Morgunblaðið - 13.02.1986, Page 1

Morgunblaðið - 13.02.1986, Page 1
64 SIÐUR B j STOFNAÐ1913 36. tbl. 72. árg.______________________FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986___________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Filippseyjar: > > > AP/Símamynd VETRARRIKIIROM Mikið vetrarríki er víða í Evrópu og frosthörkur sums staðar meiri en elstu menn muna. Á Ítalíu liggur næstum landið allt undir hvítri mjallarbreiðu, sem gert hefur ökumönnum og öðrum erfitt fyrir, en krakk- amir kunna þeim mun betur að meta snjóinn. Þessi rómversku böm réðu sér ekki fyrir kæti þegar þau renndu sér á snjóþotum niður hæðardragið við Colosseum. Sikorsky og Fiat hrepptu Westland London, 12. febrúar. AP. HLUTHAFAR í Westland-þyrlufyrirtækinu breska ákváðu í dag að taka kauptilboði bandarísku Sikorsky- verksmiðjanna. Þar með var bundinn endi á tilraunir evrópskrar fyrirtækjasamsteypu til að ná meirihluta í fyrirtækinu. í atkvæðagreiðslunni fóm leikar þannig, að 67,8% hiuthafa vildu taka tilboði Sikorskys og Fiats á Ítalíu en 32,2% vom því andvíg. og Leon Brittan, fyrmrn iðnaðar- ráðherra. Heseltine sagði í dag, að hann teldi fráleitt að selja fyrir- tæki, sem tengt væri vömum landsins, í hendur manna, sem ekki væri vitað hveijir væm. Átti hann þá við ónafngreindu fyrir- tækin sex en orðrómur hefur verið um, að þar sé um að ræða breska eða svissneska banka. Aðeins þurfti til einfaldan meiri- hluta að þessu sinni. Strax í fund- arbyijun fóra evrópsku fyrirtækin fram á, að atkvæðagreiðslunni yrði frestað í þijár vikur en því var hafnað með sama meirihluta og samþykkti tilboð Sikorskys. David Home, starfsmaður Lloyds-banka og ráðgjafi evrópsku fyrirtækjanna, krafðist frestunar á atkvæðagreiðslunni á þeim for- sendum að nýlega hefðu sex ónafngreind fyrirtæki keypt rúm 20% hlutabréfa í Westland og kvaðst hann gmna, að þau kaup hefðu verið gerð til að greiða fyrir sölunni til Sikorskys. Sir John Cuckney, stjómarforseti West- lands, kvað ekki unnt að bíða lengur vegna óvissunnar um fram- tíð Westlands og nokkur hundmð verkamanna hjá Westland, sem söfnuðust saman fyrir utan fund- arstaðinn, hvöttu til að tilboði Sikorskys yrði tekið. Deilumar um Westland-málið hafa reynst Margaret Thatcher, forsætisráðherra, þungar í skauti og tveir ráðherrar hafa sagt af sér vegna þess, þeir Michael Heselt- ine, fyirum vamarmálaráðherra, Reagan varaður við siguryfirlýs- ingum Marcosar Manila, 12. febrúar. AP. CORAZON Aquino, forsetaframbjóðandi stjórnarand- stöðunnar á Filippseyjum, kvaðst í dag hneyksluð á þeim orðum Reagans, Bandaríkjaforseta, að jafnt sljóm sem stjómarandstaða kynnu að hafa ástundað kosninga- svindl. Varaði hún hann við að samþykkja siguryfirlýs- ingar Marcosar og undir þau orð hafa bandarískir þing- menntekið. „Ég tel, að ekki aðeins Filippsey- ingar, heldur einnig mikill meiri- hluti Bandaríkjamanna og þing- manna þeirra mundu fordæma það ef Bandaríkjaforseti féllist á, að Marcos hefði sigrað," sagði Coraz- on Aquino í dag og kvaðst hún hneyksluð á þeim orðum Reagans, að hugsanlega hefðu bæði stjóm Bill Paul, forstjóri Sikorsky, og Sir John Cuckney, stjómarfor- maður Westland, eftir atkvæða- greiðsluna. AP/Sfmamynd og stjómarandstaða staðið að kosningasvindli. Vakti hún athygli á, að alþjóðlegar eftirlitsnefndir, þar á meðal sú, sem Reagan sendi, hefðu aðeins orðið vitni að kosning- asvindli stjómarinnar. John Kerry, öldungadeildarþing- maður, sem var í bandarísku eftir- litsnefndinni á Filippseyjum, sagði í dag, að enginn vafi léki á, að stjómvöld á Filippseyjum hefðu haft í frammi stórkostlegt kosn- ingasvindl og að Bandaríkjastjóm gæti ekki leitt það hjá sér. Kerry og Richard Lugar, öldungadeildar- þingmaður, formaður eftirlits- nefndarinnar, hafa báðir varað Reagan forseta við að taka sigur- yfirlýsingar Marcosar trúanlegar. Þingið á Filippseyjum bjóst í dag til að hefja talningu atkvæða en það hafði upphaflega hálfan mán- uð til þeirra starfa. Síðustu tölur frá kosninganefnd stjómarinnar era þær, að Marcos hafi 52% at- kvæða en óháð kosninganefnd segir aftur á móti, að þessi sé atkvæðatala Corazon, mótfram- bjóðanda Marcosar. Shcharansky ætlar að halda mannréttindabaráttunni áfram vegna þeirra sem „ég hvarf frá og enn sitja í fangelsi“ Jerúsalem, 12. febrúar AP. ANATOLY Shcharansky fagnaði í dag fengnu frelsi og hét því jafnframt að láta ekki merkið niður falla í mannréttindabaráttunni. Kvaðst hann eiga skuld að gjalda þeim mönnum, sem „ég hvarf frá og enn sitja í fang- elsi“. „Á þessum mesta hamingjudegi í lífí mínu verður mér hugsað til þeirra, sem ég fór frá í fangelsunum og í vinnubúðunum, til manna, sem ekki vilja gefast upp í baráttunni fyrir mannréttindum. Ég vona, að andlegur styrkur þeirra hjálpi okkur til beijast áfram fyrir frelsinu," sagði Shcharansky í Jerúsalem í dag en þangað kom hann til að biðjast fyrir við Grátmúrinn, mesta helgistað gyðinga. Shcharansky hringdi í dag til bróður síns og móður í Moskvu og ísraelska útvarpið sagði, að hann ætlaði að fara þess á leit við sovésk stjómvöld, að þau fengju að fara til hans. Vestur-þýska dagblaðið „Bild“ skýrði frá því á sunnudag, að sovéska stjómin hefði ákveðið að leyfa Idu Milgrom, móður Shchar- anskys, að fara úr landi en ekki væri þó enn afráðið hvenær það yrði. Shcharansky og Avital, kona hans, ætla fyrst um sinn að hafa hægt um sig meðan hann er að hvílast og safna kröftum eftir níu ára fangelsi og vinnubúðavist i Sovétríkjunum. Þau hjónin höfðu ekki sést frá því á árinu 1974, daginn eftir að þau vom gefin saman var Ávital skipað að fara úr landi og koma ekki aftur. Síðan em liðin 12 ár og allan þann tíma hefur hún barist fyrir frelsi manns síns. „Hún hefur barist eins og ljónynja,“ sagði Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels. „Eng- inn staður var of ijarlægur, ekkert tækifæri svo lítið, að hún notaði það ekki.“ SHCHARANSKY biðst fyrir við Grátmúrinn i Jerúsalem, einn mesta helgistað gyðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.