Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 7 Ég rann mjög hratt en stoppaði svo á steini — segir Jón Gunnar Hauksson, sjö ára, sem rann um hundrað metra niður hlíð fjallsins Kubba JÓN Gunnar Hauksson er 7 ára gamall og flutti fyrir skönunu til ísafjarðar. Hann lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu á sunnu- daginn var að renna um 100 metra niður hlíð fjallsins Kubba við ísafjörð. Sem betur fer slasðist Jón Gunnar ekki. Með honum i för var vinur hans, Kristinn Theódórsson, sem einnig er nýfluttur til ísafjarðar. „Við Kristinn ætluðum að ganga upp á topp,“ sagði Jón Gunnar í samtali við Morgun- blaðið. „Þetta gekk ágætlega hjá okkur fyrst og við vorum komnir svolítið langt upp í fjallið. Ég var á undan Kristni upp og þá bað hann mig að bíða eftir sér. Svo beið ég eftir honum. Loksins þegar hann var kominn ætlaði ég að halda áfram, en þá rann ég niður. Snjórinn var nefnilega svo harður og sleipur. Ég rann mjög hratt en stoppaði svo á steini. Ég meiddi mig mjög lítið, en varð ofsalega hræddur." — Hvað gerðuð þið svo? „Kristinn varð líka dauðhrædd- ur. Ég hrópaði á hjálp og slökkvi- liðsmaðurinn sá okkur og hringdi í lögguna. Svo komu þeir og sóttu okkur og hjálpuðu okkur niður. — Ætlið þið nokkuð aftur í fjallgöngu á næstunni? „Nei ætli það. Ég er alla vega ekki ákveðinn," sagði Jón Gunnar. Kristinn stóð við hliðina á honum og sagðist vera ákveðinn að fara einhvem tíma aftur í fjallgöngu. „En mamma ætlar kannski að kaupa handa mér fjaligönguskó og þá fer ég í íjallgöngu í sumar. Þá verður enginn snjór. Ég ætla þá líka að fara aðra leið. Ég sá nefnilega tvo stóra stráka fara upp á toppinn á fjallinu, en þeir fóru aðra leið, sem er betri," sagði Jón Gunnar að lokum. Jón Gunnar Hauksson bendir ljósmyndara Morgunblaðsins á Isafirði upp í fjallið Kubba, þar sem hann rann 100 metra niður. Með á myndinni eru Kristinn Theodórsson og Haukur, bróðir Jóns Gunnars. Morgunblaðið/Gísli Brottreksturinn úr Kaupfélagi Fáskrúðsfjarðar: Málið heyr- ir ekki undir stjórn SÍS — segir Valur Arn- þórsson stjórnarformaður „MÉR ER málið allsendis ókunn- ugt frá upphafi til enda nema það sem ég hef lesið um það í blöðunum," sagði Valur Arn- þórsson formaður stjómar Sam- bands íslenskra samvinnufélaga í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður álits á brott- rekstri Eiríks Stefánssonar for- manns Verkalýðs- og sjómanna- félags Fáskrúðsfjarðar úr Kaup- félagi Fáskrúðsfjarðar. Eins og komið hefur fram í frétt- um var Eiríki vikið úr kaupfélaginu fyrir það að hafa forgöngu um að stofna og reka verslun á vegum Verkalýðs- og sjómannafélagsins. Valur sagði það fráleitt að málið heyrði á nokkum hátt undir stjóm Sambandsins. íslenska hljómsveitin: Tónleikar í anda útvarps- sveitarinnar ÍSLENSKA hljómsveitin frumflutti í gærkvöldi á Akranesi skemmtidagskrá í samantekt Ólafs Gauks, Þór- halls Sigurðssonar (Ladda), Sigrúnar Hjálmtýsdóttur (Diddú), Guðmundar Emils- sonar o.fl. Slegið var á létta strengi og flutt létt-klassísk tónlist og dægurlagasyrpur frá ámnum 1930—1950, eða frá þeim tíma er útvarps- hljómsveitin var starfrækt. Næstu hljómleikar verða í kvöld, fimmtudaginn 13. febrú- ar, kl. 20:30 í Langholtskirkju, laugardaginn 15. febrúar kl. 15:00 í Félagsbíói, Keflavík, og svo loks sunnudaginn þann 16. febrúar kl. 15:00 í íþróttahúsi Gagnfræðaskólans á Selfossi. Miðar verða seldir við inngang- inn. Tónleikamir verða hvergi endurteknir. OPEL RECORD OPEL ASCONA OPEL KADETT Nýjung í bílaviöskiptum á íslandi ‘.KAUPLEIGA ENGIN ÚTBORGUN Bílvangur býður nú fjórar tegundir af OPEL '85 á sérlega hagstæðu verði og NÝJUM GREIÐSLU- KJÖRUM-KAUPLEIGU. Nú eiga menn völ á mánaðarlegum greiðslum eða ársfjórðungslegum til allt að fjögurra ára. Nánari upplýsingar veita sölumenn okkar að Höfðabakka 9 eða í síma 687300. BÍLASÝNING að Höfðabakka 9 laugardag 15. feb. kl. 13—1 7 sunnudag 16. feb. kl. 13-17 Heitt á könnunni. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.