóta lægri launa en félagsmenn í HIK fyrir sömu vinnu. Allir viður- kenna, að þessi launamunur sé óréttmætur. Um leiðréttingu á honum segir Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, hér í blaðinu í gær. „ ... hefur þegar komið fram af hálfu [fjármálajráðherra, að á því máli verði tekið sérstak- lega nú í vikunni hvað sem líður lausn samningsréttarmálsins og þrátt fyrir þær ólöglegu aðgerðir sem félagar í KÍ hyggja á“. Þær aðgerðir, sem Geir H. Haarde nefnir, felast í því að fella niður kennslu. Morgun- blaðið telur, að öll rök hnígi að því, að hér sé um ótímabær- ar aðgerðir að ræða. Það er í senn ótímabært og rangt að láta það bitna á grunnskóla- nemendum, að kennarar hafa ekki sameinast um þann skipu- lagsramma, sem gerir samtök þeirra að samningsaðila við Ú'ármálaráðherra. Þetta mál þurfa kennarar að ræða sam- eiginlega í hóp sínum án þess að kennsla sé lögð niður af því tilefni. Þá er ótímabært að leggja niður vinnu vegna 5% launamunarins. I því sambandi verða kennarar eins og aðrir að taka mið af því, að nú eru samningamál allra landsmanna á viðkvæmu stigi. Unnið er kappsamlega að því að ná sátt- um í kjaraviðræðum bæði á almennum vettvangi og opin- berum. Eðlilegt er, að litið verði sérstaklega á málefni kennara, þegar komist er að almennri niðurstöðu. Fjármálaráðherra tilkynnti félagsmönnum KÍ það bréflega í síðustu viku, að ákvarðana í málefnum þeirra væri að vænta um miðja þá viku, sem nú er að líða. Lokun íslenskra skóla vegna verkfallsaðgerða kennara er ekki lengur nýnæmi. Við þeirri röskun, sem af þessu leiðir, hefur meðal annars verið brugðist með þeim hætti að koma á fót nýjum skóla í Reykjavík, Tjamarskóla, þar sem foreldrar greiða sjálfír hluta kostnaðar. Athygli vekur, að þessum skóla er ekki lokað nú, einum grunnskóla í Reykja- vík. Foreldrar hljóta að taka eftir þessari staðrejmd. Ástæður fyrir lokun skóla þurfa að vera ríkar og öllum augljósar til að þær njóti al- menns skilnings. Þá þurfa ástæðumar einnig að vera þannig, að augljóslega sé verið að gera á hlut þeirra, sem fyrir lokuninni standa. Hvorugt á við nú, þegar kennsla er lögð niður í grunnskólum landsins. Kenn- arar em að hefja réttindabar- áttu undir nýjum merkjum utan BSRB. Mótmælalokun skól- anna nú er ótímabær aðgerð, sem spillir góðum málstað kennara í stað þess að afla honum fylgis. V estur-Þýskaland: Ungt fólk snýr til hægri í stjómmálum eftir James M. Markham Fjölmörg vestur-þýsk ungmenni úr millistétt eru nú óðum að snúast gegn þeirri andstöðu við „kerfíð" og þeim uppreisnarhugmyndum, sem m.a. leiddu af sér stofnun hreyfmgar hinna svonefndu „Græn- ingja" og einkenndu andstöðu ungra Vestur-Þjóðverja við upp- setningu meðaldrægra bandarískra kjamorkuflauga þar í landi. Afstaða unga fólksins einkennist nú af hægrisinnuðum viðhorfum. Það telur framgöngu einstaklings- ins mikilvægari en mótmæli fjöld- ans. Skoðanakannanir, umsagnir kennara og síðast en ekki síst ummæli unga fólksins sjálfs sýna, svo ekki verður um villst, að hér er um raunverulega hugarfars- breytingu að ræða. Tennissnilling- urinn Boris Becker, sem er aðeins átján ára gamall, er hin nýja fyrir- mynd unga fólksins í Vestur-Þýska- landi. Hann hefur engin afskipti af stjómmálum og nýtur geysilegrar velgengni. Hin þijátíu og átta ára gamla Petra Kelly, sem stofnaði flokk „Græningja" og er virkur kjamorkuandstæðingur, hefur fall- ið í skuggann af honum. „Við eram eins og fyrri kynslóðir í andstöðu við kennarana okkar. Þeir era flestir vinstrisinnaðir, síð- hærðir og ganga um í lopapeysum og sandölum. Þess vegna mætum við í skólann í fínum fötum og höfnum öllum áróðri Græningj- anna,“ segir Beate Lachman, sautj- án ára menntaskólastúlka frá Hamborg, sem stefnir í nám í læknisfræði. Helmut Empl, ungur Munchenar- búi, sem leggur stund á sagnfræði, segjr, að eldhugamir ungu, sem gerðu stúdentauppreisnimar árið 1968 og stofnuðu síðar flokk Græn- ingja, hafí einungis valdið fólki vonbrigðum. „Hin breytta afstaða unga fólks- ins á rætur sínar að rekja til þess að „68-kynslóðinni“ mistókst ætl- unarverk sitt — heimurinn er enn óbreyttur. Sjálfur þykist ég ekki geta breytt heiminum. Ég held hins vegar að ég geti tryggt stöðu mína í þjóðfélaginu. Ég vil njóta vel- gengni og geri mér fyllilega grein fyrir, að það kostar vinnu. Ef vel- gengni í lífínu skiptir engu máli þá er það harla tilgangslaust." Uta Hessler, átján ára mennta- skólastúlka frá Miinchen, segir bölsýnistal kjamorkuvopnaand- stæðinga um „enga framtíð" ekki lengur eiga hljómgrann meðal æskufólks. Hún segir unga fólkið stefna að ákveðnum markmiðum og þeir séu fáir, sem láti reka á reiðanum. Dvínandi stjórn- málaáhugi Mjög stór hluti Þjóðveija er í millistétt og því verður hugarfars- breytingin gleggri en ella. Unga fólkið sækist eftir árangri og vel- gengni og lætur stjómmál sig litlu varða. Kennarar í menntaskóla og há- skólum verða þessa sérstaklega varir og segja nemenduma bæði samviskusama og kurteisa. Þá fer kirkjusókn ungs folks vaxandi. Margir sækja námskeið hjá dans- skólum og ásókn í hefðbundið og rótgróið háskólanám hefur aukist. Stöðugt fleiri diskótek og öldur- hús setja nú reglur um snyrtilegan klæðnað og neita subbulegum gest- um um inngöngu. „Stúlkumar klæðast nú frekar pilsum en buxum og leggja meiri áherslu á að vera kvenlegar," segir Monserrat Bande, sem rekur tísku- verslun í borginni Singen í Suður- Þýskalandi. „Strákamir era mun snyrtilegri en áður. Þeir ganga í jökkum og era gjaman með bindi. Það er ekki óalgengt að átján til nítján ára gamlir strákar gangi í jakkafötum." í mörgum stærri borga Þýska- lands, þar sem tískan er mótuð, sækir unga fólkið frekar glæsilegar vínstúkur en fátækieg kaffíhús. „Uppakráin" nefnist veitingastaður einn á Kurfiirstendamm í Berlín og nýtur hann mikilla vinsælda. Árangurslaus mótmælí I hugum margra ungra Vestur- Þjóðveija skipti það sköpum, þegar ekki tókst að hindra uppsetningu meðaldrægra bandarískra kjam- orkuflauga í Vestur-Þýskalandi og fleiri aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins. Flestir þeir, sem mót- mæltu uppsetningu flauganna, vora að hefja afskipti sín af stjómmálum og urðu fyrir gífurlegum vonbrigð- um. Stefí Battelini, tuttugu ára há- skólastúdent frá Bonn, lýsir von- brigðum svo: „Við voram 300.000, sem mótmæltum. Síðan heyrðum við í útvarpsfréttunum, að uppsetn- ing eldflauganna hefði verið sam- þykkt. Þetta mótlæti varð ekki til þess að auka róttækni í okkar röðum, okkur féllust hendur." Samtök, sem nefndust „Vestur- þýska friðarhreyfíngin", hafa verið leyst upp. Bandarísku Pershing II flaugunum var komið fyrir án alvar- legra mótmæla. Menn virðast al- mennt fremur áhugalausir um uppsetningu stýriflauga sem er á næsta leiti. Dieter Wulf, tuttugu og ijögurra ára sálfræðinemi frá Berlín, sem tók virkan þátt í mótmælunum gegn bandarísku eldflaugunum, segir: „Ég er nú þeirrar skoðunar að fjöldahreyfíngar geti, þegar best lætur, aðeins náð hiuta þeirra markmiða, sem stefnt er að í upp- hafí.“ Eugene Kaufmann, tuttugu og sjö ára læknir, sem tók að sér að skipuleggja mótmælafundi „Græn- ingja" gegn kjamorkuflaugunum, lýsir vonbrigðum sínum á þennan hátt: „Þegar ég sá hvað umræður okkar breyttu litlu, gat ég ekki lengur talað um frið og önnur bar- áttumál okkar.“ Eins og svo margir aðrir telur Kaufmann Boris Becker hina nýju fyrirmynd ungu kynslóðarinnar. „Boris Becker lætur ekki til sín taka á pólitíska sviðinu. Hann talar ekki um mengun; hann leikur tennis og sigurganga hans er óstöðvandi. Velgengni hans er dæmi um „amer- íska drauminn", en hann er Þjóð- veiji og draumur hans rættist hér í Þýskalandi." Boris Becker, tennisstjarna, goð þýskrar æsku. Banabiti „Græningja“? Takmarkað framboð á störfum og óvissa í efnahagsmálum hefur orðið til þess, að unga fólkið sækist nú meira en áður eftir frama í starfí og efnalegri hagsæld. Fyrir þremur áram þrengdist hagur fá- tækari námsmanna, þegar stjóm Helmuts Kohl setti lög sem kveða á um endurgreiðslur námslána. Wolfgang Seel, fyrram rektor háskólans í Bochum, segir, að þegar olíukreppan skall á hafí námsmenn tekið að gera sér grein fyrir, að þeir myndu ekki lifa við endalausa hagsæld. „Flestir háskólakennarar hafa snúið baki við vinstrisinnaðri hugmyndafræði. Það era einkum menntaskólakennarar, sem hallast að vinstri mennsku," bætir hann við. Margir stjómmálaskýrendur telja, að þessi hugarfarsbreyting geti reynst banabiti flokks „Græn- ingja“, en stuðningsmenn hans era flestir á milli tvítugs og þrítugs. Flokkur „Græningja" var stofn- aður árið 1979 og fjóram áram síð- ar tókst þeim að vinna sæti á þingi. Hins vegar er ljóst, að þeir eiga á brattann að sækja á næsta ári, þegar gengið verður til þingkosn- Petra Kelly, foringi „Græn- ingja“, bliknandi stjarna. inga. Margir benda á, að þrátt fyrir hugarfarsbreytingu unga fólksins, hafí það ekki snúið baki við öllum baráttumálum kynslóðarinnar, sem kleypti stúdentaóeirðunum af stað árið 1968. Elisabeth Noelle-Neumann, for- stöðumaður Allensbach félagsvís- indastofnunarinnar, hefur bent á, að í skoðanakönnun í desember sl. þar sem leitað var álits 2.217 ungmenna hafí 25% svarenda á aldrinum 16 til 20 ára lýst „sarnúð" með „Græningjunum" 71% sögðust styðja einhvem þriggja eldri flokk- anna — 28% Kristilega demókrata, sem era hægri flokkur, 5% Fijálsa demókrata, samstarfsflokk kristi- legra í ríkisstjóm, og 38% Jafnaðar- mannaflokkinn. Dieter Roth, sem rekur fyrirtæki í Mannheim, er annast rannsóknir á viðhorfí almennings, segir ungt fólk í Vestur-Þýskalandi tiltölulega framsækið og róttækt, en bendir jafnframt á, að það sé tregt til þátttöku í stjómmálum. Höfundur er fréttaritari New York Times i Vestur-Þýskalandi. Uppgjör og vaxtakostnað- ur vegna sauðfjárafurða eftir Brynjólf Sigurðsson Á síðasta hausti hófst verðlagn- ing landbúnaðarvara samkvæmt lögum um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á búvöram nr. 46/ 1985. Við ákvörðun á sláturkostn- aði í september sl. óskaði undirrit- aður bókunar nokkurra athuga- semda, sem snertu veigamikil atriði. Eitt þeirra var um samhengið milli vaxtakostnaðar og hækkana á verði birgða. Vegna starfa erlendis síðla hausts tók undirritaður ekki þátt í nefndarstörfum við ákvörðun verðs í byijun desember og er það ástæð- an fyrir, að ekki hefur reynt á þennan þátt fyrr í umfjöllun 5- manna nefndar. 1. Eitt af grundvallatriðum fyrr- greindra laga er að tryggja bænd- um fullt verð fyrir vörur sínar svo til um leið og vörumar era lagðar inn til afurðastöðvanna. Þetta era veruleg frávik frá því, sem áður var, þegar bændur urðu að bíða eftir uppgjöri á afurðum sínum, þar til þær seldust, og var jafnan litið svo á, að bændur ættu afurðimar þar til þær væra seldar. Það, sem hér er lýst, hlýtur að leiða af sér breyttan hugsunarhátt við verð- lagningu á landbúnaðarvörum og kemur sú breyting hvað sterkast fram í verðlagningu á sauðfjár- afurðum. Við slátran sauðfjárafurða, sem að langmestu leyti á sér stað á haustin, er gert upp við bændur á haustverðlagi. Eign afurðanna færist þá frá bændum til afurða- stöðvanna. Ef sauðfjárbændur fá virði afurða sinna að fullu greitt á haustin, verður ekki séð, að greiða eigi viðbótargreiðslur umfram það, þótt almennar verðbreytingar eigi sér stað í landinu. Ávöxtun fjár- magns, sem bændur fá greitt fyrir afurðir sínar, hlýtur að vera í hönd- um þeirra og á ábyrgð bænda sjálfra. Ef slíkar greiðslur umfram fullt afurðaverð eiga sér stað, gerist tvennt. í fyrsta lagi bera sauðfjár- bændur meira úr býtum en viðmið- unarstéttimar, sem miðað er við í lögunum og í öðra lagi bera þeir meira úr býtum en aðrir bændur t.d. mjólkurframleiðendur. 2. Eins og að framan er getið, eignast afurðasölumar sláturafurð- imar við greiðslu þeirra. Til að fjár- magna greiðslumar er afurðasölun- um veitt afurðalán, sem nemur 71,3—73,88% af óniðurgreiddu heildsöluverði. Vextir af afurðalán- unum era 27,5% og auk þess 0,5% þóknunargjald eða samtals 28%. Miðað við ákveðnar forsendur um verð og kjötsölu er vaxtakostnaður vegna birgða reiknaður og er vaxta- kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Ef sjónarmiðum í lið 1) hér að framan er fylgt, opnast nýir mögu- leikar fyrir stjómvöld í baráttunni við verðbólgu og/eða halla á ríkis- sjóði og skal það skýrt með örlitlu dæmi. Gert er ráð fyrir, að virði afurða sé 100 á tímapunkti 1, og að bændum sé þá greitt fullt verð fyrir afurðimar. Síðan líður tíminn og á tímapunkti 2 er verðlag 10% hærra en á tímapunkti 1. Ef reiknað er með, að afurðimar séu - seldar á tímapunkti 2 og að afurðasölumar þurfí að skila flármagni því, sem hefur verið bundið í birgðum á raunvirði, þá era tveir möguleikar til staðar. A) Afurðasalan þarf að greiða 110, sem er upphaflegt flármagn bundið í birgðum að viðbættum verðbótum (eða vöxtum, ef það orð er notað). Það gerir afurða- salan með því að selja vörana á óbreyttu verði 100, en fær verðbætumar (vextina) greidda úr ríkissjóði. B) Verðið á vöranum er hækkað til jafns við almennt verðlag. Söluvirðið verður þá 110, en eðlilegt væri, að greiðsla úr rík- issjóði á verðbótum (vöxtum) félli þá niður. Það skal viðurkennt, að dæmið er einfaldað, en það lýsir kjama málsins. Afurðasölumar verða t.d. fyrir nokkram kostnaði, sem verð- bæta þyrfti, en sá þáttur er aðeins hluti af verðlagningargrandvellin- um og hefur þvf óveraleg áhrif á heildarverðið. 3. Hér verður ekki fjallað almennt um lög nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvöram, heldur aðeins bent á, að ákvæði laganna, sem snerta ofangreind atriði era ekki í samræmi hvert við annað. í 1. gr. laganna, sem fjallar um tilgang þeirra stendur í d-lið; „að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta." i f-lið 1. gr. stendur; „að stuðla að jöfnuði á milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og mark- að.“ í 29. gr. stendur hins vegan „Ber að inna greiðslu af hendi eigi síðar en 10. dag næsta mánaðar eftir innleggsmánuð. Fyrir sauð- fjárafurðir lagðar inn í haustslátur- tíð ber að greiða með eftirgreindum hætti: 1. Framgreiðsla í síðasta lagi 15. október tii þeirra sem slátra fyrir þann dag. Þeir, sem slátra síðar hljóti greiðsluna í síðasta lagi tíu dögum eftir innleggsdag. Fram- leiðsluráð setur nánari reglur um greiðslumar. Brynjólfur Sigurðsson 2. Fullnaðargreiðsla haustgrand- vallarverðs (verð ákveðið 1. septem- ber) eigi síðar en 15. desember. 3. Viðbótargreiðslur vegna hækk- ana, sem verða kunna við ársfjórð- ungslegar breytingar verðíags- grandvallar í hlutfalli við óseldar birgðir í landinu 1. desember, 1. mars og 1. júní, er inntar séu af hendi eigi síðar en 15. mars, 15. júní og 15. september. Ráðherra setur í reglugerð, að fengnum til- lögum Framleiðsíuráðs og slátur- leyfíshafa, nánari reglur um fram- kvæmd viðbótargreiðslna og jöfnun á milli afurðastöðva vegna mismun- andi söluhlutfalls við hvert ársfjórð- ungsuppgjör." Eins og áður er vikið að, samrým- ist 3. liður 29. gr. ekki d- og f-lið 1. gr. laganna. 4. Undirritaður getur ekki fallist á, að viðbótargreiðslur skv. 3. lið 29. gr., sem era umfram fullt grand- vallarverð, verði inntar af hendi. Fyrir því liggja þijár meginástæður. í fyrsta lagi stangast slíkar greiðsl- ur á við réttlætiskennd undirritaðs. í öðra lagi verður ekki séð, hvers vegna ætti fremur að framfylgja 3. lið 29. gr. en d- og f-liðum 1. gr., en þar er misræmi á milli, auk þess sem reglugerð, sem getið er í 3. lið 29. gr., liggur ekki fyrir. í þriðja lagi er undirritaður fulltrúi neytenda í 5-manna nefnd. Það væri því að bregðast trúnaði við neytendur að taka þátt í afgreiðslu, þar sem neytendum væri ætlað að greiða umfram grandvallarverð í formi hækkaðs vöraverðs. 5. Eins og að framan er getið, hafa verðhækkanir á afurðum áhrif á vaxtagjöldin og á undanfömum áram hafa vaxtagjöld vegna birgða verið greidd úr ríkissjóði. í 30. gr. laga nr. 46/1985 er gert ráð fyrir, að landbúnaðarráðherra leiti eftir samningum fyrir hönd ríkisstjóm- arinnar við Stéttarsamband bænda um magn mjólkur- og sauðfjáraf- urða, sem framleiðendum verður ábyrgst fullt verð fyrir á samn- ingstímanum. Þegar samið hefur verið um ákveðið magn milli ríkisins og stéttarsambandsins, virðist eðli- legt, að ríkissjóði beri eingöngu að greiða vaxtakostnað af birgðum þeim, sem tilheyra fyrrgreindu umsömdu magni. Höfundur er dósent í viðskipta- deild Háskóla íslands. Hann er fulltrúi neytenda ífhnm-manna nefnd, sem tekur ákvarðanir um landbúnaðarverð. Hérað ofan eru birtar athugasemdir, sem hann lagði fram í nefndinni 2. febrúar. Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur 44 ARA gamall maður hefur verið dæmdur í 8 mánaða fang- elsi fyrir ítrekaðan ölvunarakst- ur á síðastliðnum þremur árum. Var dómurinn kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur þann 29. júli í sumar og staðfestur af Hæstarétti 6. febrúar sl., en maðurinn áfrýjaði héraðsdómi til Hæstaréttar. í málsgögnum Sakadóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi undanfarin 20 ár hlotið fjöl- marga dóma fyrir ölvun og rétt- indaleysi við akstur. Frá árinu 1980 hefur lögreglan 21 sinni haft afskipti af honum vegna réttindaleysis við akstur, og reyndist hann ölvaður í 14 skipti. Sakadómur Reykjavíkur úr- skurðaði ennfremur að tvær bifreið- ir hans skyldu gerðar upptækar, „til að gera ákærða erfíðara um vik að halda áfram að stofna umferðar- öryggi og lífí samborgara sinna í hættu“. I dómsorði Hæstaréttar er það ákvæði héraðsdómsins, sem kveður á um upptöku annarrar bifreiðarinnar, fellt úr gildi, en dóm- urinn að öðra leyti staðfestur. Er vísað til þess að önnur bifreiðin hafí verið seld á uppboði eftir upp- sögu héraðsdóms. Manninum var ennfremur gert að greiða áfrýjunar- kostnað, þar með talinn saksókn- aralaun í ríkissjóð, 15.000 kr., og málsvamarlaun skipaðs veijanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 15.000 kr. Ingibjörg Benedilrtsdóttir, settur sakadómari, kvað upp dóminn f Sakadómi Reykjavíkur f sumar, en hæstaréttardómaramir Magnús Þ. Torfason, Bjami K. Bjamason, Guðmundur Skaftason, Halidór Þorbjömsson og Magnús Thorodd- sen, dæmdu málið í Hæstarétti. Bjami K. Bjamason og Halldór Þorbjömsson skiluðu sératkvæði. Þeir vildu staðfesta héraðsdóminn að fullu. Hitaveita Suðurnesja: 14% hækkun gjaldskrár Garði, 10. febrúar. Um áramótin hækkaði gjald- skrá Hitaveitu Suðumesja um 14%, sem mun vera i kringum 450 til 600 kr. hækkun fyrir hvert meðalheimili á Suðumesj- um. Hver mínútulítri kostar nú 980 krónur, en kostaði fyrir hækkun 860 krónur. Reyndar má geta þess, að fyrir rúmu ári kostaði mínútulítr- inn 660 krónur og hefur þvf hækkað um tæp 50% á einu ári. Rafmagnseiningin hækkaði úr 2,91 eyri í 3,28 aura, sem mun vera sama prósentuhækkun og á vatninu. Þróun rafmagnsverðs hef- ur aftur á móti verið okkur Garð- mönnum mjög hagstæð, því þegar Hitaveitan yfírtók gömlu rafveituna okkar f haust, lækkaði rafmagns- einingin úr 4,70 auram f 2,91 eyri. — Araór Svalbarðseyri: Sláturhús- inu lokað Akureyri, 7. febrúar. SLÁTURHÚSI Kaupfélagsins á Svalbarðseyri hefur nú verið lokað. Kaupfélag Eyfirðinga hefur rekstur KSÞ á Svalbarðseyri á leigu eins og margoft hefur komið fram og mun KEA nota eigið sláturhús á Akureyri. Kjötvinnslan verður hins vegar starfrækt áfram á Svalbarðseyri — með svipuðu sniði og kjöt- vinnsla Kaupfélags Eyf irðinga á Akureyri. Eins og Morgunblaðið hefur Þeir sem störfuðu í slátraninni, þegar greint frá verður kartöflu- sem nú hefur verið hætt, era verksmiðjunni á Svalbarðseyri komnir í önnur störf. „Mér fannst lokað eftir helgina — þar til að- ekki skynsamlegt að KEA slátraði stæður verða viðunandi eins og á tveimur stöðum með svo stuttu talsmenn rekstursins hafa sagt. millibili," sagði Bjami Hafþór Sótt hefur verið um niðurgreiðsiu Helgason, fulltrúi KEA á Sval- hráefnis til verksmiðjunnar eins barðseyri, í samtali við Morgun- og til kartöfluverksmiðjunnar í blaðiðídag. Þykkvabæ. Nesskip hyggst þurr- leigja norskt skip NESSKIP HF hyggst taka norskt flutningaskip á þurrleigu fljót- lega. Skipið mun verða í sömu flutningum og hin fimm skip félagsins, eða að mestu leyti í siglingum milli hafna Evrópu. Að sögn Guðmundar Ásgeirsson- ar framkvæmdastjóra Nesskips, er norska skipið um 6 þúsund lestir að stærð og kostar um 20 milljónir norskra króna, eða um 112 milljónir íslenskra. Þurrleiga er leiga án áhafnar, og fylgir hennir réttur til að hafa forgang um kaup á skipinu, efþaðertilsölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.