Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR1986 31 Boðskapur ríkisstjórnarinnar til aðila vinnumarkaðarins Hóflegar launabreytingar í áföngum forsenda 9% verðbólgn Hér birtíst í heild greinargerð ríkisstjórnarinnar um þær ráðstafanir, sem hún er fús að beita sér fyrir til að kjara- samningar náist um hóflegar launabreytingar í áföngum. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra afhentu fulltrúum aðila vinnumarkaðarins þetta plagg á fundi í Stjórnarráðs- húsinu síðdegis I gær. Til aðila vinnu- 1. Morgunblaðið/Bjami Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu forystumönnum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og fulltrúum úr samninganefnd ríkisins framlag ríkisstjórnarinnar til lausnar í kjaradeilunni þegar þeir höfðu kynnt ASÍ, VSI og VMSS tillögur sínar. markaðarins Frá ríkisstjórninni Undanfama daga hefur ríkis- stjómin átt viðræður við fulltrúa samtaka launafólks, vinnuveitenda og sveitarfélaga um horfur í efna- hags- og kjaramálum. í ljósi þessara viðræðna og athugana, sem af þeim hafa sprottið, telur ríkisstjómin unnt að draga svo úr verðbólgu á næstu mánuðum, að almenn verð- hækkun frá janúar 1986 til janúar 1987 verði innan við 9 af hundraði, enda verði ekki vemlegar breyting- ar til hins verra á viðskiptakjörum eða öðmm ytri aðstæðum þjóðar- búskaparins frá því sem nú horfir. Til þess að stuðla að þessum árangri í viðureigninni við verð- bólguna verður meðalgengi krón- unnar haldið sem stöðugustu og þeirri stefnu fylgt eftir með ýtrasta aðhaldi í fjármálum, peningamálum og erlendum lántökum. En síðast en ekki síst er það forsenda þess, að hraði verðbólgunnar komist nið- ur í eins stafs tölu á næstu tólf mánuðum, að almennt verði samið um hóflegar launabreytingar í áföngum, sem samiýmst geta þessu markmiði. Þegar einsýnt er, að slík- ir samningar muni nást, mun ríkis- stjómin beita sér fyrir eftirgreind- um aðgerðum: 1. Lækkunáverði opinberrar þjónustu Ríkisstjómin hefur rætt við for- svarsmenn opinberra fyrirtækja I eigu ríkis og sveitarfélaga um lækkun á gjaldskrám þeirra til samræmis við breyttar horfur í verðlagsmálum. Niðurstaða þessara viðræðna en Heiidsöluverð Landsvirkjunar til almenningsveitna lækki um 10% og jafnframt lækki taxtar Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Raftnagnsveitna ríkisins um 10% 2. Taxtar Hitaveitu Reykjavíkur lækki um 7% 3. Afnotagjöld Ríkisútvarpsins lækki um 5% 4. Dagvistargjöld á bamaheimilum lækki um 5% Þess er vænst, að önnur fyrirtæki ríkis og sveitarfélaga fylgi sömu stefnu. Auk þessarar beinu lækkun- ar munu opinber fyrirtæki falla frá fyrri áformum um hækkun gjald- skrár síðar á árínu. Bein áhrif lækkunar á verði opinberrar þjón- ustu á framfærslukostnað eru metin 0,5%, en með óbeinum áhrifum gætu þau í heild orðið 0,7%. 2. Lækkun beinna skatta Ríkisstjómin mun lækka álagðan tekjuskatt á einstaklinga um sem næst 150 m. kr. árið 1986 til samræmis við breyttar verðlags- horfur, og hefur beint því til sveitar- félaganna, að þau lækki á sama hátt álögð útsvör um sem næst 300 m. kr. Borgarstjórinn í Reykjavík mun leggja til, að útsvarsprósenta í Reykjavík verði lækkuð úr 10,8% í 10,2%, sem er það sem þarf til að framkvæma þessa breytingu á álagningu að því er Reykjavík varð- ar. Jafnframt mun tilmælum um samsvarandi útsvarslækkun komið á framfæri við aðrar sveitarstjómir með milligöngu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lækkun tekjuskatts verður framkvæmd með lækkun skattstigans. í samræmi við þetta verður fyrirfram innheimta opin- berra gjalda lækkuð um 8 af hundr- aði á mánuði þegar 1. mars nk., þannig að í stað þess að innheimta 13% á mánuði af álagningu fyrra árs, yrðu innheimt 12%. í krónum talið lækkar þannig 13 þúsund króna fyrirframgreiðsla á mánuði í 12 þúsund krónur. Þessi lækkun álagningar beinna skatta um 450 m.kr. jafngildir 0,7% af atvinnutekj- um heimilanna. 3. Lækkun nafnvaxta Ríkisstjómin og Seðlabankinn munu í sameiningu stuðla að þvf, að nafnvextir innlánsstofnana lækki þegar í kjölfar kjarasamn- inga. Til þess að gefa hugmynd um það, hversu mikilvægar slíkar breytingar gætu orðið, má taka naftivexti skuldabréfa, sem nú em 32%, til dæmis. í kjölfar kjarasamn- inga af þvi tagi, sem nú er að stefnt, gætu þessir vextir líklega lækkað í 20% strax 1. mars nk., í 18% 1. júní og í 12—14% 1. september. Ferill vaxtalækkunar færi mjög eftir áfangahækkun launa. Ekki þarf að fara um það mörgum orð- um, hversu mikið greiðslubyrði heimila og fyrirtækja léttist við slíka lækkun nafnvaxta. Raunvext- ir yrðu þó að sjálfsögðu jákvæðir framvegis, en horfur á, að þeir gætu farið lækkandi með auknum stöðugleika í efnahagsmálum. Eitt af því, sem stuðlað gæti að betra jafnvægi á lánamarkaði og þar með að lækkun vaxta væri að lífeyrissjóðir keyptu í enn ríkara mæli en hingað til skuldabréf ríkis- sjóðs. 4. Lækkun verðs á olíu og bensíni Olíuverð á heimskarkaði hefur farið lækkandi að undanfömu, en þess hefur enn ekki gætt að ráði hér á landi vegna birgða í landinu á hærra verði. Ríkisstjómin mun beita sér fyrir því, að lækkun olíu- verðs verði flýtt sem kostur er, og er að því stefnt, að gasolíuverð lækki hinn 1. mars nk. og síðan áfram eftir því sem fært er. Gert er ráð fyrir að bensínverð lækki um allt að 10% á næstu tveimur mánuð- um, ef núverandi heimsmarkaðs- verð helst. Þessi lækkun á olíuvör- um leiðir beinlínis til 0,5% lækkunar á framfærslukostnaði, en með óbeinum áhrifum verður þessi lækk- un líklega nálægt 0,7% af fram- færslukostnaði á næstu mánuðum. 5. Ákvörðunbó- vöruverðs Ríkissljómin mun fyrir sitt leyti stuðla að því að hækkun búvöm- verðs á næstunni verði stillt í hóf og áhrif lækkandi olíuverðs, vaxta o.fl. verði tekin til greina í búvöm- verðsákvörðun sem allra fyrst. 6. Húsnæðismál Ríkisstjómin er reiðubúin að ræða þær hugmyndir sem fram koma í hugmyndum samningsaðila á vinnumarkaðnum um húsnæðis- mál. Að lokum skal lögð áhersla á það, að til þess að unnt sé að hrinda þessum aðgerðum í framkvæmd þarf niðurstaða í kjarasamningum að nást á næstu dögum, einfaldlega af því að breytingar á álagningu og innheimtu skatta á gjaldskrám fyrirtækja þurfa að ráðast alveg á næstunni, ef þær eiga að hafa til ætluð áhrif. Mikið er því f húfi, að kjarasamningar takist fljótt og með farsælum hætti. Á því er ekki vafi, að hjöðnun verðbólgu og auknum stöðugleika í efnahagsmálum munu fylgja jákvæð áhrif á atvinnu og lífskjör í landinu, sem ekki eru metin í framangreindum tölum. Ríkisstjórnin svarar fiskvinnslunni: Útflytiendur fái að taka af- urðalánin sjálfir erlendis HÉR FER á eftir svar frá ríkis- stjórninni við tillögum Sambands fiskvinnslustöðvanna um brýn- ustu úrbætur til leiðréttingar á rekstrarskilyrðum fískvinnsl- unnar. Fulltrúum fiskvinnslunnar var afhent þetta svar í gær. „Hinn 10. desember 1985 lögðu fulltrúar Sambands fiskvinnslu- stöðvanna fyrir ríkisstjómina tillög- ur í fimm liðum um það, sem þeir töldu brýnustu úrbætur til leiðrétt- ingar á rekstrarskilyrðum fisk- vinnslu. Hér fara á eftir svör við þessum tillögum. Svörin fylgja röð tillagna fiskvinnslumanna, en auk þeirra fylgja nokkur atriði, sem varða starfsskilyrði útflutningsat- vinnuveganna ög ríkisstjómin vinn- ur nú að. 1. Ríkisstjómin og stjóm Seðla- bankans em sammála um það, að meðalgengi krónunnar skuli allt þetta ár haldið sem stöðug- ustu, enda verði ekki verulegar breytingar á viðskiptakjömm eða öðmm ytri skilyrðum þjóðarbús- ins frá því sem nú horfir. Jafn- framt hefur ríkisstjómin falið Seðlabankanum að hafa for- göngu um athugun á því, hvort tæknilegar breytingar á tilhögun gengismála, m.a. varðandi skipu- lag gjaldeyrisviðskipta, geti í framtíðinni stuðlað að stöðug- leika í gengismálum. 2. Gengisbreytingar á gjaldeyris- mörkuðum á sl. ári leiddu til þess, að tap varð hjá vissum út- flutningsgreinum af mismun á gengisákvæði í afurðalánasamn- ingum annars vegar, og gengi gjaldmiðla, sem afurðir vora seld- ar í, hins vegar. Vegna yfírtöku viðskiptabankanna á endur- keyptum afurðalánum Seðla- bankans frá og með maí 1985 hafa þessi viðskipti að langmestu lejdi horfið frá Seðlabankanum, og með því að viðskiptabankamir hafa fjármagnað lánin með er- lendum lánum, á gengistap út- flutningsgreinanna sér ekki samsvömn í gengishagnaði við- skiptabankanna. Aðild Seðla- bankans að afurðalánum við- skiptabankanna er einungis í gegnum SDR-lánakvóta, sem bankamir hafa aðgang að í Seðlabankanum, og er notkun hans breytileg frá einum tíma til annars. Seðlabankinn hefur ákveðið, að það tap, sem hér hefur orðið og rekja má til notk- unar kvótans, verði endurgreitt framleiðendum í hlutfalli við afurðalánaviðskipti og misræmi milli gjaldmiðlasamsetningar afurðalána og afurðasölu þeirra á tímabilinu maí—nóv. 1985, en frá og með nóvember 1985 gátu framleiðendur fengið breytt af- urðalánum úr SDR í aðra gjald- miðla. Athugun á því, hvaða upphæð hér getur verið um að ræða, sýnir, að tapið hafi numið um kr. 70 millj., sem er sú upp- hæð, sem lögð verður til hliðar í því skyni að bæta framleiðend- um hluta af því tapi, sem þeir hafa orðið fyrir. Mun Seðlabank- inn setja nánari reglur um þessar greiðslur. 3. Alþingi hefur ákveðið, að endur- greiðsla á söluskatti til sjávarút- vegsins árið 1986 skuli renna til Aflatryggingasjóðs og frá honum til útvegs og sjómanna. Þessari tilhögun verður ekki breytt fyrr en gerðar hafa verið umfangs- miklar breytingar á sjóðakerfi sjávarútvegs og komið á virðis- aukaskatti $ stað söluskatts. Á vegum ríkisstjómarinnar er nú unnið að undirbúningi beggja þessara mála. Að því er stefnt, að endurskoðun sjóðakerfisins ljúki á þessu ári og virðisauka- skattur verði tekinn upp á því næsta. 4. Þjóðhagsstofnun mun hafa sam- band við fulltrúa fiskvinnslunnar um rekstrar- og greiðsluáætlanir greinarinnar nú eins og hingað til. 5. Ríkisstjómin hefur falið Seðla- bankanum að semja nýjar reglur um útflutningslán, þar sem sölu- samtökum útflytjenda eða ein- stökum útflytjendum verði leyft að taka lán erlendis til þess að fjármagna útflutning eða út- flutningsbirgðir án milligöngu eða ábyrgðar íslenskra viðskipta- banka með ákveðnum skilyrðum. Auk atriðanna fímm hér að fram- an, sem svara tillögu fískvinnslu- samtakanna lið fyrir lið, vill ríkis- stjómin taka fram eftirfarandi: a. Ríkisstjómin hefur lagt fyrir stjómir Byggðastofnunar og Fiskveiðasjóðs, að þær láti lán til fjárhagslegrar endurskipu- lagningar og tæknivæðingar fískvinnslunnar hafa forgang í lánveitingum á þessu ári. Veitt verði í þessu skyni lán til langs tíma afborgunarlaus í 2—3 ár í upphafi lánstíma. Við þessar lán- veitingar njóti þau fyrirtæki for- gangs, sem leggja fram mest eigið fé í þessu sambandi. Alls verði varið a.m.k. 330 m.kr. á árinu 1986 til þessara lána, sem skiptast þannig: i) 150 millj. kr. til Ijárhagslegr- ar endurskipulagningar (Byggðastoftiun), ii) 180 millj. kr. til tæknivæðing- ar fiskvinnslunnar (100 millj. kr. ffá Fiskveiðasjóði og 80 millj. kr. fi-á Byggðastofnun). b) Ríkisstjómin hefur falið Seðla- bankanum að semja reglur, þar sem útflutningsfyrirtækjum verði heimilað að kaupa mikil- vægan tækjabúnað á kaupleigu- kjömm, hvort sem um innfluttan eða innlendan búnað er að ræða. (Fskj. 3). c) Tilmælum verður beint til Rann- sóknasjóðs um að leggja sérstak- lega fram fé til verkefna, sem beinast að því að ieysa tæknileg vandamál í útflutningsatvinnu- vegunum (t.d. ormahreinsun og innpökkun í fiskvinnslunni). Auk þess verður því beint til fulltrúa ríkisins í stjóm hins nýstofnaða Þróunarfélags, að þeir beiti sér fyrir því, að félagið leggi fram- taks- og áhættufé í verkefni af þessu tagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.