Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR1986 Kennarar með réttindi eftir fræðsluumdæmum 96.2% 85.8% Opið bréf til fjármálaráðherra eftir Guðrúnu > Bjarnadó ttur Kæri Þorsteinn. Ég vona að þú fyrtist ekki þótt ég ávarpi þig kumpánlega. Mér fínnst þín störf tengjast svo mínu lífi, að þau tengsl er tæpast unnt að ijúfa á meðan ég skrifa þessar línur. Ástæðan til þess að ég skrifa er sú að ég þarf að koma hugmynd á framfæri sem þú gætir gert þér mat úr. ^ Ein er sú stofnun sem ekki skipt- ir nokkru máli í þjóðfélaginu. Ég ætla ekki að segja þér strax hver hún er, rúsínumar eiga að vera í pylsuendanum, eins og þú veist. Eigum við e.t.v. að hafa þetta get- raun — lausnin kemur í lokin, ekki kíkja! En því fyrr sem þú giskar á rétt þeim mun fyrr má leggja stofn- unina niður — og embætti þitt fær heiðurinn. Þetta er menntastofnun — stofn- un sem menntar fólk f 3—5 ár að loknu stúdentsprófi. Að þeirri skóla- göngu lokinni er útskrifað fólk, sem er jafnmikil byrði á þjóðfélaginu og áður, borgar litla skatta og — það sem verra er — hefur ekki ráð á ^ neinni neyslu að ráði og síheimtandi hærri laun. Þessi menntun sýnist ekki skipta neinu máli vegna þess að þau störf sem þetta fólk á að taka að sér vinnur hver sem er. (Auðvitað er þetta ekki námsbraut í hjúkrunarfræði! Við vitum bæði að allir geta mælt líkamshita, talið púls og gefíð lyf, lært að sprauta og plástra, en samt væri ábyrgðar- hluti að taka sjúklinga inn á deild þar sem enginn væri hjúkrunar- fræðingur.) Þú ert ekkert að verða heitur ennþá? Á fjárlögum ársins ’85 voru áætlaðar rúmlega 57 milljónir til stofnunarinnar. (Nei, ekki lögreglu- stjóraembættið á Keflavíkurflug- ^ velli + fastanefndimar hjá NATÓ og EFTA. í það var áætlað heldur meira, þetta eru heldur ekki menntastofnanir.) Þama situr fóík í nokkur ár og lærir um og kynnist þeim sem taka við af þér og Steingrími, Albert og Ragnhildi, Pétri biskupi og Vigdísi og Jóni og Gunnu. (Neðanjarðar- skóli á vegum einhverra róttækl- inga handan við Alþýðubandalagið? Rangt!) Fólkið Iærir um ýmsa möguleika sem arftakamir hafa, hvemig nýta megi þá möguleika sem best, brýtur heilann um hvemig skynsemi, tilfínningar, sjónskyn, örvhendi, hópstarf, keppni, gagn- rýni, amma með sögur og ljóð, hreyfiþroski, viðurkenning, offíta og öryggiskennd draga úr eða örva Qármálaráðherra framtíðarinnar. Áuk þess lærir þetta fólk — af i kenningum annarra og í starfí — - * ýmis vinnubrögð með það fyrir augum að auðvelda framtíðarkyn- slóðinni að tileinka sér vitneskju og hæfni, veltir því fyrir sér hvert það sjálft, framtíðarkynslóðin og skóla- kerfíð stefnir og hvar þau em stödd á leið að marki. Rétt — gott hjá þér — þetta er Kennaraskóli Islands. Á Vestíjörð- um (þú veist, þaðan komu þau Hannibal, Sigurlaug og Matthías Bj. að ógleymdum Jóni Baldvin) em 50% líkur á því að þessi þekking sem lærð er í KHÍ nýtist fyrir fram- tíðarkynslóðina. Þar starfa við kennslu 83 sem lokið hafa kennara- prófí og 83 gervikennarar. Hafa nemendur þar sömu möguleika hjá hvomm 83ja manna hópnum sem er? Hvað ætli gerist ef skólastjóram- ir fyrir vestan segðu: „Forsætis- og samgöngumálaráðherra framtíð- arinnar eiga að vera vel undir lífíð búnir, þegar þeir fara héðan. Eitt af því sem við getum gert er að tryggja þeim kennara með full rétt- indi í öllum bekkjum gmnnskólans. Aðra ráðum við því ekki til starfa við kennslu. Væntanlegir ráðherrar — sem gætu verið hver sem er úr okkar vestfírska bamahópi — skulu því skiptast á að vera í skólanum, t.d. annan hvem dag, aðra hveija viku, hálfan vetur árlega eða sem hentast þykir." Hvemig færi ef foreldrar forset- anna, biskupanna, bréfberanna, málaranna, „mömm“anna, „lögg- anna og bóanna" héma á Reykja- nesi segðu: „Við sendum ekki böm- in okkar í skóla strax, ekki fyrr en tryggt er að allir kennarar þeirra verði kennarar." Hér er 651 ráðinn til kennslu, þar af 92 án réttinda. Ef foreldramir gerðu þetta byrjuðu sum böm í skóla 7 ára, önnur 8 ára og e.t.v. nokkur 9 ára — misjafnt eftir byggðarlögum. Það gæti líka farið eftir því við hvaða Ábyrgðarbréfin bárust pósthúsi í Hamborg ÁBYRGÐARBRÉFIN tvö, sem Búnaðarbanki íslands sendi tveim bönkum í Frankfurt i Þýskalandi og ekki hafa komið fram, bárust pósthúsi í Hamborg. Þýska póstþjónustan hefur staðfest að svo sé. Bréfín tvö- vom samtals að því alveg á ábyrgð þýsku póst- upphæð 1,2 milljónir króna og var þjónustunnar og ber íslenska póst- annað sent hinn 21. október sl. en þjónustan enga ábyrgð á þeim eftir hitt 28. nóvember. Bréfín bárust að þau komu fram í Hamborg, að pósthúsi í Hamborg og áttu að fara sögn Jóhanns Hjálmarssonar blaða- þaðan til Frankfurt en hafa enn fulltrúa Pósts og síma. ekki komið þar fram. Bréfín eru Starfsfólk í veitinga- og ferðamannaþjónustu: Ræða stofnun nýs landssambands ÞESSA dagana eru forsvarsmenn verkalýðsfélaga í veitinga- og ferðamannaþjónustu að hafa óformlegt samband sín á milli til að ræða stofnun sérstaks landssamband félaga sinna innan Alþýðusam- bands íslands. Þetta gerðist i kjölfar umræðu um stöðu starfsmanna í þessum greinum á fundum í Félagi starfsfólks í veitingahúsum. Á fundi í félaginu nýlega var lærðs starfsfólks í veitinga- og samþykkt að vinna að stofnum slíks ferðamannaþjónustu, auk fleiri. landssambands, að sögn Sigurðar Innan félagsins - sem í eru á Guðmundssonar, formanns félags- ins. Fundurinn var haldinn til_ að ræða stöðu félagsins innan ASÍ og hvemig mætti auka samstarf við önnur félög, sem hafa beina aðild að sambandinu og eru utan lands- sambanda atvinnugreina eða fjórð- unga. í nýja landssambandinu, sagði Sigurður Guðmundsson, gætu verið félög matreiðslumanna, þjóna, tónlistarmanna, leiðsögumanna, flugfreyja, hárgreiðslu- og hár- skerasveina, rútubflstjóra og ófag- sjöunda hundrað manns - hafa einnig verið raddir um að það segi sig úr ASI og hafa orðið nokkrar umræður um hver staða félagsins væri „utan við allt“, eins og Sigurð- ur orðaði það. Sem stendur beinist þó umræðan að landssambandshugmyndinni, enda er hún í samræmi við þær skipulagsumræður, sem farið hafa fram innan verkalýðshreyfingarinn- ar undanfarin ár og áratugi. Guðrún Bjarnadóttir „Þar starfa við kennslu 83 sem lokið hafa kenn- arapróf i og 83 gerv- fikennarar.“ sveitarstjómarborð yrði samþykkt tillaga um staðamppbót til kennara í fullu starfí með full réttindi. Að lokum, hvemig færi ef allir með kennararéttindi segðu upp kennarastarfi sínu? Hvað breyttist ef KHÍ yrði lagður niður? Höfundur ersérkennari ÍReykja- nesumdæmi. Ferðaáætlun Ferða- félagsins komin út FERÐAÁÆTLUN Ferðafélags íslands er komin út. í áætluninni er að finna upplýsingar um ferðir Ferðafélagsins, Ferðafélags Fljóts- dalshéraðs, Ferðafélags Skagfirðinga og Ferðafélags Akureyrar, en á þessu ári skipuleggur Ferðafélagið 200 ferðir, dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir. Skipulagðar sumarleyfísferðir em 26, lengd ferðanna er frá 4 dögum upp í 10 daga og em þetta ýmist öku eða gönguferðir eða sér- stakar gönguferðir með viðleguút- búnaði. Dagsferðir verða alla sunnudaga ársins ásamt öðmm frí- dögum og á sumrin er bætt við fræðsluferðum á laugardögum eftir aðstæðum og þá auglýstar sérstak- lega. 0 INNLENT Stjórn og trúnaðarmannaráð verkalýðsfél. á Fáskrúðsfirði ályktar; Kaupfélagið taki brott- vísunina þegar til baka FUNÐUR í stjórn og trúnaðarmannaráði Verkalýðs og sjómanna- félags Fáskrúðsfjarðar (VSF) samþykkti á föstudagskvöldið álykt- un, sem send var stjóm kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, þar sem því er vísað á bug að hægt sé að saka einn félagsmann um rekst- ur verslunar félagsins umfram aðra. Félagið sem slíkt standi fyrir verslunarrekstri á Fáskrúðsfirði. Eins og kunnugt er af fréttum var formanni verkalýðsfélagsins vísað úr kaupfélaginu á þeirri forsendu að hann stæði fyrir verslunarrekstri í sam- keppni við það. í ályktun stjómar og trúnaðar- mannaráðsins segir meðal annars: „Okkur fínnst það alveg óviðun- andi að brottvísun þessi verði látin viðgangast á eins fáránlegum forsendum og um er að ræða. Formaður félagsins rekur enga verslun, heldur VSF. Þess vegna er útilokað að saka einhvem fé- Iagsmann öðrum fremur um að hafa haft forgöngu um rekstur verslunar VSF. Við í stjóm og trúnaðarmannaráði krefjumst þess að stjóm KFFB taki þegar til baka þessa gerræðislegu brott- vísun formanns VSF og gefí ein- hveija haldbetri skýringu á henni, því við teljum þessa skýringu algerlega óviðunandi. Að lokum viljum við í stjóm og trúnaðar- mannaráði tilkynna stjóm KFFB það að við teljum okkur öll ásamt öðrum félögum í VSF bera ábyrgð á og hafa haft forgöngu um versl- un VSF.“ Vaðandi loðna fyr- ir norðan Siglufirði, 10. febrúar. SIGLFIRSKIR sjómenn hafa orðið varir við vaðandi loðnu út af Siglunesi og á Kolbeinseyjar- svæðinu. Loðna hefur ekki verið á þessum svæðum svo snemma árs, yfirleitt í apríl eða maí á vorin. Loðnan er stór og feit. Siglfirskir sjómenn segjast hafa orðið varir við loðnu sex sjómflur út frá Siglunesi og allur fískur kjaftfullur af loðnu. Það virðist því lítið að marka tal um að loðnan sé búin, ef marka má sagnir sjómanna. Matthias. Bílvelta á Akureyri Akureyri, 10. febrúar. NOKKRIR árekstrar urðu á Akur- eyri í dag og ein bflvelta varð um kl. hálf tvö. Jeppabifreið var að fara fram úr annarri bifreið á Drottningarbraut við Galtalæk. Ökumaður missti vald á jeppanum sem valt vestur fyrir brautina. Tveir farþegar voru í bílnum en engan sakaði. Bifreiðin er hins vegar mikið skemmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.