Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR1986 II Sv/ona nú! þú i/eir&ur q& jaia a5 honn er ákxieáinn qP Q rrcur>ak\ gömlum a& vero.." áster... . að segja henni að hún sé morg- unfögur. TM Rðfl. U.S. Pat. Off.—alt riflhts reserved • 1982 Los Angeles Times Syndicate Ég sé þú ert kominn heim, pabbi? Viltu kaupa merki? HÖGNI HREKKVlSI „PSTTA EK EKKI KATTAS>'MING !" Fame kl. 18.00 á sunnudögum Kæri Velvakandi. Mig langar að koma þeirri fyrirspum til forráðamanna sjón- varpsins hvort ekki sé hægt að hafa Fame kl. 18.00 á sunnudög- um en ekki Stundina okkar eins og hún er núna. Það er mjög óþægilegt að geta ekki hlustað á vinsældalistann vegna Fame. Ég tel, að sá aldurshópur sem horfír á Stundina okkar hlusti miklu síð- ur á vinsældalistann en þeir sem horfa á Fame. Með von um úrbætur. 4033-3703 Um fréttir á táknmáli Um leið og ég vil óska nýráðnum fréttastjóra sjónvarpsins til ham- ingju með starfið, þá vildi ég gjam- an koma á framfæri hugmynd varðandi fréttir á táknmáli. Hug- mynd þessi er upp mnnin út frá tónlistarmynd er ég sá, ekki fyrir ýkja löngu í þættinum Skonrokki, en í þessari mynd var texti lagsins jafnframt fluttur á táknmáli. Var það gert á þann máta að neðst í öðm homi myndarinnar birtist lítil mynd af þeim er táknmálið flutti, en þannig, að af honum sást ekkert nema framhandleggir, hendur og andlit. Annað hafði verið máð út, enda dugði þetta fullkomlega. Myndin var það lítil og í raun ein- föld að hún hafði engin tmflandi áhrif á þann, sem aðeins vildi fylgj- ast með sjálfri aðalmyndinni. Þætti mér þjóðráð að taka þetta upp við flutning fréttanna, í stað þess að flytja táknmálið sérstaklega fyrir fréttir og síðan aftur að þeim lokn- um, sama yfirlit, á leturspjöldum. Með þessu myndi tvennt ávinn- ast, þ.e. í fyrsta lagi sparast sú vinna sem fer í að útbúa leturspjöld- in, þó hún sé nú ef til vill ekki afgerandi mikil, og í öðm lagi, það sem yrði sýnu betra fyrir þá sem á þessari þjónustu þurfa að halda; þeir fengju fréttimar eins og þær liggja fyrir og óstyttar, jafnframt því að sjá þær myndir sem þeim fylgja í réttu samhengi um leið og viðkomandi fréttir em lesnar. Ekki get ég ímyndað mér að þetta þyrfti að vera svo erfitt í framkvæmd, slík er tæknin og möguleikar henn- ar í dag, enda birtast okkur á nán- ast hveijum útsendingardegi sjón- varpsins atriði, sem útfærð em á mun flóknari máta, hvað varðar samsetningu og blöndun myndar. Með þessu teldi ég að mál- og heymarlausir væm fyrst orðnir jafnir okkur hinum, hvað varðar fréttaflutning sjónvarpsins. Ekki er ótítt að fjallað sé um málefni þessa hóps, sem er vissulega alls góðs maklegur jafnt og aðrir, en ekki minnist ég þess í fljótu bragði, að hafa heyrt eða séð á prenti hvað hann er taiinn stór á íslandi í dag. Væri upplýsandi að fá vitneskju um það frá einhveijum sem til þekkir. Ekki þætti mér jafnvel fráleitt að ofangreind útfærsla á fréttum á táknmáli gæti orðið til þess að fleiri en þeir sem það gera í dag, myndu öðlast skilning og kannski einhveija kunnáttu í táknmáli, legðu þeir sig eftir að fylgjast með því, jafnframt því að hlusta á sjálfan fréttalestur- inn. Myndi það ekki síður vera til bóta fyrir þá, sem táknmál nota í daglegum samskiptum. Með kveðju, Hagbarður Síðskeggs. Víkverji skrifar Víkveiji brá sér í stutta ferð til Lundúna á dögunum. Það vom óneitanlega viðbrigði að koma úr hlýindunum á íslandi í hráslaga Lundúndaborgar. Á öðm átti maður nú von á miðjum þorra en að um ísland léku hlýir vindar á sama tíma og kuldakast gengur yfir sunnar í Evrópu. En hlýir vindar blása ekki bara um landið okkar. Greinilegar bata- horfur em í efnahagsmálum eftir lækkun á olíuverði og hækkandi verð útflutningsafurða okkar, fyrst og fremst fiski. Þessi umskipti hafa orðið snögg og greinilegt að menn hafa ekki áttað sig til fulls hve mikil þau kunna að verða og hve fljótt þeirra er að vænta. Atvinnu- rekendur sem talað er við halda ennþá að sér höndum. Þeir höfðu búið sig undir samdrátt og vilja sjá ákveðnari batamerki og lausn samningamála áður en blaðinu er snúið við. XXX IBretlandi er áhrifa olíulækkun- arinnar farið að gæta fyrir nokkm. Ætli ísland sé ekki eina landið í heiminum þar sern lækkunin nemur aðeins '/x, af benzínverði! Víkveiji. tekur heilshugar undir framkomnar hugmyndir um að hið sjálfvirka innkaupakerfi á olíuvör- um verði hið snarasta tekið til endurskoðunar. Áhrifa hinnar geysimiklu olíu- lækkunar hlýtur að gæta vemlega hér á landi þegar líður á árið, annað er útilokað. Þau munu koma fram í batnandi hag útgerðar og minni reksturskostnaði bfla. Þau ættu ennfremur að koma fram í lægri ferðakostnaði, t.d. með flugvélum. Erfiðara er á þessari stundu að meta hver áhrifin verða á mikil- væga þætti efnahagslífsins okkar, svo sem vexti af erlendum lánum. Hvert stig til lækkunar hefur mikil áhrif á vaxtabyrði okkar skuldugu þjóðar. Sömuleiðis er erfitt að meta áhrifin á orkuverð í heiminum og hvort okkur reyndist erfiðara en ella að bjóða erlendum stórfyrir- tækjum raforku til stóriðju. Loks mætti nefna til hitaveitur vítt og breitt um landið sem standa höllum fæti og í dag bjóða vatn á litlu lægra verði en væri það hitað með olíu. Hvemig standa þær að vígi ef olíuverð í heiminum lækkar um helming eða jafnvel tvo þriðju? XXX Ferð til Lundúna fylgir óhjá- kvæmilega búðaráp. Það er þreytandi iðja í stórborg og líklega ekki framkvæmanleg nema vegna þess að inn á milli má skjótast inn á krá til að fá sér eina ölkollu. Það er í það minnsta reynsla Víkveija. Nú standa vetrarútsölur sem hæst og má gera góð kaup í verzl- unum. En það er dýrara að verzla í Lundúnum en fyrir tæpum Qórum árum, þegar Víkveiji var þar síðast á ferð. Enda hefur pundið hækkað á einu ári úr 46 krónum í um 59 krónur eða um rúm 28%. Á sama tíma hefur dollar hækkað um aðeins 60 aura. Það er líka tiltölulega dýr- ara að búa á hótelum og fara út að borða en fyrir fjórum árum. XXX Stjómmálin voru fyrirferðarmikil í fréttum brezku sjónvarps- stöðvanna. Ráðherrar og þingmenn komu í beinar útsendingar í sjón- varpssal og ræddu atburði dagsins. Stjómin átti greinilega undir högg að sækja en stjómarandstæðingar vom í vígamóð. Fyrirhuguð sala á hluta British Layland til banda- rískra aðila var mál málanna og þar varð stjómin að láta undan, ekki síst vegna andstöðu í eigin flokki. í forsvari fyrir andstöðu- hópnum var hinn gamli jaxl Edward Heath. Hann kom í sjónvarpið og talaði um hina gömlu góðu daga þegar brezkur bflaiðnaður var í fremstu röð. Hann taldi að þeir tím- ar gætu komið aftur, jafnvel þótt honum væri á það bent að háir opinberir styrkir til bflaiðnaðarins á undanfömum ámm hefði litlum árangri skilað. „Það hafa orðið ótrúleg umskipti í stjómmálunum hér á undanföm- um vikum," sagði íslendingur, sem býr í Bretlandi og Víkveiji hitti að máli. „Stjóm Thatchers virtist standa traustum fótum í haust en nú er ég ekki viss um að jámfrúin geti ráðið fram úr þeim vanda sem hún á við að glíma," bætti hann við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.