Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 56
wgtinftljifrtíÞ HU900IRIHBMSKEÐJU ómissandi MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Framlag ríkisstjómarinnar til lausnar kjaradeilunni: Lækkun á gjöldum, skött- um, vöxtum, bensíni og olíu - stefnt að innan við 9% verðbólgn og föstu gengi RÍKISSTJÓRNIN telur nnnt. að draga svo úr verðbólgu á næstu mánuðum, að almenn verðhækkun frá janúar 1986 til janúar 1987 verði innan við 9%. í þessu skyni verður meðalgengi krónunnar haldið sem stöðugustu og þeirri stefnu fylgt eftir með ítrasta aðhaldi i fjármálum, peninga- málum og erlendum lántökum. En síðast en ekki síst telur ríkisstjórnin, að minni hraði verðbólgunnar ráðist af því, að almennt verði samið um hóflegar launabreytingar í áföngum. Hefur ríkisstjórnin markað þessa stefnu vegna þeirra kjaraviðræðna, sem nú fara fram, og var hún kynnt aðilum vinnumarkaðarins síðdegis í gær fyrir samninga- fund fulltrúa vinnuveitenda og Alþýðusambandsins. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, og Þorsteinn Páls- son, Qármálaráðherra, kynntu til- lögur ríkisstjómarinnar á fundi með blaðamönnum. Þeir vildu ekkert segja um það við hvaða launahækkanir þessi rammi, sem ríkisstjómin hefur sett, miðaðist. Aðilar vinnumarkaðarins yrðu að semja um launatölur á þessum gmnni. Þeir vildu ekki heldur láta neitt uppi um launatilboð ríkisins til BSRB. Þeir lögðu áherslu á, að sem fyrst yrði gengið til kjara- samninga. Eftir því sem tíminn liði yrði erfíðara að lækka þjón- ustugjöld og skatta. Tekin væri áhætta með afkomu ríkissjóðs með tillögunum. Fjármálaráðherra sagði ríkisstjómina reiðubúna til að ræða hvaðeina, sem aðilar vinnumarkaðarins vilja. Helstu atriði í tillögum ríkis- stjómarinnar em: Lækkun á opinberum gjald- skrám • Taxtar Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitna ríkisins lækki um 10%. • Taxtar Hitaveitu Reykjavíkur lækki um 7% • Afnotagjöld Ríkisútvarpsins lækki um 5% • Dagvistargjöld á bamaheimil- um lækki um 5% Lækkun beinna skatta • Alagður telquskattur einstakl- inga 1986 lækki um 150 milljónir króna. • Álögð útsvör 1986 lækki um 300 milljónir króna. • Borgarstjórinn í Reykjavík leggur til að útsvarsprósenta þar lækki úr 10,8% í 10,2%. • Fyrirframgreiðsla opinberra gjalda lækki um 8% 1. mars nk. Lækkun nafnvaxta • Nafnvextir lækki í kjölfar kjarasamninga. Náist það mark, sem ríkisstjómin stefnir að í samningunum, gætu nafnvextir skuldabréfs, sem em 32% núna lækkað í 20% 1. mars, í 18% 1. júní og 12-14% 1. september. Lækkun á olíu og bensíni • Gasolíuverð lækki 1. mars. • Bensínverð lækki um allt að 10% á næstu tveimur mánuðum. Sjá tillögur ríkisstjórnarinn- arí heildábls. 31. Morgunblaðið/Bjami Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, og Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar, heilsast við upphaf fundar í Stjómarráðs- húsinu þegar ríkisstjórnin kynnti tillögur sínar til lausnar kjaradeil- Samningafundi ASÍ, VSÍ og VMS frestað í nótt: Loðin svör um búvöruverðs- lækkun valda vonbrigðum - fyrirheit um skattalækkanir of rýr að mati samningamanna ASÍ VONBRIGÐI samningamanna verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnurekenda með að ríkisstjómin skuli ekki hafa heit- ið að beita sér fyrir lækkun bú- vöruverðs i tengslum við aðgerð- ir vegna væntanlegra kjarasamn- inga virtust hafa valdið aftur- kipp í samningaviðræðunum í gærkvöldi. Einn samningamanna ASÍ talaði um „loðin svör“ í þessu efni. Auk þess töldu samninga- menn Alþýðusambandsins að áætlanir ríkisstjórnarinnar um „Ég vildi aðhann hefði ekki sýnt sig“ - sagði Miles eftir að lítt þekktur Indónesi vann hann í 1. umferð Reykja- víkurskákmótsins LÍTT þekktur indónesískur skákmaður, Utut Adianto, kom um helgina og spurði Skáksam- bandsmenn hvort hann mætti vera með á Reykjavíkurskák- mótinu. Jú, menn sáu því ekkert til fyrirstöðu. í gærkvöldi tefldi Adianto við hinn kunna breska stórmeistara, Tony Miles — einn stigahæsta skákmann heims — og Indónesinn sigraði mjög óvænt. „Ég vildi að hann hefði ekki sýnt sig,“ sagði Tony Miles við blaða- mann Morgunblaðins eftir viður- eignina í gærkvöldi. Indónesinn . Morgunblaðið/Bjami Utut Adianto, Indónesinn, sem svo óvænt mætti til leiks og sigr- aði Miles, á herbergi sinu í gærkvöldi. flýtti sér upp á herbergi sitt og starði stjörfum augum á lokastöð- una rétt eins og hann tryði ekki eigin heppni þegar blaðamann bar að garði. „Ég er í sjöunda himni,“ sagði hann. „Skáksamband Indó- nesíu sendi telex-skeyti um þátt- töku mína, en enginn virtist vita af því. Ég stóð uppi vegalaus í Keflavík. Tók leigubíl til Reykja- víkur, en vissi ekkert hvert ég átti að snúa mér. Leigubílstjórinn ók mér að Loftleiðum og með eftir- grennslan tókst mér að hafa uppi á Skáksambandsmönnum, þannig að allt er gott sem endar vel," sagði Utut Adianto í samtali við Morgunblaðið og bætti að lokum við: „Það er svo skelfílega kalt hér. Ég held ég fari ekkert út — haldi mig bara á hótelinu." Sjá úrslit fyrstu umferðar, frásögn og skákskýringar Braga Kristjánssonar á blað- síðu 4. skattalækkanir í tengslum við kjarasamningana væru of naum- ar. Þegar samningafundur hófst kl. 20 í gærkvöld var búist við að samninganefnd atvinnurek- enda myndi gera ASÍ tilboð en vinnuveitendur munu ekki hafa talið nægilega tryggt, að búvöru- verð hækkaði ekki í kjölfar samninganna. Um kl. hálf eitt í nótt var fundi slitið og hefur nýr fundur verið boðaður kl. 14 í dag. Klukkustundar hlé var gert á samningafundinum um kl. 22:30 í gærkvöld á meðan samningamenn Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna fóru yfir drög að samn- ingstilboði, sem þeir hafa verið með í smíðum undanfama sólarhringa. Það er byggt á þeirri forsendu ríkis- stjómarinnar, að verðbólga frá upphafi til loka þessa árs verði innan við 10% og er því, skv. heim- ildum Morgunblaðsins, gert ráð fyrir að launahækkanir á árinu verði innan sömu marka. Reiknimeistarar ASÍ munu telja, að eigi kaupmáttur þessa árs að verða hinn sami og ársins 1985, miðað við verðbólguspá ríkisstjóm- arinnar, þá þurfí laun að hækka á þessu ári um 12-13%. Þeir meta efnahagsráðstafanir ríkisstjómar- innar — sem em háðar því að samið verði um innan við 10% kaup- hækkun — til 1,5-2,5% kaupmáttar- aukningar, en segja jafnframt að þá sé enn ósamið um kaupmáttar- aukningu, en eins og fram hefur komið hefur ASÍ gert kröfu um að kaupmáttur hækki um 8% í ár. Samningamenn beggja vegna borðsins lýstu í gærkvöld vonbrigð- um sínum og óánægju með að ríkis- stjómin skyldi ekki hafa tekið af skarið og heitið lækkun búvöm- verðs. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins varð ágreiningur um þetta atriði í ríkisstjóminni og munu framsóknarmenn hafa beitt sér gegn fyrirheitum um búvömverðs- lækkun. Foiystumönnum BSRB var sömuleiðis í gær gerð grein fyrir ráðstöfunum ríkisstjómarinnar og hefur verið boðaður sáttafundur í deilu BSRB og fjármálaráðherra árdegis í dag. Borgarráð; Samþykkir lóð fyrir hótelbygg- ingu við Sigtón BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær, þriðjudag, umsókn Guðbjörns Guðjónssonar, for- stjóra I Reykjavík, um lóð fyrir hótelbyggingu á homi Kringlu- mýrar og Sigtúns. Guðbjöm Guðjónsson, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hér væri um að ræða 100 herbergja hótel, byggt í tveimur álmum og myndu framkvæmdir hefjast innan skamms, en fyrirhugað væri að koma byggingunni upp á einu ári. í hótelinu yrði heilsuræktarstöð og stórt móttökuanddyri og veitingasal- ir í annarri álmunni og herbergin í hinni. Önnur álman verður tvær hæði og hin þijár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.