Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1986 37 Að g-efnu tilefni um kosningarnar í Iðju faldara að réttlæta bann við aug- lýsingum á reyktóbaki ef það væri bannað með lögum að flytja inn og nota reyktóbak (sbr. setninguna: „Samúel sættir sig einfaldlega ekki við að lög banni umfjöllun um athæfi sem er fullkomlega löglegt í landinu, reykingar"). Hvað kemur í veg fyrir að Samúel hefji umfjöllun um „gæðahass“ frá Líbanon eða hvetji til neyslu á tilteknum tegund- um af englaryki. Er það einungis sú staðreynd að efnin eru ólögleg? Ef svo er þá votta ég Ólafi Hauks- syni samúð mína. Frelsið Ólafur veltir því fyrir sér hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir „frelsi" í landinu að leiða í lög hömlur á prentfrelsið og notar gömlu góðu röksemdina: Hvar á að setja mörkin? Til þess er manninum gefin skynsemi og hæfileiki til vits- munalegrar rökræðu, að hann geti leyst slík vandamál án þess að hlutirnir séu af eða á, svartir eða hvítir. Ef hugsunarháttur óhefts frelsis réði ferðinni, væru engin lög og engar reglur til i samfélaginu. Hvers vegna að banna mönnum að aka á 100 km hraða niður Laugaveginn? Hvers vegna að banna mönnum að koma fyrir sprengjum í kyrrstæðum bílum á fjölförnum götuhomum? Marga rekur eflaust í rogastans og segja: „Hvað er maðurinn að fara? Að sjálfsögðu er slíkt bannað vegna þess að þannig atferli stofnar lífí og limum saklausra vegfarenda í hættu.“ Að sjálfsögðu. En þó eru til menn sem fært gætu að því mörg rök að réttast væri að létta slíkum höftum. Það eru þeir sömu og gáfu út handbókina „Matreiðslu- bók stjórnleysingjans" þar sem kenndar vom ýmsar aðferðir til að drepa, gefnar upp uppskriftir að öllum mögulegum tegundum af sprengjum og gefnar upp formúlur og kenndar aðferðir til að framleiða eiturefni á borð við heróín og LSD. Já Ólafur, það er hægt að drepa í prentfrelsinu. • Frelsi er vandmeðfarið og frelsi getur hæglega gengið út yfir frelsi annars og þá verðum við að gera upp .við okkur: Frelsi hvors á að ráða? Á frelsi hryðjuverkamannsins til að stunda hryðjuverk að ráða, eða frelsi þegnanna til lífs og frelsi stjórnvalda til að veija þegna sína? • Á frelsi reykingamannsins til að reykja og anda að sér eitri að vera ofar frelsi hinna til að anda að sér hreinu lofti og lifa heilbrigðu lífi? • Á frelsi fjölmiðla til að birta hvað sem er að vera ofar frelsi bama til lífs og frelsi foreldra til að vernda börn sín frá skoð- anamótandi áróðri fyrir neyslu á eitri sem skilur tugi Islendinga eftir örkumla á ári hverju og drepur hundmð? • Á frelsi fjölmiðla til að grafa undan fyrirbyggjandi heilsu- vernd heilbrigðisyfirvalda að vera ofar frelsi heilbrigðis- yfirvalda og foreldra til að standa vörð um heilbrigði barna og unglinga? Þeir sem svara vilja ofangreind- um spumingum játandi em að mín- um dómi siðlausir, en við hina vil ég segja: tökum höndum saman, vemdum börnin okkar, verndum lífið. Lokaorð Ritstjóra Samúels er velkomið að líta inn í kaffí hjá fræðsludeild Krabbameinsfélagsins og kynna sér þann árangur sem náðst hefur í reykingavömum í gmnnskólum landsins og á námskeiðum Krabba- meinsfélagsins í reykbindindi. Ég ætla ekki að svara fyrir Tóbaks- vamanefnd, það gera aðrir. Að lokum þakka ég Ólafí það boð að fá að skrifa í Samúel og lýsi því hér með yfír að það boð mun ég þiggja með þökkum. Með von um árangursríkt og vonandi ánægju- legt Sam-starf á komandi ámm. Höfuadur hefur lagt stund á nám í sálarfræði, en starfar um þessar mundir sem fræðslufulltrúi þjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. eftirHildi Kjartansdóttur SEM núverandi stjóraarmaður í Iðju og varaformannsefni á A-lista stjóraar og trúnaðar- mannaráðs í kosningum í félag- inu um næstu helgi vil ég leið- rétta og gera athugasemdir við viðtal, sem Morgunblaðið átti við Bjaraa Jakobsson, formann Iðju, sunnudaginn 2. febrúar sl. I fyrsta lagfi var það samhljóða ákvörðun stjómar og trúnaðar- mannaráðs Iðju (þrír sátu hjá) að mæla ekki með Bjama Jakobssyni lengur sem formanni og biðja þess í stað Guðmund Þ. Jónsson, núver- andi varaformann, að gefa kost á sér í formannsembættið. Þessi ákvörðun var tekin vegna óska fjölda trúnaðarmanna og almennra félaga og ekki síður einfaldlega vegna þess, að undanfarin ár hefur Bjami orðið æ óvirkari í starfí og það hefur valdið vaxandi óánægju í félaginu. í öðm lagi mótmæli ég harðlega þeim ummælum Bjama í viðtalinu við Morgunblaðið, að félagar hans í stjóm og trúnaðarmannaráði hafí komið fram við hann af óheiðar- leika. Það er meira en ár síðan Bjama var gert kunnugt um þessa óánægju með störf hans - okkur fínnst að hann hafí sýnt mjög tak- markaðan áhuga og vilja til að rífa félagið upp úr þeirri deyfð, sem það hefur óneitanlega verið í. Bæði ég og aðrir gerðum honum fyllilega ljóst, að yrði ekki veraleg breyting hér á, og hann sýndi í verki að hann vildi vinna að hags- munamálum félagsmanna, þá myndum við ekki treysta honum lengur til formennsku í félaginu. Á því ári, sem liðið er síðan, hefur Hildur Kjartansdóttir engin sú breyting orðið á vinnu- brögðum núverandi formanns, sem fær breytt afstöðu okkar. Bjami Jakobsson lét liggja að því í þessu sama viðtali að hann hafí verið veikur og ekki getað stundað sín störf þess vegna. I þau þijú ár, sem ég hef unnið í stjóm félagsins, hef ég aldrei heyrt hann minnast á veikindi í sambandi við störf sín eða íjarvistir frá vinnu. Og hann hefur ekki falið varafor- manni stjóm félagsins af þeim sökum, að undanskildum tveimur mánuðum sl. sumar þegar hann tók sér veikindafrí og fór til útlanda. Þá lætur Bjami að því liggja, að samningar félagsins undanfarin ár hafi verið lakari en æskilegt hefur verið og gefur í skyn að stjóm og formanni Landssambands iðnverka- fólks sé um að kenna en landssam- bandið hefur farið með samnings- gerð fyrir hönd Iðju. Nú vil ég upplýsa það, sem Bjami hefur auðsjáanlega gleymt, að hann er sjálfur í stjóm landssambandsins svo honum ættu að hafa verið hæg heimatökin að gera tillögur til úr- bóta fyrir félagið ef hann hefur verið svona óánægður með störf landssambandsins. Þann tíma, sem ég hef verið í stjóm Iðju með Bjama, hef ég aldrei heyrt eða séð koma frá honum sjálfstæða tillögu um kjaramál eða nokkur þau mál- efni önnur, sem varða hag okkar félags. Og ég vil einnig taka það fram, að gefnu tilefni, að hann hefur ekki - hvorki á stjómarfundum hjá Iðju né í landssambandinu - sett fram skoðanir eða tillögur um breytta skipan samningamála féiagsins. Því fínnst mér lítilmanniegt af honum að fara nú allt í einu að skella skuldinni á það fólk, sem að mínum dómi hefur unnið af fullum heilindum að þessum málum. Að lokum vil ég taka það skýrt fram, að þegar A-listi stjómar og trúnaðarmannaráðs var settur saman var fólki hvorki hafíiað né það valið vegna stjómmálaskoðana þess, enda teljum við, sem að þess- um lista stöndum, að stjómmála- skoðanir fólks eigi ekki að hafa áhrif á störf þess fyrir baráttumál- um félagsins. Aðalatriðið er að til forystu í félaginu veljist fólk, sem er tilbúið að vinna að framgangi baráttumála þess, burtséð frá hvaða stjómmálaskoðanir það hefur. t» Þannig mun fólk njóta trausts fé- lagsmanna enda sýni það samstöðu í starfí til eflingar félaginu. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er ritari ístjóm Iðju, félagi verksmiðjufólks. Afmæliskveðja: Jóhann Þórólfsson lífslíkur fólks sé það flutt í venjuleg- um sjúkrabfl og neyðarbfl og telur 8% lífslíkur séu fyrir þá er lenda í venjulegum bfl en 20% hjá hinum. Hann gleymir að geta þess að bmnaverðir hafa ekki leyfí til að úrskurða sjúkling látinn en það gerir læknir á neyðarbfl og flytur ekki hinn látna á slysadeild, en það er gert á venjulegum sjúkrabíl og í því liggur hinn mikli mismunur, nema Oskar sé að gefa það í skyn að brunaverðir hreinlega gangi frá sínum sjúklingum og hafi gert í þau rúm 60 ár er þeir hafa séð um flutninga í Reykjavík. Þá gefur Óskar upp meðalaldur þeirra sjúkl- inga er fluttir em af neyðarbfl, segir hann 67 ár,, sem gefur í skyn að meginþorri hinna sjúku sé kominn hátt á níræðisaldur. Hann telur að bfliinn spari ríkinu stórar fúlgur þar sem þetta fólk fari aftur til síns heima, en ætli stór hluti þessa fólks sé ekki þegar á heimilum fyrir aldraða. Óskar telur fréttaflutning af fyrstnefndum atburði vekja al- menning til umhugsunar um rekst- ur neyðarbflsins. Það væri gott ef svo væri. En fólki til glöggvunar verð ég að geta þess að fyrir tilkomu neyðarbfls vom ávallt tveir bflar til notkunar allan sólarhringinn en í dag er einn bfll til reiðu 12 tíma, sem segir okkur það að margir sjúklingar verða að bíða lengi eftir flutningi því neyðarbfll er ekki notaður til almennra flutninga né smá óhappa. Ég vona að þessi blaðaskrif verði ekki lengri því besta lausnin er að ræða málin, þau leysast ekki í blöðum því þar er bfllinn bara á „hringtorgi". Höfundur er formaður bruna■ varða íReykjavík. „Áfram veginn í vagninum ek ég“ var einkennisstef og viðlag Jó- hanns Þórólfssonar í starfí öku- manns í meira en hálfa öld. Sam- göngutækin á fyrstu starfsámm hans vom lélegir bílar, en þjóð- brautir vondir vegir og bugðóttir, víðast hvar. Brokkgengar bensínvélar og kenjóttar teinabremsur kassabfla nægðu ekki að tryggja farþegum farsæl ferðalok, síst af öllu þegar Austfjarðaþokan lagðist á eitt með „vaxandi kvöldskuggaþröng." Öku- ljóðanna að byrgja dagsbirtu og ratljós á íjallvegum og heiðum. Þá var eins gott að klár kollur sæti á herðum ökumanns og boð bæmst með leifturhraða til handa á gír- stöng og stýri er Ægisif og Bratta- brekka blöstu hvarvetna við, með hengiflug til beggja handa. Traust- ar hendur Jóhanns stýrðu fari hans heilu heim í hlað kaupfélagsins með vaming og pinkla á palli og glað- væran farþegahóp í sætum. Allir kannast við kvæðið um Bjössa á mjólkurbílnum og kröfur þær, er til bflstjórans vom gerðar við hvem brúsapall, er hann ók hjá á ieið sinni um sveitir héraðsins. Kunnugpr telja, að Jóhann hafí síst verið eftir- bátur Bjössa í hverskyns útrétting- um og fyrirgreiðslu. „Jóhann var kunnur fyrir hjálpsemi og greið- vikni," sagði Vilhjálmur skólameist- ari Einarsson eitt sinn er hann ræddi um störf Jóhanns er hann ók áætlunar- og hópferðabflum Kaup- félags Héraðsbúa á Reyðarfirði um Héraðið og allt til Akureyrar. Þá var líka gott að koma í áfangastað. Minnist Jóhann þess með söknuði er honum verður hugsað til rausnargarðs kaupfé- lagsstjórahjónanna í Hermes. Þar sat hann kvöldveislur og kaffiboð með frægu bakkelsi frú Sigríðar, en spáði í spil og tók með trompi, í góðum félagsskap þeirra Þorsteins Jónssonar kaupfélagsstjóra, Páls Hermannssonar alþingismanns og fleiri Iqorfursta úr flokki stóm spá- mannanna þar eystra. Jóhanni flnnst samvinnuhreyfingin með ýmsum hætti hafa sett ofan síðan þetta gerðist. „Aldrei gleymist Austurland" segir í ljóði. Það má til sanns vegar færa að því er Jóhann varðar. Honum verður tíðrætt um árin sín eystra. Þangað kom hann tveggja ára frá Akureyri með foreldram sínum. Jóhann minnist þess er hann, ungur að ámm, reri til fískj- ar, að sækja björg í bú. Þá var ævin ströng og oft lítið viðurværi, en sjórinn sóttur af kappi og haldið til hafs með sjóferðabæn á vömm, en aflavon talda í skippundum, í ungum og kappsömum huga. Þegar Jóhann var sestur undir ár og hélt út fjörðinn hefði hann viljað taka undir með Matthíasi Jochumssyni, er kvað 5 ára gamall: Leikurnúílyndiflest, léttaröldurslámig. Þegarundirárarsest ekki er skömm að sjá mig. Móðir Jóhanns kunni vísuna frá dvöl sinni á heimili Matthíasar. Jóhanni fór líkt og öðmm ungum mönnum að hann vildi hleypa heim- draganum. Kvaddi hann því æsku- stöðvar og hélt til Hríseyjar er hann var 17 ára. Þar var blómlegt mann- líf, sem frægt er, og vistin þar lærdómsrík hvort sem var við dag- leg störf eða sameiginleg kvöld- námskeið beggja kynja. Var Hrís- eyjardvöl af mörgum talin til marks um margháttaða lífsreynslu og meira-próf í ýmsum greinum. Um langskólagöngu var ekki að ræða og skorti Jóhann þó hvorki vilja til náms né heldur sóknarhug og þrautseigju í verkum sínum. Sem fyrr er sagt hreifst Jóhann af hraða bflaaldar og umsvifum þeim er fylgdu í upphafi. Margmenni á án- ingarstað, samfylgd farþega, erill útréttinga, köll og skipanir, allt féll það vel að skapferli hans. Vökur og vosbúð fylgdu gjaman starfí. Varð þá oft að velja náttstað þar sem hentaði hveiju sinni að sofa þröngt og sofa lítið. Meðal ferða sem Jóhann minnist jafnan með gleði er för er hann fór með hand- boltastúlkum frá Neskaupstað. Hann ók fríðum flokki þeirra í keppnisför til Húsavíkur. Glatt var á hjalla hjá stúlkunum, nesti nóg og tjöld og tilheyrandi. Fyrsti nátt- staður var valinn í ijóðri skammt frá Lindarbrekku. Kom þá til tals hjá stúlkunum hvar bflstjórinn ætti að sofa. „Auðvitað í bflnum," sagði ein þeirra. Það fannst hinum ganga guðlasti næst. „Ætlarðu að drepa hann úr kulda," spurði ein. Varð að ráði að efna til happdrættis á staðnum. Tjöldin vom fímm og vom númeraðir jafnmargir seðlar en síð- -«r an dregið um hvar Jóhann fengi næturstað. Upp kom númer þijú. Var honum búið ból milli tveggja stúlkna að loknu happdrætti. „Ljúft er að láta sig dreyma liðna sælutíð", skín úr svip Jóhanns er honum verður hugsað til tímans þar eystra. Jóhann Þórólfsson er djarfur og áreitinn í öðra orðinu, en sáttfús og góðgjam í hinu. Gefur andstæð- ingum í orðræðu sitt undir hvom og hnippir og hnýflast, ef því er að skipta. Lætur engan eiga hjá sér. Svo mikilvirkur er hann í skrifum sínum að kunnugir telja að ef slegið væri máli á greinar hans í dag- blöðum tækju þær Lagarfljótsorm- inum langt fram að fyrirferð. Jóhann er áhugamaður um hljómlist og hefír tekið mikla tryggð við eitt tiltekið hljóðfæri. Kærir sig kollóttan þótt Benedikt Gröndal skáld og fjölfræðingur hafí farið háðulegum orðum um instrúment það og kallað „draggargan" og fleiri uppnefnum. Finnst Jóhanni sem öllum eigi að vera ljóst að vel þanið dragspil sé margra meina bót; og ekki hafi verið meira fjör á öðmm dansleik en þeim er talinn er vera frægasta laugardagsball allra tíma, kvöldið á Gili, þegar Hofs-Láki, sem líka var Austfírð- ingur og frægur æringi, þandi dragspil sitt í átthögum skálda og rithöfunda í Borgarfirði svo að öll sveitin dunaði af dansi og spili og „fléttumar skiptust og síðpilsin sviptust". Þá var hó og hopp og hæ. Ékki er annað að sjá en Jóhann sé þess albúinn að halda áfram enn *. um sinn að hóa í lætin. Pétur Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.