Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 5 Ákvörðun fiskverðs tefst enn: 10% lækkun olíuverðs 1. marz full mikil segir forsætisráðherra AKVORÐUN um fiskverð strandar nú á fyrirheiti stjórn- valda um ákveðna lækkun gas- olíu þann 1. marz. Talið er að fiskverð verði ákveðið fáist fyr- irheit um 10% lækkun olíunnar, en forsætisráðherra, Steingrím- ur Hermannsson, telur það full mikla lækkun. Pundi yfímefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær lauk vegna þessa án árangurs, en áfram verður þingað í dag. Þá mun einhver ágreiningur í yfímefndinni um mat á stöðu vinnslunnar í ljósi gengis- skráningar bandaríska dalsins. í afkomureikningum Þjóðhagsstofn- unar er hann virtur á 42,30 krónur en gengi hans í gær var 41,72. Þessi lækkun, þó hún sé ekki mikil, rýrir stöðu vinnslunnar, en bætir stöðu þeirra, sem em með erlend lán. Steingrímur Hermannsson sagði Hitaveita Akureyrar: Hækkun gæti orð- ið minni engert var ráð fyrir — haldist geng-i stöðugt og verðbólga verði 9% Akureyri, 12. febrúar. „Það hefur ekki verið rætt í hitaveitustjóm. En miðað við þær frétt- ir að verið sé að beina þessu út til aðila hlýtur það að koma til tals,“ sagði Wilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri á Akureyri, í dag er hann var spurður um möguleika á þvi að hitaveitugjöld i bænum yrðu lækkuð, eins og rætt hefur verið um að gera hjá Hita- veitu Reykjavíkur haldist gengi stöðugt út árið og verðbólga verði 9%. „Það er nýbúið að samþykkja fjárhagsáætlun hitaveitunnar. í henni er gert ráð fyrir ákveðinni verðbólgu og gengisskráningu og miðað við þetta tvennt er gert ráð fyrir hækkun á miðju ári. En ef þróunin verður betri en gert er ráð fyrir verður að taka þetta til endur- skoðunar. Ég sé hins vegar ekki að gjöldin muni lækka. Þetta myndi frekar verða til þess, að hækkunin verið gert ráð fyrir. Þeirra tillögur geri hins vegar ráð fyrir, að um þrír milljarðar króna verði færðir yfír til launþega. Því megi ekki skoða boð þeirra um liðlega 7% launahækkun á árinu sem „allt og sumt.“ En af hálfu verkalýðshreyfíngar- innar er þeim röksemdum vísað á bug, að ekki sé hægt að borga hærra kaup en atvinnurekendur gera ráð fyrir í tilboði sínu. „Það er grundvallarmál í þessum samn- ingum, að komið sé á samræmi milli taxtakaups og raunverulegs kaups,“ sagði Ásmundur Stefáns- son. „Atvinnurekendur hafa í stór- um stíl hafnað samninganiðurstöð- um VSÍ og borga sínu fólki hærra kaup en taxtar gera ráð fyrir. Sennilega er fátt, sem sýnir betur hversu fráleitt það er að halda fram að atvinnurekendur geti ekki hækk- að taxtana. Tillögur þeirra nú gera hinsvegar ráð fyrir að þessari kröfu séýttfrá." Aukinn réttur Talsmenn vinnuveitenda sögðu í gær að tillögur þeirra um nýjar reglur um launagreiðslur í veikinda- og slysatilfellum væru tímamótatil- lögur og gerðu ráð fyrir stóraukn- um réttindum verkafólks. Meginat- riði tillagnanna eru að við vinnusiys haldi starfsmenn 90% heildarlauna í allt að 12 mánuði en nú er gert ráð fyrir að þeir séu allt að frá þremur mánuðum á dagvinnukaupi. I öðru lagi er gert ráð fyrir að í veikindaforföllum séu heildarlaun greidd í allt að 10 mánuði af hveij- um tólf en nú er að hámarki full laun í einn mánuð og dagvinnulaun í tvo mánuði. Fyrsta vika er nú greidd í dagvinnu - að undanskild- um fyrsta forfalladegi. í þriðja lagi er gert ráð fyrir að vinnuveitendur taki skyldutryggingu gagnvart öll- um forföllum, sem eru lengri en þrír mánuðir, í Qórða lagi að sjúkra- sjóðsgjöld lækki úr 1% í 0,25% og loks að vanfærar konur hafí aukinn rétt til fæðingarorlofsbóta ef örygg- is- eða heilsufarshagsmunir leiða til þess, að kona sé langtímum frá vinnu á meðgöngutíma. Forystumenn ASÍ kváðu margt gott í þessum tillögum og annað miður gott. „Það er gert ráð fyrir skertum réttindum í skammtíma- veikindum en auknum í langtíma- veikindum," sagði Ásmundur Stef- ánsson, „og auk þess hafa þeir í hyggju að skerða framlög í sjúkra- sjóðina um þijá fjórðu. Ég hef því ekki trú á, að þetta kosti þá mikið - og treysti mér satt að segja ekki til að segja til um hvorum megin við núllið þeir lenda. Mér sýnist því að hér sé frekar um að ræða tilfærslu á réttindum en aukningu." Víglundur Þorsteinsson, sem sæti á í samningaráði VSI, sagði „beinlínis rangt, að hér sé ekki um að ræða aukin réttindi. Þessar til- lögur, ef um semst, yrðu viðamestu veikinda- og slysatryggingar launa, sem um hefði verið samið milli launþega og vinnuveitenda í Evr- ópu. Þær gera ráð fyrir gríðarlega auknu öryggi starfsfólks. Þær eru vel unnar og með þeim er verið að koma til móts við kröfur, sem ASÍ hefur haft uppi í mörg ár. Við höfum nú sett fram tillögur um auðskiljanlegar reglur í þessu sam- bandi. Allur spamaður vegna lækk- unar á framlögum okkar í sjúkra- sjóðina og meira til mun ganga til greiðslu á þeim tryggingum, sem við gerum ráð fyrir að fyrirtækin verði skyldug að kaupa", sagði Víg- lundur Þorsteinsson. í samtali við Morgunblaðið, að ríkis- stjómin myndi ijalla um fiskverðs- ákvörðunina á fundi sínum í dag, meðal annars vegna þess að þörf væri breytingar á lögum um kostn- aðarhlutdeild. Ríkisstjómin væri reiðubúin til að lækka verð á olíu eins fljótt og verð á þeirri olíu, sem til væri í landinu, leyfði það og þegar fjármagn streymdi ekki út úr bönkunum í gegn um innkaupajöfn- unarreikning olíufélaganna. Jafnvel væri talað um að lækka verðið eitt- hvað 1. marz. Með 10% lækkun verðsins virtist sér þó að menn væm að teygja sig of langt, en hann hefði þó ekki skoðað þetta dæmi nægilega vel. Miðað við þær forsendur, sem fyrir lægju, virtist sér þetta of mikil lækkun. Vísitala framfærslu kostnaðar: Mælir 31-36% verðbólgu VÍSITALA f ramfærslukostnaðar hækkaði um 2,28% á milli janúar og febrúar, sem samsvarar 31,1% árshækkun. Síðastliðna tólf mán- uði hefur framfærslukostnaður hækkað um 32,6% og hækkun vísitölunnar undanfama þrjá mánuði jafngildir 36,1% verð- bólgu á ári. í útreikningum kauplagsnefndar á vísitölu framfærslukostnaðar er miðað við verðlag í febrúarbyijun. Vísitalan reyndist vera 167,76 stig, 2,28% hærri en í janúarbyrjun. Af þessari hækkun stafa 0,9% af hækkun á verði matvöm (þar af 0,4% vegna hækkunar á verði kjöt- vöm), 0,4% af hækkun á verði fatnaðarvöm, 0,1% af hækkun hús- næðisliðs og 0,9% stafa af hækkun á verði ýmissa vöm- og þjónustu- liða. á miðju ári yrði minni en gert er ráðfyrir. Helgi Bergs, bæjarstjóri, var spurður að því í dag hvort rætt hefði verið um að lækka útsvars- prósentuna í bænum úr 10,8% í 10,2% eins og rætt hefur verið um að gera í Reykjavík. Kvað Helgi svo ekki vera. „En ég geri ráð fyrir að þetta verði athugað." HIN GÖMLU sem aðallega er sniðið fyrir eldri borgara í Broadway í kvöld. Hin bráðhressa hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt söngkonunni, Önnu Jónu Snorradóttur, leikurfyrirdansi. kvöldsins verða Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram. Ingimar Eydal leikur á píanó undir borð- haldi og stjórnar fjöldasöng. TÍSKUSÝNING MODELSAMTÖKIN SÝNA. Stjórnandi Haukur Morthens. Matseöill: Rjómalöguð rósinkálsúpa. Fyllt grísasneið m. ávaxtafyllingu. Kaffi. HúsiA opnað kl. 18.00. Miða- og borðapantanir i síma 77500. BEOADWAy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.